Morgunblaðið - 06.01.2001, Side 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KOSTNAÐUR við uppkaup og rif á húsum vegna
byggingar snjóflóðavarnargarðs í Bolungarvík
er 72 milljónir króna. Þessi tala byggist á upp-
lýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Flest bend-
ir hins vegar til að ofanflóðasjóður greiði lægri
upphæð fyrir eignirnar, en samkvæmt reglugerð
á sjóðurinn við uppkaup fasteigna að miða við
markaðsverð.
Í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Orions um
snjóflóðavarnir í Bolungarvík frá árinu 1999 er
kostnaður við leið 4, sem búið var að samþykkja í
stjórn ofanflóðasjóðs og bæjarstjórn Bolung-
arvíkur, 521 milljón. Þar af nam kostnaður við
rif á fasteignum 12 milljónum. Ný reglugerð um
snjóflóðavarnir, sem felur í sér strangara hættu-
mat, gerir það að verkum að stjórn sjóðsins telur
nauðsynlegt að breyta fyrri ákvörðun og fara
svokallaða leið 5. Kostnaður við hana er áætl-
aður 621 milljón. Þar af nemur kostnaður við
uppkaup og rif húsa 72 milljónum.
„Þau hús sem rifin verða eru metin á milli fast-
eignamatsverðs og afskrifaðs endurstofnverðs
en það fer eftir fjölda húsa sem rifin eru hverju
sinni,“ segir í skýrslunni um þetta verðmætamat.
Markaðsverð lagt til grundvallar
Samkvæmt reglugerð sem ofanflóðasjóður
starfar eftir ber þriggja manna nefnd að meta
verðmæti eigna sem sjóðurinn kaupir. Tveir
nefndarmenn eru skipaðir af stjórn sjóðsins og
einn af viðkomandi sveitarstjórn. Samkvæmt
reglugerðinni á nefndin í mati sínu að leggja
markaðsverð eignanna til grundvallar, þ.e. stað-
greiðsluverð húseigna í Bolungarvík.
Fasteignaverð í Bolungarvík hefur verið frem-
ur lágt síðustu árin. Framboð á húsnæði er tals-
vert, m.a. vegna samdráttar í atvinnulífinu og
fólksfækkunar. Sveitarfélagið á allmargar
félagslegar íbúðir sem það hefur verið að kaupa
á undanförnum árum. Markaðsverð fasteigna í
Bolungarvík er því í flestum tilfellum lægra en
bæði fasteignamat og brunabótamat segir til um.
Skýrsla ráðgjafafyrirtækis um snjóflóðavarnir í Bolungarvík
Húsin eru metin á 72 milljónir
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Sex hús við Dísarland í Bolungarvík eru meðal þeirra húsa sem áformað er að kaupa og rífa.
MILLI jóla og nýárs fór loft-
mengun í Reykjavík tvisvar yfir
leyfileg mörk samkvæmt mæling-
um Heilbrigðiseftirlits Reykjavík-
ur. Báða dagana var talsvert frost
í borginni og logn. Svifryk var
langmesti mengunarvaldurinn en
það myndast þegar nagladekk rífa
upp malbikið af götum borgarinn-
ar.
Hrannar B. Arnarsson, formað-
ur umhverfis- og heilbrigðisnefnd-
ar Reykjavíkur, segir að engar
skyndilausnir séu til til að koma í
veg fyrir slíka mengun, nema þá
að takmarka eða banna umferð.
Engar slíkar aðgerðir séu þó á
döfinni.
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd
fól heilbrigðiseftirliti og Gatna-
málastjóra Reykjavíkur á fundi
sínum fyrir áramót að gera úttekt
á þeim leiðum sem eru tiltækar til
að draga úr mengun. Eitt af því
sem þeir skoða sérstaklega eru
nagladekkin, segir Hrannar. Við
sjáum jákvæðar breytingar í ýms-
um málum en mjög neikvæða þró-
un í rykmengun sem er meira eða
minna vegna nagladekkjanna,“
segir Hrannar. Hann segir koma
til greina að þeir sem noti nagla-
dekk greiði fyrir það sérstakt
gjald og jafnvel sé vel mögulegt
að þau verði hreinlega bönnuð.
Allar leiðir verði kannaðar. Hann
segir borgaryfirvöld hafa gert ým-
islegt til að draga úr notkun
nagladekkja.
Hrannar segir Reykjavíkurborg
hafa gripið til ýmissa aðgerða til
að draga úr loftmengun, s.s. með
því að nota rafmagnsbíla, metan-
gas til að knýja bifreiðar og hvetja
borgarbúa til að nota almennings-
samgöngur. Þá hafi borgin staðið
fyrir auglýsingum þar sem borg-
arbúar eru hvattir til þess að setja
ekki nagladekk undir bílana. „Allt
eru þetta langtímamál sem skila
hægt og bítandi árangri en engum
stórstökkum. Eina stórtæka að-
gerðin sem fyrirsjáanleg er, er að-
gerðir gegn nagladekkjum,“ segir
hann. Þeirra er þó ekki að vænta
fyrr en næsta vetur.
Formaður umhverfis- og heilbrigðisnefndar um loftmengun í Reykjavík
Kemur til greina að
banna nagladekk
FLUGLEIÐIR hafa tekið ákvörðun
um að leggja fram kæru vegna hegð-
unar þriggja farþega í flugi 4. des-
ember sl. Um var að ræða leiguflug
til Mexíkó með millilendingu í Min-
neapolis. Farþegunum þremur var
vísað frá borði í Minneapolis vegna
framkomu þeirra í flugvélinni.
„Flugleiðir telja að hegðun fólks-
ins hafi ógnað flugöryggi um borð í
vélinni og því var tekin sú ákvörðun,
að fengnu áliti lögmanna, að kæra
hana til lögreglu. Framhald málsins
er síðan háð ákvörðunum sem hinir
opinberu aðilar taka, en Flugleiðir
telja að háttsemi fólksins brjóti í
bága við almenn hegningarlög og lög
og reglugerðir um loftferðir þar sem
kveðið er á um öryggi í farar- og
flutningatækjum,“ sagði Guðjón
Arngrímsson, upplýsingafulltrúi
Flugleiða.
Guðjón sagði að eftir því sem hann
best vissi væri þetta í fyrsta skipti
sem svona mál væri kært hér á landi.
Fyrir um tveimur árum hefði hins
vegar komið upp atvik í flugvél Flug-
leiða sem varðaði hegðun bandarísks
hermanns. Það mál hefði strax verið
kært og viðkomandi hefði verið fund-
inn sekur í Bandaríkjunum.
Flugleiðir kæra þrjá
farþega í Mexíkóflugi
Telja hegð-
unina ógn-
un við flug-
öryggi
♦ ♦ ♦
FLUGLEIÐIR hættu flýtiinnritun
um síðustu áramót. Að sögn Guðjóns
Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa
Flugleiða, er áformað að bjóða far-
þegum upp á að innrita sig í flug á
Netinu. Hann segist vonast eftir að
tæknilegri vinnu við netinnritun
ljúki á næstu dögum.
Guðjón sagði að nokkrar ástæður
væru fyrir því að Flugleiðir hefðu
tekið þá ákvörðun að hætta flýtiin-
nritun. Að mati Flugleiða hefði þessi
þjónusta ekki verið í jafn góðu horfi
og vonast hefði verið eftir. Biðraðir
hefðu iðulega myndast í brottfarar-
sal í flugstöðinni þegar flýtifarþegar
staðfesta innritun. Þá hefðu Flug-
leiðir talið erfitt að réttlæta þann
mikla kostnað sem fyrirtækið hefði
borið af þessari þjónustu. Guðjón
sagðist vonast eftir að margir ættu
eftir að geta nýtt sér innritun á Net-
inu þegar hún hæfist. Hún væri að
nokkru leyti hugsuð til að koma í
stað flýtiinnritunar.
Guðjón sagði að flýtiinnritun hefði
verið talsvert notuð, ekki síst í leigu-
flugi. Þá hefðu oft myndast biðraðir í
brottfararsal sem hefðu valdið óá-
nægju, ekki síst hjá farþegum í áætl-
unarflugi.
Flugleiðir hættu flýti-
innritun um áramót
Boðið upp
á innritun
á Netinu
♦ ♦ ♦
LÖGREGLAN í Kópavogi varar
fólk við ótraustum ís á Kópavogi og
Fossvogi og segir ísinn alls ekki
mannheldan og því sé stórhættulegt
að fara út á hann.
Lögreglan veit ekki til þess að slys
hafi hlotist af þessu í vetur. Alvarleg
slys hafi hinsvegar hlotist af þegar
börn hafa dottið niður um vakir á
slíkum ís. Lögreglan vill því biðja
foreldra sem og vegfarendur um að
gefa ísnum auga og brýna fyrir börn-
um að fara ekki út á ísinn.
Varað við
ótraustum ís
á Kópavogi og
Fossvogi
anlega fækkunar starfsfólks, vegna
kostnaðarþróunar og verri afkomu
að undanförnu.
Greint var frá uppsögnum starfs-
fólks hjá fyrirtækjum í járniðnaði á
Akureyri og Dalvík í Morgunblaðinu
í gær. Samkæmt könnun sem Sam-
tök atvinnulífsins gerðu meðal aðild-
ARI Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir engar
haldbærar upplýsingar liggja fyrir
um að fyrirtæki séu að draga saman
seglin og fækka starfsfólki en telja
megi líklegt að þau séu um þessar
mundir að yfirfara rekstur sinn og
leita leiða til hagræðingar og hugs-
arfyrirtækja sinna í byrjun seinasta
mánaðar virtist enn vera nokkur
þensla á vinnumarkaði á höfuðborg-
arsvæðinu. Niðurstöðurnar leiddu í
ljós að fyrirtæki á höfuðborgarsvæð-
inu vildu fjölga starfsfólki um 0,8%
en fyrirtæki á landsbyggðinni vildu
hins vegar fækka um 0,7%. Á landinu
í heild var lítils háttar skortur á
vinnuafli á þeim tíma sem könnunin
var gerð, eða 0,3%. Fyrirtæki í sjáv-
arútvegi töldu sig þurfa að fækka
fólki um 3% en fyrirtæki í raf- og
tölvuiðnaði vildu fjölga um tæplega
15%, skv. könnun SA í fyrstu viku
desember.
Vísbendingar um að fyrir-
tæki vilji fækka starfsfólki