Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert stjórnsamur úr hófi fram og þarft umfram allt að temja þér að taka meira tillit til annarra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu þér ekki til hugar koma að þú getir litið framhjá erf- iðleikum náins vinar heldur þvert á móti einhentu þér í að hjálpa honum til að leysa sín mál. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert í þeirri stöðu að til þín er litið sem forustumanns fyr- ir ákveðnu verkefni og þú hef- ur alla burði til að leysa það svo að þér sé sómi að. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er ekki nauðsynlegt að aðrir séu þér sammála í öllum atriðum þótt þeir geti fylgt þér í aðalmálum. Segðu hug þinn skýrt og skorinort. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert kominn út í horn og þarft nú að setjast niður og hugsa málið algjörlega upp á nýtt. Vertu ekkert að sýta það því slík eftirsjá hefur ekkert upp á sig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það má margt af samstarfi við aðra læra og sérstaklega þá list að sameina skoðanir svo takast megi að hrinda málum í framkvæmd. Vertu opinn fyr- ir nýrri reynslu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það veldur miklum umskipt- um í lífi þínu að þér tekst að finna lausn á persónulegu vandamáli sem hefur lengi þjakað þig. Taktu þér frí ef þú átt þess nokkurn kost. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Stundum kemur þar málum að frekari umræður leiða ekki til neins árangurs. Reyndu að skynja þetta augnablik og nýta þér vitneskjuna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Oft er það svo að við sjáum ekki gallana í fari okkar nema okkur sé beinlínis bent á þá og jafnvel þá eigum við oft erfitt með að gangast við þeim. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Auðvitað átt þú að njóta þess árangurs sem þú hefur náð í starfi og vita skaltu að yfir- menn þínir hafa veitt því at- hygli og munu umbuna þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er til lítils að láta einhver minniháttar mál pirra sig og eyðileggja daginn. Horfðu frekar á stóru málin sem þú ert að þoka áleiðis. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Gættu þess að sumum kann að virðast þú frekar óskipulagð- ur og erfiður til samstarfs. Þessari ímynd þarft þú að breyta hvað sem það kostar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það léttir daginn að gefa sér örstutta stund til þess að setj- ast niður og meta árangurinn af starfi sínu bara til þess að sjá hvort ekki miðar í rétta átt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 70 ÁRA afmæli. Sjötug eru í dag tvíburasystkinin Guð-rún Guðnadóttir, Norðurbrún 16 Reykjavík og Guð- mundur Guðnason, Stuðlaseli 13, Reykjavík. Þau dvelja á Kanarí. 60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 24. janúar, verður sextug Elsa Jóhanna Gísladóttir sjúkra- liði, Suðurbraut 26, Hafnar- firði. Elsa og eiginmaður hennar, Þorleifur Jón Thorlacius, verða heima við til kl. 18. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Digra- neskirkju af sr. Gunnari Sig- urjónssyni Adda Guðrún Sigurjónsdóttir og Garðar Halldórsson. Heimili þeirra er að Gullsmára 1, Kópa- vogi. Hugskot-ljósmyndastúdíó SEX hjörtu er sjálfsögð slemma og mjög góð, en það er ekki alveg augljóst hvernig best er að haga spilamennskunni. Norður ♠ ÁDG1076 ♥ Á8 ♦ ÁKG3 ♣ Á Suður ♠ 3 ♥ KD10754 ♦ D10 ♣ D962 Mótherjarnir hafa ekkert blandað sér í sagnir og vest- ur kemur út með óræðan spaða. Hvernig myndi les- andinn spila? Það þarf slæma legu og nokkra óheppni til að fara niður á þessari slemmu. Eðlilegasta leiðin sýnist vera sú að drepa á spaðaás, taka hjartaás og laufás, fara heim á tíguldrottningu og stinga lauf. Trompa síðan spaða heim og leggja niður hjónin í hjarta. Jafnvel þótt gosinn í trompi sé fjórði út ætti að vera hægt að henda niður tveimur laufum í tíg- ulinn í tæka tíð. Nei, ekki var það svo: Norður ♠ ÁDG1076 ♥ Á8 ♦ ÁKG3 ♣ Á Vestur Austur ♠ K8542 ♠ 9 ♥ 9 ♥ G632 ♦ 9765 ♦ 842 ♣ 743 ♣ KG1085 Suður ♠ 3 ♥ KD10754 ♦ D10 ♣ D962 Spilið er frá sautjándu umferð Reykjavíkurmóts- ins. Þeir sem spiluðu eins og að ofan er rakið fóru einn niður, því austur átti einspil í spaða og gat hent tígli þegar sagnhafi fór heim með spaðastungu. Þar með náði sagnhafi ekki að losa sig við tvö lauf niður í tígul. Það er súrt að tapa svona spili, sem augljóslega má vinna eftir nokkrum öðrum leiðum, en það er huggun harmi gegn að þetta er örugglega besta spila- mennskan. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 24. janúar er fimmtugur Ægir E. Hafberg, útibússtjóri Landsbankans í Þorláks- höfn, Setbergi 10, Þorláks- höfn. Eiginkona hans er Margrét Thorarensen. Þau verða með opið hús og taka á móti gestum í sal Grunn- skólans í Þorlákshöfn 27. janúar milli kl. 18 og 21. LJÓÐABROT Álftirnar kvaka Bráðum er brotinn bærinn minn á heiði. – Hlýtt var þar stundum, – hann er nú í eyði. Man ég þá daga. Margt var þá á seyði. Ungur ég undi úti í varpa grænum. – Horfði á reykinn hverfa fyrir blænum. – Þar heyrði ég forðum þytinn yfir bænum. – – – Handan af hafi, heim í auðnir fjalla, vordægrin snemma villta hópinn kalla. – Þá er nú sungið, sungið fyrir alla. Margs er að minnast. Margt er enn á seyði. – Bleikur er varpinn, – bærinn minn í eyði. Syngja þó enn þá svanir frammi á heiði. Jóhannes úr Kötlum ÞAÐ telst nokkuð algengt á meðal íslenskra skákmanna að leggja taflmennina á hill- una á meðan þeir stunda nám sem taka á föstum tök- um. Oftar en ekki koma þeir galvaskir aftur í hringiðu skáklífsins að því loknu og er Ingvar Jóhannesson (1.935) prýðilegt dæmi um slíkt. Hann er meðal efstu manna á Skákþingi Reykjavíkur og hefur sjaldan eða aldrei ver- ið í betra formi. Í stöðunni stýrði hann hvítu mönnun- um gegn Valgarði Ingi- bergssyni (1.590) sem einnig hefur staðið sig með sóma á Skákþinginu. 31. e6! Hxe6 Skárra var að leika 31. ... Dg8 en eftir 32. Dxh6+ Dh7 33. Bxg7+ Kg8 34. Dxh7+ Kxh7 35. Bf6 er staða svarts slæm. 32. Hxe6 Dxe6 Svart- ur tapar manni eftir 32. ... Bxe6 33. Bxc6. Hinsvegar eftir textaleikinn verður hann mát í tveim leikjum. 33. Dxh6+ Kg8 34. Dxg7#. 8. umferð Skákþings Reykjavíkur fer fram 24. janúar kl. 19.30 í húsakynn- um Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Áhorfendur eru velkomnir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ALEXEI Shirov heldur áfram að velgja heimsmeisturum og fyrrver- andi heimsmeisturum undir uggum með ævintýralegri taflmennsku og hverjum sigrinum á fætur öðrum á Wijk aan Zee-skákmótinu. Sigur- ganga hans hófst í fjórðu umferð þeg- ar hann vann Jeroen Piket og síðan hefur hann unnið allar sínar skákir fyrir utan jafntefli við Michael Adams í sjöundu umferð. Hann hefur sem sagt fengið 4½ vinning í síðustu fimm skákum. Þar sem helstu keppinautar hans gerðu jafntefli í áttundu umferð jók Shirov forystuna í einn vinning þegar hann sigraði Sergei Tiviakov. Sigurinn var þó ekki átakalaus. Shir- ov hafði hvítt og valdi gamalt upp- áhaldsafbrigði sitt gegn Nimzo-ind- verskri vörn þegar hann lék f-peðinu fram um einn reit í fjórða leik. Hann hefur beitt þessum leikmáta í tugum skáka, en eftir slæma útreið árið 1992 hætti hann að mestu að tefla á þenn- an hátt. Þá tapaði hann þremur skák- um í einu og sama mótinu með þessu afbrigði. Það var í skákmótinu í Biel gegn þeim Beliavsky, Georgiev og Karpov. Það má þó ekki gleyma því að Jón L. Árnason sigraði hann einn- ig í þessu afbrigði sama ár og kannski var það sú skák sem gerði útslagið um að Shirov gaf þetta afbrigði upp á bátinn. Shirov kaus að tefla þetta af- brigði á nýjan leik gegn Tiviakov þar sem hann hafði tekið eftir að Tiviakov valdi ekki bestu leiðina þegar hann mætti þessu afbrigði. Shirov varð að ósk sinni, en uppgötvaði síðan sér til skelfingar, að leið Tiviakovs var ekki eins vitlaus og hann hafði haldið. Til allrar lukku fyrir Shirov lék Tiviakov af sér í 16. leik og Shirov náði betri stöðu og sigraði eftir 41 leik. Úrslit áttundu umferðar urðu þessi: Fedorov - Kramnik ½-½ Morozevich - Ivanchuk 0-1 Topalov - Anand ½-½ Leko - Kasparov ½-½ Shirov - Tiviakov 1-0 Piket - Adams ½-½ Timman - van Wely ½-½ Sigurskák Shirovs fékk verðlaun áhorfenda sem skák umferðarinnar. Þetta er í þriðja skipti á mótinu sem áhorfendur veita Shirov þessa viður- kenningu, en Kasparov hefur aftur á móti látið val áhorfenda fara í taug- arnar á sér líkt og á síðasta ári þegar hann kallaði þá byrjendur sem ekkert vit hefðu á skák. Kasparov varð ekk- ert ágengt gegn Leko og eftir góða byrjun hefur hann ekki náð að sýna þá grimmd sem margir áttu von á eft- ir tapið í einvíginu gegn Kramnik. Hann hefur því enn ekki náð að sýna fyrri yfirburði og þessi frammistaða dugir honum ekki til að sannfæra skákheiminn um að hann sé enn núm- er eitt. Lokaumferðirnar eru hins vegar eftir og ósjaldan hefur Kasp- arov þá sýnt hvers hann er megnug- ur. Kramnik hafði einnig svart. Hann tefldi við Federov og fórnaði peði, en hafði biskupaparið sem mótvægi. Samið var um jafntefli eftir 41 leik þegar Federov hafði enn peði meira. Þótt frammistaða Shirovs sé glæsi- leg, þá má ekki gleyma því að hann á eftir að mæta heldur ófrýnilegum andstæðingum í síðustu umferðun- um, þeim Kasparov, Kramnik, An- and, Ivanchuk og Morozevich. Síð- ustu umferðirnar verða því afar spennandi og ómögulegt er að spá fyrir um það hver sigurvegari móts- ins verður. Hægt er að fylgjast með skákunum á Netinu um leið og þær eru tefldar. Best er að fara á vefsíðuna skak.is til þess að fá nánari upplýsingar, en auk þess eru skákir skýrðar jafnóðum á ICC-skákþjóninum. Hannes Hlífar og Þröstur á Bermúda Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson tefla um þessar mundir á Bermúda. Hannes teflir á sex manna móti sem eingöngu er skipað stórmeisturum, en Þröstur teflir í B-flokki. Gengi þeirra hefur ekki verið sem best í fyrstu umferðunum, en þó virðist vera að rofa til hjá þeim. Þröstur sigr- aði kvenstórmeistarann Martha Fierro (2.287) frá Ekvador í fjórðu umferð. Hann er með tvo vinninga. Hannes Hlífar gerði jafntefli við ísra- elska stórmeistarann Alex Gershon (2.540) í þriðju umferð í A-flokki og er með hálfan vinning. Hraðskákmót hjá TK á fimmtudögum Starfsemi TK er nú að hefjast eftir jólafrí. Sú breyting hefur verið gerð að hraðskákmót verða á fimmtudags- kvöldum í stað miðvikudaga. Stefnt er að því að mótin byrji ekki seinna en 20:15 og standi ekki lengur en til 23:00. Öll starfsemi TK fer fram í hús- næði félagsins í Hamraborg 5, þriðju hæð. Shirov eykur forskotið SKÁK W i j k a a n Z e e CORUS-SKÁKMÓTIÐ 13.–28.1. 2001 Daði Örn Jónsson GREININGAR- og ráðgjafarstöð ríkisins hefur gefið út tilraunaútgáfu, fræðslurit um þroskahömlun. Ritið var unnið fyrir styrk frá Starfs- menntaráði félagsmálaráðuneytisins sem var veittur til að koma á fót skipulagðri fræðslu um þroskahöml- un með námskeiðahaldi og útgáfu á námsefni. Í ritinu er leitast við að veita yfirlit yfir helstu þætti sem valda þroskahömlun hjá börnum. Alls hafa níu höfundar, sem hver hefur sérþekkingu á sínu sviði, skrif- að efni í ritið. Það er 98 síður að lengd. Hver undirkafli er um 3 síður, auk lista yfir frekara lesefni. Í ritstjórn voru þau Bryndís Halldórsdóttir, fræðslufulltrúi, Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður og barnalæknir og Tryggvi Sigurðsson, sálfræðingur. Stefán Hreiðarsson ritar aðfaraorð. Ritið verður notað sem ítarefni á samnefndum námskeiðum. Það er einnig til almennrar sölu og eru upp- lýsingar um það á heimasíðu Grein- ingarstöðvar: www.greining.is. Fræðslurit um þroskahömlun Það er svo miklu hljóðara í íbúðinni eftir að gullfisk- urinn dó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.