Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SAMTÖK atvinnulífsins telja að samhliða mynd-
arlegum afgangi hjá ríkissjóði minnki aðhald að rík-
isútgjöldum. Samtökin benda á að frá 1998-2001
hafi ríkisútgjöld hækkað árlega um 10%. Útgjöld í
fjárlögum ársins 2001 séu 26 milljörðum hærri en í
fjárlögum ársins 2000. Þetta sé 13% aukning.
Í yfirliti SA segir að frá 1998 hafi rekstrargjöld
hækkað árlega um 13%, rekstrar- og neyslutil-
færslur 9%, viðhald um 12% og fjárfesting um 9%
en fjármagnskostnaður hafi staðið í stað.
Ríkisútgjöld eru að jafnaði meiri en fjárlög gera
ráð fyrir og bendir SA á að útgjöld ársins 2000 hafi
farið 7 milljörðum fram úr heimildum. SA segir að
launabreytingar hjá opinberum starfsmönnum sýni
skort á nægilegu aðhaldi. „Laun flestra stétta hafa
hækkað meira en verðlag undanfarin ár en laun rík-
isstarfsmanna þó sýnu meira en annarra. Á 2. árs-
fjórðungi 2000 var kaup opinberra starfsmanna og
bankamanna 35% hærra en á 2. fjórðungi 1997.“
SA segir að útgjöld til sjúkratrygginga hækki um
tvo milljarða frá fjárlögum fyrra árs, eða um 21%,
einkum vegna mikils lyfjakostnaðar. Greiðslur
vegna búvöruframleiðslunnar hækki um rúman
milljarð, eða um tæp 20%. Útgjöld til Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga hækki um rúmlega tvo milljarða, eða
um 55%. Barnabætur hækki um tæpan milljarð, eða
um 22%. Ný lög um fæðingarorlof kosti 700-800
milljónir. Þá aukist fjárfestingar um 3,5 milljarða,
eða um 27%. Þar muni mest um auknar vegafram-
kvæmdir og hafnarframkvæmdir.
„Nú þegar má sjá fyrir að ríkisútgjöld ársins
2001 fari fram úr fjárlögum. Nýfallinn dómur um
tengingu örorkubóta við tekjur maka gæti kostað
ríkið milljarða. Þá er rætt um að færa dagvinnulaun
framhaldsskólakennara nær heildarlaunum. Pétur
Blöndal stærðfræðingur og alþingismaður hefur
varpað því fram að hækkun lífeyrisskuldbindinga
vegna þessa gæti kostað ríkissjóð 14 milljarða
króna,“ segir í samantekt SA.
Samtök atvinnulífsins segja fyrirsjáanlegt að ríkisútgjöld fari fram úr fjárlögum
Ríkisútgjöld hafa aukist
um 10% á ári frá 1998
KRISTÍN Rós Hákonardóttir sund-
kona, sem hlaut fern verðlaun á Ól-
ympíumóti fatlaðra í Sydney á síð-
asta ári, fékk á miðvikudag styrk
úr Minningarsjóði Gunnars Thor-
oddsen, fyrrverandi forsætisráð-
herra og borgarstjóra.
Kristín, sem í lok síðasta árs var
útnefnd íþróttakona ársins hjá
Íþróttasambandi fatlaðra, fékk 250
þúsund króna styrk fyrir árangur
sinn í íþróttum.
Það var frú Vala Thoroddsen,
ekkja Gunnars, sem afhenti styrk-
inn, en þetta er í fimmtánda sinn
sem hann er veittur. Minning-
arsjóður Gunnars Thoroddsen er í
vörslu borgarstjórans í Reykjavík,
sem ákveður úthlutun úr honum að
höfðu samráði við frú Völu. Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri var viðstödd athöfnina.
Morgunblaðið/Golli
Kristín Rós Hákonardóttir hlaut í gær styrk úr Menningarsjóði Gunnars
Thoroddsen. Frá vinstri: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri,
Kristín Rós og frú Vala Thoroddsen.
Kristín Rós sundkona
hlýtur styrk
væru þar á. „Við nánari eftirgrennsl-
an kom það á hinn bóginn í ljós að
ekki reyndist unnt að fá flugstjóra á
flugvélina með svo skömmum fyrir-
vara þrátt fyrir ítarlega leit. Þá
reyndist einnig ómögulegt að fá aðra
flugrekstraraðila til að taka vaktina
þessa nótt,“ segir Leifur ennfremur í
bréfinu.
Greiðslur of lágar
Hann segist harma mjög að ekki
reyndist unnt að standa við samning
við heilbrigðisráðuneytið. Slíkt muni
ekki gerast aftur.
Leifur minnir jafnframt á að Mý-
flug gerði fyrir nokkru tilboð í
sjúkraflug til Vestfjarða sem er
nokkru hærra en þær greiðslur sem
nú eru greiddar fyrir verkefnið.
Hann segir það skoðun sína að nú-
verandi greiðslur fyrir sjúkraflug
séu það lágar að ómögulegt sé að
sinna þeirri þjónustu sem krafist sé.
HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTINU
hefur borist bréf frá Leifi Hallgríms-
syni, framkvæmdastjóra Mýflugs,
þar sem hann útskýrir hvers vegna
félagið gat ekki tekið að sér sjúkra-
flug frá Patreksfirði til Reykjavíkur
á nýársnótt. Loftferðaeftirlitið hefur
veitt Mýflugi flugrekstrarleyfi á ný
en Leifur segir í bréfinu að misskiln-
ingur á milli flugrekstrarstjóra Mý-
flugs og loftferðaeftirlitsins hafi
valdið því að leyfið féll úr gildi. Leif-
ur segist hafa gert ráð fyrir því að
leyfið myndi endurnýjast sjálfkrafa
eins og gerðist við síðustu endurnýj-
un en svo reyndist ekki vera.
Í bréfi sínu segir Leifur að heil-
brigðisráðuneytið hafi farið fram á
það við Mýflug að félagið tæki að sér
að sinna sjúkraflugi á Vestfjörðum
áfram því ekki hafði tekist að ljúka
samningum við þann aðila sem tilboð
var tekið frá. Hann féllst á þetta og
taldi að litlir eða engir meinbugir
Mýflug aftur með flugrekstrarleyfi
Ekki tókst að
útvega flugstjóra
á nýársnótt
UNDIRRITAÐUR var á Grænlandi
í vikunni samningur milli Flugfélags
Íslands, FÍ, og grænlensku heima-
stjórnarinnar um flug milli Reykja-
víkur og tveggja staða á austur-
strönd Grænlands; Kulusuk og
Nerlerit Inaat. Að sögn Árna Gunn-
arssonar, sölu- og markaðsstjóra FÍ,
er samningurinn til eins árs og
tryggir félaginu tekjur upp á um 100
milljónir króna yfir árið. Um 10 þús-
und manns flugu með FÍ milli
Reykjavíkur og Grænlands á síðasta
ári. Árni taldi í samtali við Morgun-
blaðið að með þessum samningi við
Grænlendinga myndi farþegafjöldi
haldast svipaður en fraktflutningar
líklega aukast nokkuð. Til Kulusuk
verður flugið tímasett þannig að
samdægurs náist tenging til Nuuk,
höfuðstaðar Grænlands, á vestur-
ströndinni en þar var samningurinn
undirritaður.
Fyrsta flugið samkvæmt þessum
samningi var farið 2. janúar sl. Flog-
ið verður tvisvar í viku allt árið, á
þriðjudögum og laugardögum. Á
þriðjudögum er farið frá Reykjavík
til Nerlerit Inaat og þaðan til Kul-
usuk, sem er nokkru sunnar við
ströndina, og síðan til baka til
Reykjavíkur. Á laugardeginum er
farinn öfugur hringur og byrjað á
flugi til Kulusuk. FÍ ætlar að nota
Metro-vél og ATR-vél í þetta Græn-
landsflug.
Flug til Nerlerit Inaat eru einu
samgöngur þessa 500 manna og af-
skekkta bæjar við umheiminn, en
danskt heiti hans er Constable Pynt.
„Eins og gefur að skilja eru far-
þegaflutningar til Nerlerit Inaat
ekki miklir og undir venjulegum
kringumstæðum hefðum við ekki
tekið þetta flug að okkur. En með
samningnum tryggir grænlenska
heimastjórnin okkur ákveðnar
tekjur þannig að áhættan af fjölda
farþega liggur ekki hjá okkur,“ sagði
Árni.
Samningur Flugfélags Íslands við grænlensku heimastjórnina undirritaður
Samningur Flugfélags Íslands og grænlensku heimastjórnarinnar var undirritaður í Nuuk á Grænlandi. Frá
vinstri eru Friðrik Adolfsson, sölustjóri leiguflugs, Árni Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri, Jón Karl Ólafsson,
framkvæmdastjóri félagsins, Steffen Ulrich-Lynge, innanlandsráðherra heimastjórnarinnar, Kaalat Mueller,
aðstoðarmaður ráðherra, Jens K. Lyberth ráðuneytisstjóri og Jacob Juhl Jensen deildarstjóri.
Tryggir 100
milljóna
tekjur á ári
AÐSÓKN að Viðey hefur vaxið
mjög síðustu þrjú árin. Árið
2000 urðu gestirnir flestir eða
27.809 talsins, sem er 25,13 %
af íbúafjölda Reykjavíkur. Er
það fjölgun um 2.900 frá árinu
1999 og um nærri 5.800 frá
1998.
Kirkjugestir, sem eru taldir
þarna með, hafa og aldrei verið
fleiri en þetta ár eða 3.186.
Fram til miðs nóvember voru
fluttar 10 almennar messur í
Viðeyjarkirkju, 1 barnamessa
og 3 helgistundir. Þessar 14 at-
hafnir sóttu 914 manns og af
þeim gengu 321 til altaris. 17.
nóvember tóku gestir svo að
streyma í aðventuhlaðborðið í
Viðeyjarstofu. Þeir urðu alls
tæplega 2.500 fram til jóla.
Þeim var öllum gefinn kostur á
að koma fyrst til 15 mínútna
helgistundar í Viðeyjarkirkju.
Það þáðu 2.272 og helgistundir
þessa tímabils urðu 63.
Hjónavígslur í Viðeyjar-
kirkju á árinu 2000 voru 11 og
skírnir 4.
Staðarhaldari lætur af
störfum um mánaðamótin
Eins og kunnugt er lætur sr.
Þórir Stephensen af starfi
staðarhaldara í Viðey, fyrir
aldurs sakir, um næstu mán-
aðamót. Frá og með 1. febrúar
tekur Árbæjarsafn – minjasafn
Reykjavíkur, við þeim störfum,
sem staðarhaldarinn hefur haft
á hendi.
„Ég er, á þessum tímamót-
um“, segir sr. Þórir, „mjög
þakklátur fyrir þá vaxandi vel-
gengni og vinsældir sem Viðey
og starfsemin þar hafa notið.
Ég þakka þetta ekki síst ár-
angursríku samstarfi við dug-
mikla og þjónustufúsa veit-
ingamenn í Viðeyjarstofu og
þá sem standa að Viðeyjarferj-
unni.“
Metað-
sókn að
Viðey í
fyrra