Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 30
30 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í BANDARÍKJUNUM er nú verið
að prófa virkni tvegga lyfseðils-
skyldra megrunarlyfja á börn og
táninga, sem aðferð við að takast á
við offitu meðal barna, en þessi leið
hefur löngum verið talin óhugs-
andi. Lyfin sem um ræðir heita
Xenical, sem fáanlegt er hér á
landi (sjá grein til hliðar) og
Meridia.
Þessar fyrstu umfangsmiklu til-
raunir til að kanna notkun megr-
unarlyfja meðal unglinga eru til
marks um aukna þörf, segir dr.
Ken Fujioka, yfirmaður Næringar-
og efnaskiptarannsóknarmiðstöðv-
arinnar við Scripps-heilsugæslu-
stöðina í San Diego í Bandaríkj-
unum.
Heilbrigðismálasérfræðingar telja
að tíu til fimmtán prósent barna í
landinu séu of feit og fari hlutfallið
stækkandi.
Ógnvekjandi vandi
„Ég held að okkur hefði aldrei
dottið í hug að gera þetta fyrir tíu
árum eða fimm árum,“ segir Fuji-
oka, sem rannsakar áhrif Xenical á
börn á aldrinum 12 til 16 ára. „En
þetta er ógnvekjandi vandamál
vegna þess að það eykst svo hratt.
Þess vegna erum við nú að kanna
beinskeyttari aðferðir.“
Margir heilbrigðismálasérfræð-
ingar eru eindregið andvígir því að
börn séu meðhöndluð með megr-
unarlyfjum. Segja þeir að áhersla á
lyfjagjöf beini sjónum frá grund-
vallarvandanum – of miklum mat,
of mikilli fitu og of lítilli hreyfingu
– sem sé ástæða offitufaraldurs
meðal barna.
„Ég held að lyf séu ekki besta
svarið við offitu barna,“ segir dr.
Francine Kaufman, yfirmaður inn-
kirtla- og efnaskiptalækninga við
Barnaspítalann í Los Angeles.
„Besta svarið er almenn heilsu-
gæsla. Við þurfum að læra mun
meira um offitu barna og hvers
vegna þetta er að gerast núna.“
En sérfræðingar segja að for-
eldrar of feitra barna séu að verða
örvæntingarfullir og leiti leiða til
að koma börnum sínum til hjálpar.
Mörg börn er þjást af offitu eigi
a.m.k. eitt foreldri sem þjáist af of-
fitu og hafi það foreldri mikinn
skilning á því hve erfitt sé að
leggja af.
Ný lyf
Lyfin tvö, sem um ræðir, eru allt
öðru vísi en fyrri kynslóðir megr-
unarlyfja. Xenical var leyft 1999 og
Meridia 1997. Fyrri lyf voru flest
amfetamín sem virkuðu með því að
draga úr matarlyst og höfðu
fjöldann allan af alvarlegum auka-
verkunum, t.d. svefnleysi, skap-
sveiflur, hjartsláttartruflanir og
fíkn. Rannsóknir á báðum nýju
lyfjunum eru kostaðar af framleið-
endum þeirra.
Xenical er framleitt af Roche-
rannsóknarstofunum og virkar það
með því að draga úr upptöku um
það bil eins þriðja af fitu í mat.
Lyfið heftir einnig upptöku nokk-
urra vítamína og eru það auka-
verkanir sem gætu reynst alvar-
legar fyrir börn sem eru að vaxa,
segir Fujioka. Þannig getur Xeni-
cal heft upptöku D-vítamíns, sem
leysist upp í fitu og á þátt í úr-
vinnslu líkamans á kalsíum.
Sólarljós veitir flestu fólki nægi-
legt magn D-vítamíns, en börn sem
taka Xenical á norðlægum slóðum
fá ef til vill ekki nóg af vítamíninu
nema með því að taka bætiefni,
segir Fujioka.
Grennast um 3-5%
Rannsóknir hafa leitt í ljós að
meðal fullorðins fólks, sem tekur
Xenical auk sérstaks mataræðis,
léttust tveir af hverjum þremur um
fimm prósent af þyngd á tveimur
árum, en annar hvor þeirra sem
einungis voru á sérstöku mataræði.
Hitt lyfið, Meridia, virkar með
því að hafa áhrif á efni í heilanum
er stjórna matarlyst. Lyfið er
framleitt af fyrirtækinu Knoll
Pharmaceutical. Aukaverkanir af
því eru m.a. þurrkur í munni, höf-
uðverkur, svefnleysi og hægða-
teppa. Við rannsóknir kom í ljós að
um tveir af hverjum þremur full-
orðnum sem tóku lyfið léttust um
fimm til tíu prósent á einu ári.
Eru lyf svarið
við offitu barna?
Reuters
Offita á meðal barna þykir aukast með ógnvænlegum hraða.
Í Bandaríkjunum
þykir fjölgun offitu-
tilfella meðal barna
ógnvænleg þróun.
Nú er hafin rann-
sókn á áhrifum
megrunarlyfja á
börn og ungmenni
en við það eru ekki
allir sáttir.
Lyfjaform: Hylki:
120 mg í hverju
hylki.
Notkun: Xenical
er, ásamt hitaein-
ingaskertu fæði,
notað fyrir þá sem
þurfa að léttast,
oftast sem meðferð
hjá offitusjúkling-
um þegar óskað er eftir frek-
ara þyngdartapi en náðst hefur
eftir öðrum leiðum. Lyfið
hamlar verkun lípasa (ensím
sem meltir fitu) í melting-
arvegi, þannig að hluti fitu í
fæðunni brotnar ekki niður og
frásogast ekki. Lyfið dregur
ekki úr matarlyst.
Skammtar: Lyfið er tekið
3svar á dag í tengslum við mál-
tíðir. Rétt fyrir, með eða allt
að einni klst eftir máltíð. Fæði
skal innihalda aðeins færri
hitaeiningar en dagleg þörf
segir til um, en öll nauðsynleg
næringarefni þurfa að vera í
fæðunni. Mælt er með ríkulegri
neyslu ávaxta og grænmetis.
Sé máltíð sleppt eða hún án
fitu, skal sleppa að taka lyfið.
Aukaverkanir: Algengustu
aukaverkanir eru frá melting-
arvegi. Kviðverkir, magaóþæg-
indi, vindgangur, niðurgangur
og verkir. Óþægindi í enda-
þarmi geta komið fyrir.
Hætta eykst á aukaverk-
unum sé neytt fituríkrar
fæðu.
Athugið: Sérstaklega
skal fylgjast með sjúk-
lingum sem taka blóð-
þynningarlyf (sjá undir
B 03) og lyf við fullorð-
inssykursýki (sjá undir
A 10). Aukaverkanir blóðfitu-
lækkandi lyfja sem innihalda
pravastatín (sjá undir C 10)
geta magnast þannig að breyta
þurfi skammtastærð þess og
einnig ber að hafa í huga að
frásog fituleysanlegra vítam-
ína eins og D- og E-vítamíns
minnkar.
Meðganga og brjóstagjöf:
Ekki liggja fyrir niðurstöður
rannsókna og notkun því ekki
ráðlögð.
Til fróðleiks: Nýtt lyf með al-
veg nýjan verkunarmáta. Önn-
ur megrunarlyf sem mikið
voru notuð áður hafa nú verið
afskráð vegna aukaverkana,
m.a. ávanahættu.
Afgreiðsla: Hylki: 42 eða 84
hylki í þynnupakkningu.
TENGLAR
.................................................
Upplýsingabanki Netdoktors.is:
www.netdoktor.is
Xenical
Úr Íslensku lyfjabókinni
KARLMENN eru viðkvæmari en
konur allt frá því að getnaður á sér
stað. Þess vegna ættu foreldrar að
sýna drengjum meiri nærgætni en
almennt tíðkast.
Þessi er niðurstaða Sebastians
Kramers, sálfræðings sem starfar
við Portman National Health Ser-
vice Trust á Englandi. Rannsókn
Kramers, sem nefnist „Viðkvæmi
karlmaðurinn“ („The Fragile Male“
á frummálinu), var á dögunum birt í
tímaritinu British Medical Journal.
Kramer segir að því fari fjarri að
fólk geri sér almennt grein fyrir því
að karlmaðurinn standi höllum fæti
bæði hvað varðar líffræðilega og
félagslega þætti. Það sé því mikill
misskilningur að karlmaðurinn sé
„sterkara kynið“.
„Viðhorfið er enn það að ef barn-
ið er drengur þá verði hann harðari
af sér en stúlkubarn,“ segir Kra-
mer.
Rannsókn Kramers leiðir í ljós að
karlkyns fóstur er í mun meiri
hættu á að verða fyrir áfalli í móð-
urkviði eða deyja. Og þegar svein-
barn fæðist er það að jafnaði fjór-
um til sex vikum minna þroskað en
meybarn.
Almennt gildir um drengi að þeir
eiga frekar en stúlkur að glíma við
sálrænan vanda í æsku. Þess vegna
þurfa þeir meiri athygli en þeir oft
fá og eru því í meiri hættu vanræki
foreldrarnir þá í uppeldinu. Vegna
þess að almennt er talið að dreng-
irnir séu harðari af sér en stúlkur
geta þeir átt við bælingu að stríða.
„Foreldrar verða fyrir þrýstingi
samfélagsins í þá veru að viðkvæma
drengi þurfi bara að herða upp,“
segir Kramer. „Drengur sem er
viðkvæmur og verður auðveldlega
sár þarf að bæla niður ýmsar til-
finningar sínar áður en hann verður
tveggja ára gamall,“ bætir hann
við.
Kramer segir að þeir líffræðilegu
þættir sem geri drengi viðkvæmari
en stúlkur og sá félagslegi þrýst-
ingur sem þeir verði fyrir séu ekki
bundnir við æskuna. Kannanir sýni
yfirleitt að stúlkum gangi betur í
skóla en drengjum. Þá séu sjálfs-
morð þrisvar sinnum algengari hjá
körlum en konum.
„Ef foreldrar gerðu sér betur
grein fyrir hversu viðkvæmur karl-
maðurinn er myndu þeir breyta
framkomu sinni í garð sona sinna,“
segir Kramer. „Hin viðteknu sann-
indi að „drengir séu og verði dreng-
ir“ þarfnast nánari skoðunar við“.
Karlar viðkvæm-
ari en konur allt
frá getnaði
London. Reuters.
Associated Press
Gera foreldrar rangar og ósanngjarnar kröfur til drengja?
TENGLAR
.....................................................
British Medical Journal: www.bmj.com
The Los Angeles Times.
NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsókn-
ar í Bandaríkjunum benda til þess að
ef maður léttist um nokkur kíló gæti
það bætt svefninn, og ef maður bætir
á sig geti það aukið hættuna á að
maður verði fyrir einhvers konar
svefntruflunum. Og í ljósi þess að of-
fita er að verða að faraldri í Banda-
ríkjunum gætu þessar niðurstöður,
sem greint er frá í nýlegu hefti Jour-
nal of the American Medical Asso-
ciation, haft mikla þýðingu, segja
vísindamenn við Háskólann í Wis-
consin.
Með því að léttast um sem svarar
einungis 10% líkamsþyngdar, segja
þeir, getur maður minnkað alvöru
svonefndrar svefntruflaðrar öndun-
ar, eða kæfisvefns, um 25%. En ef
maður bætir á sig fara líkurnar
versnandi. „Við komumst að því að
10% þyngdarauking á fjögurra ára
tímabili tengdist um það bil sexföld-
un á hættu á að maður fengi svefn-
truflaða öndun,“ segir Paul Peppard,
aðstoðarvísindamaður við lækna-
deild Háskólans í Wisconsin.
Meðal fólks sem þegar þjáist af
öndunartruflunum í svefni leiddi
10% þyngdaraukning til um það bil
30% aukningar á alvöru svefntrufl-
ananna. Körlum er hættara en kon-
um við svefntruflaðri öndun.
Færri kíló -
betri svefn
The New York Times Syndicate.