Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 53
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 53
Útsalan er hafin
Hlíðasmára 17, Kópavogi
barna-
vöru-
verslun
HALLGRÍMSSÓKN í Reykjavík
var stofnuð í október 1940, þegar
Dómkirkjusókn, sem spannaði
alla Reykjavík, var skipt upp í
þrjár sóknir, Nessókn, Laugar-
nessókn og Hallgrímssókn.
Prestskosningar fóru fram í des-
ember og voru tveir prestar skip-
aðir sóknarprestar í Hallgríms-
sókn, þeir séra Jakob Jónsson,
sem lést árið 1989, og séra Sig-
urbjörn Einarsson. Næstkomandi
sunnudag, 7. janúar, eru liðin 60
ár frá því séra Sigurbjörn var
skipaður prestur í Hallgrímssókn,
þá 29 ára gamall, og mun hann
prédika við messu í Hallgríms-
kirkju kl. 11 f.h. þennan dag.
„Enda þótt séra Sigurbjörn
þjónaði Hallgrímssöfnuði ekki
nema þrjú ár, þar sem hann var
kallaður til kennslustarfa við
guðfræðideild Háskóla Íslands,
hefur hann æ síðan og fram á
þennan dag fylgst með starfi
safnaðarins og verið bæði hvetj-
andi og styðjandi þátttakandi í
því starfi sem fram fer í Hall-
grímskirkju.
Sigurbjörn biskup er án efa
einn áhrifamesti kennimaður
þjóðkirkjunnar á liðinni öld, bæði
sem kennari við guðfræðideild-
ina, prédikari, sálmaskáld, rithöf-
undur og biskup, og enn tekur
hann virkan þátt í starfi hennar,
bæði í vörn og sókn,“ segir m.a. í
frétt frá kirkjunni.
Hallgrímssöfnuður hefur und-
anfarið minnst afmælis síns með
margvíslegum hætti og er guðs-
þjónustan næstkomandi sunnudag
lokaþáttur þeirrar hátíðar. Við
messuna þjóna, auk Sigurbjörn
biskups, prestar safnaðarins, þeir
séra Sigurður Pálsson og séra
Jón Dalbú Hróbjartsson. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju/Schola
cantorum mun syngja undir
stjórn Harðar Áskelssonar kant-
ors.
Sigurbjörn biskup, eiginkona hans frú Magnea Þorkelsdóttir og Baldur Pálmason, sem söng í kirkjukór Hall-
grímskirkju frá upphafi og um fjörutíu ára skeið, gleðjast á afmæli Hallgrímssafnaðar í október síðastliðnum.
Sigurbjörn biskup préd-
ikar í Hallgrímskirkju
Þrettánda-
brenna í
Grafarvogi
HÓPUR áhugasamra íbúa Grafar-
vogs um álfa og tröll, Ungmenna-
félagið Fjölnir, skátafélagið Vogabú-
ar og Gufunesbær standa að
þrettándagleði í Gufunesi laugar-
daginn 6. janúar.
Álfar, tröll og jólasveinar verða á
ferli og syngja fyrir íbúa á Eir og á
sambýlunum í Grafarvogi frá kl.
18.45–19.45 en þá verður safnast
saman á Gylfaflöt við Vélamiðstöð
Reykjavíkur. Kl. 20 verður farin
blysför að brennu í Gufunesi, kyndl-
ar seldir á staðnum, dansað og sung-
ið, álfadrottning flytur ávarp og kl.
21 verður flugeldasýning í boði Tré-
smiðju Snorra Hjaltasonar.
Þrettándabrenna
í Fossvogsdal
ÞRETTÁNDABRENNA verður í
dag, laugardaginn 6. janúar, á
íþróttasvæði HK í Fagralundi í
Fossvogsdal. Farin verður blysför
frá vallarhúsinu í Fagralundi og að
brennunni og hefst gangan kl. 17.30.
Flugelda- og blysasala verður í vall-
arhúsinu frá kl. 13.
LEIÐRÉTT
Láðist að geta söngvara
Í UMFJÖLLUN um Vínartón-
leika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í
blaðinu í gær láðist að geta tveggja
söngvara sem komu fram í síðasta
atriði tónleikanna. Þær heita Helga
Magnúsdóttir og Guðbjörg R.
Tryggvadóttir. Þá var það Margrét
Ásgeirsdóttir sem söng í umræddu
atriði en ekki Arndís Halla Ásgeirs-
dóttir. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
Risaflugelda-
sýning
KR-flugelda
ÁRLEG risaflugeldasýning KR-
flugelda verður haldin á KR-svæðinu
við Frostaskjól á þrettándanum,
laugardaginn 6. janúar kl. 18:30.
Með henni fagna KR-flugeldar nýju
ári, nýrri öld og nýju árþúsundi með
glæsibrag, og vilja jafnframt þakka
fyrir mikinn stuðning vesturbæinga
og reyndar Reykvíkinga allra í flug-
eldakaupum fyrir áramótin, segir í
fréttatilkynningu.
Á sýningunni verður boðið upp á
flest það besta sem völ er á í formi
sýningarflugelda.
Þrettándaflugeldasala KR-flug-
elda verður jafnframt opin frá kl. 14
til 22 í KR-heimilinu við Frostaskjól.
Stjórn Öryrkja-
bandalagsins
átelur
ríkisstjórnina
STJÓRN Öryrkjabandalags Íslands
samþykkti eftirfarandi ályktun á
fundi sínum 4. janúar 2001:
„Stjórn Öryrkjabandalags Íslands
átelur ríkisstjórnina harðlega fyrir að
hafa virt að vettugi dóm Hæstaréttar
við greiðslu tekjutryggingar um síð-
ustu mánaðamót.
Stjórn bandalagsins gerir þá lág-
markskröfu að Tryggingastofnun rík-
isins verði án tafar og undanbragða-
laust gert að skila öryrkjum þeim
hluta tekjutryggingar sem augljós-
lega var af þeim tekinn með ólögmæt-
um hætti þann 1. janúar síðastliðinn.
Nú er hálfur mánuður liðinn frá því
að dómur Hæstaréttar féll. Stjórn Ör-
yrkjabandalags Íslands krefst þess
að ríkisstjórnin tefji ekki lengur eðli-
legan framgang laga og réttar.
Stjórn Öryrkjabandalagsins vænt-
ir þess að stjórnvöld taki af skarið áð-
ur en vikan er á enda. Stjórnin mun
koma saman til fundar mánudaginn 8.
janúar kl. 8 árdegis til að meta stöð-
una að nýju.“
Félag framhalds-
skólanema ályktar
um verkfallið
Spár þeirra
svartsýnustu
að rætast
FÉLAG framhaldsskólanema hefur
sent frá sér eftirfarandi:
„Spár svartsýnustu manna virðast
rætast. Skólahald í framhaldsskól-
um landsins hefur legið niðri í rétt
um tvo mánuði og nemendur látnir
húka utan veggja skólanna. Húka er
þó kannski ekki rétta orðið, þolin-
mæði meðalmanna endist ekki það
lengi að þeir húki í tvo mánuði. Sem
betur fer hafa flestir leitað á vit
nýrra ævintýra, fengið sér vinnu,
flutt sig til annarra landa. Þeir sem
eftir húka eru þeir sem ekki hafa
kost á öðru vegna atvinnuskorts í
sinni heimabyggð og húka því í al-
gjöru aðgerðaleysi og svo þeir sem
enn húka yfir rykföllnum doðrönt-
um, sem annars eru kallaðir skóla-
bækur.
Nú berast okkur fréttir af bjart-
sýnum ráðamönnum þessarar deilu.
Þeir tala um það að lítið þurfi á að
bæta svo hægt verði að ljúka henni á
næstu dögum. Á að bæta hvað? Þarf
aukið fjármagn? Eða aukinn sveigj-
anleika samningsaðila? Þarf fleiri
daga í árið? Eða kannski fleiri kenn-
ara í stöðurnar? Þarf aukna pressu
framhaldsskólanema? Eða foreldra?
Hvað svo sem það er þá er borin
von að til sé aukaskammtur af þol-
inmæði nemenda. Þeir hafa lang-
flestir kastað af sér þungu fargi
óvissu og sjálfsnáms. Við sem enn
erum með hugann við deiluna krefj-
umst því þess að hvað svo sem þarf
að bæta verði bætt. Við viljum að
samningsaðilar brjóti framan af of-
læti sínu og geri það sem til þarf svo
endar nái saman, leysi deiluna. Við
viljum að hlýju verði hleypt inn í
skólabyggingar og kennara til starfa
til að taka á móti framhaldsskóla-
nemum þjóðarinnar. Við viljum að
báðum önnum skólaársins 2000-2001
verði lokið með þeim hætti að þeir
framhaldsskólanemar sem líta um
öxl á ævintýraferð sinni sjái hag sinn
í því að snúa til baka og kjósi þá leið.“