Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 49

Morgunblaðið - 06.01.2001, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 49 KVEÐJUGUÐSÞJÓNUSTA sr. Guðmundar Þorsteinssonar verður kl. 15.30 á sunnudag. Athugið breyttan messutíma. Organleikari er Pavel Smid. Kirkjukór Árbæjar- kirkju syngur. Einsöngvari er Krist- ín R. Sigurðardóttir. Sr. Þór Hauks- son sóknarprestur þjónar fyrir altari á undan prédikun. Leikmenn flytja bænir og lesa ritningarlestra. Eftir guðsþjónustuna verða stutt ávörp í kirkjunni. Eftir það er kirkjugestum boðið í kaffisamsæti í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir velkomnir. Sóknarprestur og sóknarnefnd. Ríki og þjóðkirkja á nýrri öld SUNNUDAGINN 7. janúar verður haldin fyrsta guðsþjónusta aldarinn- ar í Hafnarfjarðarkirkju. Á þessum tímamótum horfir kirkjan fram til nýs árþúsunds kristinnar trúar í landinu. Á liðnu ári var haldið upp á þúsund ára afmæli kristni á Íslandi eins og alþjóð veit. Var þá minnst liðinna alda og meðal annars sam- vinnu ríkis og þjóðkirkju í gegnum tíðina. Margar spurningar vöknuðu um þetta samstarf, í hverju það sé fólgið og hvort ef til vill sé kominn tími til að rjúfa endanlega tengsl ríkis og þjóðkirkju á nýju árþúsundi. Er t.d. víst að kirkja og ríki eigi ætíð samleið og hvað á þjóðkirkja að gera ef ríkið verður henni andsnúið? Nú horfir kirkjan til framtíðar. Af því tilefni verður þessi fyrsta guðsþjón- usta aldarinnar helguð þemanu „Ríki og þjóðkirkja á nýrri öld“. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson en kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir söng undir stjórn Natalíu Chow. Guðsþjónustan hefst kl. 11. Eftir guðsþjónustuna gefst tækifæri til að ræða málin áfram í safnaðarheim- ilinu Strandbergi. Messudagur Sigríðarsystra í Dómkirkjunni VIÐ messu í Dómkirkjunni á sunnu- daginn, 7. janúar, aðstoða systur úr Oddfellowstúkunni Sigríði við messuþjónustuna og fjölmenna með sínu fólki til kirkju. Þetta er að verða árviss viðburður hjá okkur í Dómkirkjunni og okkur til gleði að fá gesti á bak hátíðum. Messan er annars fyrsta safnað- armessa aldar og árs og munu Dóm- kórinn og Guðmundur Sigurðsson, organisti, annast tónlistarflutning. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprestur mun prédika og þjóna fyrir altari. Sigríðarsystur hafa svo veitingar í Oddfellowhúsinu til sölu eftir messu. Á boðstólum er létt hádegishressing sem er seld til ágóða fyrir líknarsjóð þeirra. Furðuleikhúsið í Grafarvogskirkju EINS og undanfarin ár hefst barna- starfið í Grafarvogskirkju með sam- eiginlegri barna- og fjölskylduguðs- þjónustu sunnudag kl. 11. Barnaguðsþjónustan sem fer fram í Engjaskóla á sunnudögum verður í þetta sinn einnig í Grafarvogskirkju. Furðuleikhúsið sýnir leikritið Leitin að Jesú. Leikari Ólöf Sverrisdóttir. Leikstjóri Ása Hlín Svavarsdóttir. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. Söngnámskeið í Hafnarfjarðar- kirkju HAFNARFJARÐARKIRKJA stendur fyrir söngnámskeiði í byrj- un árs sem ætlað er fyrir bæði byrj- endur og lengra komna. Námskeiðið er í samtals sex skipti, einn og hálfur klukkutími í senn, á laugardögum kl. 12.30–14. Kennsla hefst laugardag- inn 12. janúar. Kennsla fer fram í Hásölum Hafnarfjarðarkirkju. Kennd verður öndun, raddbeiting og tónheyrn. Áhersla er lögð á ein- staklingsþjálfun, þó kennt sé í hóp- tímum. Kennari er sópransöngkon- an Natalía Chow. Námskeiðsgjald er 5.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar hjá Natalíu Chow í síma 555-1346 eða 699-4613. Grafarvogskirkja. AA-hópur kl. 11. KEFAS: Samkoma í dag laugardag kl. 14. Ræðumaður Helga R. Ár- mannsdóttir. Þriðjud.: Almenn bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Föstud.: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir hjartanlega velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 helgistund í Stafkirkjunni ás0 Skansinum. Ritningarlestur, altaris- ganga og bænastund. Kveðjuguðs- þjónusta sr. Guðmundar Þorsteinssonar Morgunblaðið/Arnaldur Árbæjarkirkja Safnaðarstarf KIRKJUSTARF Þegar maður heyrir um andlát góðs vinar rifjast gjarnan upp í huga manns minningar frá liðnum árum. Sú varð svo sannarlega raunin þegar ég frétti að Dúi Björns- son hefði kvatt þennan heim. Ég á margar góðar minningar frá okkar kynnum og samverustundum um æv- ina. Dúi var mér alla tíð góður, traustur og einlægur vinur frá því ég man eftir honum fyrst, þegar ég var ungur drengur. Hann var þá starfsmaður Rafveitu Akureyrar, vinur föður míns og fjölskyldunnar. Mér fannst hann strax skemmtilegur, með áhugaverðan persónuleika og síðar varð ég betur var við hve traustur og tryggur vinur hann var í raun. Þetta kom allt enn betur í ljós þegar ég var farinn að vinna sem sumarstrákur hjá Rafveitunni og ekki síður þegar ég fór að starfa innan skátahreyfing- arinnar, en Dúi var í mínum huga ímynd hins sanna skáta og sýndi fram á það í verki að fullyrðingin „eitt sinn skáti, ávallt skáti“ á við rök að styðjast. Dúi leiðbeindi mér þegar ég gerð- ist línumaður eitt sumar hjá Rafveit- unni og fór upp í fyrsta staurinn í há- spennulínunni frá Laxárvirkjun, hann var á gljúfurbarminum við virkjunina. Ég kunni vel við mig uppi í staurunum eftir að ég lærði réttu tökin hjá Dúa, og félagsskapurinn var skemmtilegur í línumannahópn- um. Dúi kom mér einnig á sporið í skátahreyfingunni og oft var gaman að vera með þeim saman, Dúa og Tryggva Þorsteinssyni. Þar var ekki síður skemmtilegur og uppbyggjandi félagsskapur. Ég vil þakka Dúa vini mínum fyrir hinar fjölmörgu ánægjulegu stundir sem við höfum átt saman í starfi hjá Rafveitu Akureyrar, í skátastarfi, á ferðalögum, í útilegum og í einkalífi okkar. Ég sendi eiginkonu hans og börnum samúðarkveðjur og óska þeim öllum velfarnaðar. Svanbjörn Sigurðsson. Kveðja frá St. Georgsgildinu Kvisti Við skátar á Akureyri sem fæddir erum í kringum miðja síðustu öld minnumst Dúa Björnssonar sem glæsilegs skátaforingja. Við minnumst Dúa frá fjölmörgum skátamótum þar sem hann mætti í fullum skrúða, léttur og hress, með alla fjölskylduna. Við minnumst Dúa sem samnefnara fyrir skátastarf á Akureyri. Þegar stjórna þurfti skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta eða 17. júní, þá gerði Dúi það. Ósjaldan þurfti að laga útileguskála eða byggja nýjan, þá mætti hann fyrstur manna með tæki sín og tól og lét ekki deigan síga fyrr en lokið var. Öll störf sín í þágu skáta vann hann með sínu létta skopskyni, sem ógleymanlegt er öllum sem kynntust,og hreif með sér unga jafnt sem aldna. Víst er að öll verk ganga betur ef lundin er létt. Margar eru þær skátasveitir og þeir skátaflokkar stórir og smáir sem Dúi reisti úr kaldakoli og blés í lífs- anda svo dugði. Meðan Hjálparsveit skáta hér í bæ sleit barnsskónum var Dúi þeim ungu mönnum sem þar störfuðu innan handar, þvældist með þeim á æfing- um og í leitum og var þeim andlegur leiðtogi. Hann gerði sér fulla grein fyrir því að ef virkja á þann ógnar- kraft sem í ungu fólki býr til góðra verka þarf fulltingi þeirra fullorðnu. Jafnframt var hann ólatur að halda til haga skátaminjum sem til féllu og vann að því að koma þeim á viðeig- andi söfn, enda varð hann svo gamall í starfi að hann gerði sér fulla grein fyrir gildi sögunnar fyrir þróttmikið DÚI BJÖRNSSON ✝ Jóhann Dúi AxelBjörnsson fædd- ist á Akureyri 6. janúar 1923. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 23. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 5. janúar. æskulýðsstarf. Dúi Björnsson var ekki „toppfígúra“ í skátastarfi heldur hlúði hann að grasrótinni og gætti þess að þau störf sem vinna þurfti til við- gangs hreyfingunni væru unnin. Við vottum eigin- konu, börnum og barnabörnum samúð okkar og kveðjum okk- ar góða vin með skáta- kveðju. Elsku afi. Nú færðu loksins að hvíla í friði. Ég er svo þakklát að við sættumst áður en þú fórst. Mér finnst bara sorglegt að þú færð ekki að fylgjast með Beccu vaxa úr grasi. Þið voruð svo góðir vinir og hún talar svo oft um afa Dúa með stafinn. Ég vona að þú vitir hvar sem þú ert að mér hefur alltaf þótt ofsa- lega vænt um þig þrátt fyrir öll okkar stríð. Við Becca komum til með að sakna þín alltaf. Manstu eftir skáta- laginu sem þú kenndir mér að spila þegar ég var lítil? Þýtur í laufi, bálið brennur, blærinn hvíslar sofðu rótt. Hljóður í hafið röðull rennur, roðnar og bíður góða nótt. Vaka þá ennþá vinir saman, varðeldi hjá í fögrum dal. Lífið er söngur, glaumur, gaman, gleðin hún býr í fjallasal. (T.Þ.) Ég sakna þín, afi. Eva Jóhanna og fjölskylda. Dúi Björnsson, fv. kirkju- og kirkju- garðsvörður, er látinn. Hann hafði um nokkurn tíma verið haldinn þeim sjúk- dómi sem að lokum hafði yfirhöndina, slökkti lífsljós hans. Við félagar Dúa, sem höfum flestir spilað svokallaðan skallbolta í hartnær 35 ár, viljum með nokkrum orðum minnast hans og þakka jafnframt góða samfylgd. Flest- ir kynntumst við Dúa í skátahreyfing- unni og störfuðum þar meira og minna með honum til fjölda ára. Skallbolti er skemmtileg íþrótt sem á uppruna sinn á Akureyri og var Dúi einn af frumkvöðlum þeirrar íþróttar. Langt er nú liðið síðan síð- asta Akureyrarmót fór fram en á því móti sigraði lið Dúa og taldi hann sig gjarnan vera Akureyrarmeistara eft- ir það. Dúi var skemmtilegur og já- kvæður félagi sem gladdi geð okkar með glettni og jákvæðni. Helst mun- um við minnast hans fyrir spaugsem- ina sem oft létti okkur skap í amstri dagsins. Dúi var vel kappsamur en hafði jafnframt þann góða eiginleika að vera ekki tapsár. Dúi var mikil félagsvera og starfaði kröftuglega að félagsmálum þeim sem hann kom að. Í hópnum hafði hann allra bestu mætinguna allt fram að þeim tíma að hann varð sjúkur maður en mætti þó alltaf þegar hann hafði heilsu til, þó ekki væri til annars en að fylgjast með hvort við héldum okkur ekki í formi eins og hann orðaði það. Í haust kom hann síðan til að til- kynna okkur að nú væri hann hættur og með smá athöfn í hans anda tók hann síðasta skallann. Við munum sakna Dúa og minnast hans sem góðs félaga og vinar. Við sendum eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og barnabörnum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Skallboltafélagar.                                 !! ""! # $%  &&"& ''  (&&"& '')                                                ! " $%&'& ( &)                                                !  " $ %! &&$%'! $% % ' ('  &  $ &)*' ! &&$ $  ' +* &)*' (' $%,'  & %'! ! &&$ '    & ('  '-$ ! % ' ! &&$ )' . ' ! &&$ '   ' ('  '   ' (' ( ' )/.'                                             ! "         "   # ! "# $%& "&'" $ &  ! "#'"  ! ! "##  () ! "#'" * + , , #  $) & ! "##  !%" -& '" .& ! "##  &# /"'" 0& "&0 " ' 0& "&0& "&0 "

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.