Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
8 SÍÐUR
Sérblöð í dag www.mb l . i s
Teiknimyndasögur
Myndir
Þrautir
Brandarar
Sögur
Pennavinir
Allt um heimsmeistarakeppnina
í Frakklandi / B1–B8
Steingrímur Jóhannesson bíður
eftir svari frá Elfsborg / B1
8 SÍÐUR 4 SÍÐUR
Í VERINU í dag er m.a. sagt frá góðum söluhorfum á
þorskhrognum, greint frá kostnaði við smíði nýja haf-
rannsóknaskipsins og fjallað um fyrirgreiðslur lána-
stofnana til sjávarútvegs.
Ísfélagið er með um 3.000 tonna
þorskígildiskvóta í bolfiski og hefur
gert út tvö skip á bolfiskveiðar. Að-
staða fyrirtækisins til bolfiskvinnslu
gjöreyðilagðist í bruna 9. desember
sl. og er það mat stjórnar félagsins
að ekki sé hagkvæmt að byggja upp
bolfiskfrystihús félagsins miðað við
núverandi aðstæður. Hins vegar er
ætlunin að láta fiskverkendur í Eyj-
um vinna hluta af bolfiski félagsins í
verktöku. „Í því sambandi erum við
fyrst og fremst að horfa til þess að
láta vinna fyrir okkur þorsk og hluta
karfans þar til loðnuvertíðinni lýk-
ur,“ segir Ægir Páll Friðbertsson,
framkvæmdastjóri Ísfélagsins.
Fyrir brunann voru um 115 manns
á launaskrá hjá Ísfélaginu og unnu
að jafnaði milli 60 og 70 manns í bol-
fiskvinnslunni. Stjórnin ákvað á
fundi sínum að leggja alla áherslu á
loðnuvinnslu næstu vikur, en við
hana starfa um 60 manns, og hefja
ekki bolfiskvinnslu meðan á loðnu-
vertíð stendur. Ægir Páll segir að
starfsmenn séu álíka margir og hafi
starfað við síldarvinnsluna að und-
anförnu, en óljóst sé um starfs-
mannafjölda verði farið í saltfisk-
vinnslu í lok loðnuvertíðar og
uppbyggingu öflugs frystihúss. „Við
hættum í bolfiskfrystingu vegna
þess að fjárfestingin í henni stendur
ekki undir sér en við erum ekki að
leggja upp laupana,“ segir hann.
Upphafið að endinum
Arnar Hjaltalín, annar formaður
Drífandi, stéttarfélags, segir að
gangi ákvarðanir stjórnarinnar eftir
þýði það upphafið að endi bolfisk-
vinnslu í Vestmannaeyjum.
„Vinnslustöðin hefur lagt niður bol-
fiskvinnslu fyrir utan saltfiskvinnslu
og nú fylgir Ísfélagið í kjölfarið,
þannig að nánast engin bolfisk-
vinnsla er eftir,“ segir hann.
Hann segir ljóst að atvinnuleysi
aukist og það komi mest niður á kon-
um. „Mér sýnist að 140 til 150 konur
verði atvinnulausar eftir loðnuver-
tíð,“ segir hann og segist ekki skilja
hvaða sjónarmið ráði ferð. Eftir
brunann hafi verið mikill vilji hjá Ís-
félaginu að byggja upp og stöðugt
hafi verið haldið í vonina þess vegna.
Hins vegar hafi einhver önnur sjón-
armið en sjónarmið Eyjamanna orð-
ið ofan á á stjórnarfundinum á mánu-
dag.
„Kannski rísum við upp aftur“
Arnar segir að verkalýðsfélagið
geti ekki útvegað fólkinu vinnu en
ekki sé um uppgjöf að ræða. „Við
trúum ekki að þetta gerist,“ segir
hann og bendir á að nægur kvóti sé
fyrir hendi í Eyjum til að halda uppi
atvinnu fyrir alla. Hins vegar sé
vandamálið það að fiskurinn sé flutt-
ur til annarra staða. „Vandann má
leysa með því að vinna þann bolfisk,
sem við höfum yfir að ráða, í Eyjum.
Menn fara með kvótann eins og þeir
eigi hann en þeir eiga hann ekki og
þeim ber siðferðisleg skylda til þess
að láta vinna hann hér.“ Hann segir
ennfremur að Ísfélagið geti losað um
eignir sínar annars staðar til þess að
bæta stöðu bolfiskkvótans og gera
hann þannig hagstæðari.
Ákvörðun stjórnarinnar var kynnt
starfsfólki Ísfélagsins í gær, 28 árum
upp á dag eftir að eldgosið hófst á
Heimaey. Kristín Valtýsdóttir, trún-
aðarmaður starfsfólks, segir að við-
brögðin hafi verið með ýmsum hætti.
„Við fengum afskaplega daprar
fréttir og þetta er skelfilegt. Talað
var um að um 60 manns fengju vinnu
við loðnu en ekki væri vitað um fram-
haldið. Margir voru reiðir, sem er
skiljanlegt, sumir vilja flytja og aðrir
negla fyrir gluggana og fara en auð-
vitað getum við ekki selt eignir okk-
ar. Því erum við í erfiðri stöðu, en
hér snýst allt um kvóta og hlutabréf
og við höfum ósköp lítið að segja.“
Hún segir að þetta sé mjög mikið
áfall fyrir alla, en of snemmt sé að
segja til um hverjar afleiðingarnar
verði. „Sjálfsagt getum við gert eitt-
hvað rétt eins og öryrkjarnir,“ segir
hún og bætir við að um 60 manns hafi
verið á atvinnuleysisskrá í Eyjum
fyrir brunann. „Ef fólk veit um ein-
hverja vinnu reynir það að komast að
en staðan er ósköp döpur og við er-
um voðalega illa stödd. Hérna eru
engar nýjungar í gangi. Við erum
bara með þennan fisk. Vð erum ekki
með neitt annað. En vonandi birtir
til. Þetta er gosdagurinn okkar. 23.
janúar fyrir 28 árum gaus hérna í
Vestmannaeyjum. Það voru líka
slæmar fréttir en við risum upp og
kannski rísum við upp aftur.“
Ísfélag Vestmannaeyja hf. hættir bolfiskfrystingu
Uppbygging fullkom-
ins frystihúss könnuð
„ÞETTA er mikið áfall fyrir bæj-
arfélagið og starfsfólkið sem hef-
ur þjónað fyrirtækinu í áranna
rás,“ segir Guðjón Hjörleifsson,
bæjarstjóri í Vestmannaeyjum,
um ákvörðun stjórnar Ísfélags
Vestmannaeyja hf. þess efnis að
hætta bolfiskfrystingu.
Guðjón segir að gangi áformin
eftir muni á annað hundrað manns
missa vinnuna, en Ísfélagið sé eitt
þessara fyrirtækja sem hafi átt
mjög húsbóndahollt starfsfólk og
fyrirtækið gefið því undir fótinn
með því að tala um saltfiskvinnslu
að lokinni loðnuvertíð. Eins skap-
ist hugsanlega störf hjá verktök-
um sem félagið hyggst láta vinna
hluta af bolfiski félagsins, en ljóst
sé að eigi að halda fólki á staðnum
verði bæjarstjórnin að bregðast
við áformunum á einhvern hátt.
„Margir eru fyrir á atvinnuleys-
isskrá og atvinnuleysi eykst eftir
að vinnslu á uppsjávarfiski lýkur,
gangi þetta eftir. Miðað við kvóta-
stöðu er allt of lítil fiskvinnsla
hérna. Við þurfum að stefna að því
að ná í meiri fisk hingað í vinnslu
og í því sambandi þýðir ekki að-
eins að treysta á þessa stóru held-
ur höfða til allra í Eyjum sem eru
með aflaheimildir.“
Að sögn Guðjóns verður farið
vel yfir málið í dag. Hann segir að
þrátt fyrir frekar einhæft atvinnu-
líf í Eyjum ættu að vera ákveðnir
möguleikar þar fyrir hendi. „Sagt
er að hvergi sé betra að gera út en
héðan en auðvitað vantar okkur
breiddina. Vegna landfræðilegrar
legu okkar erum við ekki í bestu
samkeppnisstöðu varðandi at-
vinnulífið í öllum þáttum en sums
staðar eigum við að vera fremri,
eins og til dæmis í fiskvinnslunni.“
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri
Mikið áfall fyrir
bæjarfélagið
GRJÓT hrundi á Dalveg úr hlíð
vestanmegin Fiskhellanefs í Vest-
mannaeyjum rétt fyrir klukkan
átta í gærmorgun og var vegur-
inn inn í Herjólfsdal lokaður í
rúma tvo tíma vegna þessa.
Hnullungarnir voru margir
hverjir nokkuð stórir og að sögn
lögreglunnar í Vestmannaeyjum
segja vitni að miklar drunur hafi
heyrst þegar grjóthrunið varð.
Lögreglan telur að óvenju
miklar veðrabreytingar hafi vald-
ið hruninu en að undanförnu hafa
skipst á frost og rigningar. Lög-
reglan segir þó að engin bráð
hætta sé talin á öðru grjóthruni.
Vegurinn var lokaður á milli
klukkan átta og tíu í gærmorgun
þar sem óttast var að fólk myndi
keyra á hnullungana í myrkrinu
en þó var mögulegt að keyra á
milli hnullunganna. Vegurinn var
ruddur um leið og birti.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vegurinn var lokaður á milli átta og tíu í gærmorgun þar sem óttast var
að fólk myndi keyra á hnullungana í myrkrinu. Myndin sýnir þegar
hreinsun var hafin á veginum.
Grjót
hrundi á
veg í Eyjum
STJÓRN Ísfélags Vestmannaeyja hf. hefur ákveðið að hætta bolfiskfryst-
ingu, en hún er að skoða möguleika á því að hefja saltfiskvinnslu í lok loðnu-
vertíðar og kanna hagkvæmni þess að byggja upp fullkomið frystihús fyrir
bolfisk. Formaður Drífandi, stéttarfélags gagnrýnir ákvörðun stjórnarinnar
og starfsmenn Ísfélagsins eru uggandi um sinn hag.
SAMNINGAR tókust aðfaranótt
mánudags í húsakynnum Ríkissátta-
semjara milli Starfsmannafélags
Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrir
hönd hljóðfæraleikara, og ríkisins.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins gildir samningurinn til árs-
ins 2004 og er á svipuðum nótum og
aðrir samningar sem ríkið hefur gert
að undanförnu. Mestu breytingarnar
varða vinnutíma hljóðfæraleikar-
anna.
Hljómsveitin hefur haft lausan
samning frá síðustu áramótum, en
samningaviðræður við ríkið hófust í
desember sl. Hljóðfæraleikararnir,
85 að tölu, eru allir innan vébanda
Félags íslenskra hljómlistarmanna,
FÍH, sem stendur fyrir kynningar-
fundi á samningnum í kvöld. For-
maður FÍH, Björn Árnason, sagðist
ekki getað tjáð sig um samninginn
fyrr en að þeim fundi loknum, þegar
Morgunblaðið ræddi við hann í gær.
Samið við Sinfóníuna
HVASSAHRAUNSFLUGVÖLLUR
sunnan Hafnarfjarðar fær bestu út-
komuna en óbreyttur Reykjavíkur-
flugvöllur þá lökustu í samanburði
Stefáns Ólafssonar prófessors á fimm
flugvallarkostum sem taldir eru helst
koma til greina fyrir innanlandsflug-
ið.
Stefán var formaður nefndar á
vegum borgarinnar sem vann að
undirbúningi atkvæðagreiðslu um
Vatnsmýrina og staðsetningu flug-
vallar. Skýrsla hans um starfið var
lögð fram í borgarráði í gær. Sam-
þykkti borgarráð, með fjórum sam-
hljóða atkvæðum, að láta fara fram
atkvæðagreiðslu hinn 17. mars með-
al almennings í borginni um framtíð
innanlandsflugvallar í Vatnsmýrinni.
Þá samþykkti borgarráð að efna til
opins fundar, kynningar og umræðu
um flugvallarmálin 18. febrúar.
Óbreyttur
flugvöllur
lakasti
kosturinn
Hvassahraunsvöllur/16