Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 39 Svo tignarlegur, hraustur, fróður og beinn í baki, þannig er minningin um þig, elsku afi. Frá því ég var lítil stelpa, fannst mér afi eiga svör við öllum spurningum mínum, þegar ég varð unglingur komst ég að því að ég var ekki allt- af sammála honum, en þegar ég komst yfir unglingabólurnar vissi ég að það var líka allt í lagi, það var að hlusta á skoðanir hvors ann- ars og kannski kæmumst við að samkomulagi. Það voru ófá skiptin sem ég fór uppá Laugarásveg 47 með spurningar sem enginn annar en afi kunni svörin við. Eitt sinn var það málverk sem ég vissi ekki hvar var málað, í eitthvert annað skiptið vantaði mig fuglanafn á frönsku. Oft voru það upplýsingar um hinar ýmsu fræðibækur sem ég vissi ekki að væru til eða nöfn á gömlum nytjahlutum og útskýring- ar á notkun þeirra. Eða þegar ég fór sem leiðsögumaður á Snæfells- nesið í fyrsta skipti og hafði ekki komið þangað frá því í æsku, afi fræddi mig um svo margt, um staðhættina, fuglana, söguna og gönguleiðirnar, að ekki grunaði nokkurn mann annað en ég væri mjög kunnug Snæfellsnesinu. Jafn- vel ég var byrjuð að trúa því sjálf, svo góð var fræðslan sem ég fékk. „Afi fáni“ sagði einu sinni kunn- ingi minn, já „afi fáni“ er hann kallaður á mínu heimili, sagði hann. Fánar og fánaathafnir var eitt af því sem afi bar mikla virð- ÞORSTEINN EINARSSON ✝ Þorsteinn Ein-arsson fæddist í Reykjavík 23. nóv- ember 1911. Hann lést á heimili sínu 5. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 12. janúar. ingu fyrir. Þegar ég var yngri beið ég spennt eftir afmælis- deginum mínum, mér fannst það mikill heið- ur að afi skyldi draga fánann að húni, bara af því ég átti afmæli. Enginn afmælisdagur gleymdist og efast ég um að nokkur dagur einhvers okkar hafi nokkurn tíma gleymst, þrátt fyrir allan fjöldann. Á öll- um helstu tyllidögum blakti fáninn á Laug- arásvegi 47, nema kannski undir það síðasta. Okkur krökkunum fannst afi oft gamaldags í hjónafræðunum, sum okkar fengu frjósemiskýr ef hon- um fannst við ekki sinna þessum málum, aðrir fengu ábendingar um að það væri beinlínis óhollt að vera ógiftur og vera án fjölskyldu. Afi hafði oft miklar áhyggjur að ég skyldi ekki ná mér í mann. Ég sendi honum póstkort frá Ítalíu, sagðist vera orðin leið á úti- vistinni og ætlaði mér heim og ná mér þá í mann í lopapeysulitunum, ég fékk fljótt bréf til baka þar sem hann svaraði að þetta væri besta gjöfin það árið. Það er einn eftirmiðdagur sem ég mun seint gleyma, Ásdís systir og ég vorum í nokkurra daga fríi á Íslandi, þá þótti okkur tilvalið að eyða deginum með afa og ömmu. Afi hafði skipulagt daginn og var blómagarðurinn í Laugardal á dag- skránni. Tróðumst við öll fjögur í bílinn hjá afa, ekki treystum við alltaf á ökufærni hans, en það var stutt að fara. En ekki vissum við að afi færi enn styttri leið, skyndi- lega sveigði afi uppá gangstétt, tók vinstri beygju eftir gangstíg sem lá inn í miðjan blómagarðinn og þar lagði hann afi minn bílnum, enda átti hann garðinn held ég bara. Amma virtist alls ekki óvon þessari leið. Þarna áttum við ógleyman- legan eftirmiðdag saman. Afi sagði okkur frá öllum blómunum, ekki nóg með að hann þekkti allar teg- undirnar, líka hvert og eitt blóm persónulega, rétt eins og hann þekkti okkur öll. Ferðin endaði í gróðurhúsinu þar sem Ásdís systir tók mynd af þeim ömmu og afa, þar sá ég hvernig ástin blómstraði á milli þeirra, innan um öll hin blómin. Það er erfitt að kveðja þig, afi, kannski hélt ég að þú værir ódauð- legur og ég myndi aldrei þurfa að kveðja þig. Blessuð sé minning þín. Ragnheiður Ingunn. „Alltaf var hann goðaglæstur, gæddur tign og konungsanda.“ Þessi lýsing Davíðs Stefánssonar á Herði Grímkelssyni í kvæðinu um Helgu Jarlsdóttur hefur hljómað í huga mér síðan ég frétti lát Þor- steins Einarssonar. Þorsteinn var samstarfsmaður og vinur föður míns til margra ára og þeir byggðu saman hús á Laugarásvegi 47 hér í borg. Aldursmunur þeirra var tutt- ugu ár. Við hjónin hófum búskap í skjóli foreldra minna á Laugarás- veginum og þess vegna vorum við einnig sambýlisfólk Þorsteins og hans fjölskyldu um sex ára skeið. Sambýlið í þessu húsi var einstakt í sinni röð. Þeir Þorsteinn og faðir minn unnu báðir á Fræðslumála- skrifstofunni og þær Ásdís, eig- inkona Þorsteins, og Sólveig móðir mín voru sálir hússins. Í þessu húsi ólust upp tíu börn Þorsteins og tvö af okkar börnum um nokkurra ára skeið. Einkum var það dóttir okkar sem frá því hún gat skriðið upp stigann hvarf í glauminn á loftinu og átti þar dýrðlega daga með yngri börnum Þorsteins og Ásdís- ar. Þessi sama dóttir var vistkona á barnaheimilinu Laufásborg og þeir voru ófáir morgnarnir sem við fengum að sitja í jeppanum hans Þorsteins. Hann lét sig ekki muna um að aka okkur þangað í leiðinni. Þessar morgunstundir í jeppanum með Þorsteini og pabba voru oft afskaplega skemmtilegar. Ekki voru þeir alltaf sammála í öllu, sér- staklega ekki í eilífðarmálunum. Pabbi var hallur undir yfirnátt- úrleg fyrirbrigði en Þorsteinn þvert á móti. Ég man söguna sem hann sagði um að á hans uppvaxt- arárum hefði kvenfólkið á heim- ilinu og reyndar fleiri orðið varir við einkennilegt hljóð, þrusk og hvískur í stofunni. Þeim stóð ekki á sama og ákváðu að þetta tengdist einhverju yfirskilvitlegu og hvað haldið þið svo að hafi uppgötvast sagði Þorsteinn: Þetta var mús sem hafði komist inn í orgelið! Pabbi sagði að hann ætlaði að láta Þorstein vita af sér með einhverj- um ráðum þegar hann flyttist yfir landamærin. Því miður gafst mér ekki tækifæri til þess að spyrja Þorstein hvort hann hefði staðið við það. Í bakgarðinum á Laug- arásveginum ræktuðu þau Þor- steinn og mamma grænmeti. Síðari hluta sumars fór hann oftast út í garð á morgnana og náði sér í grænmeti, setti það í brúnan bréf- poka og hafði það í hádegismat á skrifstofunni. Mikið var hlegið þeg- ar hann uppgötvaði einn daginn að hann hafði tekið rangan poka með sér. Hann hafði sem sé tekið poka með brauðsúpubrauði í stað græn- metisins. Og hann hló sjálfur manna mest að mistökunum. And- rúmsloftið á Fræðslumálaskrifstof- unni á þessum dögum var alveg sérstakt. Þar var valinn maður í hverju rúmi og svo skemmtilegt að koma þar að kannski dvaldist mér stundum örlítið lengur þar en efni stóðu til þegar ég var send þangað með bréf frá menntamálaráðuneyt- inu en þar vann ég á þessum árum. Karlarnir á Fræðslumálaskrifstof- unni voru flestir hagmæltir, misvel að vísu, en margar skondnar vísur komu þaðan og urðu jafnvel lands- þekktar. Ég held að Þorsteinn hafi verið bestur í fyrripörtunum. Þor- steinn var hamhleypa til vinnu hvort sem var heima eða heiman. Hans starf útheimti töluverðar fjarvistir frá heimilinu en þá hélt Ásdís heimilinu gangandi með sinni léttu, ljúfu lund. Það er mikil gæfa að kynnast góðu fólki. Ekki síst á sínum ungu dögum þegar allt lífið er svo ómótað og þú átt svo auðvelt með að tileinka þér siði og venjur annarra. Sambýlið með þeim Þorsteini og Ásdísi og börn- um þeirra gleymist aldrei, svo góð áhrif hafði það á okkur ungu hjón- in í kjallaranum, og eftir að við fluttum í burtu held ég að aldrei hafi fallið úr jól svo við ekki skipt- umst á jólakveðjum. Því miður gát- um við hjónin ekki verið við útför Ásdísar og fengum þess vegna ekki tækifæri þá til að taka í hönd þessa gamla en síunga vinar okkar, sem við reyndar hittum stundum á förnum vegi. En fánakveðjan við útför hans snart okkur djúpt. Við minntumst óteljandi stoltra stunda þar sem hann hár og glæstur Ís- lendingur gekk með íslenska fán- ann í fararbroddi fyrir okkar ágætu íþróttamönnum. Við hjónin, börn okkar og einnig systkini mín vottum börnum Þor- steins, tengdabörnum, barnabörn- um, barnabarnabörnum og öðru skylduliði okkar dýpstu samúð og við samgleðjumst þeim að hafa átt sína góðu foreldra svona lengi. Megi björt minningin um þau fylgja þeim og okkur öllum um ókomna ævidaga. Blessuð sé minn- ing Ásdísar Jesdóttur og Þorsteins Einarssonar. Ásgerður Ingimarsdóttir. Það er skrítið að hugsa til þess að þú varst í boði hjá okkur síðasta laugardag og nú ertu dáinn og sofnaður svefninum langa sem þú varst farinn að bíða eftir. Þakka þér fyrir að kenna mér að spila og tefla. Þeir voru margir skemmtilegir föstudagarnir sem við áttum þegar þú og amma komuð í heimsókn. Mamma setti permanent í ömmu og þú og ég spil- uðum. Þú varst líka rosalega klár að spila á harmoniku og við eigum marg- ar góðar minningar frá því. Þú varst alltaf svo hress þrátt fyrir veikindin allt þar til þú lést. Þú hafðir alveg ein- stakan húmor og gast alltaf komið fólki í gott skap. Það held ég að þér hafi þótt sárast við að missa röddina. Þá varstu að vísu ekki alltaf í góðu skapi, enda ekki skrítið þegar maður getur lítið annað gert en að liggja í rúmi, en þrátt fyrir það og að hafa varla neina rödd gastu samt komið fólki til að hlæja. Ég mun alltaf eiga góðar minningar um þig þó að síðustu árin hafi ekki verið neitt sældarlíf fyr- ir þig. Þess vegna er ég ánægður að þessu er lokið þín vegna. Þó að ég hafi verið að búa mig lengi undir þessa frétt er þetta samt svo sárt og maður getur aldrei undirbúið sig fyrir það að missa ástvin. Ég mun sakna þín sárt HALLDÓR Þ. ÁSMUNDSSON ✝ Halldór Þ. Ás-mundsson fædd- ist 15. júní 1917. Hann lést á dvalar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 17. jan- úar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 22. janúar. en í von um að sjá þig aftur bráðlega. Opinberunarbókin 21:3–4: „Og ég heyrði raust mikla frá hásæt- inu, er sagði: Sjá, tjald- búð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er far- ið.“ Þinn Ari. Þegar ég var yngri var afi þegar orðin veikur, en hann var samt alltaf hress og kom mér alltaf í gott skap. Áður en hann varð alvarlega veik- ur þá var ég oft að spila við hann og hann spilaði líka á harmoniku fyrir mig og systkini mín. Og við eigum það líka á vídeospólu. En eftir að hann varð mjög veikur þá gátum við ekki spilað og talað jafn mikið saman og ég hefði viljað og núna er hann farinn. Og ég mun sakna hans mjög mikið. Þinn Andri Jónas. Þegar ég var lítil lék hann á harm- oniku fyrir mig. Og við vorum alltaf að spila ólsen ólsen og mörg önnur skemmtileg spil og ég dansaði alltaf ballett fyrir hann. Það hefði verið gaman að þekkja afa þegar hann var yngri og hressari en þá var ég ekki fædd. En nokkrum árum seinna þeg- ar parkinsonsveikin varð verri fór hann að hætta að muna margt. Mér finnst leitt að ég hafi ekki verið meira með honum síðustu dagana. Brynjar Alexander litli bróðir sem er bara fimm mánaða fékk bara að kynnast afa stuttan tíma. Brynjar veitir ömmu mikla gleði fyrst afi er dáinn og þá verður amma ekki eins ein- mana. Mér finnst mjög skrýtið að afi hafi verið í fjölskylduboði hjá okkur á laugardaginn en er núna látinn. Ég hlakka til að fá að sjá hann í paradís eins og Jesú sagði í Biblíunni í Lúkas 23; „þú skalt vera með mér í Paradís.“ Elsa Sigrún. Elsku afi, ég vil fá að kveðja þig með örfáum orðum. Það er margs að minnast þegar ég hugsa til baka. Ég átti margar samverustundir með þér og ömmu í Kópavogi. Stundir eins og þegar þú tókst fram stóru nikkuna þína og spilaðir fyrir mig eða þegar þú kenndir mér tveggja manna kapal. Og þegar við nutum saman epla- kökunnar hennar ömmu við eldhús- borðið, svo ekki sé minnst á rjóma- bollurnar á bolludaginn. Hvað lundin þín, afi minn, var alltaf létt. Elsku amma, ég og mamma þökk- um fyrir allar ánægjulegu stundirnar með ykkur. Megi afi hvíla í Guðs friði. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er ver, ef værir þú hjá mér vildi’ ég glaður verða betri en ég er. Ég gái út um gluggann minn hvort gangir þú um hliðið inn. Mér alltaf sýnist ég sjái þig, ég rýni út um rifurnar. Ég reyndar sé þig alls staðar. Þá napurt er, það næðir hér og nístir mig. (Vilhj. Vilhj.) Þín sonardóttir, Íris Dögg Ásmundsdóttir. MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@- mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstak- ling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Frágangur afmælis- og minning- argreina                                              !"##  $%&'$ #"(( ) ) *)#  + ##  )+$ $$#"(( #",# #"(( -  ,#)#  '!!%' $ )$'!!%'.            */ 0. 1*  &2#$'( 34        !  "    !  #  $#%% &     !'(  '          )     5 6&))"(( 7) +##  $) 6&))"((  !" - #(##  $  6&))#  #)  &#"(( 85 6&))#  $)$ )"#"(( '!!%' $ )$'!!%'.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.