Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 16
LANDIÐ
16 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HIGH COURT OF JUSTICE
CHANCERY DIVISION
MÁL NR. 4833 ÁRIÐ 2000
varðandi
ROYAL LIVER ASSURANCE LIMITED
og varðandi
CALEDONIAN INSURANCE
COMPANY LIMITED
og varðandi
LÖG UM VÁTRYGGINGAFÉLÖG FRÁ 1982
Tilkynning um flutning allra langtímavið-
skipta Caledonian Insurance Company
Limited til Royal Liver Assurance Limited
Samkvæmt 4. málsgrein I. hluta skrár 2C vátryggingalaga
frá 1982 tilkynnist hér með, að með ákvörðun dags. 12.
desember 2000, hefur High Court of Justice í Englandi
samþykkt áætlun um flutning allra langtíma vátrygginga-
viðskipta Caledonian Insurance Company Limited (utan
undanþegin vátryggingaskírteini eins og þau eru skil-
greind í áætluninni) til Royal Liver Assurance Limited og
tekur flutningurinn gildi kl. 11.59 e.h. hinn 31. desember
2000 og hefur dómstóllinn tekið ýmsar ákvarðanir í tengsl-
um við framangreint samþykki.
Vestmannaeyjum - Þrátt fyrir að Ísfélag Vest-
mannaeyja hafi nánast brunnið til grunna stendur vest-
urhluti hússins, og er nú unnið hörðum höndum við að
gera þar klárt svo frysta megi þar loðnu á vertíðinni og
jafnvel síld fyrir loðnuvertíð.
Jólaskreytingarnar á þakinu voru ekki teknar niður
þrátt fyrir hinn mikla bruna heldur færðar vestar á
þak hússins. Það hefur farið vel í bæjarbúa að sjá
skreytingarnar á þakinu og fólki finnst að það beri vott
um bjartsýni eigendanna og bæjarbúar bera með sér þá
von í brjósi að fyrirtækið verði endurreist og þar hefj-
ist aftur rekstur.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Jólaskreyting á Ísfélaginu
Stykkishólmi - Sæferðir ehf. í
Stykkishólmi tóku við rekstri
Breiðafjarðarferjunnar Baldurs
hinn 1. janúar. Þetta þykja talsverð
tíðindi því sama félagið hafði fram
að þeim tíma annast útgerð Baldurs
frá upphafi eða í 77 ár. Við þessa
breytingu lét Guðmundur Lárusson
af stöfum framkvæmdastjóra Bald-
urs sem hefur séð um rekstur hans
frá árinu 1973. Áður voru faðir hans
og afi framkvæmdastjórar fyrirtæk-
isins. Guðmundur Jónsson keypti
fyrsta Baldur árið 1924 og sá um
rekstur hans þar til hann andaðist
árið 1941. Lárus Guðmundsson tók
þá við, fyrst sem skipstjóri og síðan
sem framkvæmdastjóri.
Að sögn Péturs Ágústssonar, tals-
manns Sæferða, verða ekki miklar
breytingar á rekstri Baldurs við
þessar breytingar, enda erfitt um
vik þar sem í útboði Vegagerðarinn-
ar í rekstur Baldurs var tekin fram
tíðni ferða og önnur þjónustu sem á
að veita. Áhöfn Baldurs var boðin
endurráðning og verða þar litlar
breytingar. Ýmsar minni háttar
breytingar verða gerðar sem aðal-
lega snúa að afgreiðslu ferjunnar.
Pétur segir að ferjan hafi verið vel
rekin á liðnum árum og hafi veitt
góða þjónustu. Það er ætlun Sæ-
ferða að viðhalda því orðspori og
jafnvel gera betur með tíð og tíma.
Þegar Pétur var spurður að því
hvort ferjan þjónaði kröfum tímans
sagði hann að svo væri ekki á allan
hátt. Þarfirnar hefðu breyst mikið
síðustu ár. Mikil fjölgun hefur verið
á flutningi vöruflutningabíla yfir
Breiðafjörð og getur Baldur ekki
sinnt því nógu vel.
Þörf á stærri og
hraðskreiðari ferju
Hann sagði að þörf væri á stærri
og hraðskreiðari ferju sem gæti flutt
fleiri bíla og væri fljótari í förum á
milli. Því miður væru þær breyting-
ar ekki sjáanlegar. Nú tekur 3 tíma
að sigla með Baldri yfir Breiðafjörð.
Sæferðir taka við
rekstri Baldurs
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Pétur Ágústsson hjá Sæferðum býður Hörð Gunnarsson skipstjóra vel-
kominn til starfa, en fyrirtækið tók við rekstri Baldurs um áramót.
Búðardalur - Heilsugæslustöðinni hér í Búðardal barst á dög-
unum rausnarleg gjöf. Það er Dopplertæki sem meðal annars er
notað við mæðraskoðun. Tækið heitir Dopplex, það er frá fyr-
irtækinu Huntleigh Diagnostics og fer ekki mikið fyrir því.
Það leysir af hólmi eldra tæki og í stað skruðninga úr gamla
tækinu geta verðandi mæður heyrt hjartslátt ófædds barns síns.
Þar að auki hefur hið nýja tæki þann kost að með því er hægt að
skoða æðar í útlimum, en það gat það gamla ekki.
Það voru kvenfélög í læknishéraðinu sem gáfu Heilsugæslunni
þessa gjöf. Þau eru: Kvenfélag Geiradalshrepps, Liljan á Reykhól-
um, Hvöt á Fellsströnd, Guðrún Ósvífursdóttir í Hvammssveit,
Þorgerður Egilsdóttir í Laxárdal og Fjólan í Suðurdölum ásamt
Lionsklúbbi Búðardals.
Kærkomin gjöf til Dalamanna
Dopplertæki á
heilsugæslustöðina
Morgunblaðið/Óskar Ingi Ingason
Læknarnir Þórður Ingólfsson og Gísli
Ólafsson með tækið góða.
BROTIST var inn í Egilsstaða-
skóla á nýársnótt. Þeir, eða sá,
sem þar voru að verki brutu
rúðu við útidyr skólans til að
komast inn. Þeir höfðu svo á
brott með sér netþjón skólans
og svokallaðan beini (e. router).
Netþjónninn fannst á mið-
vikudaginn þegar íbúi í húsi
sem er við skólalóðina var að
moka snjó frá ruslatunnum en
mikið fannfergi er nú á Egils-
stöðum. Beinirinn hefur hins-
vegar ekki fundist. Lögreglan á
Egilsstöðum er með málið í
rannsókn.
Engin tölvugögn glötuðust
Netþjóninum var komið í
viðgerð og hann settur í gang í
Egilsstaðaskóla í fyrradag.
Helgi Halldórsson, skólastjóri
Egilsstaðaskóla, segir að net-
þjónninn sé í stakasta lagi.
Engin tölvugögn glötuðust.
Helgi segist afar ánægður með
að netþjónninn hafi skilað sér
enda á honum ýmis trúnaðar-
gögn.
Þýfið var
á kafi
í snjó
Tölvubúnaði stolið
úr Egilsstaðaskóla