Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1986, Síða 42
Geirlaug og bömin. Aftari röð frá vinstri: Dagbjört, Ragnheiður, Ólafur Tryggvi,
Valgerður, Helga, Þorgils Guðmundur. Sitjandi í fremri röð: Sigurlaug, Svafa,
Geirlaug og Dagný.
þeklqa, undrast hversu fólk þetta dregur
fram lífið, einkum þegar ekkert aflast.
Þurrabúðir eru venjulega illa hýstar. Vegg-
ir eru illa hlaðnir úr torfi og grjóti og
óþiljaðir innan, en tréverk úr lélegu birki
eða jafnvel hvalsrifi í viðar stað. Þakið er
úr vondu torfi og sjaldan grasi gróið.“
Þar sem þurrabúðarfólk gat ekki haidið
neinar skepnur varð það að lifa alfarið af
sjófanginu og því, sem það gat keypt sér
úr verzlunum af mjölmat og ef ekki var
algert ördeyðu ár í aflabrögðum, gat þurra-
búðarmaðurinn skipt við bændur, látið þá
hafa skreið fyrir smjör og kjöt. Þurrabúðar-
maðurinn fékk sinn fiskhlut til verkunar og
sölu. Það var ekki mikið til að verzla með,
ef ekki voru nema nokkrir fiskar í hlut eft-
ir vertíðina, eins og fyrir gat komið og æði
oft á árabátatfmanum, en einnig komu góð
ár, kannski með lestarhluti, 1200 í hlut, og
þá björgulegt við sjóinn, einnig í þurrabúð.
Stundum komu mörg aflaleysisár í röð,
ýmist af fiskleysi eða gæftaleysi, og þá
ekki nema von, að sú spuming vaknaði:
„Hvemig gat þurrabúðarfólk dregið fram
lífið í slíkum árum?
Fjölskylda Þorgilsar fékk inni fyrsta árið
í Hlíð, litlu býli skammt frá Görðum. Nú
man enginn Hlíðarbæinn, hann er löngu
horfinn, eins og öll gömlu býlin og tómthús-
in í Garðahverfi en þau voru 20 talsins út
strandlengjuna frá Langeyri og út að
Hlíðsnesi. Það örlar á stöku tóft, en margar
svo gerhorfnar að erfítt er að gera sér grein
fyrir hver afstaða býlanna og tómthúsanna
var hvers til annars. Þau stóðu þó örugg-
lega mjög þétt mörg í nánd við Garða, og
af því nafngiftin, Garðahverfi.
Hlíðarbærinn hefur verið áþekkur þeim,
sem hér er myndin af, þau vom svona kot-
býlin f þennan tfma og Hlíðarbúið var ekki
stórt, ein kýrin, 5 ær, 6 lambskotur, 1 geml-
ingur, 3 hestar, 2 tryppi og eitt 2ja
mannafar. Það er þó efamál að Þorgils
hafi fengið bátsrúm þar, því að nógir voru
mennimir í Hlíð til að manna tveggja manna
far. Þar var 21 maður saman kominn þegar
fjölskylda Þorgilsar var þangað flutt. Það
hefiir verið meira hjartarými húsráðenda í
Hlíð, en húsrými þeirra. Nú halda menn að
þessu sé víða öfugt farið með þjóðinni. Það
kemur áhyggjusvipur á húsráðendur, sem
ekki sjá til veggja f húsum sínum, ef það
kemur uppá fyrir þeim, að þurfa að hýsa
næturgest.
Þessari aðkomuíjölskyldu Þorgilsar
Gunnarssonar gekk illa að koma sér fyrir
til langrar dvalar f sama stað og hraktist
milli tómthúsa í Garðahverfí, og hefur því
eflaust valdið, að uppflosnað sveitafólk í
harðindunum, sem yfír gengu, hefur þrengt
að Garðhverfingum. Það var mikið reik á
fólki á harðindatímum og sveitafólkinu gekk
oftast illa að fá fasta búsetu við sjóinn.
Segir nú ekki af þessari fjölskyldu hér
fyrr en 1876 á Hóli, tómthúsi í túnjaðrinum
á Görðum. Þar hefst hún við tvö síðustu
bjargarleysisárin.
í árferðisannál um árið 1877 segir svo:
„Sunnan til við Faxaflóa voru þá mikil bjarg-
ræðisvandræði vegna fiskleysis þetta ár og
undanfarið ár og voru mörg heimili bjarg-
þrota." En þessi var síðast hryðjan undir
batnandi veður. í hönd fóru þijú góð aflaár
með góðu fiskverði, allt að 60 kr. skippund-
ið, sem áður var lengi 30-35 kr. — og nú
breyttist sóknin: sexæringur fyrir landi nær
því á hveiju býli og sótt um víðan sjó, útá
Bollasvið, vestur í Rennur, suður í Leirusjó.
Við grípum þar niður í sögunni, að Einar
Þorgilsson fermist frá Hóli 1877, í jakka,
sem ellefu drengir höfðu áður fermst í, en
hver saumaði hann svo traustlega 1866 vit-
um við ekki. Helga, móðir Einars, bakaði
vatnslummur til að gæða á fermingarbam-
inu og gera fólki sínu dagamun.
Þeir tímguðust vel, synir Helgu, þótt
engin væri mjólkin; hún hefur kunnað að
gera þeim mat úr sjófanginu. Það er lítil
saga bókuð af Helgu, eins og af húsmæðrum
allra tíma, þær verða frægar af sonum
sínum, líkt og synimir af verkum sínum.
Ásmundur var 1877 farinn að heiman til
róðra inn á Seltjamamesi, þar hafði verið
meiri driftin í sókninni. Þorgils var orðinn
fullgildur til róðra, þegar góðu árin gengu
yfir, því hann var bráðþroska og karl-
menni. Einar byijaði einnig að róa um
fermingu. Það var hörgull á mönnum í
Garðahverfi, þegar menn fóm almennt að
róa þaðan sexæringum í stað 2ja manna
faranna áður. Einar var hraustmenni, tæp-
ast eins burðarmikill og Þorgils bróðir hans,
sem bar hálftunnu sekki sinn undir hvorri
hendi frá sjó og heim að Hlíð, en Einar var
meiri skarpleika maður. í róðri sneri hann
á bróður sinn í skorpunni, en Þorgils sneri
af sér í langróðri. Einar var glímumaður
ágætur sem ungur maður.
Hin góðu ár, 1878—1880, hafa án efa
valdið því, að haustið 1881 fer pilturinn
Einar úr þurrabúðinni á Hóli í framhalds-
deild, sem þá var búið að stofna við Flens-
borgarskóla. Skólaganga Einars utan frá
Hóli í Garðahverfi inní Flensborg í Hafnar-
fírði hvem virkan dag frá því í september
og framí endaðan marz, er efni í dálitlar
vangaveltur. Leiðin er um 2ja tíma gangur
í góðu færi, en það hefur bara sjaldan verið
á þessari leið. Leiðin lá eftir götutroðningun-
um yfir hraunklif og malir og í votviðrum
varð götuslóðinn að moldareðju og mýrarfen
illfær á leiðinni. Einar hefur þurft að leggja
af stað kl. 6 á morgnana, og í svartasta
skammdeginu gengið alla leiðina í myrkri.
Þama er sjaldan bjart af snjó, og það hafa
verið hinar stórelldu suðaustan og suðvestan
rigningar, sem tíðar eru á þessum slóðum,
sem hafa leikið piltinn verst á hinni löngu
göngu sinni.
Svo undarlegt sem það virðist, kunnu
íslendingar aldrei ráð til að veija sig fyrir
regni né bleytu i fætur við vinnu eða ferða-
lög á landi. Nóg höfðu þeir þó af skinnunum
og kunnu snemma að gera sér vatnsheld
sjóklæði. Regnheldar yfirhafnir eða vatns-
heldan skófatnað áttu engir nema þá úti-
legumenn, þeir vörðu sig fremur með
skinnum en bændafólk. Vaðmálsburumar
voru þess einu yfírhafnir og svo góðar, sem
þær voru í frostum, voru þær slæmar í vot-
viðri.
Það má ætla að það hafi oft dignað í
klæðum Einars í landsynningnum eða út-
synningunum á leið að heiman eða heim.
Þó hann sé landsunnan að morgni við suður-
ströndina, gengur hann oft í hann útsunnan
um daginn, og margan daginn hefur Einar
áreiðanlega fengið landsynningsrigninguna
í fangið á leið í skólann en útsynnings-
hiyéjur í fangið á heimleið, og margan
daginn setið blautur á skólabekknum. Gigt-
ina, sem þjakaði hann snemma ævinnar,
einkum fótagigt, má eflaust rekja til þess,
að hann hefur oft og lengi verið blautur í
fætur.
En það gerðist fleira markvert með þess-
ari fjölskyldu, nú þegar drengimir vom
orðnir stálpaðir og góðæri við sjóinn.
í fardögum 1881 flutti fjölskyldan að
Hlíð og hafði Þorgils Gunnarsson þá keypt
hálfa jörðina og var þá lokið þurrabúð þess-
arar Qölskyldu. Nú var fengin grasnyt fyrir
eina kú og nokkrar kindur, hægt að rækta
kartöflur og rófur og stinga upp mó. Einar
hélt áfram skólagöngunni á vetmm, ekkert
hafði þó stytzt fyrir honum leiðin, það var
skammt á milli Hóls og Hlíðar. Á vorin og
frammá haust, reri hann að heiman, annars
fóm margir Garðhverfingar í kaupavinnu
austur í sveitir á summm, að vinna sér fyr-
ir smjöri og kjötmeti, þeir sem bjuggu í
þurrabúð.
Einar lauk prófi úr Flensborg í apríl 1884
með góðum vitnisburði eða „dável", sem
merkt mun hafa „mjög gott“ í einkunnagjöf-
inni. Aðstæður hafa tæpast verið ýkja góðar
hjá Einari til heimanámsins, að minnsta
kosti ekki fyrsta veturinn meðan fjölskyldan
var á Hóli. Þar vom yfir vetrarvertíðina,
auk heimmaanna, vermenn Garðaprests og
vandséð hvar Einar hefur haft næði til
heimanámsins. Einhvers staðar hefur hann
borað sér í skot til að lesa við tým frá lýsi-
skolu.
Einar hugði á lengra nám og hóf strax
um sumarið að lesa undir Latínuskólann hjá
séra Þórami í Görðum. En það hafði bmgð-
ið til hins verra með bjargræðið. í árferðis-
annál segir svo um árið 1884:
„Almennur sultur og bjargræðisvandræði
vom með öllum Faxaflóa og bætti það ekki
um, að þeir, sem fóm í kaupavinnu austur
í sveitir, urðu að fara heim vinnulausir á
miðju sumri, þegar hætt var að vinna að
heyvinnu vegna óþerranna. Mörg heimili
vom bjargarlaus og var nokkuð bætt úr
með landsjóðslánum." Það varð ekkert úr
Latínuskólagöngu Einars Þorgilssonar og
var þá einsýnt um framtíðarstarfíð.
Þetta haust bar svo til, að Einar er á
vappi í kringum gamalt 4ra manna far, sem
lá á hvolfí uppi á kambi og vöflur á bóndan-
um sem átti það, hvort það svaraði kostnaði
að gera við skriflið.
Þar sem Einar er að athuga bátinn, kem-
ur eigandinn að og spyr, hvort hann eigi
að selja honum fleytuna. Einar segir engin
efni til þess að kaupa, en spyr hvort bónd-
inn vilji ekki lána sér bátinn, ef hann geri
hann sjófæran og það verður.
Þessu fari róa þeir bræður svo 1885.
Einar tók að sér kennslu í Flensborg um
veturinn eftir áramót 1886, en um vorið eða
í marz, kaupa þeir bræður gamlan sexæring
og það taldi Einar upphaf útgerðar sinnar.
Þótt Einar væri yngri þeirra bræðra varð
hann formaðurinn, og hann varð strax af-
berandi harðsækinn og aflamaður. Hann tók
fljótt að leiða sóknina í hverfinu. Óli Garða
var einn frægur formaður á útvegi Garða-
prests, og það var á einu kvöldi í slæmu
veðri, að Óli sagði mönnum sínum að þeir
mættu eiga víst að fá að sofa af nóttina
fyrir sér. En svo stutt var á milli bæja og
tómthúsa þama í hverfinu að Óli vaknar
um nóttina við það að „Hlíðarmenn voru
famir að rifa mölina, Einar Þorgilsson var
þá nýbyijaður formennsku og mjög kapp-
gjam,“ segir í frásögninni, sem til er á
bókum af því að um mannskaðaveður var
að ræða og Óli Garða lenti í hrakningi.
Hann vakti menn sína og reri.
Óli reri út á Svið, en Einar suður undir
Stapa og reyndist það vænlegra. Einari
hlekktist ekki á og fórust þó margir í þessu
veðri í lok marz 1886.
Þorgils, faðir þeirra bræðra, lézt um
haustið 1886 og tóku þeir bræður þá við
Hlíðarbúinu með móður sinni og var Þor-
gils skrifaður fyrir búinu, því að Einar hafði
ekki til þess aldur, en hann mun hafa verið
fyrir þeim bræðmm í allri ráðsmennsku og
þeirra meiri framkvæmdamaður. Það háði
Þorgilsi líka að sagt er að hann væri
vínhneigður, en Einar bragðaði aldrei vín
og snemma hætti hann að drekka kaffi, ef
hann gerði það þá nokkum tíma. Hann var
ekki óreglumaður um ævina, Einar Þorgils-
son, nema hann mun hafa tekið í nefið.
Þeim bræðram og móður þeirra búnaðist
svo í Hlíð, að bústofninn þrefaldaðist á
nokkram árum, og þeir keyptu 2ja manna
far til að eiga með sexæringnum og síðan
annan sexæring, sem Þorgils varð formaður
á. Árið 1895 kvæntist Einar heimasætunni
í Pálshúsum, býli skammt frá Hlíð, Geir-
laugu Sigurðardóttur af hafnfirzkum
ættum; ættfaðirinn Þorsteinn bóndi á Hval-
eyri 1770. Sama ár og Einar kvænist stofnar
hann pöntunarfélag og veitti því forstöðu í
tíu ár, og 1897 var hann skipaður hrepps-
stjóri Garðahrepps og 1898 hafði hann
forgöngu um stofnun útgerðarfélags til
kútterakaupa og var þannig með fyrstu
mönnum til þeirra kaupa. Vorið 1900 keypti
hann Óseyri í Hafnarfirði og fluttist þangað
og þar hóf hann verzlun og fiskkaup og
útgerð og var þá hafinn jarldómur hans í
Hafnarfirði. Og gerist nú sagan hér í Les-
bók staksteinótt, því að hvorttveggja er að
sagan er mikil en plássið lítið. Einar stofn-
aði Útgerðarfélagið við Hafnarfjörð á árinu
1901 og keypti það félag kútterana Sur-
prise og Litlu Rósu og leigði með kúttera,
því að hann hóf mikil fiskkaup, verkaði og
keypti fískinn af eigin skipum og stoftiaði
strax til mikilla viðskipta við Strandamenn
og Suðumesjamenn og hélt þeim viðskiptum
alla sína tíð og að nokkra leyti má segja,
að þau viðskipti yrðu grandvöllurinn undir
veldi Einars, því að þessir fiskseljendur
komu með góðan físk. Einar efnaðist fyrst
og fremst á fískkaupum; hann var allra
manna hyggnastur fiskkaupmaður. í öllum
þeim sviptingum sem urðu með fískkaup-
mönnum í Hafnarfirði á fyrsta og öðram
tug aldarinnar, var Einar Þorgilsson sá eini,
sem aldrei bar hallt höfuð í þeim viðskipt-
um. Hver einasti og einn hinna samtíma
manna hans missti allt undir kvið á ein-
hveiju skeiði fiskkaupa sinna. Gangurinn
var sá, að menn fylltust offorsi þegar góður
Surprise, nýsköpunartogarinn.
Vélbáturinn Fákur.