Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 23

Morgunblaðið - 10.01.2001, Side 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 2001 23 SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar, SPH, hefur selt 4,95% hlut sinn í Kaupþingi en Kaupþing sér um kaup- in. Eftir þessi viðskipti á SPH ekki lengur hlut í Kaupþingi. Vegna for- kaupsréttarákvæða liggur enn ekki fyrir hverjir raunverulegir kaupend- ur eru en forkaupsrétturinn gildir í átta virka daga, þ.e. til 16. janúar næstkomandi, nema sparisjóðirnir af- sali sér honum fyrir þann frest. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun þó Lífeyrissjóður Verzlunar- manna hafa keypt 1% og þar með yrði hlutur sjóðsins í Kaupþingi um 5,6%. Sparisjóður Hafnarfjarðar átti upphaflega liðlega hátt í 11% hlut í Kaupþingi en seldi 6,05% fyrir ára- mótin á genginu 15,95. Söluandvirði þess hlutar nam tæpum 935 milljón- um króna, þar af var söluhagnaður tæpar 750 milljónir króna. Sölugengið nú er hið sama og fyrir áramótin og nemur söluandvirðið því um 765 millj- ónum króna. Áætlaður söluhagnaður er því um 640 milljónir króna. Sam- tals nemur því áætlaður söluhagnað- ur Sparisjóðs Hafnarfjarðar af sölu 10% hlutar í Kaupþingi liðlega 1,4 milljörðum króna. Að sögn Þórs Gunnarssonar spari- sjóðsstjóra var tekin ákvörðun um að draga sig algerlega úr Kaupþingi. „Við erum með hliðstæða starfsemi í Kringlunni og það að koma þeim rekstri af stað kostaði okkur verulegt fé og því þótti okkur hentugt að losa hlut okkar í Kaupþingi. Því er auðvit- að ekki að neita að fjárfestingin í Kaupþingi hefur reynst feiknarlega arðbær. Það eru ekki mörg ár síðan sparisjóðirnir keyptu helmingshlut Búnaðarbankans í Kaupþingi á 200 milljónir króna.“ Sparisjóður Hafnarfjarðar selur öll hlutabréf sín í Kaupþingi Heildarsöluhagnaður nemur ríflega 1,4 milljörðum króna Fréttatilkynning frá Búnaðarbanka Íslands hf. Viðskipti með bréf Pharmaco til rann- sóknar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Bún- aðarbanka Íslands. „Búnaðarbanka Íslands hf. hefur borist tilkynning frá Fjármálaeftirlit- inu, dags. 5. janú- ar 2001, þar sem tilkynnt er um lok rannsóknar eftir- litsins á viðskipt- um bankans og Hlutabréfasjóðs Búnaðarbankans hf. með hlutabréf í Pharmaco hf á tímabilinu frá apríl 1999 til mars 2000.“ „Fram kemur það mat Fjármála- eftirlitsins að Búnaðarbankinn og Hlutabréfasjóður Búnaðarbankans hf. hafi búið yfir trúnaðarupplýsing- um um Pharmaco hf. í skilningi 2. mgr. 26. gr. laga nr. 13/1996 um verð- bréfaviðskipti, á tímabilinu apríl til 7. júní 1999 og viðskipti bankans og sjóðsins með hlutabréf í Pharmaco hf. á því tímabili kunni að hafa falið í sér brot á reglum laganna. Þá telji Fjármálaeftirlitið nauðsynlegt að rannsaka frekar viðskipti bankans og Hlutabréfasjóðsins með hlutabréf í Pharmaco hf. tímabilið frá 7. júní 1999 til mars 2000 og hafi eftirlitið sent um það erindi til Ríkislögreglu- stjóra með vísan til 12. gr. laga nr. 87/ 1998. Vegna athugunar Fjármálaeftir- litsins hefur bankaráð og banka- stjórn látið fara fram ítarlega skoðun á öllum viðskiptum bankans, Hluta- bréfasjóðs Búnaðarbankans hf. og Fjárfestingarsjóðs Búnaðarbankans hf. með hlutabréf í Pharmaco hf. á því tímabili sem ósk Fjármálaeftirlitsins um nánari rannsókn Ríkislögreglu- stjóra nær til. Sú athugun, sem var í höndum innri endurskoðunar bankans, hefur ekki leitt í ljós að neinar reglur hafi verið brotnar. Yfirstjórn Búnaðar- bankans lítur mál þetta mjög alvar- legum augum.“ Búnaðarbankinn gerir athugasemdir við málsmeðferð „Bankinn hefur óskað þess að fá að kynna sér hver ætluð brot eru þannig að honum gefist kostur á að setja fram skýringar og andmæli í sam- ræmi við reglur stjórnsýslulaga. Fjármálaeftirlitið hefur hafnað þeirri ósk og telur málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga ekki eiga við. Búnað- arbankinn gerir alvarlegar athuga- semdir við málsmeðferðina og hefur tekið ákvörðun um að kæra þessa ákvörðun til kærunefndar sem starf- ar skv. lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Búnaðarbankinn hefur falið Gesti Jónssyni hrl. að annast málið fyrir hönd bankans,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Búnaðarbank- anum. Með trúnaðarupplýsingum, sam- kvæmt 2 mgr. 26. gr. laga nr. 13/1996, er átt við upplýsingar um útgefanda verðbréfa, verðbréfin sjálf eða önnur atriði sem ekki hafa verið gerð op- inber en eru líkleg til að hafa áhrif á markaðsverð verðbréfanna ef opin- ber væru. Upplýsingar teljast opin- berar þegar þeim hefur verið miðlað á verðbréfamarkaðinum með al- mennum og viðurkenndum hætti. Samkvæmt 12. gr. laga nr. 87/1998 ber Fjármálaeftirlitinu að greina rík- islögreglustjóra frá brotum ef þau eru alvarleg og hinn eftirlitsskyldi aðili hefur að mati Fjármálaeftirlits- ins með refsiverðum hætti gerst brotlegur við lögin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.