Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 45 NÚ STENDUR yfir í Reykjavík samkirkjuleg bænavika á vegum samstarfsnefnda kristinna trúfélaga og hófst hún með guðþjónustu í Dómkirkjunni á sunnudaginn. Í kvöld miðvikudag 24. janúar, verður samkoma í Kristskirkju í Landakoti og hefst hún kl. 20.30. Þar flytur predikun herra Johannes Gijsen, biskup Kaþólsku kirkjunnar á Ís- landi. Fulltrúar hinna ýmsu trúfélaga lesa ritningarorð. Tónlistaflutningur verður undir stjórn Úlriks Ólasonar, organista Kristskirkju. Allir eru velkomnir á samkomur bænavikunnar. Bústaðakirkja. Starf aldraðra í safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 13.30. Þar verður spilað, föndrað, sungið, spjallað og boðið upp á kaffi. Allir velkomnir. Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja: Foreldramorgunn kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Samverustund eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar, og sam- ræður. TTT (10-12 ára starf) kl. 16.30. Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Háteigskirkja: Samverustund eldri borgara kl. 11-16 í Setrinu í umsjón Þórdísar Ásgeirsdóttur þjónustu- fulltrúa. Viðtalstímar Þórdísar eru alla virka daga kl. 10-11. Sími 551 2407. Kvöldbænir og fyrirbænir í dag kl. 18. Laugarneskirkja: Kl. 14.30 kirkju- prakkarar (6-7 ára), kl. 17.15 æfing DKL, kl. 19.15 fermingarfræðsla, kl. 20 unglingakvöld Laugarneskirkju og Þróttheima (8. bekkur). Neskirkja: Orgelandakt kl. 12. Reynir Jónasson leikur. Ritningar- orð og bæn. Starf fyrir 7 ára börn kl. 14-15. Opið hús kl. 16. Biblíulest- ur kl. 17. kl. 18. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Seltjarnarneskirkja: Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur málsverð- ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17. Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyr- irbænastund er kl. 12-12.30. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- prests og djákna. Létt máltíð gegn vægu gjaldi á eftir í safnaðarheim- ilinu. Samvera eldri borgara er kl. 11-16. Spjall, kaffisopi, heilsupistill, létt hreyfing, slökun og kristin íhug- un er á dagskánni kl. 11-12. Bæna- gjörð, sálmasöngur og orgelspil er í kirkjunni kl. 12-12.30. Síðan er létt máltíð (kr. 500) í safnaðarheimilinu. Frá kl. 13 er spilað, hlustað á upp- lestur eða málað á dúka og keramik. Kaffisopi og smákökur eru í boði kirkjunnar kl. 15.20. Stundinni lýk- ur með söngstund á léttu nótunum undir stjórn Jóns Stefánssonar org- anista. Umsjón hefur Svala Sigríður Thomsen djákni. Árbæjarkirkja: Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand- mennt, spjall og spil. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar- efnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Kirkjuprakkarar, 7-9 ára, kl. 16-17. TTT, starf fyrir 10-12 ára, kl. 17-18. Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7-9 ára börn, kl. 16. TTT, starf fyrir 10-12 ára, kl. 17.15. Digraneskirkja: Æskulýðsstarf KFUM og Digraneskirkju fyrir 10- 12 ára drengi kl. 17.30. Unglinga- starf KFUM&KFUK og Digranes- kirkju kl. 20. Fella- og Hólakirkja: Kyrrðar- og bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Opið hús fyrir fullorðna til kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má koma til Lilju djákna í s. 557-3280. Látið einnig vita í sama síma ef ósk- að er eftir keyrslu til og frá kirkju. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Helgistund í Gerðubergi á fimmtu- dögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja: Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði. Allir vel- komnir. KFUM fyrir drengi á aldr- inum 9-12 ára kl. 16.30-17.30. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18- 19. Hjallakirkja: Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja: Samvera 8-9 ára barna í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. TTT, sam- vera 10-12 ára barna, í dag kl. 17.45- 18.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Seljakirkja: Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Léttur kvöldverður að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefnun í kirkjunni í síma 567 0110. Vídalínskirkja. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna, kl. 10-12 í safnaðarheimilinu. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgistund, spil og kaffi. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr- irbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl. 13. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. kl. 12-12.30 kyrrðarstund í kirkjunni, kl. 14.40-17.15 fermingarfræðsla. Kl. 20 opið hús í KFUM & K-hús- inu. Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18, Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, ung- lingafræðsla, kennsla fyrir ensku- mælandi og biblíulestur. Allir vel- komnir. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25 súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurs- hópar. Umsjón: Ásta Sigurðardóttir. Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni um kl. 22. KEFAS, kristið samfélag. Samveru- stund unga fólksins kl. 20.30. Allir velkomnir. Boðunarkirkjan. Hlíðarsmára 9, Kópavogi. Námskeið dr. Steinþórs Þórðarsonar „Lærum að merkja biblíuna“ kl. 20 í kvöld. Mörg spenn- andi verkefni verða tekin fyrir og biblían verður aðgengilegri. Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf kl. 16.30 í umsjá Vilborgar Jónsdótt- ur og er ætlað börnum 6 til 9 ára. Bænavikan: Samkoma í Kristskirkju í kvöld Safnaðarstarf Landakotskirkja Morgunblaðið/Ómar Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilaði tvímenning á níu borðum mánudaginn 22. janúar. Miðlungur 168. Beztum árangri náðu: NS Karl Gunnarss. – Ernst Backman 189 Þormóður Stefánss. – Þórhallur Árnas. 187 Sverrir Gunnarss. – Einar Markúss. 183 AV Dóra Friðleifsd. – Guðjón Ottóss. 220 Sigríður Ingólfsd. – Sigurður Björnss. 200 Unnur Jónsd. – Jónas Jónss. 171 Eldri borgarar spila brids í Gull- smára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Mæting kl. 12.45. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridshátíð Flugleiða, BSÍ og BR 20. Bridshátíðin verður haldin að Hótel Loftleiðum 16. - 19. febrúar. Gestalistinn að þessu sinni er mjög glæsilegur: Eftirlæti íslenskra bridsara, Zia Mahmood, kemur ásamt Barnet Shenkin, Ralph Katz og George Mittelman. Pólska lands- liðið skipað: Krzysztof Jassem, Piotr Tuszynski, Jacek Romanski og Apol- inary Kowalski. Ensku tvíburarnir Jason og Justin Hackett ásamt Kín- verjunum Fu Zhong og Wayne Chu. Tvær sterkar sænskar sveitir koma á eigin vegum og auðvitað verða allir sterkustu íslensku spilararnir á Bridshátíð að venju. Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu BSÍ www.bridge.- is þar sem einnig er hægt að skrá sig eða í s. 587 9360 Evrópumót í tvímenningi Opinn flokkur - Eldri spilarar. Mótin verða spiluð í Sorrento, Ítalíu dagana 19. - 24.mars. Skráningarfrestur til 5. febrúar. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu BSÍ s. 587 9360. Námskeið í skyndihjálp Kópavogsdeild Rauða kross Íslands heldur eitt námskeið í almennri skyndihjálp og annað í sálrænni skyndihjálp ef næg þátttaka fæst. Námskeið í almennri skyndihjálp stendur frá 19. febrúar til 1. mars. Kennsla skiptist á 4 kvöld og er kennt mánu- daga og fimmtudaga kl. 19.30—22.30. Námskeið í sálrænni skyndihjálp. Kennt er á tveimur kvöldum, mánudaginn 5. og fimmtudaginn 8. febrúar, kl. 19.30—22.30. Kennsla fer fram í Snælandsskóla. Upplýsingar og innritun í síma 554 6626 mánu- daga og miðvikudaga kl. 10.00—12.00 á skrif- stofu deildarinnar. Utan skrifstofutíma er sím- svarinn á og geta umsækjendur þá lesið inn nafn, heimilisfang og símanúmer sitt. Einnig er hægt að skrá sig á netfangi rkk@li.is . Kópavogsdeild Rauða kross Íslands, Kópavogsbraut 1, Sunnuhlíð. ÓSKAST KEYPT Vinnubúðir Óskum eftir að kaupa eða leigja vinnubúðir. Upplýsingar í síma 511 1522. KENNSLA TILKYNNINGAR   Kaupi bækur og bókasöfn. Upplýsingar í síma 898 9475. VINNUVÉLAR Kranar Vegna aukinna umsvifa vantar okkur bygging- arkrana til kaups eða leigu. Upplýsingar í síma 511 1522. ÝMISLEGT Frímerki — uppboð Thomas Höiland Auktioner a/s í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norð- urlöndum með uppboð á frímerkjum og öðru skyldu efni. Starfsmenn fyrirtækisins verða á Íslandi föstu- dag og laugardag, 2. og 3. febrúar nk., til að skoða efni fyrir næsta uppboð, sem verður í apríl. Leitað er eftir frímerkjum, heilum söfnum og lagerum, en mestur áhugi er þó á frímerktum umslögum og póstkortum frá því fyrir 1950. Áhugi erlendis á íslensku frímerkjaefni er mikill um þessar mundir. Þeir, sem áhuga hafa á að sýna og selja frí- merkjaefni, geta hitt starfsmenn fyrirtækisins á Hótel Esju laugardaginn 3. febrúar á milli kl. 10 og 12 eða eftir nánara samkomulagi á öðrum tíma. Frekari upplýsingar gefur Össur Kristinsson í símum 555 4991 eða 698 4991 eftir kl. 17.00 á daginn og um helgar. Thomas Höiland Auktioner a/s, Frydendalsvej 27, DK-1809 Frederiksberg C. Tel: 45 33862424 — Fax: 45 33862425. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Huglækningar/heilun Sjálfsuppbygging. Samhæfing líkama og sálar. Áran. Fræðslumiðlun. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. Uppl. í síma 553 8260 f.h. ÝMISLEGT Tæknifræði — verkfræði Kynning á verkfræði og tækni- fræðinámi í Syddansk Universit- et, Sønderborg, verður haldin í Verkfræðingahúsinu við Engja- teig fimmtud. 25/1 kl. 20.00. FÉLAGSLÍF  Njörður 6001012419 I I.O.O.F. 7  18112471/2  Þb. I.O.O.F. 9  1811247½  Dd. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58—60. Samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20.30. Sveinbjörg Björnsdóttir og sr. Ólafur Jó- hannsson tala. Allir hjartanlega velkomnir. Netfang http://sik.is . Deildarfundur jeppadeildar Íslandsbanki-FBA tekur á móti jeppadeild Útivistar miðvikudaginn 24. janúar kl. 20.00 á Kirkjusandi 2. Norðurpólsfarinn Haraldur Örn Ólafsson segir frá reynslu sinni og kynnir bókina „Einn á ísnum“. Næstu ferðir Jeppadeildar kynntar og hugmyndir um und- anfara og fararstjóratilhögun. Allir velkomnir. Jeppadeild Útivistar auglýsir eft- ir drífandi jeppamönnum eða fróðum, frásagnarglöðum ein- staklingum til að annast leið- sögn og aðstoð í ferðum. Nánari upplýsingar á fundi Jeppadeildar þann 24. janúar eða á skrifstofu Útivistar. Fimmtudagur 25. jan. kl. 20. Opið hús í Naustkjallaranum. Hverjir eiga fjöllin? Ívar Björnsson, lögfræðingur, fjallar um þetta mikilvæga mál. Slegið á létta strengi með Bása- bandinu og hitað upp fyrir þorrablótið 2.—4. febrúar. Sjá ferðaáætlun 2001 á heima- síðu: utivist.is og næstu ferðir á textavarpi bls. 616. Sjáumst! R A Ð A U G L Ý S I N G A R I.O.O.F. 1818112488½I*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.