Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 58
DAGBÓK
58 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Leonid Utesov kemur í
dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ýmir, Rán og Hamra-
svanur fóru í gær.
Ocean Tiger kom í gær.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Frímerki. Kristniboðs-
sambandið þiggur með
þökkum alls konar not-
uð frímerki, innlend og
útlend, ný og gömul,
klippt af með spássíu í
kring eða umslagið í
heilu lagi. Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM og K, Holtavegi
28, 104 Reykjavík, og
hjá Jóni Oddgeiri Guð-
mundssyni, Glerárgötu
1, Akureyri.
Mannamót
Árskógar 4. Dans-
kennsla hefst þriðju-
daginn 9. Janúar kl.
9.30, TAI CHI-leikfimin
byrjar eftir jólafrí föstu-
daginn 12 janúar kl. 11.
Félagsstarf aldraðra í
Garðabæ. Spilaði í
Kirkjulundi 9. janúar kl.
13.30. Spilað á Álftanesi
11 janúar kl. 19.30.
Rútuferðir samkvæmt
venju. Innritun á nám-
skeið og í vinnuhópa í
Kirkjulundi 12. janúar
kl. 13, leirlist, glerlist,
málun, keramik, tré-
skurður, bútasaumur,
spænska, tölvu-
námskeið og leikfimi.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
mánudag verður félags-
vist kl. 13:30. Púttæfing
í Bæjarútgerðinni
mánudag kl. 10–12,
tréútskurður í Flens-
borg kl. 13. Á þriðjudag
verður bridge og saum-
ar. Á miðvikudag og
föstudag verður mynd-
mennt. Getum bætt við
örfáum í myndmennt á
miðvikudögum.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10–13. Matur í hádeg-
inu. Mánudagur: Brids
kl. 13 allir eldri borg-
arar velkomnir. Þriðju-
dagur: Skák kl. 13.30.
Göngu-Hrólfar fara í
létta göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10 á mið-
vikudag. Baldvin
Tryggvason verður til
viðtals um fjármál og
leiðbeiningar um þau
mál á skrifstofu FEB
fimmtudaginn 11. janú-
ar kl. 11–12. Panta þarf
tíma. Námskeið í fram-
sögn hefst mánudaginn
29. janúar leiðbeinandi
Bjarni Ingvarsson
skráning hafin á skrif-
stofu FEB. Silfurlínan
opin á mánudögum og
miðvikudögum frá kl.
10–12. Ath. Opnunar-
tíma skrifstofu FEB er
frá kl. 10–16. Upplýs-
ingar í síma 588-2111.
Gerðuberg, félagsstarf.
Á mánudag 8. janúar kl.
916.30 vinnustofur opn-
ar, frá hádegi spilasalur
opinn, kl. 14 kóræfing,
kl. 15.30 danskennsla
hjá Sigvalda, veitingar í
kaffihúsi Gerðubergs.
Þriðjudaginn 9. janúar,
kl. 9–16.30 vinnustofur
opnar m.a perlusuamur,
kl. 13. boccia. Allar upp-
lýsinar um starfsemina
á staðnum og í síma 575-
7720.
Gigtarfélagið. Hóp-
þjálfun Gigtarfélagsins
fer af stað aftur eftir
jólafrí mánudaginn 8.
janúar. Hádegisleikfimi,
létt leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun.
Leikfimi fyrir gigtar-
fólk og aðra fullorðna
sem vilja góða, styrkj-
andi og liðkandi leikfimi
í rólegu umhverfi. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
upplýsingar á skrifstofu
GÍ, s. 530-3600.
Kvenfélag Bústaða-
sóknar fellir niður fund-
inn sem átti að vera
mánudaginn 8.
janúar af óviðráðan-
legum ástæðum.
Lífeyrisdeild Landsam-
bands lögreglumanna.
Sunnudagsfundur deild-
arinnar verður á morg-
un sunnudaginn 7. janú-
ar kl. 10, í Félagsheimili
LR að Brautarholti 30.
Félagar fjölmennið.
Minningarkort
Minningarkort Lands-
samtaka hjartasjúkl-
inga fást á eftirtöldum
stöðum á Norðurlandi:
Á Blönduósi: blómabúð-
in Bæjarblómið, Húna-
braut 4, s. 452-4643. Á
Sauðárkróki: í Blóma-
og gjafabúðinni, Hóla-
vegi 22, s. 453-5253. Á
Hofsósi: Íslandspóstur
hf., s. 453-7300, Strax,
matvöruverslun, Suð-
urgötu 2–4, s. 467-1201.
Á Ólafsfirði: í Blóma-
skúrnum, Kirkjuvegi
14b, s. 466-2700 og hjá
Hafdísi Kristjáns-
dóttur, Ólafsvegi 30, s.
466-2260. Á Dalvík: í
Blómabúðinni Ilex,
Hafnarbraut 7, s. 466-
1212 og hjá Valgerði
Guðmundsdóttur,
Hjarðarslóð 4e, s. 466-
1490. Á Akureyri: í
Bókabúð Jónasar,
Hafnarstræti 108, s.
462-2685, í bókabúðinni
Möppudýrinu, Sunnu-
hlíð 12c, s. 462-6368,
Pennanum Bókvali,
Hafnarstræti 91–93, s.
461-5050 og í blómabúð-
inni Akri, Kaupvangi,
Mýrarvegi, s. 462-4800.
Á Húsavík: í Blómabúð-
inni Tamara, Garð-
arsbraut 62, s. 464-1565,
í Bókaverslun Þórarins
Stefánssonar, s. 464-
1234 og hjá Skúla Jóns-
syni, Reykjaheiðarvegi
2, s. 464-1178. Á Laug-
um í Reykjadal: í Bóka-
verslun Rannveigar H.
Ólafsd., s. 464-3191.
Styrktarfélag krabba-
meinssjúkra barna.
Minningarkort eru af-
greidd í síma 588-7555
og 588-7559 á skrif-
stofutíma. Gíró- og
kreditkortaþjónusta.
Samtök lungnasjúk-
linga. Minningarkort
eru afgreidd á skrif-
stofu félagsins í Suð-
urgötu 10 (bakhúsi) 2.
hæð, s. 552-2154. Skrif-
stofan er opin miðvikud.
og föstud. kl. 16–18 en
utan skrifstofutíma er
símsvari. Einnig er
hægt að hringja í síma
861-6880 og 586-1088.
Gíró- og kredit-
kortaþjónusta.
MS-félag Íslands. Minn-
ingarkort MS-félagsins
eru afgreidd á Sléttu-
vegi 5, Rvk, og í síma
568-8620 og myndrita s.
568-8688.
FAAS, Félag aðstand-
enda alzheimer-
sjúklinga. Minning-
arkort eru afgreidd alla
daga í s. 533-1088 eða í
bréfs. 533-1086.
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eft-
irtöldum stöðum: í síma
588- 9220 (gíró) Holt-
sapóteki, Vesturbæj-
arapóteki, Hafnarfjarð-
arapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elíasdótt-
ur, Ísafirði.
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í síma
552-4440 og hjá Áslaugu
í síma 552-7417 og hjá
Nínu í síma 564-5304.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s. 562-
5605, bréfsími 562-5715.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félags-
ins eru afgreidd í síma
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is).
Minningarkort Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra
á höfuðborgarsvæðinu,
eru afgreidd í síma 551-
7868 á skrifstofutíma og
í öllum helstu apótek-
um. Gíró-og kred-
itkortagreiðslur.
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis
fást á skrifstofu end-
urhæfingadeildar Land-
spítalans Kópavogi
(fyrrverandi Kópavogs-
hæli), síma 560-2700 og
skrifstofu Styrkt-
arfélags vangefinna, s.
551-5941 gegn heims-
endingu gíróseðils.
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41, Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Landssamtökin
Þroskahjálp.
Minningarsjóður Jó-
hanns Guðmundssonar
læknis. Tekið á móti
minningargjöfum í síma
588-9390.
Í dag er laugadagur 6. janúar,
6. dagur ársins 2001. Þrettándinn.
Orð dagsins: Ég hefi elskað yður,
eins og faðirinn hefur elskað mig.
Verið stöðugir í elsku minni.
(Jóh. 15, 9.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
ÞESSA dagana eru útsölur aðhefjast og í vikunni auglýsti ein
verslun í borginni allt að 80% afslátt.
Góður vinur Víkjverja var ákveðinn í
að eyða ekki í vitleysu og óþarfa á út-
sölunum í ár. En hann stóðst ekki
80% afsláttinn enda sárvantaði hann
vörur sem hann vissi að fengjust í
þessari búð.
Þegar hann mætti á staðinn kann-
aðist enginn í versluninni við að
vörur væru á meiri afslætti en 40%
og afgreiðslumaðurinn sagði meira
að segja við vininn að honum hefði
auðsjáanlega bara misheyrst.
Vinurinn sem hafði hlustað á aug-
lýsinguna í útvarpi var ekki það
öruggur með heyrnina að hann kynni
við að andmæla afgreiðslumanninum
og fór að skoða sig um í búðinni.
Honum varð hins vegar skemmt
þegar önnur kona kom inn í versl-
unina og spurði um það sama, vör-
urnar sem væru seldar með 80% af-
slætti. Þegar afgreiðslumaðurinn
sagði henni að þetta væri misskiln-
ingur hjá henni lét hún ekki bjóða sér
þá skýringu og sagðist skýrt og
greinilega hafa heyrt í útvarpinu að
verslunin byði vörur á allt að 80% af-
slætti.
Það borgar sig ekki að lokka við-
skiptavininn inn á fölskum forsend-
um sagði þessi vinur Víkverja og
klykkti út með að segja að héðan í frá
færi hann aldrei aftur í þessa búð.
x x x
ANNAR vinur Víkverja, sem býr íLondon en kom til Íslands í
jólafrí, skrapp í kvikmyndahús um
jólin.
Þegar myndin var hálfnuð voru
ljósin kveikt og gert hlé á sýningu
myndarinnar. Hann sagði þetta fyr-
irkomulag algjörlega skemma fyrir
uppbyggingu myndarinnar og að ein-
mitt þegar hámarki spennu væri náð
í myndinni væru ljósin kveikt og þar-
með væri stemmningin eyðilögð.
Vinurinn sagðist hafa farið í kvik-
myndahús víða um heim en aldrei
lent í því að þurfa að standa upp frá
miðri mynd til að kaupa sér nokkrar
karamellur og kókglas. Hann sagðist
vera efins um að leikstjórar kvik-
mynda yrðu ánægðir með þá vitn-
eskju að myndir þeirra væru brotnar
upp með þessum hætti.
x x x
VÍKVERJI lét sóla fyrir sig skóum daginn sem hann hafði
keypt fyrir nokkrum árum. Skórnir
voru vandaðir, yfirleðrið heilt og eng-
inn saumur farinn að gefa sig. Sóln-
ingin kostaði 2.900 krónur. Víkverji
keypti skóna á útsölu á sínum tíma og
borgaði fyrir þá svipaða upphæð eða
um 3.000 krónur. Nýir kosta sam-
bærilegir skór um tíu þúsund krónur.
Hann velti fyrir sér hvort það borg-
aði sig að fá nýja sóla. Það sem gerði
útslagið er að annað forláta skópar
sem hann eignaðist nýlega er með
þeim annmörkum að hann fær hæl-
særi af þeim. Gömlu skórnir eru hins
vegar tilgengnir og hafa lagað sig að
fótum kunningjans og ef hann fær
þriggja ára endingu úr sólunum þyk-
ist hann hafa gert nokkuð góð kaup.
Í kringum jólin skapast
jafnan umræða (nöldur) um
það að við ættum að íhuga
hinn sanna boðskap jólanna
og því fylgir jafnframt ein-
hver saga um Jesú og
hvernig hann fæddist í fjár-
húsi og svo framvegis. Á
jólunum höldum við upp á
afmæli Jesú, ekki satt?
Fyrir utan það að við höf-
um enga hugmynd um hve-
nær Jesú fæddist (vitum
varla hvort hann fæddist).
Hvers vegna er þá jólunum
plantað í lok desember? Af
því að út um nær allan heim
(þá er ég að tala um norður-
hlutann) hefur þessi tími
ársins verið fagnaðarefni.
Við erum að fagna því að
daginn er farið að lengja.
Jól eru eins og allir vita
upphaflega nafn á heiðinni
hátíð, blóti, heppin erum
við að þetta heitir ekki
Kristmessa eða eitthvað
álíka.
Ekki láta prestana koma
inn í ykkur einhverju jes-
úsamviskubiti á jólunum,
enda kom þessi hátíð löngu
á undan Jesú og kirkjunnar
menn eru bara að reyna að
eigna sér þessa hátíð. Til-
gangur jólanna er að
skemmta sér, fagna rísandi
sól og láta sér líða vel.
Endilega verið góð við
náungann líka en ekki fá
samviskubit þótt Jesú
gleymist, hann kemur mál-
inu nefnilega ekkert við.
Hugsandi maður.
Framlínusveit
Morgunblaðsins
Í dag, 3. janúar 2001, má
sjá á forsíðu Morgunblaðs-
ins fyrirsögnina: Enn eitt
karlavígið fellur. Í grein
sem eftir fylgir er sagt frá
því að framlínusveitir
þýska hersins hafi verið
opnaðar konum. Á öðrum
stað í blaðinu er greint frá
nýju skipulagi ritstjórnar
Morgunblaðsins. Athygli
vekur að aðeins ein kona
fær að vera með í þeirri
„framlínusveit“ og auðvitað
ekki mjög framarlega (eða
ofarlega). Morgunblaðið,
góðan daginn! Eruð þið
nokkuð aldavilltir eða eru
bara svona fáar hæfar kon-
ur sem starfa hjá ykkur?
Eygló Ingadóttir.
Tapað/fundið
Myndavél tapaðist
SILFURLITUÐ Olympus
myndavél tapaðist í vest-
urbæ Reykjavíkur um
kvöldmatarleytið miðviku-
daginn 28. desember síð-
astliðinn. Líklega hefur
myndavélin dottið úr bíl á
bílastæði annaðhvort við
Kaplaskjólsveginn eða
Ánanaust. Í vélinni var
næstum því fullátekin
filma, sem saknað er. Skil-
vís finnandi vinsamlegast
hafi samband við Svein-
björn í síma 898-0318 eða
562-0730. Fundarlaunum
heitið.
Broshúfa tapaðist
LAUGARDAGINN 29.
nóvember sl. fór ég með
þriggja ára tvíbura dóttur
minnar í strætisvagn, leið
4, og fór með honum niður á
torg. Þar fórum við úr
vagninum. Þau voru með
broshúfur og tók drengur-
inn af sér húfuna í vagnin-
um því honum var svo heitt.
Húfuna hefur hann misst í
vagninum og tók ég ekki
eftir því fyrr en um seinan.
Þessi húfa er svolítið öðru-
vísi en aðrar broshúfur.
Hún er heimaprjónuð,
kassalöguð með blágræn-
um rúllukanti og stórum
eyrnaskjólum og gler
blómarósum, ekki perlum,
eins og aðrar broshúfur.
Nú er vetur framundan og
húfunnar sárt saknað. Það
eru tilmæli mín að sá eða
sú, sem fann húfuna, skili
henni í miðasölu SVR á
Hlemmi eða hringi í síma
895-6396 eða 568-9628.
Svört leðurkápa tekin
í misgripum
Svört leðurkápa var tekin í
misgripum á veitingahús-
inu Rex, föstudaginn 29.
desember sl. Kápunnar er
sárt saknað í kuldanum! Sá
sem hefur óvart gripið
hana með sér er vinsamleg-
ast beðinn um að hafa
samband við eigandann í
síma 895 6575.
Dýrahald
Snúður er týndur
KISI, sem er týnd og heitir
Snúður, er 4 ára gamalt
fress. Hann fór frá Seilu-
granda 4 á jóladag og hefur
ekki sést síðan. Hann þekk-
ir sig ekki í vesturbænum
þar sem að hann býr í Graf-
arvogi. Snúður sem er mjög
blíður en samt dálítið var
um sig. Hann er að mestu
svartur en hvítur frá enni, í
nokkurs konar þríhyrning
niður með augum, kinnar
eru svartar en bringan og
maginn hvít. Hann er með
hvíta sokka á loppunum og
hvíta hlykkjótta rönd á
framlöppum. Hárin á
hægra fæti eru nýrri þar
sem að hann var saumaður
þar fyrir stuttu og er því
langt ör undir hárunum.
Það er aðeins klippt inn í
toppinn á hægra eyranu á
honum. Hann hefur númer
í eyra R7290 og skráður hjá
Dýraspítalanum í Víðidal
og í Garðabæ. Þegar hann
týndist var hann með lillaða
hálsól og merktur móður
minni, Guðlaugu, Seilu-
granda 4, sími 561-1272 eða
vs. 551-3397.
Sambó er týndur
SAMBÓ er 13 ára fress,
svartur og ómerktur. Hann
hvarf frá Selbrekku 17 í
Kópavogi 27. desember sl.
Ef einhver hefur orðið hans
var eða veit um ferðir hans
vinsamlega hafið samband í
síma 564-1936.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Um hinn
sanna tilgang
jólanna
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 kvöldmessu, 8 landræk,
9 nothæfan, 10 elska, 11
eldstæði, 13 hagnaður, 15
dýr, 18 nægtir, 21 leðja,
22 borguðu, 23 klampinn,
24 eftirtekja.
LÓÐRÉTT:
2 hérað, 3 smáaldan, 4
hugsa um, 5 veiðarfærið,
6 kubba sundur, 7 snjór,
12 tangi, 14 leturtákn, 15
tónverk, 16 skjall, 17
kurf, 18 korgur, 19
stirðu, 20 þyngdareining.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 grett, 4 fálát, 7 rífur, 8 risum, 9 næm, 11 aurs,
13 eðla, 14 ósinn, 15 hjal, 17 næpa, 20 ugg, 22 pólar, 23
ritin, 24 romsa, 25 tánum.
Lóðrétt: 1 gorta, 2 erfir, 3 turn, 4 form, 5 lasið, 6 tomma,
10 æsing, 12 sól, 13 enn, 15 hopar, 16 aulum, 18 æstan,
19 afnem, 20 urta, 21 grút.
K r o s s g á t a