Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.01.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Stefán Erlends-son, Hásteinsvegi 50, Vestmannaeyj- um, var fæddur í Vestmannaeyjum 5. september 1965. Hann varð bráð- kvaddur hinn 31. des- ember síðastliðinn. Foreldrar Stefáns eru Erlendur Stef- ánsson, f. 20.2. 1920, og Guðfinna K. Ólafs- dóttir, f. 16.9. 1923. Bræður Stefáns: Ólafur, f. 5.9. 1965, unnusta hans Gunn- hildur Kjartansdóttir, f. 1970, hennar synir Atli Freyr, f. 1991, og Sindri Geir, f. 1993, Guð- mundssynir; Kjartan, f. 23.1. 1967, unnusta hans Rikke Larsen, f. 1974. Hálfsystkini Stefáns eru Sigrún Ósk Ingadóttir, f. 28.11. 1948, maki Guðmundur Sigurðs- son, f. 1945. Þeirra synir: Guð- mundur, f. 1969, Sigurður, f. 1972, og Ingi Guðni, f. 1975, unnusta María S. Þórðardóttir, f. 1971, börn þeirra eru Árdís Marín, f. 1998, og Kristófer Daði, f. 2000; Ingi Stefán Ingason, f. 15.5. 1950, sambýliskona Katrín Þ. Andrésdóttir, f. 1953. Börn þeirra eru Andrés, f. 1978, og Sólveig, f. 1984. Faðir Sigrúnar og Inga Stefáns var Ingi Gunnar Stefáns- son, bróðir Erlend- ar, f. 7.8. 1918, d. 4.3. 1950. Stefán varð stúd- ent frá Framhalds- skólanum í Vest- mannaeyjum 1985. Vann í Fiskiðju Vest- mannaeyja 1985– 1988. Hóf störf í Netagerðinni Ingólfi, Vestmannaeyjum, í maí 1988 og vann þar til dauðadags. Hann var iðnlærður netamaður 1995 og verkstjóri síðustu árin. Stefán var í sambúð með Lauf- eyju Böðvarsdóttur, f. 21.7. 1967, í tvö ár, þau slitu samvistum. Stefán var formaður Veiði- félags Elliðaeyjar og ritari knatt- spyrnuráðs ÍBV þegar hann lést. Útför Stefáns Erlendssonar fer fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Kveðja frá móður Stefáns, fyrir hönd fjölskyldu. Þú varst öllum ljós og yndi, augasteinninn okkur kær, hrifinn burt í ógnar skyndi, enginn þetta skilið fær. Þökkum þér af öllu hjarta, það sem okkur gafstu af þér, ljúf þín minning, lífs þíns bjarta, lýsir nú í myrkri hér. Guðfinna K. Ólafsdóttir. Elsku bróðir. Þá er frumritið farið og eftir situr afritið ráðvillt. Þú náðir ekki að sjá litla frændsystkinið sem von er á, á hverri stundu, en ég veit að þú átt eftir að vaka yfir því og vernda. Sindri er stoltur í Liverpool bún- ingnum sínum sem þú gafst honum í jólagjöf og jólakortið sem Atli sendi þér, segir allt um hug þeirra bræðra til þín, stílað á Stefán besta. Það er sárt að kveðja þig, en eftir sitja ljúfar minningar. Kær kveðja, þinn bróðir, Ólafur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt. Kjark, til að breyta því sem ég get breytt, og vit til að greina þar á milli. Það er síðasti dagur ársins 2000, eftir hádegi. Ég ligg inni í arinstofu og horfi á umræðuþátt á stöð 1 í sjónvarpinu. Mamma hringir frá Vestmannaeyjum, því álagið á símanum verður svo mikið um mið- nættið og við ræðum um m.a. hvern- ig árið 2001 leggst í okkur. Gunn- hildur mágkona og Ólafur bróðir, sem eiga von á barni saman á hverri stundu, eru komin í heimsókn til pabba og mömmu, en snögglega skellur fréttin á eins og þruma og nístir hjarta og sál. Hann Stefán bróðir er dáinn! Og símtalið endar og ég æði um eins og sært dýr, það getur ekki verið, þetta er ekki að gerast, en síðustu orð mömmu í símanum óma í eyrum mínum: „Guð hjálpi okkur öllum, ég hringi seinna, Sigrún mín.“ Þegar ég hafði samband aftur, varð þetta að staðreynd. Stefán bróðir varð bráð- kvaddur, aðeins 35 ára gamall og að- eins nokkrir dagar síðan við heima í Vogum lásum jólakortið frá honum, hlýlegt og glaðlegt að vanda. Það voru 16 ár á milli okkar, en það fundum við bara, þegar við vor- um yngri og varla þó. Synir okkar Guðmundar voru oft hjá afa og ömmu í Vestmannaeyjum og uxu með tvíburunum og Kjartani, því var það eðlilegt að frændurnir yrðu góð- ir vinir með árunum, ekki bara móð- urbræður, enda fáein ár á milli þeirra. Ég sit hér nú í gömlu herbergi tví- burabræðra minna, að nóttu til, þar sem ég eitt sinn hélt Stefáni bróður undir skírn, en Ingi bróðir Ólafi. Bjartar og hlýjar minningar streyma fram í hugann og ég bið góðan Guð að geyma Stefán bróður og að hjálpa okkur hinum. Mamma fór með þennan sálm fyrir okkur pabba áðan og geri ég hann að loka- bæn. Kom huggari, mig hugga þú, kom hönd, og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom, sól og þerra tárin, kom, hjartans heilsulind, kom, heilög fyrirmynd, kom, ljós og lýstu mér, kom, líf, er æfin þver, kom, eilífð, bak við árin. (V. Briem.) Sigrún systir og fjölskylda, Vogum. Elsku Stefán minn. Það eru að verða þrjú og hálft ár síðan ég kynntist ykkur tvíburunum á þjóðhátið. Breytti það lífi mínu og drengj- anna minna að öllu leyti. Þremur mánuðum seinna byrjuðum við Ólaf- ur tvíburabróðir þinn að búa saman í Reykjavík. Næstu þjóðhátíð á eftir fluttum við svo til Eyja og þá kynnt- umst við, drengirnir mínir og ég, þér miklu betur. Atli Freyr og Sindri Geir dýrkuðu þig að öllu leyti og greinilegt var að sú tilfinning var gagnkvæm. Oft borðuðum við saman heima hjá tengdó eða hjá okkur og foreldr- ar þínir þá með. Alltaf var tekið í spil eftir matinn og var þá mikið fjör og mikið hlegið. Allir voru með, en þó að Sindri kynni að spila kaus hann yf- irleitt að sitja í fanginu á þér og spila með þér. Þú hafðir alltaf tíma fyrir Atla og Sindra og nutu þeir athygli þinnar. Þeirra missir er gríðarlegur. Það var svo gaman að skemmta sér með þér, alltaf svo hress og kátur og mikið sungið og hlegið. En al- skemmtilegast fannst mér að dansa við þig. Óli minn hefur misst svo mikið og finn ég svo til með honum. Þið voruð svo samrýndir og líkir í svo mörgu, sömu áhugamál, lundaveiðin í Elliða- ey, fótboltinn í Englandi og að sjálf- sögðu ÍBV. Margir þekktu ykkur ekki í sund- ur, enda eðlilegt og kom margt spaugilegt upp á í þeim efnum. Nú finnst honum notalegt þegar einhver kallar hann Stefán, það hefur komið nokkrum sinnum fyrir síðustu daga. Ég geri mitt besta til að létta undir með honum nú á þessum erfiða tíma. Við Óli eigum von á barni sem fæðst getur á hverri stundu núna. Ég var búin að tala um við þig að þetta barn gæti líkst þér, jafnvel meira en Óla, það fannst þér fyndið. Ég vona að barnið fái eitthvað af þín- um mörgu góðu eiginleikum. Mér finnst hræðilegt að hugsa til þess að þú sjáir ekki barnið, en auðvitað er það ekki rétt, þar sem ég trúi því að þú verðir hjá okkur sem oftast. Alla vega fær þetta barn nafnið þitt, Stef- án eða Stefanía, og erum við stolt af því. Ég er svo ánægð með hvað við vorum mikið saman síðustu daga þína. Á afmælinu mínu 17. desember fórum við í bíó, vorum saman alla jóladagana og svo var Elliðaeyjar- partý hinn 29. desember. Þar sem þú varst formaður Elliðaeyjafélagsins hélstu ræðu sem var stórgóð, enda hafðir þú góðan talanda og varst svo ófeiminn. Einnig varst þú í undir- búningsnefndinni og fórst þér þetta allt stórkostlega úr hendi. Þarna náðir þú líka að hitta svo marga af þínum bestu vinum og skemmtir þér mjög vel að vanda, við söng og glens. Ég gleðst yfir því að á gamlársdag töluðum við saman í síma og Óli fór með þér að kaupa flugelda. Nú skipt- ir það okkur svo miklu máli. Síðan fórst þú að spila við Óla frænda áður en þú fórst upp í íþróttahús að spila fótbolta. Þú náðir að spila einn leik áður en þú kvaddir þennan heim, svo allt of fljótt. Minningarnar eru margar og góð- ar og þær geymum við í hjarta okk- ar. Elsku Stefán minn, ég þakka þér fyrir allt og allt og við hittumst síðar. Þín mágkona, Gunnhildur Kjartansdóttir. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur að kveðja Stefán vin okkar og frænda sem kvaddur var héðan á brott langt um aldur fram. Við áttum erfitt með að trúa því þegar okkur bárust þær fréttir að Stefán væri allur. Þar sem skömmu áður þennan dag hafði hann setið hjá okkur sæll og glaður að spila og ætl- aði að koma aftur síðar að lokinni fótboltakeppni og laga áramótastöð- una í hinni áralöngu gúrkukeppni. Við eigum eftir að sakna allra þeirra góðu stunda sem einkenndu návist Stefáns, en í staðinn eigum við góðar minningar sem lifa munu í hjarta okkar um ókomna tíð. Elsku Gauja, Elli, Sigrún, Ingi, Ólafur, Kjartan og fjölskyldur, við biðjum algóðan Guð að styrkja ykk- ur í gegnum þessa erfiðu raun. Að lokum viljum við gera jóla- kveðjuna frá Stefáni að okkar kveðju og segja við hann: Takk fyrir allan vinskapinn í gegnum árin. Það er sagt að maður geti ekki valið sér ættingja, en ég veit að ég hefði ekki valið mér betri þó að ég hefði getað. Helgar raddir héðan burt þig kalla. Herrann leggi þig að brjósti sér. Vertu sæll, já sæll um eilífð alla. Englar Drottins stöðugt fylgi þér. Óli frændi, Lovísa Inga og Elsa Rún. Á gamlársdag kom fregn eins og þruma úr heiðskíru lofti. Vinur okk- ar Stefán Erlendsson hafði orðið bráðkvaddur í Íþróttamiðstöð Vest- mannaeyja. Við vinirnir erum enn í losti og spyrjum okkur hvernig gat þetta gerst? Stefán var í blóma lífs- ins aðeins 35 ára gamall, lífsglaður, jákvæður, lifði heilbrigðu lífi og hreyfði sig mikið. Eftir sitja minn- ingar um góðan dreng og vin vina sinna. Stefán ólst upp ásamt tvíbura- bróður sínum Ólafi, á Vallagötunni í Vestmannaeyjum. Þar urðu okkar fyrstu kynni, sem peyjar í pysjuleit eða að sparka bolta á lóð Barnaskól- ans, sem var stutt frá heimili þeirra bræðra. Þessi kynni leiddu til ævi- langrar vináttu sem aldrei bar skugga á. Við höfðum sömu áhugamál bæði sem börn og fullorðin, pysjuleitin breyttist í lundaveiðar og úteyjarlíf. Áhugi okkar á knattspyrnu kviknaði á skólalóðinni og eftir að við vorum hættir að sparka sjálfir þá fór orkan í að fylgjast með ÍBV og enska bolt- anum. Stefán var mikill stuðnings- maður Arsenal og fór nokkrar ferðir á heimavöll þeirra Highbury, til að fylgjast með sínum mönnum. Það mun verða sérstaklega erfitt hjá okkur í vinahópnum í sumar er Vestmannaeyjar skarta sínu feg- ursta. Þegar við förum í grillferð á gúmmítuðrunni okkar upp í ein- hverja fjöruna eða út í Elliðaey til lundaveiða eða náttúruskoðunar. Þá munum við sakna sárt Stefáns. Á svona stundum kviknuðu okkar bestu minningar og sitja þær nú ein- ar eftir. Foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Með þessum fáu orðum kveðjum við þig í hinsta sinn. Kæri vinur, þín verður sárt saknað. Ívar og Árný, Sigurjón og Hafdís, Magnús og Súsanna. Á gamlársdag andaðist Stefán Er- lendsson netagerðarmaður langt fyrir aldur fram. Stefán var sonur hjónanna Guðfinnu Ólafsdóttur og Erlends Stefánssonar. Stefán hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og fyrir um ári gerðist hann liðsmaður í knattspyrnuráði ÍBV og hefur verið ritari ráðsins. Stefán var mjög ötull liðsmaður í öllu okkar starfi, þar sem hann hafði að leiðarljósi áreiðanleika og festu. Stefán hafði sérstakan áhuga á að starfa fyrir 2. flokk ÍBV og fylgdi hann liði þeirra í flesta leiki sl. sum- ars. Það er því mikill harmur kveð- inn að okkur öllum en ekki síst okkar yngri og efnilegri knattspyrnumönn- um, sem eiga góðar minningar um frábæran félaga sem var þeim stoð og stytta í starfi og leik. Eins og fram hefur komið var Stefán mikill áhugamaður um knattspyrnu og var sérlega vel að sér í öllum fræðum sem sneru að knattspyrnunni, ekki síst þeirri ensku, en þar átti hann sitt uppáhaldslið, Arsenal. Það var sama á hvaða knattspyrnumann var minnst eða félag; hvergi var komið að tómum kofunum hjá Stefáni og upplýstist oft um fáfræði okkar hinna sem teljum okkur þó nokkuð vel inni í fræðunum. Velferð ÍBV var honum hjartans mál og nú þegar við kveðjum góðan félaga og vin hefur fjölskylda hans ákveðið að þeir sem vilja minnast hans á útfarardegi leggi fé inn á sérstakan minningar- reikning ÍBV hjá Sparisjóði Vest- mannaeyja. Við viljum að lokum þakka Stefáni fyrir samveruna, sem þó var allt of stutt, og allt það já- kvæða og góða sem hann gerði fyrir knattspyrnuna í Eyjum á stuttum tíma. Hann átti eftir að gera svo margt sem hann nú síðustu daga og vikur var að bollaleggja með okkur. Knattspyrnuráð og leikmenn ÍBV senda foreldrum Stefáns og fjöl- skyldu innilegustu samúðarkveðjur. Knattspyrnuráð ÍBV og leikmenn. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast okkar ástkæra vinar, Stefáns Erlendssonar, sem skyndi- lega var tekinn frá okkur hinn 31. desember síðastliðinn. Þegar slíkt gerist brjótast fram ótal minningar um okkar vinskap sem stóð í um þrjá áratugi. Barn- æskan, unglingsárin, öll skólagang- an og íþróttaiðkunin; hvar sem borið er niður þar voruð þú og Ólafur tví- burabróðir þinn. Aldrei var neitt sem skyggði á okkar vináttu. Þú varst traustur sem klettur sama hvaða stefnu líf okkar tók. Við stofn- uðum heimili og fjölskyldur, fjarri okkar heimaslóðum. Þrátt fyrir það breyttist vináttan ekkert og fyrir okkur varst þú alltaf sem einn af fjöl- skyldunni. Börnin okkur löðuðust að þér sem bróðir værir og biðu þau alltaf í ofvæni eftir næstu heimsókn þinni. Ræturnar toguðu alltaf fast í þig. Hvað oft sem við hvöttum þig til að nýta þér þína miklu námshæfileika til frekara náms varst þú óhaggan- legur. Frá Eyjum vildir þú ekki og þú gerðir okkur snemma grein fyrir því að þú værir búinn að finna þinn starfsvettvang. Þína hæfileika upp- götvuðu síðan margir og urðu kraft- ar þínir og sterkur persónuleiki til þess að þú varst eftirsóttur til margra starfa. Við fráfall þitt er höggvið stórt skarð í vinahópinn. Missirinn er meiri en orð fá lýst. Lífið án vináttu þinnar verður aldrei sem áður. Nú er komið að kveðjustund og við þökkum þér ómetanleg kynni og við vitum að handan móðunnar miklu munum við hittast aftur. Elsku Ólafur, missir þinn er mikill og biðjum við Guð að styrkja þig og þína fjölskyldu á þessum erfiðu tím- um. Gaua, Elli og aðrir ástvinir, við sendum ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Héðinn og Jóna, Gylfi og Rósa Hrönn, og börn. Árið 2000 er liðið og nýtt ár gengið í garð. Flestum Íslendingum hefur eflaust þótt orðið nóg komið af áföll- um sem dunið hafa yfir þjóðina á árinu. Ungt fólk í blóma lífsins hefur látist í hörmulegum slysum og marg- ir eiga um sárt að binda. Á gaml- ársdag mitt í öllu amstrinu varð Stefán Erlendsson bráðkvaddur að- eins 35 ára gamall. Vestmannaeying- ar voru harmi slegnir. Ekki Stefán, þessi ljúflingur. Kynni okkar hófust þegar við hjónin fluttum á Vallargöt- una og bjuggum þar á efri hæð í ná- býli við foreldra Stefáns og bræður í 16 ár. Aldrei bar skugga á samskipti okkar við fjölskylduna á neðri hæð- inni, enda öðlingar heim að sækja. Stefán og tvíburabróðir hans, Ólaf- ur, voru daglegir gestir á heimili okkar og þvílík gleði að fá að um- gangast þá. Dagar liðu við spil, fót- boltagláp, jólaboð, gamlárssprengj- ur, þrettándagleði og í minningunni var þetta einungis sæla og skemmt- un. Þeir bræður fylgdust með og tóku þátt í uppeldi sona okkar og ávallt voru þeir tilbúnir í barnapöss- un fyrir okkur. Aldrei rofnuðu bönd- in þótt leiðir skildu í gangi lífsins. Stefán lærði netagerð og starfaði við það til dauðadags. Alls staðar var hann vel liðinn enda fór hann aldrei í manngreinarálit og valdi sér ekki vini eftir stétt né stöðu. Úteyjalífið var stór partur af lífi hans seinni ár og verður hans sárt saknað af út- eyjakörlum í Elliðaey. Fyrir nokkru gekk Stefán til liðs við knattspyrnu- ráð ÍBV. Þar fengu Eyjamenn góðan liðsmann sem alltaf var tilbúin til allra verka. Þeir tvíburabræður voru hrókar alls fagnaðar og lyftist yfir- leitt allt upp þegar þeir bræður mættu á svæðið. Frægt er í vina- hópnum þegar Ólafur varð fyrir því óláni að fótbrotna. Stefán var spurð- ur hvernig Ólafur hefði það. Hann svaraði, „hann er eins og ég nema hann er fótbrotinn“. Ólafur var þá spurður hvernig hann væri, hann svaraði, „ég er eins og Stefán nema ég er fótbrotinn“. Svona voru þeir, alltaf með spaugsyrði tilbúin. Missir fjölskyldunnar er mikill. Foreldrum sínum var hann dásamlegur sonur og samband hans við Ólaf tvíbura- bróður hans var einstakt. Aldrei féll styggðaryrði á milli þeirra bræðra og stundum voru orð óþörf. Í þessum mikla harmi er þó ljósgeisli sem von- andi græðir hjörtu allra. Lítið barn sem beðið hefur verið eftir með mik- illi eftirvæntingu hjá Ólafi og Gunn- hildi konu hans fæðist á næstu dög- um. Stefáni auðnaðist ekki að kynnast barninu en minning hans verður ávallt í hjarta okkar allra, því allt sem tengdist Stefáni var gleði og tryggð. Elsku Gauja, Elli, Ólafur, Kjart- an, Sigrún, Ingi og fjölskyldur. Guð styrki ykkur á erfiðum tímum. Minningin um einstakan dreng lifir alltaf. Ragna, Jóhann, Atli, Egill og Hjalti. Okkar góði Arsenal-félagi Stefán Erlendsson úr Vestmannaeyjum hefur kvatt okkur mjög ótímabært, aðeins 35 ára gamall. Hann hefur verið félagi í aðdáendaklúbbi Arsen- al í mörg ár og tekið virkan þátt í starfi hans, farið í ferðir klúbbsins, skrifað í fréttablaðið og margt gott gert á heimavelli sínum, Vestmanna- eyjum, í þeim efnum. Ég kynntist STEFÁN ERLENDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.