Morgunblaðið - 06.01.2001, Qupperneq 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
LÍTIL tveggja sæta flugvél af
gerðinni Cessna 152 átti í vélar-
vandræðum sunnan við Þingvelli
um hádegið í gær. Um borð í vél-
inni voru mæðgur og flaug dótt-
irin vélinni en hún lauk einka-
flugmannsprófi í haust. Hún sagði
að hreyfill vélarinnar hefði misst
afl sunnan við Þingvelli og óskaði
þá eftir aðstoð.
Hún ákvað í samráði við flug-
turninn að fylgja veginum eftir
að Selfossi og lenda þar. Lög-
reglubíll frá Selfossi fylgdi flug-
vélinni á Selfoss og eins kom önn-
ur stærri flugvél til aðstoðar og
fylgdi henni eftir. Lögreglan seg-
ir að mæðgurnar hafi unnið þrek-
virki með því að halda ró sinni og
lenda heilu og höldnu á Selfossi.
Ákvað að halda áfram
„Ég hélt fyrst að mótorinn væri
að bila og kallaði strax í flugturn-
inn og lét vita um ástandið.
Fyrsta hugsunin var að leita að
mögulegum lendingarstað,“ sagði
Unnur Guðjónsdóttir sem flaug
vélinni en móðir hennar, Sigríður
Káradóttir, var í sinni fyrstu flug-
ferð með dóttur sinni. Unnur
sagðist hafa fundið að um ísingu
var að ræða í blöndungnum því
vélin flaug áfram þótt hreyfillinn
hikstaði. „Þannig að ég ákvað að
halda áfram enda er þetta vél
sem svífur vel og auðvelt að lenda
henni við þær aðstæður sem
þarna voru.“
„Móðir mín stóð sig mjög vel og
var hin rólegasta þegar þetta
kom upp og sagði mér strax að
hún treysti mér fullkomlega til
þess að fást við þetta. Það var
gott að finna hvað hún var róleg
yfir þessu. Við töluðum saman og
svipuðumst um eftir mögulegum
lendingarstöðum ef svo færi að
við þyrftum að lenda. Mamma var
eins og fullkomnasti aðstoðar-
flugmaður og sá strax að þetta
var ekkert stórmál,“ sagði Unnur.
„Svo kom önnur vél til okkar
og var í sambandi við mig og leið-
beindi mér áfram. Ég hélt hæð og
flaug bara áfram þar til ég kom
að Selfossi þá fór ég í venjulegt
aðflug. Vélin var fín í aðfluginu
og lendingin tókst vel,“ sagði
Unnur Guðjónsdóttir flugmaður.
„Mér fannst við ekki vera í
neinni hættu. Unnur er fyrirtaks
flugmaður og ég vissi auðvitað að
ég var í góðum höndum með
henni enda varð ég ekkert hrædd
og við vorum hinar rólegustu,“
sagði Sigríður Káradóttir, móðir
Unnar flugmanns. Hún sagði að
eftir athugun á vélinni á Selfossi
hefði henni verið flogið síðar um
daginn til Reykjavíkur.
Mæðgur á einkaflugvél lentu í vandræðum yfir Þingvöllum
Morgunblaðið/Helgi Valberg
Sigríður Káradóttir var í sinni fyrstu flugferð með dóttur sinni, Unni Guðjónsdóttur flugmanni.
Mamma
fullkom-
inn að-
stoðar-
flugmaður
Selfossi. Morgunblaðið.
MAÐUR á fertugsaldri hlaut alvar-
lega áverka þegar hann var stunginn
með hnífi í háls og brjóstkassa af
jafnaldra sínum og kunningja við
pítsustaðinn Hróa hött í Fákafeni í
Reykjavík í gærkvöldi. Að sögn
læknis á Landspítalanum í Fossvogi
er maðurinn ekki í lífshættu en hann
er með tvö nokkuð djúp stungusár.
Árásarmaðurinn lagði á flótta eftir
árásina en lögreglan fékk ábending-
ar frá sjónarvottum og náði honum
rúmum hálftíma eftir árásina fyrir
utan heimili hans og flutti hann í
fangageymslur lögreglustöðvarinn-
ar við Hverfisgötu. Að sögn lögreglu
er ekki vitað um ástæður árásarinn-
ar en málið er í rannsókn.
Mennirnir, sem báðir eru frá
Norður-Afríku, lentu í svipuðu máli
fyrir utan Hagkaup í Skeifunni 15.
október 1999.
Þá réðst sami maður að hinum og
veitti honum stunguáverka með
skærum á hálsi og handlegg, en
meiðslin reyndust ekki alvarleg í það
skiptið.
Morgunblaðið/Ásdís
Maður var stunginn með hnífi í Fákafeni í gær en lögreglan fann árásarmanninn eftir ábendingar frá vitnum.
Stunginn með hnífi
í háls og brjóstkassa
Kunningjar frá N-Afríku lenda í átökum öðru sinni
VINNU við gerð nýs kjarasamnings
framhaldsskólakennara miðaði allvel
í gær. Deiluaðilar vonast eftir að tak-
ist að ljúka við gerð nýs samnings
um helgina. Mikil vinna er hins veg-
ar eftir við ýmsa þætti samningsins.
Það þykir því tvísýnt að nýr samn-
ingur verði tilbúinn fyrir nk. mánu-
dag jafnvel þó að ný ágreiningsmál
komi ekki til. Ástæðan er m.a. sú að
kjarasamningur kennara er mjög
flókinn og verið er að ræða um að
gera á honum mjög veigamiklar
breytingar.
Í fyrrinótt var fundað í kjaradeil-
unni til kl. 3.
Fundur hófst aftur í gærmorgun
og stóð fram á kvöld. Nýr fundur er
boðaður í dag.
Skólastjórum í grunnskólum og
launanefnd sveitarfélaganna tókst
ekki að ná samkomulagi í gær um
kjör skólastjóra eins og að var stefnt.
Nýr fundur er boðaður í dag. Form-
leg undirritun samnings grunnskóla-
kennara og launanefndarinnar fer
ekki fram fyrr en búið er að ná sam-
komulagi við skólastjóra. Skólastjór-
ar krefjast verulegra launahækkana
og rökstyðja það m.a. með því að
benda á að í samningi grunnskóla-
kennara sé verið að auka verkstjórn-
arvald skólastjóra og þar með verk-
efni þeirra.
Óljóst hvort
samningar tak-
ast um helgina
SAMKVÆMT verðkönnun Morg-
unblaðsins í þremur lágvöruversl-
unum í Reykjavík er Bónus með
lægsta verðið. Nítján vörutegundir
fengust í öllum verslununum og
kostuðu þær samtals 3.538 kr. í
Bónus í Holtagörðum, 3.580 kr. í
Krónunni í Skeifunni og 4.551 kr. í
Nettó í Mjódd.
Munaði/26
Bónus með
lægsta verðið
Tekinn
ölvaður
með barn
í bílnum
RÚMLEGA fertugur karlmaður var
handtekinn í umferðinni í Reykjavík
í gærkvöldi en hann reyndist vera
mjög ölvaður. Maðurinn kvaðst vera
í bíltúr en við hlið hans sat barnung-
ur sonur hans. Voru þeir færðir á
lögreglustöðina við Hverfisgötu en
að lokinni skýrslu- og sýnistöku
fluttir til síns heima.
BILUN varð í gærkvöldi í tækja-
búnaði í Vestmannaeyjum vegna
Cantat 3-sæstrengsins. Netsamband
til Norður-Ameríku lá niðri frá því
klukkan sjö þar til viðgerð lauk upp
úr klukkan níu. Leigulínusambönd
urðu einnig óvirk á þeim tíma.
Netsamband lá
niðri í tvo tíma
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦