Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 28
N J Á L A A L A T f N U Ýmsir sem um ræða telja þetta mjög ein- kennilega gjöf og fá ekki botn í. Gætum svo að heimsmyndinni, eins og hún blasir við af launsögn Njálu. Kerling Hel — in Ógnlega Móðir — situr við Hliðið út úr hinni jarðnesku tilveru. Þar — á Jólum — er myrkrið mest um miðjan vetur. Kerlingin er annars vegar Skip ins skarða mána, hins vegar eðli Öxarinnar. Gjöfin, sem áður sýndist svo furðuleg, skýrist einfaldlega, ef in allegóriska merking er gaumgæfð. Skálholt var skorðað við Bergþórshvoli og þar var kirkja Péturs postula. Það er á verksviði Kerlingar Heljar að skila sálum að Hliði Péturs; axargjöfin verður beinlínis auðskilin, ef mið er tekið af Bergþórshvoli. SköpunOgEyðing Ef við sökkvum okkur enn dýpra í merk- ingar innar Ógnlegu Móður verður bert, að sú er hinn mikli „eyðandi" (destroyer) ald- anna, hún hefur í sér fólgna táknmerkingu „hins hræðilega máttar upplausnar, er gleypir og veitir bana; hún er skapari og nærandi alls lífs og GRÖF ÞESS (lbr. mín)“2. Þetta mun fáum torskilið. Dauðinn veldur upplausn, eyðingu líkamans, hið jarðneska hold rotnar, frumefnin renna til síns heima, til nýrrar sköpunar, nýs lífsgervis. Þannig skapar Dauðinn forsendur fyrir nýjum getn- aði, nýr getnaður felur í sér Dauðann. Þetta eru meginhugtök Bergþórshvols í goðsögn- inni. Á þessum stað þarf hins vegar að auka við meginatriði: Samkvæmt fomu tánmáli var Bergþórshvoll jafnframt Hvoll Upphafs og Endis. Að sjá Skarpheðin — sem einmitt bygðist á goðmynd getnaðar og dauða, sem eitt helzta einkenni slíks hvols, fellur þann- ig fullkomlega að táknmálinu. Dauðinn átti sér vísan stað, við tímaskil. Eldur Þá er hreint ekki óathyglisvert fyrir ís- lendinga að frétta í Alfræðum Tákna, að in Ógnlega Móðir var talin vera „kvika sem í eldi og hita“. Vart þarf að skýra fyrir nokkrum manni, að eldur mikill varð laus við Bergþórshvoli — og að tveir nafnkunnir tákngervingar vom sveipaðir þeim eldi — Skarpheðinn og Bergþóra. Við vitum nú hver Eldur Bergþórshvols var í goðsögn- inni, sá Eldur er eyðir veröldu vð heimsslit. Eldurinn markaði endalok heiðni og upphaf ríkis Krists. Þegar öll dæmi koma saman verður nánast bert, að þeir er forðum settu saman slíkar launsagnir hafa talið eðli Elds felast í Skarpheðni og Bergþóm kerlingu móður hans. En minnumst þess í leiðinni, að sá Eldur kviknar einmitt við Hlið Tímans — Bmni ins heiðna tímaskeiðs og upphaf ins kristna — varð fyrir dumm ins Gullna Hliðs. Pétur, sá er gætir lykla þess Hliðs, mundi kenna Eld Skarpheðins og Bergþóm. Bruni Upp Að Hnjám Margir íslendingar vita, að draugar ganga fætur sína upp að hnjám. Þekkist sú mynd furðu víða. Af eldfornum gögnum sem ég hef skoðað virðist mér mega ráða, að „fætur upp að hnjám" séu eitthvert merkilegasta og skrýtnasta orðtak sem til er í táknmáli. Má reyndar sjá þetta af inum upphávu svörtu skúum Skarpheðins, sem flugu á vængjum Nætur. Ef við skyggnumst dýpra niður í hugtak- ið finnum við líkama Skarpheðins eftir brennuna: „ok vám bmnnir fætr af honum mjök svá neðan til knjá“3. Þegar það fer saman sem við vitum nú, að svartir skór Nætur náðu upp að hnjám — og að tákn- gervingur þeirrar Nætur, Dauðinn, brann „mjök svá neðan til knjá“ mega allir sjá, hve ótrúlega fast merkingar em saman njörvaðar. Þegar ofan á þetta bætist, að Skarpheð- inn ætti að bera sjalft „eðli“ þess Elds er brennir hann upp að hnjám — og að Berg- þórshvoil er „hné“ í táknmáli miðalda, verður víst flestum ljóst, hví gjörsamlega óhugsandi er að sniðganga slíkar merkingar við túlkun. Auðskilið mætti hins vegar hveijum manni vera HVAÐAN mynd þessi berst inn í draugatrú íslendinga: Ef fætur DAUÐANS vom bmnnir upp að hnjám verður auðskilið hví dauðum mönnum yfirleitt er ætlað SAMA EÐLI. Svar fæst við gátunni. BláKlæði Eftirtektarvert er, að in Ógnlega Móðir er sögð bera blá klæði4. Snorri greinir svo frá í Eddu (k. 34), að Hel sé „blá hálf, en hálf með hörundarlit." Þetta er í stílnum og kemur raunar heim við víxlun ins bláa og svarta litar að fomu, samanber „blá- manns“heiti negra og svo framvegis. Það sem að okkur snýr á þessum stað er hins vegar, að Skarpheðinn „var svá búinn, at hann var í blám kyrtli ok í blárendum brók- um, ok uppháva svarta skúa; hann hafði silfrbelti um sik ok öxi þá í hendi, er hann hafði drepit Þráin með ok kallaði Rimmu- gýgi.. .“6 . Blá klæði Skarpheðins væm ekki umtalsverð, ef ekki kæmi til samband það er þau eiga við: þarna getur að líta allt í einni andrá, ina upphávu svörtu skúa, öxina Rimmugýgi, silfurbelti, silfur var málmur tungls, og klæðin blá. Eitt sér segði liturinn fátt, en þama kemur hann heim við annað efni, svarar rétt öðmm eðlisþáttum táknmáls. Klæðin blá skýrast, ef Skarpheðinn var gæddur eðli hinnar Ögnlegu Móður goð- sagna. • SVALAN Fimm fuglar vom að sögn Coopers tákn- gervingar Móður að fomu og skulu tveir hér til nefndir: Svalan og Gæsin. Egils saga greinir frá því er Egill skyldi bjarga höfði sínu og yrkja Höfuðlausm Hann freistar ráðsins, en er dmkkið hefur verið til miðrar nætur gengur Arinbjörn hersir til svefnhúss og spyr hvað líði kvæð- inu: „Egill segir, at ekki var ort, —“ hefir hér setit svala ein við glugginn ok klakat í alla nótt, svá at ek hefí aldrei beðit ró fyrir“6 . Arinbjörn sezt við glugginn, sér hvar „hamhleypa nökkur fór annan veg af húsinu". Hver var hamhleypan? Enginn mun efa það: sú er klakaði og torveldaði yrking- ar var Gunnhildur. Hvert var viðumefni þeirrar konu? KóngaMÓÐIR. Sagan væri auðskilin þótt eigi væri Svalan. En skæm ljósi bregður Svalan yfir sambandið, þegar þess er minnzt, að Svalan var tákn innar miklu MÓÐUR. Sjálf kónga-móðirin, sem jafnframt hlýtur að vera einskonar fmm- móðir í hugmyndafræði konungdæmis, birtist í SVÖLU-líki. Betra dæmi verður vart fundið til að gera það sennilegt að rit- endur íslenzkra fornsagna þekktu það táknmál sem hér er að vikið. Hið forvitnilegásta við svölu-söguna er þó e.t.v. HVAÐ það var sem hélt vöku fyr- ir Agli. Samkvæmt táknmerkingum sat sjálf öxin Rimmugýgur við glugg Egils — Böðuls- öxin. Höfuðlausn barg þungum haus Egils undan Gunnhildi. Öxin Remigia er ekki nefnd með nafni — í það skiptið hvein ekki remigio alarum — í Vængjum Nætur á upphávum svörtum skúum. Grágás Hitt Móður-táknið sem hér skal til nefnt er Gæsin. Oft hafa lesendur fomra fræða séð þá athugasemd, að eigi hafi skýrð verið nafngift innar fyrstu íslenzku lagaskrár — Grágásar. Ef lesandinn hyggur að því, að hinn mikli tákngervingur laga og réttar, sem jafnframt bjó í Öxi Dauðans, átti sér Móður:tákn í Gæs, skilst þetta. Sá Dauði er ber Öxi ins jarðneska valds er Miðjungur. Sá miðlar lífi jafnt sem dauða, markar tíma jafnt sem rúm. Finnum við þetta í Njálu?: „Flosi bað Sigfússonu ganga til með sér; gengu þeir þá út allir ok gingu austan at lögréttu; Njáll gekk vestan at lögréttu ok synir hans. Skarpheðinn gekk á meðalpall- inn ok stóð þar.“ Hvers var að vænta af þeim Dauða er stendur á meðalpalli? Skörp öxi böðuls er augljóst tákn í slíkum hugmyndavef; það er hún sem sker úr — um rétta mörkun í tíma og rúmi. Hún er æðst laga. Ef Gæsin var Móður-tákn Skarpheðins í þessari veru skilst m.ö.o. heiti Grágásar. Grágás hefur hugsanlega nefnzt öðru nafni Kerling Hel — og Bergþóra inu þriðja. Lög- rétta var mörkuð frá Bergþórshvoli. Á vorum dögum er Gæsar-táknið aðallega haft um lauslæti, og virðist í fljótu bragði andstætt Heljat-eðii Grágásar. Þar er þó aðeins hálf sagan sögð — Kerling Hel er með hörundarlit að hálfu. í henni bjó athöfn getnaðarins, sú er í sér fól rétta sköpun. Réttri sköpun hefur þar verið jafnað til réttlætis. LindirMána Tvennt er svo umhugsunarefni, þá er getið er Vatns-eðlis Móður. Hið fyrra er vísa Njáls, sem við sáum í þriðju grein, þar sem þeir sextán ausa í fjórum rúmum. Telja má ljóst, að Böðulsöxin var tákngervingur tungls. Sem slík var hún Kerling Hel. Þetta vekur skringilega spumingu: ausa þeir sext- án þá úr fjórum rúmum „Bergþóru"? Þótt einkennilegt megi virðast, er svo að sjá. Ef Móðirin sem „skip“ er fley það sem við köllum Mána, hefur Vatn verið því tengt. Og hvað vitum við bezt um tungl? Annars vegar það, að tungl ríkir yfír næturhimni, og er af þeim sökum augljóst tákn Dauð- ans, og hins vegar, að sjávarföll fylgja tungli. Vatn er þannig í beinu lífrænu sam- bandi við mána. En að auki fylgja tíðir kvenna tungli; telja má þannig nokkum veginn gefið, að fommenn hafa álitið konu — sem lífveru — stjómast af tungli. Af því keri hefur mátt ausa; skipi nætur fylgdi vatn og ftjósemi eigi síður en dauði. Því má svo við bæta, að talan fjórir var tákngervingur KONU í tölvísi fomaldar. Þá er eigi ófróðlegt að hyggja að Spöng- inni á Þingvöllum milli gjáa þeirra er vafalítið vom kenndar við þá Njál og Flosa. Ætla verður, að lindir gjánna hafi beinlínis verið orðaðar við ina miklu Móður. Ef svo var — vom þær nær örugglega kenndar við Grágás. Merking þeirrar gæsar sýnist fólgin í öxinni Remigiu, vængjaburði lífs og dauða. Myndin verður heil. Bergþóra var „lindin" í gjá Njáls. Og lögin mnnu frá Bergþórs- hvoli. KORNGUÐ - KONUNGUR Síðasta atriðið sem hér verður tíundað um Móður-hugtak goðsagna varðar kon- ungsfórn. Þótt fátt finnist nú ömggra heimilda er það mál varðar, er talið víst, að konungum — sem tákngervingum fijó- guðs — hafi verið fómað til árs forðum. Svo segir Cooper: Móðirin „er tengd kon- ungs-fóm; konunginum, er þá var settur í samband við áveitu (irrigation) og fijósemi, var fómað Jarðar-Móður, er fijósemi hans tók að þverra... “9)' Og má nú greina nýja hlið á fmmsögn Njálu. Lengi hefur verið ljóst, að sú fmm- sögn er byggð á hugmyndafræði konung- dæmis, einkum konungdæmi Nials á Bretlandseyjum. Ætla má þannig, að fmm- sögn Njálu hafí í upphafi varðað fóm fijóguðs, þess er hafði í sér fólgna fijósemi óshólma suðurs. Staðsetning Bergþórshvols í suðvestri í Landeyjum kemur augljóslega heim við þann goðvef. Eðlilegt er, í slíkri sögn, að sjá komguðinn hvíta uppfóstraðan að Hvoli Upphafs og Endis hjá Kerlingu Hel og syni hennar, Dauðanum. Hin Ógn- lega Móðir hlýtur að hafa búið í Böðulsöx- inni, vopni Dauðans, sem Kerling Hel — enda „skarður máni“ að eðli — eins og Öxin. Er allskrýtið að hugsa það mál til enda: Skarpheðinn heggur Hvítanesgoðann með Rimmugýgi — sem ber eðli Bergþóm. Þar fellur komguðinn ungi í Móðurskaut fyrir þeirri skörpu egg er leysir upp lífsgerv- in, gleypir þau, og skilar aftur í fyllingu tímans. Remigia verður Rimmugýgur. Sannleikur Fornsagna Launsagnir vom einatt sagðar um sagn- fræðilega viðburði og raunvemlegt fólk. Er Njála augljóslega þeirrar tegundar. Laun- sögnin dýpkar allar merkingar og gerir myndmálið auðugra. Þar sést fátt yfirborðs- kennt og beinabert að hætti nútímans. En varhugavert er að nefna „æðri sannleik" allegóríunnar „skáldskap". Flestir skilja „skáldskap" sem ósanna sögn. Greinilegt er, að Njálu var ekki hugað slíkt hlutverk; henni var ætlað máttugra eðli til fordæmis síðari kynslóðum. Kjarni hennar er bmni Heimsaldranna Sjö, þeirra er heiðnir vom, og innreið ins áttunda heimsaldurs Krists — samhljóms og friðar í heimi hér. Ljóst er hins vegar, að fmmsögn Njálu er þeirrar tegundar er að jafnaði nefnist „rnyta" á Evrópumálum. í mannfræði merk- ir slík sögn „ótímabundinn sannleika", og má með sanni segja, að sú er raunin í Brennu-Njáis sögu. Fmmsöguin er þriðja vídd sögunnar; í Njálu er henni einmitt beitt til að greina frá örlögum sjálfs Tímans: sá mikli hefnandi finnur að lokum frið eftir storma heiðni. Bálið sjálft að Bergþórshvoli er miklu meira en bmni; táknmerking þess er brenna aldanna í æðra veldi. Njálaálatínu Þegar þetta er ritað em ýmis gögn kom- in til sögunnar sem öll benda í eina átt: fmmsögn Njálu þ.e. hinn goðræni kjami, var til í Rómaveldinu foma. Svo sterkar em líkumar, að málið má heita ljóst. Er þetta að nokkm skýrt í tveim síðustu bókum RÍM; mörkun Rómaborgar, sem lýst var 21. apríl 1986, virðist reka smiðshögg á tengslin. Þetta opnar þann möguleika, að sagnir af Skarpheðni og Öxi hans hafi verið sagðar á latínu. Og þó koma öll framangreind tengsl við latínuna á óvart. Niðurstaða RÍM er einmitt EKKI, að Njála sé tekin að láni úr erlendum ritum. Því er öfugt farið: yfirgnæfandi líkur benda til að Brennu-Njáls saga sé að stofni til fmmsögn landnáms í Rangárhverfi. Sú fmmsögn verður svo baksvið kristnitökunn- ar á íslandi og uppgjörsins við keltneska konungdæmið í Bijánsbardaga. Þannig sýn- ist fátt sennilegra en að Bergþóra, Skarp- heðinn og Rimmugýgur hafi verið LIFANDI HUGMYNDAFRÆÐI Ketils hængs og þeirra er stofnsettu Alþingi á Þingvöllum. Hví þá latneska heitið Remigi um Öxi Skarp- heðins? Remigi - Rimmugýgur Hin víðgreindu hugmyndatengsl „ræðar- ans“ foma, remigis, og skyldra orðmynda svo sem remigi, remigio, remi og svo fram- vegis, útiloka nánast þann möguleika að þau hafi ekki verið höfð um Skarpheðinn og Öxi hans. Og hlaup Jóns Vídalíns yfir í latínu, þá er hann nefnir Skarpheðin og Öxina í bréfínu til Peters Raben aðmíráls 25. ágúst 1720, verða að teljast ærið um- hugsunarefni út af fyrir sig. Sá möguleiki blasir því við okkur, að Jóni hafi verið kunn latnesk rit, er höfðu í sér fólgin helztu hug- tök Njálu. Ekki mun neinn telja sig hafa fundið slíka fmmmynd, og hljótum við þó að setja fram þá tilgátu að hún finnist. En nú þýtur í inu stærra axarblaði Heðins rem- igio alarum. Eigi er unnt að láta sem líkindin milli Remigi og Rimmugýgjar séu ekki til. Merkingar Remigi benda alls ekki í þá átt, að hið íslenzka orð Rimmugýgur sé fmmmynd þess heldur öfugt: að Rimmugýg- ur hafi verið aðlöguð — tillíkt — Remigi. Þetta getur vart þýtt annað en það, að hin latnesku hugtök framsagnar Njálu hafi veirð kunn íslendingum þá er núlifandi saga var færð í letur. Aðlögunin hefur þá orðið svipuð því er Fen-eyjar em tilliktar orðinu venetia og mynda gott íslenzkt orð sem er í raun óskylt frammyndinni á Ítalíu. Latína á Landnámsöld Landnáma greinir frá því, að Örlygur Hrappsson á Esjubergi hafí haft norður hingað plenárium — latnesk guðspjöll. Hún greinir og frá því, að Örlygur hafí verið „at fóstri með enum helga Patreki byskupi í Suðureyjum"10 . Latína var ríkjandi mál kirkjunnar; ef Örlygur lærði eitthvað af Patreki hefur það vafalaust verið á latínu. Örlygur er af ætt Bjamar bunu og á frænd- garð mikinn um landið. Talið er, að hann og frændur hans hafi staðið að fyrstu þing- um íslendinga. Þetta er ekki lítið umhugsun- arefni eins og á stendur. Latínulærdómur er beinlínis vottfestur í ríkjandi landnáms- ætt íslands. Gjörvöll rökleiðslan bendir til þess; sem flestum mun þykja með ólíkindum, að Island hafi ekki einasta verið numið með tölvísi fomri og helgað djúpum merkingum goð- sagna, heldur beinlínis, að íslendingar hafi þekkt latneskar sagnir er greindu frá helztu hugtökum goðvefjarins. Er þetta eðlilegasta skýringin á því, að helgun lands og stofnun þings skyldi óslítandi úr hugmyndavef, sem egypzkur er að stofni. Hins vegar kemur niðurstaðan svo á óvart, að engum mun hafa í hug komið fyrr en táknmálið var kmfið. „Hildir ok Hallgeirr ok Ljót, systir þeirra, vám kynjuð af Vestrlöndum; þau fóm til íslands ok námu land milli Fljóts ok Rang- ár, Eyjasveit alla upp til Þverár"11 . Þetta fólk er frá Bretlandseyjum, vafalaust krist- ið, og mægist við Ketilhæng. Kristið fólk ólst upp við latínu. Að auki vom goðsagnir Nials lifandi vemleiki ins keltneska konung- dæmis. Dæmið lítur svona út: ætt Bjarnar bunu, svo og Ketill hængur og Vestmenn, virðast hafa þekkt orðtök er tengdust Skarpheðni og Öxi hans — á latínu. Sú latína varðveit-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.