Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 31

Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 31 EKKI er víst að reykingamönnum dugi að fara að reykja minna til þess að dragi úr hættunni sem heilsu þeirra stafar af þessum ávana. Að minnka reykingar eða hætta þeim al- veg er nú orðið að heitu deiluefni með- al sérfræðinga á þessu sviði. Ef mað- ur hættir að reykja byrjar líkaminn strax að gróa. En því hefur verið hald- ið fram, að ef stórreykingamenn vilja ekki hætta alveg sé það þó áreiðan- lega til mikilla bóta fyrir þá að fara að reykja minna. Stórt lyfjafyrirtæki hefur, í sam- ræmi við þessa kenningu, ákveðið að hefja sölu á nikótíninnöndunartækj- um í Evrópu til þess að gera stórreyk- ingamönnum auðveldara um vik að hætta kannski ekki, en að minnsta kosti fara að reykja innan við pakka á dag. Er þetta allt öðru vísi notkun á þessum lyfjum en tíðkast í Norður- Ameríku. En niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem er ein fyrsta prófunin á þessari kenningu, benda til þess að það sé ekki til bóta fyrir heilsuna að draga einungis úr reykingum en hætta þeim ekki alveg. Þetta er óvænt niðurstaða sem mun ekki skera úr í deilunni. En rannsóknin, sem gerð var við Mayo- heilsugæslustöðina í Rochester í Bandaríkjunum, hefur vakið mikla at- hygli. Eitrið minnkaði ekki Í henni kom í ljós að magn eitur- efna í líkama stórreykingamanna minnkaði ekki þegar þeir drógu úr reykingum um helming. John R. Hughes, þekktur reyk- ingasérfræðingur við Háskólann í Vermont í Bandaríkjunum, segir að þetta sé ákaflega mikilvægt vegna þess að „fyrir almenning [þýðir þetta að] ef maður dregur úr [daglegum sígarettufjölda] getur maður samt ekki verið viss um hversu mikil bót er að því. Maður ætti því ekki að blekkja sjálfan sig.“ Um það bil 48 milljónir Bandaríkja- manna reykja, og verður þessi fíkn 400 hundruð þúsund manns að bana árlega. Reykingar valda hjartasjúk- dómum, lungnasjúkdómum á borð við lungnaþembu og lungnakrabba og auka einnig hættuna á sjö öðrum gerðum krabbameins. Með því að hætta að reykja dregur maður úr þessum hættum. Sjötíu prósent reyk- ingamanna segjast vilja hætta, en á hverju ári reyna aðeins um 35% þeirra að losna við ávanann. En margir reykingamenn vilja ekki reyna að hætta. Þess vegna hefur orð- ið til kenningin um „minnkun áhættu“, en í henni felst að ef stór- reykingamenn gætu farið úr til dæm- is 40 sígarettum á dag í 20, með að- stoð langtíma nikótínmeðferðar, myndi þeim kannski heilsast eitthvað betur. Eða myndi þetta bara draga úr hvötinni fyrir þá til að hætta alveg, og í raun ekki koma til góða? Lyfjafyrirtækið Pharmacia hefur fjárfest í kenningunni. Samkvæmt rannsóknum þess minnkuðu allt að 30% reykingamanna, sem vildu ekki hætta, reykingar um helming með því að nota nikótíninnöndunartæki, nef- úða, tyggjó og pillur undir tunguna, til að draga úr lönguninni á milli síga- rettna. Í Bandaríkjunum er nikótínmeð- ferð einungis leyfð sem hjálparmeðal til að hætta reykingum á skömmum tíma. En í Danmörku fékk Pharmacia leyfi til að markaðssetja þessar vörur einnig sem hjálpartæki til að draga úr reykingum. Segir fyrirtækið að í þrem öðrum Evrópulöndum hafi ný- lega verið veitt svipuð leyfi, og verði greint frá því snemma á þessu ári þegar fyrirtækið hefji víðtækari markaðssetningu á hugmyndinni um minnkun áhættu. (Nikótínplástrar eru þó enn aðeins leyfðir sem hjálp- artæki við að hætta, vegna þess að þeir veita stöðugan straum nikótíns). „Ef þetta dregur verulega úr neysl- unni þá mun maður sjá heilsubót,“ segir David Graham, stjórnandi al- heimsstefnumótunarsviðs Pharma- cia. En rannsóknin, er gerð var við Ma- yo-heilsugæslustöðina, sýndi ekki fram á neina heilsubót þegar einbeitt- ir reykingamenn drógu úr tottinu um helming. Vandinn er þessi: Svo virðist sem fólk hafi reykt meira þær færri sígarettur sem það reykti daglega, og reynt þannig að ná meira nikótíni úr hverri um sig, og þar með andaði fólk- ið að sér meiru af eiturefnum. Dr. Richard Hurt stjórnaði rann- sókninni. Hann fékk til þátttöku í henni 23 reykingamenn sem reyktu 40–50 sígarettur á dag og vildu ekki hætta. Kanna átti hvort nikótíninn- öndunartæki gætu hjálpað fólkinu að minnka skammtinn í 10 sígarettur á dag. Síðan var mælt magn tveggja sterkra krabbameinsvaldandi efna og tveggja annarra eiturefna í sígarett- um í líkömum reykingafólksins. Eftir að hafa reynt í þrjá mánuði hafði fókið að meðaltali minnkað reykingar um helming, en einungis tveir fóru niður í 10 sígarettur á dag. Nokkru síðar höfðu þeir aukið reyk- ingarnar aftur. Aðeins dró lítillega úr magni eins krabbameinsvaldandi eit- urefnis þegar reykingarnar minnk- uðu. En þessi efni hverfa alveg innan fárra vikna þegar reykingamenn hætta alveg. Gott fyrir sjálfstraustið? Hughes tekur fram að gera þurfi umfangsmeiri rannsóknir til að skera úr um hvort það kunni að vera til bóta fyrir einhverja reykingamenn að draga úr reykingunum. Jafnvel þótt slíkt myndi ekki minnka hættuna á krabbameini telur Hughes að það gæti aukið sumum reykingamönnum sjálfstraust til að hætta að lokum al- veg, og er hann nú að rannsaka það. En „við vitum að stórreykinga- menn geta hætt alveg“ ef þeim er hjálpað með réttum skammti af nikó- tínplástrum og öðrum lyfjum á borð við þunglyndislyf sem draga úr síga- rettulönguninni, segir Hurt. Hann hvetur því til þess að fólk ákveði að hætta alveg, fremur en draga úr reykingunum. Maður eigi að ákveða dagsetninguna og láta til skarar skríða. Ekki víst að minni reykingar dragi úr hættunni Washington. AP. Um skaðsemi reykinga er ekki lengur deilt en felst einhver heilsubót í því að minnka þær? Um þetta hafa nú blossað upp deilur. Reuters Sogið í botn. Óvæntar niðurstöður nýrrar rannsóknar á áhrifum reykinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.