Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 17
eins og víða á íslandi, verða hestar að hoppa mikið til þess að fá ofan í sig, því að ekki ná þeir í annað gras, en það sem er rétt við flipana á þeim. Stundum eru þeir heftir með hlekkjafestum, líkum handjámum, og mundu jafnvel ekki fílar hlaupa langt með þær. Vegna þess, hve óhentuglega og óskyn- samlega er heft, verða hestar einatt haftsár- ir og fleiðraðir á fótum. í öðrum löndum mundu dýravemdunarfélögin láta banna slíka meðferð með lögum. íslenzkir reiðmenn eiga því miður ekki annað eins lof skilið og hestamir þeirra. I stað þess að fara hægt af stað, meðan hest- amir em að hitna, demba þeir óðara af stað á hörðu brokki, skeiði, tölti eða stökki, og við það hitna hestamir of snöggt og of mikið. Sumir karlmannanna fara piýðilega vel á hestbaki, þeir eru sterklega og tígulega vaxnir, í lágum stígvélum eins og bændur í Ameríku hafa, en ætíð sporalausum; þeir hafa nærfelt altaf íslenzka svipu, stuttan, Þegar þeir eru komnir í hnakkinn, geta þeir riðið, eða minnsta kosti reikað í hnakkn- um; og það er einkennilegt að sjá hvemig hinn vitri og þaulæfði hestur hagar ganglag- inu eftir slangrinu á manninum, sem er lamaður af vínnautninni. Þess mætti geta um leið, að vínnautn hefur alls ekki þau áhrif á Islendinga, að þeir lendi í ryskingum eða banvænum áflogum eins og írar, heldur lifnar skáldlegt fjör í sálum þeirra; drykkur- inn stígur til höfuðsins og mýkir skapið; hann heí> r sviplík áhrif og ástadrykkur, því þessir stncu, bjartskeggjuðu, bláeygu menn hetju-, sögu- og skáldaþjóðarinnar norðlægu gera þá gælur og margkyssast, meira að segja á hestbaki. Reiðtygin em jafnaðarlega illa hirt, hvorki fægð, borið á þau né almennilega gert að þeim. Leðrið verður auðvitað stökt og skrælt af regni og snjó. Söðlar kvenna em samt miklu betur hirtir en hnakkar karla. Stengurnar em vanalega prýddar alls ekki láta svona, til þess að koma hestin- um áfram, og að minsta kosti ekki bera okkur eins hlægilega til eins og íslending- ar. Sumir dingla fótunum svo gífurlega, að það sést lofta undir milli hests og lærs svo langt sem bygt er; menn kasta fótunum svo langt út frá sér, að hnén berast langt út frá hnakknum, og skella þeim svo að hnakknum aftur. Þetta gera þeir hvíldar- laust, hvort sem þeir fara fót fyrir fót, brokk eða stökk, svo að reiðmaðurinn situr eigin- lega ekki nema á litlum bletti í hnakknum, en leikur annars í lausu lofti. Ef þessar hreyfingar værðu gerðar á miður stiltum og gæfum hestum, þá hlytu menn að detta af beki, hvað lítið sem hesturinn hlypi út undan sér á veginum, annaðhvort til vinstri eða hægri hliðar, enda væri þessi fótastokk- ur beinasti vegur til að bana hveijum manni, er beitti honum við útlendan hest, eins og áður er ávikið. Þessi vani er svo ljótur, að hver sannur Bóndakona. á hestbaki. Reistir hestar eins og nú sjást oft, virðast hafa verið mjög sjaldgæfir. íslenzki hesturinn virð- ist eins og önnur tegund á móti myndunum frá 1915. Þarfasti þjónninn undir mjólkurbrúsum; sjón sem gat að líta fram til 1950. silfurbúinn staf með leðuról í. Allur lima- burður þeirra er réttur og hermannlegur; þeir sitja rétt, halda rétt fótunum, beygja hnén rétt, bera hælana lágt en tæmar hátt, halda handleggjunum fast að síðunum, eru fastir og beinir í sæti, rétt eins og þeir hefðu fengið riddaralega æfingu. Manni verður nær að spyija? Hvar hafa þeir lært þetta? En færri eru þeir, karlmennirnir, sem ríða svona vel; að minsta kosti ríða þeir ekki fallega. Margir eru þeir, sem lafa lauslega í hnakknum, og það er eins og þeir ætli að láta tæmar dragast með jörðinni. Sumir halda dauðahaldi utan um hestinn með fót- unum; sumir em aftur langt of álútir eða þá fattir á hestbaki og sperra fætuma beint fram á við. Flestir reiðmenn beija sífeldan fótastokk, eins og þeir væm að baða vængj- um, hvort sem farið er fót fyrir fót, á brokki eða stökki; margir iða líka með höndunum og öxlunum, veifa svipunum í loftinu yfir hestunum og eru að smáslá í þá hvað ofan í annað. Ef íslendingar settust upp á út- lenda reiðhesta og væm að þessu hvíldar- lausa iði og fálmi með höndum og fótum, þá væri þeim bráður bani búinn. Þetta óreið- mannlega og ljóta ið og sprikl er það, sem einkennir sérstaklega íslenzka reiðmenn. Það mætti þó búast við því, að menn fæm betur á hestbaki en þeir gera, svo vanir em þeir því að sitja á hesti. EnginReiðföt Aðrir hestamenn, sem hafa vanizt reið- mensku af náttúmnni, svo sem nautasmalar (Cowboys) í Ameríku, Indíánar, Kósakkar og Arabar, hafa alveg sérstakan limaburð og tilburði á hestbaki; það hafa íslendingar ekki. Þeir hafa heldur engin reiðföt. Margir hafa lág stígvél — þeir em reiðmannlegast- ir — sumir ríða í stuttbuxum, sokkum og skóm, sumir hafa sokkana utanyfir buxun- um, margir hafa íslenzka skó við síðar buxur, sem auðvitað smokkast þá oft upp á legginn, sumir hafa legghlífar, sumir háa reiðsokka, sem ná upp fyrir mið lær; svo má aftur sjá reiðmenn í snotmm, svörtum brúnelsbuxum og stígvélum. Myndarlegir, auk heldur fallegir álitum em íslenzkir reið- menn í síðum olíukápum, vaðstígvélum og með sjóhatta; þeir verða þá eitthvað djarf- legir og riddaralegir ásýndum. íslenzkir reiðmenn halda sér ekki föstum í söðli með því þrýsta lærunum að hestinum, heldur með því að halda á sér föstu jafn- vægi í hnakknum. Það má bezt sjá á þeim mönnum, sem hafa fengið sér heldur mikið neðan í því af bjór, bitterblöndu eða brennivíni og taka að gerast valtir á fótum. Caroline Rest, hesthús með gistiað- stöðu, sem Schrader gaf Akureyrarbæ. rósum, en em nærri æfinlega ryðgaðar. Kaðaltaumar em mjög algengir og stundum þumlungsgildir. Söðulgjörðin er oft svo laf- laus, að vel má stinga hendinni inn á milli hennar og hestsins og snarast því stundum alveg af hestinum, þegar reiðmaðurinn er að fara á bak. Auðvitað meiðast hestarnir af þessu. Ég hef meira að segja séð íslend- ing velta af baki, og hnakkinn fara undir kvið um leið. Reiðmenn ættu oft að herða á gjörðunum, því að hestar, sem fá ekki annað en gras eða hey að fóðri, svengjast og mjókka fljótt. Þeir Berja Fótastokkinn Ég held að fótastokkurinn sé aðeins ávani á Islendingum alveg eins og að róa fram og aftur í sæti sínu, þegar þeir sitja á stól. Það virðist hlægilegt fyrst, þegar maður sér það, en til lengdar hefur það ónotaleg áhrif, og það er hreint og beint ljótt að sjá ungt fólk og börn gera það. Þegar margir menn sitja saman í herbergi og allir róa dálítið ífram, gerir það ónotaáhrif á útlendinga. Það er nóg kvikasilfrið í limunum á íslend- ingum þegar þeir ríða, aka eða sitja, — betur að þeir hefðu það líka þegar þeir em að vinna, létu þá betur til sín taka. Það má bezt sjá, að fótastokkur manna á hestbaki er ekkert nema ávani; á því, að margir íslendingar dangla fótunum hvíldar- laust í síðumar á hestunum, þó þeir fari ekki nema fót fyrir fót. I útlöndum mundu íslenzkir hestar fara áfram, þó að ekki væri spriklað svona á þeim. Við mundum reiðmaður getur ekki nógsamlega nítt hann niður; fyrir því ættu íslendingar að leggja hann niður, bæði af því að með honum er ekki hægt að ná föstu sæti í söðli, og af því, að hestunum er miklu hættara við að hnjóta og taka gönuhlaup, ef losalega er setið; svo eiga þeir og hægra með að standa kyrrir eða pijóna og höggva, hlaupa út á aðrahvora hliðina og hlaupa á eftir öðmm hestum; en við þessu þrennu síðast talda hættir mörgum íslenzkum hestum fyrir klaufalegt reiðlag. Það er ekki reiðmaður, sem situr á baki þeim. Hestamir finna það og nota þá öll færi sem gefast, til þess að koma við kenjum sínum og ósiðum, alveg eins og skemd, illa vanin og óþæg börn, því að íslenzkir hestar em líkari' ungum börnum en öðmm hestum. Litt tamdir hest- ar hafa alveg sömu kenjarnar og keipana eins og böm, enda er hægt að vinna meira á með góðu en illu við þá, alveg eins og böm. En hlýðni er fyrsta skylda hestsins alveg eins og bamsins; hana verður hann að læra fyrst af öllu. En þeirri hlýðni á maður ekki að reyna að ná með höggum, kjaftshöggum eða snoppungum, ekki með sífeldum höggum eða kákli með svipunni, og að minnsta kosti ekki með því að kippa í taumana eða hafa skarpan beizlabúnað; það er eins og að setja hnífinn á kverk hestinum á meðan maður hokrar á baki hans hálfgert í lausu lofti og spriklar þar eins og uppdregin loddarabrúða. Hestar Barðir Til Hlýðni Eitt einasta vel útilátið högg á lend hests- ins á réttum tíma skapar miklu meiri hlýðni en allir reiðmannaklækir íslendinga. En stranglega vil ég vara menn við því að beija meira en aðeins til þess hann hlýði; það gerir miklu meira ilt en gott. Margur góð- ur, gæfur og verðmikill hestur er gerður als ónýtur, þegar fljótráðir og snögglyndir tamningamenn og reiðmenn eru að hrappa á þá, beija þá (píska þá) og keyra þá spor- um. Og svo kalla þeir hestana bikkjur, þrákálfa, óþægðardjöfla og öllum ónöfnum, sem þeim þykja við þá eiga, verða fegnir að losast við þá fyrir lítið verð, af því að þeir séu óhafandi. Og þó hafa þeir orðið svona fyrir klaufalega og illa meðferð óskyn- samra reiðmanna og hestaníðinga. Ég hef ætíð sælzt eftir að kaupa slíka hesta og ríða þeim; fyrst og fremst af því, að þeir sýndu nærfelt aldrei neina óþægð, ef rétt og stillilega var farið að þeim; og í öðru lagi af því, að ég fékk ágætan skapmikinn og verðmætan hest við litlu verði, og hestur- inn reyndist þjáll og eftirlátur í öllu, sem til var ætlazt af honum, eftir nokkra tamn- ingu. Hestar þeir, er bráðlyndir og illvígir reiðmenn skemma, verða viðbrigðnir, hræðslugjamir, kargir og stundum vondir, jafnvel reyna að hefna sín á þeim, er fara illa með þá, enda drepa þá. Þeir búast við barsmíði eftir hveija yflrsjón og óðara en þeir vita að þeir hafa gert eitthvað rangt, fara þeir að titra, kvíða fyrir og gerast óró- legir, og beita þijózku á móti vonzku reiðmannsins. Hestar hafa manna á meðal sömu tilfinningamar og sömu eðlishvatirnar og börn. Þeir em afskiftalausir, aðhændir, eftirlátir og þíðlegir, eða óþíðir, kargir, tor- tryggnir og hrekkjóttir, og þess vegna skilja svo fáir menn hestinn, og það þó hafl hann oft og einatt meira vit og tilfinningar held- ur en maðurinn, sem á honum situr eða ekur með honum. Ef maðurinn situr svo hestinn, að hann heldur honum alltaf föstum á milli hnjánna og hefur ömggt taumhald, er ekki svo hætt við, að hesturinn fari gönuhlaup hjá honum eða verði staður og pijóni; hann fer varla heldur þvert úr vegi þegar honum sýnist, því að maður hefur þá vald á hestin- um, enda má hesturinn als engan sjálfstæð- an vilja hafa: hann verður að vera alveg eins og reiðmaðurinn vill hafa hann og ekki hið gagnstæða, og það gerir hann líka, ef hann er vel riðinn, vel taminn, og góður reiðmaður situr á baki honum. Stöðugt sæti og létt og ömggt taumhald em aðalein- kunnir reiðmannsins og alt leyndarmál reiðlistarinnar er að ríða beir.t áfram. Meira þurfa hestar á íslandi ekki að gera, og fleira þurfa reiðmenn heldur ekki að kunna að fullu. Þeir íslendingar, sem segja, að hestar þeirra séu að jafnaði latir, og þeir verði því að beija fótastokkinn til þess að koma þeim áfram, bera þeim rangan vitnisburð, sem þeir als ekki eiga skilið, til þess að bera í bætifláka fyrir vankunnáttu sína í reið. ís- lenzkir hestar em þægastir allra hesta, eins og áður er getið. Þótt þeir brokki áfram margir hveijir með ótrúlegum hraða og vaði og syndi vötn og klifri hættuleg fjalla- klif — það kemst alt upp í vana — em þeir þó jafnaðarlega rólyndir. Þá vantar kapp og skap til þess að ausa og ómast að ástæðu- lausu; með þessu er átt við hesta, eins og þeir gerast almennt — kynið sjálft. ÍSLENSKIHESTURINN ErEinstakur íslenzki hesturinn er einkennilegur og sérstakur af hestum til. Það verður að at- huga hann nákvæmlega til þess að skilja hann. Hann lætur ekki sjá á sér þreytu- merki þau, sem hestar í útlöndum jafnan sýna: standa á þremur fótum og láta lend- ina síga, lygna augunum, hengja höfuðið og láta líkamann eins og slapa — það sést sjaldan á íslandi. Hvort sem hestar em þreyttir eða ekki, þá em þeir nærfelt allir jafnsyfjaðir og fjörlausir á að sjá, þegar þeir standa, og er því oft mjög erfitt að gera greinarmun á þreyttum hestum og óþreyttum. Það mætti því segja, að þeir hafi mikla stillingu til að bera; þeir em og kraftamiklir að jafnaði, þolnir, rólyndir, góðlyndir, þolinmóðir og nægjusamir. Þeir láta ekki bera á þreytu eða óþoli að bera afarþungar byrðar, og verður það til þess, að hugsunarlausir og óskynsamir íslending- ar leggja oft mikils til of þungar byrðar á bak þeirra eða vagna; mundu margir útlend- ir hestar taka illa slíkri aðferð eða hníga niður. íslenzkir hestar vinna alveg utan við sig, alveg eins og reiðmennimir, án nokkurs fjörs eða kvikleika; hestar og reiðmenn em að því leyti alveg eins. Ofnáin kynfesta, vankunnátta og vanræksla á hestarækt, mélin, kaðaltaumamir, ofþungar byrðar, sem á hesta em lagðar, vinna áburðar- hestanna, sem hefur andlega svæfandi áhrif, ef svo mætti að orði kveða, ill eða als engin húsakynni, skortur á hirðingu og góðu fóðri, svipur, stormar og illviðri — öll þessi raunalega, vægðarlausa og illa með- ferð öld eftir öld hefur bælt niður hestana, alveg eins og Islendingar voru bældir sjálf- ir; þeir gerðu hestana eins og þeir vom sjálfír, og þó geta þeir engu umþokað án hestanna; það er eins og þeir séu skapaðir handa þeim. Það er víst, að íslenzkir hestar hafa meira fjör og meira vinnuþol í útlönd- um en heima, af því að þeir em betur hirtir, þrifnir og fóðraðir, og standa þar í hesthús- um, þar sem þeir geta að minsta kosti lagzt og hvílt sig; en þar sem hesthús em á Is- landi, geta þeir það sjaldan, af því að þau em ofóhrein og blaut, eða þá ekkert borið undir þá til mýkinda, ef gólfíð er hart, úr borðum, sandi eða steinum. Hestarnir hafa ekkert almennilegt hreint og mjúkt bæli, eins og gerist erlendis. En hesturinn er með hreinlátustu skepnum, og þarf þess með. Millifýrirsagnir eru Lesbókarinnar LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. DESEMBER 1986 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.