Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Side 30
Sá horaði frá Hólmavík og ÖU hin goðin Iþessari frásögn ætla ég að segja frá æskuvini mínum einum. Drengurinn sá er gæddur ýmsum eiginleik- um og hæfíleikum á hinum margbreytilegustu sviðum. Sjálfur kallar hann sig músíkant fyrst og fremst. Þar held ég að hann hafi rétt fyrir sér. En þó hann standi fyllilega fyrir sínu sem skap- andi tónlistarmaður þykir mér öllu aðdáun- arverðari hin yfirgripsmikla þekking hans á bakgrunni tónlistarinnar og á ég þar sér- staklega við rannsóknir hans á hinni íslensku popp-sögu. Ólga hins ísienska popp- bransa leikur honum á tungu og þekkingar- molamir hijóta af vörum hans sem neistaflug. Varpaðu bara fram spumingu og hann svarar að bragði án þess að depla auga, já, öllum þeim spumingum sem þú getur hugsað upp og tengjast sérgrein hans „beat-sögu“ íslands: — Hver gaf út fyrstu hljómplötu Ævin- týris? — Hver var hljómborðsleikari Tatara? — en gítarleikari? — Hvenær gekk Pétur Östlund í Hljóma? — Hvenær var Sextett Ólafs Gauks stofhaður? — Hvenær kom Shady Owens fyrst til landsins? — Hver var fyrsti rótari Mána? Já, öllum þessum spurningum myndi hann svara að augabragði og þykja lítið til um, á þessu sviði á maðurinn engan sinn líka. Já, ég segi þetta fullum fetum og stend við og mun standa við hvar og hvenær sem er. Eða hvað ... veist þú kannski hvumig önn- ur útgáfa Trúbrots var skipuð? Eða hvar finna mátti æfingahúsnæði Náttúru, hið þriðja í röðinni? Hvað segir þú um hljóm- sveitina FRESH, hvenær starfaði hún eiginlega? — Hver var gítaristinn í Gaddavír?, en söngvarinn í Mexíkó, eða þá Dýnamíti? Lengra fer ég ekki, þú hlýtur að sjá það nú þegar að í fræðigreininni á hann vart jafningja. Og þó ætlaði ég ekki að fjalla um hina einstæðu hæfileika hans núna, heldur greina frá ævintýralegu sumri sem við eyddum saman vinimir endur fyrir löngu. Heyrði ég einhvem segja, „Absúrd for- máli"? En ég segi þá ekki er allt sem sýnist. Lesið og þér munuð skilja. „Éggleymdi öllu öðru en mannverunum þremur, sem stóðu þama brosmildar og vingjamlegar. Óljóst skynjaði ég mig frammi fyrir Gunnari Þórðarsyni og fann að.ég bar upp erindið um leið og ég otaði að honum eintakinu mínu____“ EFTIR KRISTIN JÓN GUÐMUNDSSON Þjóðleg Afstaða Það var einn fagran vordag árið 1976 að fundum okkar vinanna bar saman í einum af almenningsvögnum SVK, en við það fyrir- tæki höfum við löngum haldið mikilli tryggð. Þessi fundur varð upphaf að sérstæðu skeiði í samskiptum okkar tveggja, skeiði sem við kenndum lengi við „beat“, sem við stafsetj- um hér eftir á íslensku og köllum bít. Ég hafði ekki lengi talað við Stenna þarna í vagninum, (en svo er vinur minn einatt kallaður), þegar mér skildist að hann hafði tekið nýja sótt, áhugamál sem sótti svo á að annað komst ekki að og augun gljáðu meðan hann lét dæluna ganga líkt og í móki. Hann virkaði sem nýfrelsaður aðvent- isti er vildi veita vini sínum hlutdeild í hinni eilífu birtu. Hugur hans var algerlega horf- inn á vit liðinna ára, alias — áratugarins 1960—1970 „bítáratugarins". „Bít, bít, bít,“ var viðkvæðið í Stenna. Bít, bít var lausnar- orðið, bít var lífið og lífið var bít. Hér var ekki bara um hið tónlistarlega „bít“ að ræða, þó Stenni sé vissulega einn rythmísk- asti maður sem ég hef þekkt. Nei, bítið var allsstaðar, lá í andrúmsloftinu, í gatnakerf- inu, í byggingarlistinni, í klæðnaðinum og bara hvarvetna þar sem menn vildu þefa það uppi. Og Stenni var vissulega naskur við það, „hafði bítið í nefínu" eins og sagt er. Það vildi svo til að ég var býsna móttæki- legur fyrir allri þessari „bíthyggju" um þessar mundir, þá nýbúinn að uppgötva hina ódauðlegu fjórmenninga „The Beatles", langt á eftir tímanum.. Sökum óhagstæðs fæðingartíma gátum við ómögulega komist á skrið fyrr, það eina sem mér var persónu- lega minnisstætt frá þessu tímabili var hve „Obladí" hljómaði linnulaust í hljóðvarpinu sumarið 1969. En nú var sem sé kominn tími til að bæta sér upp glataðar sælustund- ir. Einhver skyldi nú ætla að ég hefði átt mikinn sálufélaga í Bítlastúderingu þar sem Stenni var. En það var öðru nær. A þessu 30

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.