Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 23 FRIÐARHREYFING Ísraels ætti nú að fara að endurskoða afstöðu sína. Í þrjátíu ár höfum við haldið því fram, að friður muni aldrei nást á meðan Ísrael stjórni annarri þjóð. Sum okkar hafa jafnvel sagt að krafa Ísraela um að stjórna annarri þjóð sé helsta ástæðan fyrir því að friður finnist ekki. En stjórnvöld okkar hafa látið af kröfunni. Ísraelar bjóða nú Palestínumönn- um friðarsamkomulag byggt á landamærunum frá 1967 með smá- vægilegum, gagnkvæmum breyt- ingum. Lagt er til að ísraelskar landnemabyggðir, sem dreifðar eru um innstu héruð palestínsks yfir- ráðasvæðis, verði lagðar niður, Austur-Jerúsalem verði að höfuð- borg Palestínu og umdeildir helgi- staðir verði seldir undir yfirráð múslíma. Þetta er víðtækasta tilboð sem Ísrael getur gert. Það er lagt fyrir Palestínumenn þótt það kosti fordæmislausan ágreining í ísra- elsku samfélagi, þótt það kosti póli- tískan jarðskjálfta. Gyðingar verða að draga til baka, þótt það sé sárs- aukafullt, margar sögulegar og trúarlegar kröfur sínar og hverfa frá mörgum sínum gömlu draumum og trúarlegu metnaðarmálum. Palestínska þjóðin hafnar þessum friði. Leiðtogar hennar krefjast nú opinberlega „réttarins til að snúa aftur“ fyrir hönd hundruða þúsunda Palestínumanna sem flýðu og voru hraktir frá heimilum sínum í stríð- inu 1948 en virða um leið að vettugi örlög hundruða þúsunda ísraelskra gyðinga sem flýðu eða voru hraktir frá heimilum sínum í arabalöndum í nákvæmleg sama stríði. Veiting „réttarins til að snúa aft- ur“ jafngildir afnámi sjálfsákvörð- unarréttar gyðinga. Hún mun gera gyðinga að minnihlutahópi sem á allt sitt undir múslímum, að „vernd- uðum minnihluta“, alveg eins og bókstafstrúaðir múslímar vilja. Veiting „réttarins til að snúa aft- ur“ jafngildir útrýmingu Ísraels. Samkvæmt upphaflegri ályktun Sameinuðu þjóðanna 1947 skyldu tvö sjálfstæð ríki verða stofnuð á hinu umdeilda landi, eitt fyrir gyð- inga og annað fyrir Palestínumenn. En krafa Palestínumanna um „rétt- inn til að snúa aftur“ þýðir í raun að í stað „tveggja ríkja fyrir tvær þjóð- ir“ yrðu til tvö arabaríki á þessu landi. Í ljósi þessarar afdrifaríku bylt- ingar á afstöðu Palestínumanna geta Ísraelar, sem vilja stuðla að friði, ekki látið sem allt sé með kyrr- um kjörum. Þeir geta heldur ekki haldið áfram að segja, líkt og þeir hafa vanalega gert undanfarna ára- tugi, að „eina hindrunin í vegi frið- arsamninga er herseta Ísraela á pal- estínsku landi“. Ísraelskir friðarsinnar ættu að endurskoða afstöðu sína. Í stað þess að segja að herseta Ísraela á svæð- um Palestínumanna komi í veg fyrir frið ættum við að segja að jafnvel án friðar er rangt að stjórna annarri þjóð. Rangt og skaðlegt. Hersetan, sem er styrkt með tugum lítilla landnámsbyggða inni í miðju palest- ínsku landi með það í huga að koma í veg fyrir frekari málamiðlun, gerir Ísrael ekki sterkara, heldur veikara. Veikara og erfiðara að verja það. Ég er ekki hlynntur villandi og óhjálplegri hugmynd um einhliða aðskilnað. Ísraelar verða nú að skipa herjum sínum samkvæmt þeim línum sem sem eru um það bil í samræmi við raunverulega lýðskip- an. [Ísrael] verður að hverfa á brott frá fjölmennum palestínskum svæð- um og gera Palestínumönnum kleift að stofna sjálfstætt ríki, nú þegar, jafnvel án friðarsamkomulags. Hinar nýju línur verða ekki lýstar endanleg landamæri heldur verður litið á þær sem grundvöll fyrir áframhaldandi friðarsamninga um frekari umbætur. Þangað til verður ekki litið á áhlaup Palestínumanna á þessi landamerki sem „hryðjuverk“, heldur sem árás sjálfstæðs ríkis á landsvæði nágrannaríkis, og Ísrael á þá rétt á að verja sig. Það kann að vera til marks um breytingu á höfnunarviðhorfi Pal- estínumanna að þeir vilja semja við Ísraela, ekki um „réttinn til að snúa aftur“ heldur alhliða pólitíska og mannúðlega lausn á flóttamanna- vandanum síðan 1948. Ísraelar ættu að skuldbinda sig siðferðilega til slíkrar lausnar. Um leið og þetta næst geta ríkisstjórnirnar tvær samið og dregið friðsamleg landa- mæri sín. Jafnvel án friðar er rangt að stjórna annarri þjóð © Amos Oz 2001. eftir Amos Oz Höfundur er ísraelskur rithöfundur. AP Palestínumenn efndu til mótmæla gegn friðarferlinu í borginni Nablus á Vesturbakkanum í gær. Meðlimir Hamas-hreyfingarinnar sjást hér brenna ljósmyndir af Bill Clinton Bandaríkjaforseta og Ehud Barak, forsætis- ráðherra Ísraels. SONARSONUR Jósefs Stalíns kveðst hafa einsett sér að stofna „umbótasinnaðan“ kommúnista- flokk í Georgíu, fæð- ingarlandi afa síns, og segir að endur- sameining Georgíu og Rússlands verði efst á stefnuskrá hans. Jevgení Dzhúga- shvílí, sonarsonur sovéska einræðis- herrans fyrrverandi, kveðst vera fokreiður yfir „svikum“ Georg- íumanna við Rússa og fátæktinni í Georgíu frá því landið fékk sjálfstæði fyrir tíu ár- um. Hann segir að eina leiðin til að ráða bót á þrengingum landsins sé að sameina það Rúss- landi. Dzhúgashvílí er 64 ára fyrrver- andi ofursti og með ættarnafn Stalíns sem hét réttu nafni Josif Víssaríonovítsj Dzhúgashvíli. Hann er með yfirvaraskegg eins og afinn og skapofsi hans og orð- færi minna óþyrmilega á Stalín. Hann formælti Edúard Shev- ardnadze, forseta Georgíu, og fleiri „svikurum“ eins og Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta forseta Sov- étríkjanna, Borís Jeltsín, fyrrver- andi forseta Rússlands, og rúss- neskum kaupsýslumönnum sem mökuðu krókinn í forsetatíð Jeltsíns. Pútín mærður Dzhúgashvílí hrósaði hins veg- ar Vladímír Pútín Rússlands- forseta í hástert og kvaðst vera mjög ánægður með frammistöðu hans. „Hann er sannur föð- urlandsvinur sem reynir að bæta þann skaða sem Gorbatsjov og Jeltsín ollu með gerðum sínum í þágu erlendra drottnara sinna. Hvað valda- sjúku kaupahéðnana í Moskvu varðar hefði Stalín látið skjóta þá án rétt- arhalda.“ Ofurstinn fyrrver- andi vitnaði oft í Stalín en ólíkt afa sínum gaf hann að- eins loðin svör þegar hann var spurður um stefnu nýja flokksins sem hann hann kall- ar Kommúnistaflokk umbótasinna. „Við höfum ekki gengið frá stefnuskrá hans ennþá,“ sagði hann. „Hún á ekki byggjast á len- ínisma eða stalínisma, heldur ást á föðurlandinu, Sovétríkjunum.“ Dzhúgashvílí bauð sig eitt sinn fram í þingkosningum í Rússlandi sem leiðtogi „stalínistasamtak- anna“ en náði ekki kjöri. Hann er sonur Jakovs Dzhúgashvílís, fyrsta sonar Stalíns og eiginkonu hans, Jekaterínu Svanítdze. Jak- ov lést í fangabúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Margir íbúar sovétlýðveldanna fyrrverandi minnast „gömlu, góðu daganna“ með ljúfsárum söknuði og á það ekki síst við um Georgíumenn sem þurfa að sætta sig við rafmagnsleysi í átján klukkustundir á sólarhring. Hvíta-Rússland er þó eina sovét- lýðveldið fyrrverandi sem hefur sóst eftir því að endursameinast Rússlandi. Sonarsonur Stalíns vill sameina Georgíu Rússlandi Moskvu. The Daily Telegraph. Jevgení Dzhúgashvílí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.