Lesbók Morgunblaðsins - 20.12.1993, Síða 24
4-
Stefnumót
við Munch
Allir þekkja „Ópið“ sem Edvard Munch málaði
fyrir réttum 100 árum og verður að öllu saman-
lögðu að teljast frægasta verk hans. Mannleg
vera, sem líkist þó helzt vofu, æpir í tryllingi
og tekur um leið fyrir eyrun; augun eru næst-
>
Heilli öld eftir að
EDVARD MUNCH
málaði sumar af sínum
kunnustu myndum er
hann ennþá risinn í
myndlist Norðurlanda og
raunverulega sá eini
meðal norrænna
myndlistarmanna sem rís
alveg undir því að vera
kallaður heimsfrægur.
Eftir GÍSLA
SIGURÐSSON
um hvít. Að baki er kvöldhiminn og sjávar-
strönd. Veran er á leið yfir brú og menn á
eftir henni, en við vitum ekki hversvegna
hún er svona angistarfull; hversvegna hún
æpir. Þeirri spurningu svarar málarinn
ekki, en menn segja: Þetta er óp allra sem
þjást og myndin lýsir jafnframt óttanum
við hið óvænta. Með þessari mynd má segja
að Munch hafi lagt grundvöllinn að expres-
sjónismanum, sem þýzkir málarar tóku
flestum framar uppá sína arma á árunum
1905-15. Áherzlan þar er á tjáningarríkt
innsæi; þetta er aðferð sem hentar vel til
að útmála sálarástand.
II
A Munch-safninu í Osló var margt um
manninn þennan dag í septemberbyrjun.
Þar voru Japanir og aðrir Austurlanda-
menn líklega í meirihluta, en þar voru líka
Spánverjar og Italir og nokkrir bandarískir
blökkumenn. Og að sjálfsögðu landar mál-
arans. Fólk kemur langt að í einskonar
pílagrímsför á Munch-safnið í Osló og mað-
ur varð greinilega var við sambland af and-
akt og aðdáun. Hér birtist það sammann-
lega sem allir geta skilið og jafnvel heim-
fært uppá sjálfa sig: Æskan, ástin, afbrýðis-
semin, óttinn, sjúkdómarnir og dauðinn.
En umfram allt einnig fegurðin; sú fegurð
sem birtist í lit, teikningu og frábærum
efnistökum meistarans.
Ég tók eftir því að sumir voru að leita
að frægum lykilmyndum Munchs; myndum
sem ævinlega sjást í þeim fjölmörgum bók-
um, sem út hafa komið um lífsverk hans.
Þar á meðal er „Ópið“, „Dauðaherbergið“,
„Veika systirin", „Madonna“ og „Lífsdans-
inn“. Munch málaði þessar myndir oftar
en einu sinni, sumar margoft, og hann vann
af þeim útfærslur í grafík.
Flestar þessar lykilmyndir eru ekki í
Munch-safninu, heldur í vörzlu Nasjona-
lgalleriet,, sem er listasafn norska rfldsins
og er einnig í Osló. Þegar Munch var orð-
inn frægur í útlöndum voru þessar myndir
keyptar af honum. En honum þótti næstum
óbærileg tilhugsun að sjá af „börnunum
sínum“ eins og hann sagði, og málaði þá
aðra útgáfu til þess að eiga sjálfur. í raun-
„Sjálfsmynd með víni“, 1906.
Edvard Munch skömmu fyrir andlát sitt í vinnustofunni á Ekely.
inni má segja að fá, en afar hugstæð mynd-
efni, hafi hann verið að mála aftur og aftur
alla ævina. „Veiku systurina“ málaði hann
sex sinnum.
í Munch-safninu var að vísu ein af þekkt-
ari myndum málarans uppi: Sjálfsmynd frá
1940 sem hann nefndi „Milli klukkunnar
og rúmsins" og er sú síðasta af mörgum
sjálfsmyndum hans. Hann átti þá fjögur
ár ólifuð; dó í janúar 1944. Muneh er í flokki
með Rembrandt og fáeinum öðrum málur-
um, sem hafa málað sjálfa sig af kostgæfni
- og miskunnarleysi - frá unga aldri og
framá grafarbakkann. I nýlegri og ágætri
bók dr. phil. Rögnu Stang um „Munch-men-
nesket og kunstneren", er fyrsti kaflinn
einmitt um þennan þátt í list hans. Á elztu
myndunum sjáum við fallegan ungan mann,
enda er hann tæplega tvítugur. Aldeilis
makalaus þroski og fæmi birtist síðan í
sjálfsmynd með sígarettu, sem er kápu-
mynd bókarinnar og þegar Munch málar
hana, hefur hann aðeins tvö ár um tvítugt.
Og á sama ári má segja að hann „taki kúrs-
inn“ til framtíðarinnar með „Sjálfsmynd í
Víti“ sem gefur þá þegar hugmynd um
andlega vanlíðan.
Á sjálfsmynd frá 1904 er hann í senn
heimsmannslegur og glæsilegur fullþroska
maður; málar sig þá með pensil í hendi.
En svipmótið er breytt og þunglyndið farið
að gera vart við sig fyrir alvöru þegar hann
málar „Sjálfsmynd með víni“ úti í Þýzka-
landi 1907, þá 44 ára. Liðlega áratugi síðar
málar hann sjálfan sig fárveikan af spönsku
veikinni og í fjölmörgum sjálfsmyndum frá
síðari áratugunum í lífi hans, útmálar hann
líkamlega hrömum sína í bland við andlega
vanlíðan. Þá notar hann htinn til þess að
undirstrika geðslag og sálarástand; málar
sig stundum eldrauðan, stundum grænan í
framan eða gulan.
III
I öllum pælingum Munchs um gleði og
þjáningar Úfsins er konan rauði þráðurinn.
Sjálfur hafði hann þann glæsibrag til að
bera að hann hlaut að vekja áhuga hjá
konum, - og hann hafði eðlilega og jafnvel
mjög sterka náttúru til kvenna. En hann
kvæntist aldrei og sleit sig lausan þegar
ung og vel efnum búin stúlka, landi hans,
vildi krækja í hann. Þar kom ekki síst tii
sú skoðun hans, að hann væri fæddur með
„spírur" geðveiki úr föðurættinni og berkla
úr móðurættinni. Honum fannst að hann
mætti ekki eignast afkomendur vegna þessa
og auk þess hafði hann snemma ákveðið
Edvard Munch, 22 ára.
að myndlistin skyldi vera eitt og allt í lífi
hans; engin kona kæmist þar á milli.
Þessi afstaða olli samt gífurlegri tog-
streytu í lífi hans. Óttann við ættarsjúkdó-
mana hafði hann alið með sér frá bam-
æsku, en það er athyglisvert að hann taldi
þann ótta verðmætan, því hann var forsend-
an fyrir list hans. Sjálfur skrifaði hann svo:
„Þessum veikleika vil ég halda; hann er
hluti af sjálfum mér. Ég vil ekki losna við
sjúkdóminn, hversu mjög er ekki list mín
skuldbundin honum."
Svo virðist sem samband Munchs við
konur hafi verið mótað fremur af kvöl en
sælu. Kvöl afbrýðisseminnar er honum svo
hugstæð, að aftur og aftur skýtur þessu
myndefni upp, - oftast með tveimur karl-
mönnum og einni konu. Bæði þá og í ýms-
um öðrum myndum er konan túlkuð sem
„femme fatale“, skaðræðiskvendið, eða
vampíra sem sígur úr mönnum blóð. Jafn-
vel Madonna - hin elskandi kona - gæti
virzt til í tuskið.
En stundum, til dæmis í portrettum,
málar hann konur hlutlaust og án áherzlu
á kynferðislegu hliðina. Svo er til dæmis
um mynd hans af Inger systur sinni. Þar
sjáum við svartklædda, siðprúða og guð-
hrædda, norska stúlku og í þeim búningi
sem borgaraleg tízka bauð. Og Karen móð-
ursystur sína, sem hann átti svo mikið að
þakka, málaði hann af sýnilegum kærleika.
24
f