Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞORSTEINN Einars-
son, fyrrverandi
íþróttafulltrúi, lést á
heimili sínu í Reykja-
vík í fyrrinótt, 89 ára
að aldri.
Þorsteinn fæddist í
Reykjavík 23. nóvem-
ber 1911. Foreldrar
hans voru Einar Þórð-
arson afgreiðslumaður
og Guðríður Eiríks-
dóttir húsmóðir.
Þorsteinn varð stúd-
ent frá Menntaskólan-
um í Reykjavík 1932.
Hann starfaði sem
kennari við Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja 1934–41. Árið 1941 var
hann ráðinn íþróttafulltrúi ríkisins
og gegndi því starfi til ársins 1981.
Þorsteinn gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum á starfsævi sinni.
Hann var formaður íþróttaráðs
Vestmannaeyja 1934–41, félagsfor-
ingi skátafélagsins Faxa í Vest-
mannaeyjum 1938–1941, í stjórn
Bandalags íslenskra
skáta 1942–52, varas-
kátahöfðingi 1948–59,
í stjórn Dýraverndun-
arsambands Íslands
1959–72, formaður
skólanefndar Íþrótta-
kennaraskóla Íslands
1943–81, fram-
kvæmdastjóri íþrótta-
nefndar ríkisins 1941–
81, framkvæmdastjóri
Félagsheimilasjóðs
1948–81, í blaðstjórn
Íþróttablaðsins og rit-
nefnd 1943–69 og í
bókuútgáfunefnd ÍSÍ
1950–51. Hann sat einnig í fræðslu-
nefnd ÍSÍ og í stjórn Félags áhuga-
fólks um íþróttir aldraðra.
Þorsteinn gaf einnig út fugla-
handbók og bók um íslenska glímu,
auk kennslubóka í íþróttum.
Eiginkona Þorsteins var Ásdís
Guðbjörg Jesdóttir, en hún lést á
síðasta ári. Þau eignuðust tíu börn.
ÞORSTEINN
EINARSSON
GYLFI Ásmundsson
sálfræðingur varð
bráðkvaddur á heimili
sínu 5. janúar, 64 ára
að aldri.
Gylfi fæddist 13.
september 1936 í
Reykjavík. Foreldrar
hans voru Gróa Ásta
Jafetsdóttir húsmóðir
og Ásmundur Ás-
mundsson bakara-
meistari. Gylfi lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1956
og MA-prófi í sálar-
fræði frá Háskólanum í Edinborg í
Skotlandi 1961. Hann lagði stund á
framhaldsnám í klínískri sálfræði
við Wayne State University í
Detroit í Bandaríkjunum 1963–
1964. Að námi loknu starfaði Gylfi
sem sálfræðingur við geðverndar-
deild barna á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur í nokkur ár og var
einnig aðstoðarrannsóknarmaður
við Lafayette Clinic í Detroit á ár-
unum 1963–64. Hann var sálfræð-
ingur og síðar yfirsálfræðingur við
Kleppsspítalann frá 1965 og við
geðdeild Landspítalans frá 1973 og
var hann forstöðusálfræðingur þar
frá 1985. Gylfi kenndi sálarfræði
við ýmsa skóla og námsbrautir og
varð dósent í sálarfræði við lækna-
deild Háskóla Íslands árið 1974.
Gylfa voru falin fjölmörg trún-
aðarstörf um ævina. Átti hann m.a.
sæti í stjórn Sálfræð-
ingafélags Íslands og
var formaður félags-
ins um skeið. Hann
átti sæti í stjórn Geð-
verndarfélags Íslands
og Öryrkjabandalags
Íslands um árabil.
Hann var í starfs-
mannaráði Klepps-
spítalans og Ríkisspít-
alanna í nokkur ár og
í Heilbrigðisráði Ís-
lands 1974–77. Gylfi
átti sæti í stjórn Nor-
ræna sumarháskólans
um skeið og í nefnd á
vegum menntamálaráðuneytisins
frá 1990 til að fjalla um leyfisveit-
ingar sérfræðinga í sálarfræði. Þá
átti hann sæti í ritnefnd tímarits-
ins Geðverndar um langt árabil.
Gylfi hlaut viðurkenningu Sál-
fræðifélags Íslands sem sérfræð-
ingur í klínískri sálarfræði árið
1985.
Gylfi lagði mikla stund á ritstörf
og þýðingar og liggja eftir hann
fjölmörg rit m.a. um sálfræði. Auk
þess hefur hann skrifað bókarkafla
og fjölda greina um sálfræðileg
efni í innlend og erlend fræðirit.
Gylfi skrifaði reglulega greinar um
sálfræðileg efni í Morgunblaðið og
svaraði spurningum lesenda á síð-
um blaðsins.
Eftirlifandi eiginkona Gylfa er
Erla Guðríður Líndal. Eignuðust
þau fjögur börn.
GYLFI
ÁSMUNDSSON
Andlát
STAFSMENN gatnamálastjóra í
Reykjavík munu annast hirðingu
jólatrjáa dagana 8.-12. janúar.
Þeir borgarbúar sem vilja nýta
sér þessa þjónustu eru vinsamleg-
ast beðnir að setja jólatrén út fyrir
lóðamörk og verða þau þá fjarlægð.
Eftir 12. janúar eru íbúar beðnir
um að snúa sér til gámastöðva
Sorpu.
Þá eru íbúar sem fyrr hvattir til
að hirða upp leifar af skoteldum og
blysum í nágrenni sínu, segir í
fréttatilkynningu frá borgarstjóran-
um í Reykjavík.
Hirðing jóla-
trjáa að hefjast
BÚAST má við því að mikill
hamagangur verði í öskjunni
næstu daga því hinar árlegu
janúarútsölur eru í þann mund
að hefjast í verslunum landsins.
Örtröðin í Kringlunni í gær var
slík að minnti á dagana fyrir jól-
in.
Starfsstúlkur í tískuvöruversl-
un á Laugaveginum eru hér
önnum kafnar við að hengja upp
auglýsingaskilti í búðarglugga
sína undir skeleggri stjórn
starfssystur sinnar að utan.
Morgunblaðið/Þorkell
Útsölur
eru um
allan bæ
HELGI Pétursson, formaður sam-
göngunefndar Reykjavíkur, telur að
borgaryfirvöld verði ekki við óskum
lögreglustjórans í Reykjavík um
hækkun hámarkshraða við vissar göt-
ur úr 30 km í 50 km.
Hann segir að sú aðgerð að lækka
hámarkshraða úr 50 km í 30 km/klst
hafi gefist afar vel. Íbúar séu yfirleitt
ánægðir með breytinguna. Þá hafi
fjöldi óska borist samgöngunefnd frá
Reykvíkingum um að slíkt verði gert
víðar. Helgi segir að áfram verði unn-
ið að því að draga úr umferðarhraða í
borginni. Hann býst því ekki við að
borgaryfirvöld verði við óskum lög-
reglustjóra um hækkun hámarks-
hraða við þessar götur.
Lögreglustjórinn í Reykjavík fór
fram á þessar breytingar þar sem
reynslan sýni að dómarar dæmi menn
ekki til ökuleyfissviptingar fyrir hrað-
akstur í götum þar sem hámarkshraði
er 30 km, jafnvel þó aðreglugerð
kveði á um slíkt. Því hafa þeir sem
hafna dómsátt iðulega hlotið vægari
refsingu með því að láta málið fara
fyrir dóm. Helgi spyr hvort ekki væri
betra að hækka sektir við hraðakstri í
íbúðarhverfum en fella niður ökuleyf-
issviptingu fremur en að hækka há-
markshraðann. Hann undrast einnig
hugarfar þeirra sem aka langt yfir
leyfilegum hraða um íbúðargötur þar
sem von er á börnum að leik.
Hámarkshraði á Miklubraut
og Gullinbrú líklega aukinn
Lögreglustjóri fór einnig fram á að
hámarkshraði yrði hækkaður á
Miklubraut, frá Grensásvegi að
brúnni yfir Elliðaár og á Gullinbrú,
frá Höfðabakkabrú að Hallsvegi. Í
ljósi þeirra breytinga sem nýlega
voru gerðar á þessum götum megi
fullyrða að þær beri þennan hraða.
Lagt var til að hámarkshraði yrði 70
km á Miklubraut og 60 km á Gull-
inbrú. Helgi tekur undir þessa tillögu
lögreglustjóra og telur líklegt að sam-
göngunefnd mæli með breytingum á
hámarkshraða. Þær hafi verið til um-
ræðu lengi. Helgi segir niðurstöðu í
þessum málum að vænta fljótlega.
Fundur verður í samgöngunefnd
Reykjavíkur á mánudaginn.
Formaður samgöngunefndar um hækkun hámarkshraða úr 30 km í 50 km
Ólíklegt að borgin verði
við tillögum lögreglustjóra
Taldi Stúdentaráð upphæð grunn-
framfærslu ekki byggjast á nægileg-
um rökstuðningi þar sem stjórn
LÍN hefði vanrækt lögboðnar skyld-
ur sínar um að annast gagnasöfnun
um fjárþörf námsmanna. Málskots-
nefndin felldi úrskurð Stúdentaráði
í óhag og leitaði ráðið því til umboðs-
manns Alþingis sem telur niður-
stöðu nefndarinnar „með öllu órök-
studda“ og beinir því til hennar að
hún taki málið til skoðunar á ný.
Lögfræðilegt álitamál
Málskotsnefnd er sjálfstætt
stjórnvald innan Lánasjóðsins. Ef
námsmenn una ekki niðurstöðu
stjórnar sjóðsins geta þeir skotið
málum til nefndarinnar. Nefndin
gefur þá stjórn LÍN færi á umsögn
og í þessu tilviki skilaði stjórnin inn
athugasemdum. Gerði málskots-
nefndin ekki athugasemdir við af-
greiðslu stjórnarinnar varðandi
grunnframfærslu þessa náms-
manns.
Aðspurður um viðbrögð við nið-
urstöðu umboðsmanns Alþingis
sagði Steingrímur Ari Arason, fram-
kvæmdastjóri LÍN, það lögfræði-
legt álitamál hvað málskotsnefndin
ætti að sinna miklu eftirlitshlut-
verki. Nefndin hefði talið það hlut-
verk sitt að kanna hvort lögum og
reglum hafi verið framfylgt en ekki
hvort stjórn eða starfsmenn sjóðsins
hefðu sinnt vinnuskyldu sinni.
„Að því gefnu að Stúdentaráð óski
eftir því að málskotsnefndin taki
málið upp og að nefndin óski eftir
frekari upplýsingum á ég ekki von á
öðru en að stjórn sjóðsins verði við
því. Vandinn við þetta mál er að það
orðið meira en tveggja ára gamalt.
Að því leytinu eru allir frestir út-
runnir og margt gerst frá þeim
tíma,“ sagði Steingrímur Ari.
Telur niðurstöðu mál-
skotsnefndar órökstudda
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint því til málskotsnefndar Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna, LÍN, að hún taki á ný til skoðunar kæru sem varðar
ákvörðun á grunnframfærslu, komi fram ósk þess efnis. Telur umboðsmaður
að málið hafi ekki sætt nauðsynlegri rannsókn af hálfu nefndarinnar er hún
fékk það til umfjöllunar.Umboðsmaður hefur skilað áliti sínu til Stúdentaráðs
Háskóla Íslands og málskotsnefndar LÍN. Stúdentaráðið, fyrir hönd skjól-
stæðings síns, kærði til nefndarinnar ákvörðun á grunnframfærslu.
Umboðsmaður um Lánasjóð íslenskra námsmanna