Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 16
estar og reiðmenn á Islandi Kaflar úr formála bókar, sem út kom á Akureyri 1915 og segir íslenzkum hestamönnum til syndanna „ Einn af beztu reiðmönnum í heimi. Hann patar og ber fótastokkinn“ stendur undir þessari mynd í bókinni og lýsir Schrader þar sjálfsánægju íslenzkra hesta- manna á þessum tíma. Merkileg bók, „Hestar og reiðmenn á íslandi“ eftir George H.F. Schrader, hefur verið endurútgefin eftir að hafa verið ófáanleg í marga áratugi. Þegar hún kom út árið 1915 var hún ekki aðeins fyrsta bókin, sem út hafði komið á íslandi um hesta, heldur var útgáfa hennar svo myndarleg, að enn í dag er varla betur gert. Bókin er í stóru broti, 270 síður, þar af 38 myndasíður, sem sýnir að ekkert var til sparað að hafa hana sem vandaðasta. Það er Bókaútgáfan Hildur, sem gefur bókina út nú. Þegar George H.F. Schrader kom til Akureyrar árið 1913, öllum ókunnur á íslandi, má segja að glöggt hafi verið gests augað; hann sá að margt í fari landans var æði frumstætt. Sérstaklega fann hann til með þarfasta þjóni landsmanna og sá, að íslendingar voru langt á eftir öðrum þjóðum í tamningu, reiðmennsku og meðferð á hestum. Svo mjög blöskraði honum íslenzk hestamennska, að hann réðst í að skrifa bók og gaf hana út að því er virðist af einskærri hugsjón. Það hefur að öllum líkindum verið tímabært verk. Margt í bók Schraders er í fullu gildi enn á vorum dögum þótt ekki eigi lengur við lýsingar hans á hestamennskunni og meðferðinni á hestum. Bókin fjallar um allt er að hestum lýtur: Hesthús, reiðtygi, sjúkdóma, fóðrun og reiðmennsku. Kannski finnst mönnum nú forvitnilegast að lesa, hvemig Schrader segir íslendingum til syndanna; telur þá standa langt að baki öðrum þjóðum í þessu efni, en jafnframt kem- ur fram, að sjálfir vom íslendingar harla ánægðir með sína hestamennsku og töldu sig jafnvel standa erlendum hesta- mönnum framar. En hver var George H.F. Schrader? Hann var Þjóðverji að uppruna, en búinn að búa lengi í Bandaríkjunum, þar sem hann hafði auðgast vel, en lifði sjálfur sparlega og styrkti allskonar góðgerðafélög. Allt í einu skaut honum upp á Akureyri og eftir nokkra dvöl þar stofnaði hann Caroline Rest, sem var fágætlega vandað hesthús handa ferðamönn- um og fylgdi því gistiaðstaða. Þetta gaf hann allt Akur- eyrarbæ, sem rak það fram yfir stríðsárin, en sjálfur steig Schrader á skipsfjöl til Noregs, þá farinn að heilsu og batt endi á líf sitt út af Langanesi með byssuskoti um leið og hann lét sig falla í hafið. Stúlka reiðir bam á hesti. En það er líkt og kvalasvipur á öllum hestum í bók inni, enda taldi Schrader þá eiga slæma daga. að eru líklega engir reiðmenn, sem útlending- um verður eins starsýnt á eins og íslendingar. Þeir em svo stórir í samanburði við hestana, mismunandi klæddir, hafa mismunandi, oft skringilegt og ófagurt reiðlag, og engar reið- konur virðast eins kynlegar og um leið þó oft einkennilega fallegar á hestbaki eins og íslenzku konumar. íslenzku hestamir eru beinasterkir, með gildum, stuttum hálsi, úfnu faxi, síðu, þéttu tagli og sterklegu, breiðu baki. Þeir era að meðaltali 48'/2 danskra þuml. á hæð (50 enskra þuml, 127 cm) og um 600 punda þungir. Þeir bera menn, sem era langt um meira en 200 punda þungir, eða konur og menn, sem reiða fárra mánaða og alt upp að fjögra ára gömul böm í fangi sínu eða á keltunni; og hestamir endast til þess stundum saman, og oft vikum saman, með furðanlegum hraða, eins og þeir séu óþreyt- andi. Þetta þol hestanna er því fremur aðdáunarvert, þar semþeir hafa ekki annað en grasið til fóðurs á sumrin og tómt hey á vetram. Starfsþol hestanna hlyti að vera ótrúlega mikið, ef þeir væra fóðraðir á kraft-' fóðri. Á meðan bændumir era að leggja inn vörar sínar eða taka út á þær í kaupstaðn- um og gegna önnum sínum, standa þessir góðlyndu hestar óbundnir, grafkyrrir, og hengja höfuðið, einir sér eða fleiri saman, tímunum saman framan við eða á bak við búðimar eða þá í sérstökum réttum. Og þó að hestamir séu í góðum holdum á sumrin og haustin og virðist ekki lúalegir, era þeir þó heldur dauflegir og svefnlegir að sjá. En óðara en farið er á bak á þá, lifna þeir allir, og í samanburði við stærð þeirra taka engir hestar þeim fram að þoli og styrkleika til áburðar. Og það mun óhætt að segja, að það beztá, sem ísland hafi að bjóða, séu hestamir. I kaupstöðunum ráfa þeir inn á þau svæði, þar sem þeim lízt líkindi á að gras sé að fá. Þeir rangla um götumar og narta við og við í stráin á brautaijaðrinum. Þeir eru á bölunum á húsabaki, söðlaðir og ber- bakaðir, beizlaðir eða óbeizlaðir, og bíta þar sem gras er að fá, en þar, sem það er ekki, standa þeir hreifingarlausir eins og steinar. í fáum orðum, þeir standa eða ráfa um, bæði í kaupstöðum og út um hagann eins og geitur, kýr og kindur í öðrum löndum, og enginn skiftir sér af þeim. Lítt eða ekki er hirt um að þrífa hestana eða hirða þá, og margur er sá hestur, sem aldrei er þrifínn eða burstaður, regnið verð- Islenzkur hestur með beizli, sem Schrader vildi láta nota í stað íslenzku beizlisstanganna, sem hann sagði að væru eins og klíputengur. ur að hafa fyrir því og bleytan á grasinu, því að nóg er um regn og þokusudda á ís- landi. Sumstaðar ganga hestamir úti árlangt, dag og nótt, í hvaða illviðri sem er; verða þá allmargir þeirra að ganga í fjöram og lifa á þangi, eða þá krafsa sér upp fóður undan snjó og hjami á vetram, og era oft magrir og illa útlítandi á vorin. Ég hef heyrt nokkra íslendinga og útlend- inga segja, að hestum væri gefínn fískur, einkum síld, þegar heyskortur væri. En ís- lendingar mótmæltu því svo margir, að ég var farinn að halda að það væri hviksaga ein, að hestar þeirra ætu sfld, þangað til ég sá það með eigin augum. ÍSLENSKIR REIÐMENN ElGA EkkiLof Skilið Oft era hestar heftir í ógirtum högum á íslandi, og er það oft gert með talsverðri harðneskju. Framfætumir era bundnir strítt saman með haftinu, svo að hestamir geta ekki beygt annan fótinn eða stigið honum framar, þegar þeir era að bíta, og verða þeir því að hoppa, þegar þeir hreifa sig úr stað. Það má furða sig á skammsýni og heimsku þeirra manna, sem hefta hesta svo, því að hálsstuttir hestar verða nærri því að teygja sig úr hálsliðunum til þess að ná í grasið, og svo stirðna framfætumir við það að standa lengi á þessum staurfótum. Þar sem gras er lítið og langt á milli toppa,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.