Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 32

Morgunblaðið - 06.01.2001, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ tímamót er ekki óal- gengt að menn setjist nið- ur og horfi um stund í gaupnir sér með hugann við tímann sem fór og tím- ann sem kemur. Þessar vangaveltur vekja upp minningar um liðnar sæl- ustundir jafnt sem sorgir. Tuttugasta öldin var sam- kvæmt merkingu stjörnu- spekinnar síðasta tímabil- ið af tvö þúsund ára áhrifatíð Fiskamerkisins á krafta þá er jörðina móta og meitla. Þessi tvö þúsund ár má líta á sem mótunarskeið þar sem okkur var rétt gullskeið (Kristur) til formunar hugans en sökum van- kunnáttu gátum við ekki notfært okkur það djásn svo blý, tin og stálskeiðar (Nero, Gengis Khan, Hitl- er) voru valdar í staðinn. Síðustu þrjátíu ár aldar- innar má svo skoða sem uppgjörs og undirbún- ingstíma fyrir skiptin yfir til næsta tímabils, 21. aldar þegar Vatnsberinn tekur við taumunum og menn hafa lært að meta gullsins (huglæg efni) gæði. Sé gripið niður í Biblíuna hefur gullið sem málmur guðlega merkingu og táknræna: Mósebók 25:31 Guð talar: „Enn fremur skalt þú ljósastiku gjöra af skíru gulli. Með drifnu smíði skal ljósastikan gjör, stétt hennar og leggur.“ 25:37 „Þú skalt gera lampa hennar sjö og skalt svo upp setja lampana, að þeir beri birtu yfir svæðið fyrir framan hana. Ljósaöx og skar- pönnur sem ljósastikunni fylgja skulu vera af skíru gulli.“ Opinberun Jóhannesar 1:12-13 „Ég sneri mér við til að sjá hvers raust það væri sem við mig talaði. Og er ég sneri mér við sá ég sjö gullljósastikur og milli ljósa- stikanna einhvern líkan manns- syni, klæddan síðkyrtli og gullbelti var spennt um bringu hans.“ 8:1-5 „Þegar lambið lauk upp sjöunda innsiglinu varð þögn á himni hér um bil hálfa stund. Og ég sá engl- ana sjö sem stóðu frammi fyrir Guði og þeim voru fengnar sjö bás- únur. Og annar engill kom og nam staðar við altarið. Hann hélt á reykelsiskeri úr gulli. Honum var fengið mikið reykelsi til þess að hann skyldi leggja það við bænir allra hinna heilögu á gullaltarið frammi fyrir hásætinu. Þá tók eng- illinn reykelsiskerið og fyllti það eldi af altarinu og varpaði ofan á jörðina. Og þrumur komu og dun- ur og eldingar og landskjálfti.“ Taki maður þessi fornu tákn og lýsi upp í birtu framtíðar má vel hugsa sér ljósastikuna líkt og almanak þar sem ljósin sjö væru ár nýrrar aðlögunar. Stikunni er skipt með einu ljósi í miðju (Mannssonurinn) og þrem til hvorrar handar. Ef leiknum er haldið áfram og þrjú ljós (um það bil hálf stund) tekin af í andakt og bætt með hinum þrem við töluna sjö (innsiglið) er stundin fullnuð og gullöld nýs tíma hefst 24. desemb- er árið 2012. „Kaja“ sendi draum Mig var að dreyma 27. des. 00 að ég var í sturtu á fæðingadeild og ljós- móðir eða hjúkrunar- kona hjá mér. Meðan ég er í sturtunni springa belgirnir og vatnið fer og sést í kollinn á barninu. Engan sárs- auka eða verki finn ég þó eins og er við fæð- ingar. Konan segir mér að koma með sér strax, ég verði að komast upp á fæðingarbekk á meðan barnið fæðist. Þar endar draumurinn. Ráðning Áramót eru tímar breyt- inga, þá er rétti tíminn til hugsa sinn gang, setja sér markmið og taka sinnaskiptum. Skil- in verða þegar allir eru samtaka í huga sér um breytingu, tíminn er tólfta stundin og hugsunin er ein. Þegar menn verða svo samtaka í huga sér gerist eitthvað, straumar tímans margfaldast og hugsunin skerpist. Það sem var manni hulið í gær er opin bók í dag og maður er margs megnugur. Draumur þinn er talandi dæmi um þann kraft sem áramót hafa á hugarfarið og úr honum má lesa það að líf þitt sé að taka verulegum breytingum á næstunni. Að breyt- ingin sé þín eigin ákvörðun (barn- ið, sturtan) og verði í framkvæmd líkt og endurfæðing þar sem þú komir fram í nýju hlutverki, með nýjar áherslur og markmið. Þar sem fæðingin gekk hratt fyrir sig má ætla að þú sért vel undirbúin og tilbúin að renna á glæsilegt skeið inn í framtíðina. Vakandi sef ég DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Brotið er brauð  Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is. Í hvora áttina vex tunglið, frá hægri til vinstri eða vinstri til hægri? SVAR: Á myndinni má sjá hvernig örmjó ræma eða sigð sést fyrst meðfram hægri kantinum á tunglinu um sól- setur. Mánasigðin vex síðan smám saman eftir því sem líður á tungl- mánuðinn þar til hann er hálfnaður og komið er fullt tungl. Þá verður hægri kanturinn fyrst dökkur og myrkrið færist síðan smám saman yfir. Áður en tunglið slokknar er sigð vinstra megin á því. Tunglið vex sem sagt og minnkar frá hægri til vinstri. Það er til ágæt minnisregla til þess að muna hvort tunglið er að vaxa eða minnka þegar maður sér það: Vinstri vaxandi. Þetta er hugs- að þannig að maður grípi inn í þá hlið þar sem „vantar“ á tunglið, það er að segja þar sem er að hluta til myrkur. Með hvorri höndinni greipstu? Ef það var vinstri höndin þá er tunglið að vaxa, ef ekki þá er það að minnka. Þessi lýsing öll á við athuganda á norðurhveli jarðar en á suðurhveli horfir þetta að ýmsu leyti öfugt við. Sólin sest að vísu í vestri og nýtt tungl kviknar þar en sólin gengur um norðurhluta himinsins í stað þess að fara til suðurs eftir að hún kemur upp í austri. Nýkviknuð mánasigð er vinstra megin á tungl- inu og mörk ljóss og myrkurs færast yfir það frá vinstri til hægri. Ef við erum stödd við miðbaug jarðar steypist sólin lóðrétt niður í vestri við sólsetur og birtu bregður miklu fljótar en við eigum að venjast hér á norðurslóðum. Boginn á ný- kviknaðri mánasigð vísar þá beint niður, það er að segja hvorki til hægri né vinstri. Þetta er dæmi um eitt af því sem breytist á himninum þegar við ferðumst suður á bóginn: Mánasigðin hallast þá meira og meira uns komið er á miðbaug. Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði og ritstjóri Vísindavefsins, og Ögmundur Jónsson, starfsmaður Vísindavefsins. Af hvaða stofni eða tegund er dýrið chinchilla? Hvað heitir það á íslensku? SVAR: Chinchilla er suður-amerískt nag- dýr (rodentia) og heitir á fræðimáli Chinchilla lanigera. Dýrið er 35 til 40 cm að lengd með skotti. Chinchilla dregur nafn sitt af ætt- bálki indíána sem heitir Chincha og hagnýtti ættbálkur þessi fyrr á öld- um bæði kjöt og skinn dýrsins. Sag- an segir að fljótlega eftir að Spán- verjar komu til Suður-Ameríku á 16. öld hafi þeir lært af Chincha- indíánum að hagnýta sér þetta litla dýr, sérstaklega feldinn sem þykir ákaflega fínn, og í framhaldi af því nefndu þeir dýrið í höfuðið á ætt- bálkinum. Í tímans rás varð gríðarlega mikil eftirspurn í Evrópu eftir feldi chinchilla sem leiddi til þess að teg- undin varð ofveidd. Í bland við of- veiðina var rauðrefur fluttur inn í heimkynni chinchilla á slétturnar í Andesfjöllum þar sem breskir námamenn hófu námagröft á 19. öld Vísindavefur Háskóla Íslands Undanfarna viku hafa birst svör á Vísindavefnum um eftirfarandi efni: Hvort löglegt sé að tína ofskynjunarsveppi, chinchilla-dýr, stöðurafmagn, hvaða fugl flýgur hæst, hvers vegna við höldum ekki nákvæmlega sömu þyngd allan sólarhringinn, hvort mjólk sé holl eða neysla hennar nauðsynleg og hvort hollt sé að drekka meira en tvo lítra af vatni á dag. Slóð vefsetursins er http://www.visindavefur.hi.is VÍSINDI Í hvora áttina vex tunglið?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.