Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 15
Innan úr Langholtskirkju. Hér lagði Hörður til grundvallar tjaldið, sem var elzti
samkomustaður kristinna safnaða.
Innan úr Kópa vogskirkju. Það sem fyrst var oddbogi, varð að
lokum parabóla.
sem kostur er aðstæðum síns tíma, en jafn-
framt ber honum að draga réttar ályktanir
af reynslu liðinna tíma, á grundvelli þess
uppeldis, sem nám og lærdómur hefur veitt
honum. En leiðin hér er há!...“
fr
í framhaldi af þessu spurði ég Hörð:
Hver heldur þú sjálfur að séu þín beztu
verk? „Ég hef ákveðna tilfínningu fyrir því“,
svaraði hann: „Skálholtskirkja, - og Kópa-
vogskirkja". Svarið kom mér ekki á óvart;
ég hafði raunar búizt við því, að hann nefndi
Skálholtskirkju fyrst. Hann kvaðst einnig í
þessu sambandi vilja nefna Langholtskirkju.
Ég man vel eftir því, þegar Skálholts-
kirkja var í smíðum, að margir voru efíns
og fannst sem einhverskonar hrikalegt
steinbákn væri að rísa á hinum fomhelga
stað. Sjálfur var ég ekki sannfærður á þeim
tíma, en það sýnir hve varlegt það er að
leggja dóm á hús í byggingu. Það er svona
álíka og að gagnrýna hálfmálaða mynd og
hlýtur einungis að teljast móðgun við höf-
undinn. Skálholtskirkja er stórkostleg á
sínum stað; það höfum við séð fyrir löngu.
En allt orkar tvímælis þá gert er, það er
gamla sagan. Um þetta verkefni sagði Hörð-
ur:
„Skálholtskirkja hefur algera sérstöðu
meðal þeirra verkefna, sem ég hef unnið
að. Á því hvíldi þungi sögunnar og sumir
voru óánægðir með, að ekki skyldi fara fram
samkeppni. Lausn mín byggir á þeim grunni,
sem þarna var fyrir hendi: Fyrri kirkjum í
Skálholti, allt frá miðaldakirkjunni til Bry-
njólfskirkju og annarra. Mælikvarðinn er
þessi stórbrotni fjallahringur Ámessýslu og
víðsýnið sem þar er. Ég hugsaði mér, að
kirkjan yrði að gnæfa þama eins og upp-
rétt hendi.
Að teikna kirkju í Skálholti var áhættu-
samara en nokkuð annað, sem ég tók að
mér; það var hreinasta blóðþrýstingsatriði.
En séra Sigurbjöm Einarsson stóð mér þétt
við hlið; hann hafði beitt sér manna mest
fyrir endurreisn Skálholts og sýndi mér fullt
traust, sem var ákaflega mikils virði.
Eftir fomleifarannsóknir á grunni kirkj-
unnar, þar sem rómanska formið kom fram,
var auðvelt að komast að niðurstöðu; aldrei
kom til greina að byggja úr öðm en steini.
Sumar fyrri kirkjur í Skálholti, til dæmis á
dögum Páls biskups Jónssonar, voru með
skozku klausturkirkjulagi, sem er ró-
manskt. Ég skilgreini núverandi stíl kirkj-
unnar sem einföldun á rómanska stílnum,
útfært með nýju byggingarefni. Það gildir
einnig um kirkjuna að innan. Þetta er kross-
kirkja og útbrotakirkja, en kórinn miklu
styttri en tíðkaðist í kaþólskum sið.
Síðast en ekki sízt var mikil blessun að
eiga þær að, Nínu frænku okkar, sem var
sérstaklega ráðin til að gera altaristöflu,
og Gerði, sem á heiðurinn af gluggunum
eftir að hafa unnið f samkeppni, þar sem
Nína varð önnur.“
☆
Altaristafla Nínu Tryggvadóttur í Skál-
holtskirkju er eitt merkasta kirkjulistaverk
á voru landi og setur stórkostlegan svip á
kirkjuna, sem er annars ákaflega einföld í
sniðum að innan. Hálf-abstrakt, fljótandi
og mjög svo stílfærð form altaristöflunnar
mynda ákjósanlega andstæðu við hinar af-
dráttarlausu línur í kirkjubyggingunni
sjálfri. Þótt ótrúlegt megi virðast, er frum-
mynd Nínu lítil og unnin á pappír með
vatnslitum. í aðalatriðum er útfærslan í
Skálholti eins, þó hafa verið gerðar nokkrar
breytingar í fullvinnslunni og stjórnaði Nína
því. Frummynd Nínu er í eigu Harðar og
meðal þeirra listaverka þar á heimilinu, sem
honum eru kærust.
„Kópavogskirkja hlaut að kalla á aðra
og ólíka útfærslu", segir Hörður. „Hún er
byggð uppi á grýttri hæð í þéttbýli eins og
flestir vita. Formið hafði ekki verið reynt
hér: Parabólan, boginn, sem segja má að
taki við af hinum gotneska oddbogastíl og
hentar ágætlega vel steinsteypunni. Reynd-
ar byijaði ég á því að teikna oddboga, sem
síðar þróaðist í það bogaform, sem sjá má,
því það hentaði betur byggingarefninu.
Þessar tvær kirkjur eru ákaflega ólíkar, en
ég var samt með þær á teikniborðinu á
sömu árunum".
Kópavogskirkja er eins að sjá úr öllum
áttum, enda er hún hrein krosskirkja með
fjórum, jöfnum álmum og átta parabólum.
Áð sjálfsögðu setja gluggar Gerðar Helga-
dóttur sinn svip á hana.
„Þeir eru afar fagrir“, segir Hörður,,, en
ef til vill lítið eitt kaþólskari en ég hefði
kosið. Við messugjörð í kaþólskum sið var
yfírleitt heldur skuggsýnna og Gerður var
um þetta leyti með margar kaþólskar kirkj-
ur í takinu. Ég hefði kosið að dagsbirtan
nyti sín betur með ljósari gluggum og eins
að ljósið innan úr kirkjunni sæist betur ut-
anfrá. En við það varð ekki ráðið. Við þetta
verk naut_ ég ómetanlegs stuðnings * séra
Gunnars Árnasonar sóknarprests í Kópa-
vogi.
Þriðja kirkjan, sem ég nefndi og mér
fínnst hafa tekizt vel, er Langholtskirkja.
Jafnframt er hún afskaplega ólík hinum
kirkjunum tveimur og sérstæð í þá veru,
að þar var í fyrsta sinn byggt sérstakt og
sjálfstætt safnaðarheimili. I aðalbyggingu
kirkjunnar er miðað við form tjaldsins, sem
var upprunalegur samkomustaður hinna
fyrstu safnaða“.
Tónlistarflutningur fer í vaxandi mæli
fram í kirkjum; vel þekktur er kór Lang-
holtskirkju og sumartónleikarnir í Skálholts-
kirkju. Nú hefur Sálumessa Mozarts verið
flutt í Hallgrímskirkju og því er von að
spurt sé: Hvað getur arkitektinn gert til
þess að bæta hljómburðinn, þegar hann
teiknar kirkju?
„Hljómburðarvísindi eru ekki mjög göm-
ul“, segir Hörður, „þó voru haldin námskeið
í þeim, þegar ég var að læra úti í Þýzka-
landi. En þetta eru mjög óáreiðanleg vísindi
og það er aldrei neitt gefið, hversu mjög
sem vandað er til hlutanna. Ég minnist
þess frá þeim tíma, þegar ég var formaður
byggingarnefndar Þjóðleikhússins og við
vorum að ganga frá salnum að innan, að
við fengum þá Steinþór Sigurðsson jarð-
fræðing og Gunnlaug Briem, sem þá var
yfírverkfræðingur hjá Pósti og síma, til að
gera tillögur. Til vonar og vara voru tillögur
þeirra sendar sérfræðingi Konunglega leik-
hússins í Kaupmannahöfn til umsagnar.
Hann skrifaði greinargerð, sem gekk mjög
þvert á niðurstöður okkar manna, svo við
báðum um úrskurð frá prófessor Kruger
hinum sænska, sem talinn er einskonar
upphafsmaður þessara vísinda. Hann sagði:
Petersen hefur rangt fyrir sér — það var
sá danski. Svo við gengum frá salnum,
stuðlaberginu uppi í loftinu og öllu, sam-
kvæmt tillögu Steinþórs og Gunnlaugs og
ekki ber á öðru en það hafi gefízt vel. Hljóm-
burður í Skálholtskirkju þykir góður; bæði
hljóðfæraleikur og söngur njóta sín vel þar
og sama er að segja um hinar kirkjumar,
Langholtskirkju og Kópavogskirkju."
Sjálfur hlustaði ég á Sálumessu Mozarts
í Hallgrímskirkju og það var auðheyrt, að
hljómurinn þar er ákaflega sterkur. En ég
er langt í frá að vera fróður um hljómburð,
hvað þá sérfróður. Mér fannst bergmálið
ekki standa lengi eftir að tóni var sleppt,
en um þetta er fólk ekki sammála og talað
hef ég við tónlistarfólk, sem taldi bergmálið
of mikið og einnig, að hljómburður væri
ekki nægilega góður út við veggina. Að
minnsta kosti hljómaði kórinn glæsilega á
miðbikinu og það var mikilfenglegt að koma
í þetta hús og sjá glæsileika þess að innan.
Allir vita, að Guðjón Samúelsson, fyrrum
húsameistari ríkisins, teiknaði Hallgríms-
kirkju. Hitt vita kannski færri, að það er
Hörður Bjamason, sem heiðurinn á af þessu
glæsta innra útliti eftir að hann tók við
verkinu sem húsameistari ríkisins að Guð-
jóni Samúelssyni látnum. En hvað kom til?
„Ekkert var tilbúið áf hálfu Guðjóns um
innra útlit kirkjunnar", segir Hörður. „Að-
eins hafði hann teiknað sneiðingu. Þar gerði
hann ráð fyrir að setja loft í kirkjuna, sem
klæddi af risið og hann gerði ekki ráð fyrir
súlum.“
Ég held að ekki þurfí mikið ímyndunar-
afl til að sjá, að á þann veg hefði kirkjan
nánast tapað þeim innri glæsileika, sem hún
ótvírætt hefur. Þar hefði orðið nánast kassa-
laga rými, að vísu með bogaformi í kór og
kirkjan hefði þá orðið sem hver annar stór
salur. Sú hugmynd Harðar að nýta hæð
kirkjunnar til fulls, breytir hér öllu. Hann
lagði einnig til og teiknaði tvær súlnaraðir,
sem látnar eru bera uppi gotneskar hvelfing-
ar, líkt og Guðjón gerði í Landakotskirkju.
Bárður ísleifsson arkitekt vann með Herði
við útfærsluna á kirkjunni, en hann hafði
áður unnið hjá Guðjóni og þá með honum
við útlitið á Hallgrímskirkju.
í áratugi hefur það verið nánast ríkjandi
tízka meðal þeirra, sem taka þátt í umræðu
um byggingarlist og umhverfísmál að hall-
mæla þessu stórvirki á Skólavörðuholti og
fínna því flest til foráttu. Ég spurði Hörð,
hvort hann tæki undir þann söng. Hann
sagði:
„Ég álít að Hallgrímskirkja eigi eftir að
standa af sér alla fordóma. Þetta er mikil-
fengleg kirkja, en ég hefði samt áreiðanlega
leyst þetta verkefni allt öðruvísi en Guðjón.
Hann teiknaði kirkjuna að beiðni kirkju-
málaráðuneytisins, en hafði raunar áður
gert tillögu um kirkju á þessum stað - og
meira að segja einskonar háborg íslenzkrar
menningar, sem samkvæmt tillögunni átti
að rísa á Skólavörðuholti. En sú kirkja, sem
Guðjón teiknaði þar var dálítið í Péturs-
kirkjustíl og alveg ólík þeirri Hallgríms-
kirkju, sem nú er risin".
☆
Þá dagana sem við Hörður Bjamason
ræddum saman, stóðu yfir á fundum og í
ijölmiðlum umræður um tillögur tveggja
arkitekta að útliti Kvosarinnar. Sumir sjá
ákaflega eftir nokkrum gömlum húsum, sem
gert er ráð fyrir að víki til að samræmt
útlit náist og að miðbærinn verði ekki eins
og skörðóttur hundskjaftur. Ég hef margoft
viðrað skoðanir mínar á þeim kotrassabrag,
sem mér finnst ríkja í miðbæ Reykjavíkur
og er nú mál að linni. En hvað segir Hörð-
ur Bjarnason um kotrassabraginn?
„Ég vil gjaman sjá breytingu til meiri
reisnar á miðbænum og ég tel þessa tillögu
þeirra Guðna og Dagnýjar nokkuð góða.
En hitt er svo annað mál, að ég er ekki
ánægður með nýtt alþingishús samkvæmt
verðlaunatillögunni. Það er út af fyrir sig
gott hús, en hentar bara ekki á þessum
stað og gæti orðið til þess að annað yrði
þá gert í sama mælikvarða. Mér leizt betur
á tillögu Manfreðs Vilhjálmssonar, sem fékk
2. verðlaun. En ef að líkum lætur verður
þetta hús því miður byggt þarna."
Eins og ljóst er af því, sem að framan
er rakið, hefur Hörður Bjamason unnið í
anda þeirra, sem skópu Bauhaushreyfing-
una fyrr á öldinni. Hann á sína uppáhalds-
arkitekta og eins og að líkum lætur eru
þeir módemistar, sem hafa unnið í anda
Grophiusar. í því sambandi nefnir Hörður
sérstaklega finnska kollega sína, þar á
meðal prófessor Sirén, sem teiknaði finnska
ríkisþinghúsið, son hans Hekkí, sem hefur
meðal annars teiknað Det Lille Theater í
Helsinki, og kona hans Kaja er afbragðs
arkitekt, segir Hörður. Enginn smáræðis
arkitektafjölskylda það. Hartn nefnir einnig
Saarinen-feðgana og þann, sem frægastur
er utan Finnlands, höfund Norræna hússins
hér: Alvar Aalto. Að lokum nefnir Hörður
þrjá stórmeistara módemismans á alþjóðleg-
um vettvangi: Frank Lloyd Wright, Nervi
og Mies van der Rohe. Það fer ekki milli
mála, að tungutak byggingarlistarinnar fer
ekki eftir landamæmm. Þó em til þjóðir,
sem halda ákaflega fast í sérstæðan og
hefðbundinn byggingarstíl; ég nefni til
dæmis Alpastílinn í Austurríki og Sviss. En
er hægt að tala um einhverja íslenzka sér-
stöðu í þessum efnum?
Hörður telur að svo sé ekki: „Við höfðum
sérstakan stfl, sem byggðist á að nota til-
tækt efni, torf og gijót og var neyðarlausn,
en oft voru þessi hús fagurlega unnin af
litlum efnum. Með nútíma byggingarefnum
urðum við að farga þessum stíl; við getum
ekkert notað af honum. Ég tel, að við mun-
um ekki sjá annan arkitektúr hér en í
nágrannalöndunum. Byggingarefni og
tækni við byggingar ráða mestu um það,
svo og sú staðreynd, að við læmm arkitekt-
úr erlendis".
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986