Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Dagbók háskólastúdents Frá daglegu lífi til hugleiðinga Í DAG stendur HáskóliÍslands og fleiri fyrirsöfnun dagbóka há- skólastúdenta og verkefn- ið Dagbók háskólastúd- ents. Sif Sigmarsdóttir sagnfræðinemi er einn þeirra háskólastúdenta sem ætla að halda dagbók í dag. Hvers konar verk- efni er þarna um að ræða, Sif? „Hugmyndin er nú sú að nemendur skrifi dag- bók einn dag og skili svo inn til varðveislu í Lands- bókasafni Íslands – Há- skólabókasafni. Miðviku- dagurinn 24. janúar varð fyrir valinu“ – Vegna hvers varð sá dagur fyrir valinu? „Þetta þótti hentugur dagur, ekki of nálægur helgi. Við vildum fá sem raunsannasta mynd af lífi háskólastúdents og töldum því þennan dag tilval- inn.“ – Um hvað á að skrifa? „Dagbókarformið býður upp á ýmsa möguleika en við viljum fá sem fjölbreyttast efni. Fólk get- ur skrifað um daglegt líf, um nám sitt, um fjölskylduna og ýmsar hugleiðingar.“ – Hver er tilgangurinn með þessu? „Hann er sá að skapa heim- ildir. Ef maður hugar að ritun sögu Háskóla Íslands þá kemur fljótt í ljós að þrátt fyrir miklar heimildir í skjalasafni skólans um stjórnsýsluna skortir nú vitn- eskju um daglegt líf stúdenta og háskólasamfélagið yfir höfuð.“ – Ýmsir hafa skrifað um há- skólanám sitt í endurminninga- bókum, er slíkt ekki heimildir? „Jú, vissulega eru það heim- ildir og væntanlega mjög góðar heimildir. En við viljum þarna draga saman mynd af daglega lífinu hjá háskólanemanum. Há- skólasamfélagið breytist mjög hratt í rauninni og því er mjög gaman að geta fengið mynd af því eins og það er nú. Svo mætti endurtaka verkefnið eftir nokk- urn tíma og bera saman þau skrif og hin eldri.“ – Hvernig á að nýta þessar heimildir sem svona safnast? „Dagbækur eru mjög líflegar heimildir og mikilvægar við söguritun. Styðjast má við dag- bækurnar, t.d. við ritun sögu Háskóla Íslands, einnig kynnu þær að nýtast við sjálfstæðar rannsóknir um líf og störf há- skólastúdenta. Svo eru þær væntanlega skemmtileg lesning fyrir háskólanema, bæði núna og væntanlega síðar. Sú hugmynd er einnig uppi að gefa út úrval dagbókanna í tilefni 90 ára af- mæli Háskóla Íslands nú á þessu ári.“ – Á þetta verkefni sér erlenda fyrirmynd? „Það veit ég ekki, hins vegar voru landsmenn allir hvattir til þess árið 1998 að taka þátt í sambærilegu verkefni, en þá komu inn mjög fáar dagbækur frá há- skólanemum.“ – Eru allir háskóla- nemar í landinu hvatt- ir til að taka þátt í þessu? „Það eru einungis nemar við Háskóla Íslands sem taka þátt í þessu verkefni.“ – Hverjir standa að þessu verkefni auk Háskóla Íslands? „Það eru nokkrir aðilar, svo sem Stúdentaráð HÍ, handrita- deild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Skjalasafn HÍ og þjóðháttadeild Þjóðminja- safns Íslands.“ – Hvað verður mikið gefið út af þessum dagbókum? „Við vonum að þetta geti orðið sæmileg bók en það fer auðvitað eftir því hvernig verkefnið geng- ur og hvað við fáum mikið inn. Við vonum að við fáum sem flestar bækur þannig að verk- efnið gangi upp og hægt verði að nota heimildirnar eins og fyr- irhugað er.“ – Hefur þú kannað dagbæk- urnar sem fólk ritaði í einn dag 1998? „Já, ég hef aðeins litið á þær sem komu út í bók í úrvali þess- ara dagbóka. Þetta var mjög fjölbreytt úrval dagbóka sem birtist í þessari bók, þær voru bæði handritaðar og skrifaðar í tölvu og voru prentaðar í upp- runalegu formi. Yngri kynslóðin myndskreytti oft sínar dagbæk- ur.“ – Gerið þið einhverjar sérstak- ar kröfur til frágangs á dagbók- unum núna? „Við hvetjum nemendur til þess að senda okkur dagbæk- urnar í tölvupósti á netfangið: dagbok@hi.is. Einnig verður að finna sérstaka kassa á háskóla- svæðinu fyrir þá sem sjá sér ekki fært að nýta sér tölvu- tæknina. Svo bjóðum við einnig upp á að fólk skrifi ekki undir nafni. Þátttakendur mega ráða slíku, en ef þeir eru nafnlausir þá verða þeir að greina frá kyni og aldri.“ – Væru heimildirnar ekki per- sónulegri ef þær væru handrit- aðar? „Jú, þær væru það en það er auðveldara fyrir okkur, bæði til að skrá þær, vinna með þær og varðveita, að fá þær í tölvutæku formi.“ – Ertu með nokkrar leiðbeiningar um ritun dagbókanna að lokum? „Við viljum gefa sem minnstar leiðbeiningar svo að við fáum sem fjölbreyttast efni. Dagbæk- ur geta verið sáraeinfaldar að formi en einnig langar hugleið- ingar og allt þar á milli. Þess má geta að það verða dregnir út tíu dagbókarritarar sem hljóta bókaverðlaun frá Háskólaútgáf- unni að launum fyrir þátttökuna. Sif Sigmarsdóttir  Sif Sigmarsdóttir fæddist í Reykjavík 30. nóvember 1978. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1998 og lýkur BA-prófi í íslensku og sagnfræði í vor. Hún stundar einnig tónlistarnám við Nýja tón- listarskólann. Hún starfaði sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu sl. sumar og einnig með námi nú. Viljum fá sem fjölbreyttast efni frá sem flestum Því miður frú, gleraugu hjálpa ekkert í svona tilfelli. Hann er bara svona bláeygður. LANDVERND hyggst hefja notk- un hér á landi á svokölluðum Blá- flaggi og Grænu flaggi. Bláflaggið er umhverfismerki sem nýtur virð- ingar víða í Evrópu sem tákn um góða umhverfisstjórnun í smábáta- höfnum og baðströndum. Græna flaggið er umhverfismerki og tákn um góða fræðslu og umhverfis- stefnu í skólum. Að baki merkjunum stendur sjálfseignarstofnun sem heitir Foundation for Environmental Education in Europe, FEEE, sem var stofnuð árið 1981. Aðildarfélög eru 21 frjáls félagasamtök í 21 ríki Evrópu. Landvernd er aðili að FEEE. Í tilefni af notkun merkjanna hérlendis kom hingað til lands Jan Eriksen frá Friluftsraadet í Dan- mörku, sem heldur utan um Bláflaggið og Græna flaggið þar í landi. Eriksen segir að smábáta- hafnir sem hyggist sækja um Bláflagg- ið þurfi að uppfylla fjögur skilyrði, þ.e. að geta veitt upp- lýsingar um umhverfismál, geta boðið upp á aðstöðu, geta boðið upp á þjónustu og að síðustu að geta haft stjórn á umhverfisþátt- unum í smábátahöfninni. Markmiðið er að auka umhverf- isgæði smábátahafna og auka vit- und notenda smábátahafnanna um umhverfismál. Eriksen segir að reynslan sé góð og ný lönd bætist stöðugt við. Hann segir að ferðamenn sæki í sí- fellt auknum mæli á þá staði sem státi af Bláflagginu, hvort sem það eru bað- strandir eða smá- bátahafnir. Eriksen segir að Græna flaggið sé ætlað skólum í kjölfar verkefnis sem ætl- að er að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verk- efnin snúast um losun úrgangs, orkunotkun, vatnsnotkun og græn svæði. Eriksen heimsótti m.a. Selás- skóla þar sem unnið er að umhverf- isverkefni og sagði hann afar gott starf unnið þar. Landvernd tekur upp Blá- flaggið og Græna flaggið HALLDÓR Ásgrímsson, starf- andi heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, segir að reglur um niður- fellingu greiðslna til öryrkja þegar þeir dveljast inn á sjúkra- stofnunum umfram tiltekin tíma- mörk hafi verið rýmkaðar veru- lega í tíð núverandi ríkisstjórnar. Hann sagði að hér væri um reglur um svokallaða vasapeninga að ræða sem hefðu gilt svo lengi sem hann gæti munað. Þær hefðu þótt of þröngar og hefðu verið rýmkaðar verulega fyrir frumkvæði Ingibjargar Pálmadóttur. Gilda einnig um ellilífeyrisþega Halldór sagði að þesar reglur giltu ekki aðeins um öryrkja held- ur einnig um elllífeyrisþega sem dveldu á sjúkrastofnunum. Regl- urnar hefðu á sínum tíma verið settar til að jafnræði væri milli þeirra sem þyrftu að sjá fyrir sér í heimahúsum og þeirra sem væru á stofnunum hins opinbera. Hvaða mörk ættu að gilda í þessum efn- um væri að sjálfsögðu umdeilan- legt. Aðspurður hvort ganga þyrfti lengra í þessum efnum sagðist Halldór ekkert vilja fullyrða um það, en vísaði til þess að reglurnar hefðu verið rýmkaðar verulega. Greiðslurnar væru fyrst og fremst ætlaðar til framfærslu og það mætti ljóst vera að forsendur breyttust mikið við það að ein- staklingar færu inn á sjúkrastofn- anir. Starfandi heilbrigðisráðherra um öryrkja inni á sjúkrastofnunum Reglurnar rýmk- aðar verulega ÞORBJÖRG St. Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Tæknivali, kynnir Skólatorgsverkefnið föstudaginn 26. janúar kl. 15:15. Kynningin verður haldin í stofu M 301 í aðalbyggingu Kennaraháskóla Íslands við Stakka- hlíð og er öllum opin. Rannsóknir er sýna fram á gildi samstarfs heimila og skóla og sá möguleiki að nýta upplýsinga- tæknina til að þjónusta skólasam- félagið urðu kveikjan að þróunar- verkefni sem hófst snemma árs 1999 og kallast Skólatorg. Skólatorgið er vefútgáfukerfi og upplýsingavefur fyrir grunnskóla. Meginmarkmið þessarar nýju lausnar er að efla upp- lýsingamiðlun, samskipti og sam- starf milli fjölskyldna og skóla. Í desember tók Menntasmiðja Kennaraháskóla Íslands að sér rit- stjórn á þjónustuvef Skólatorgsins. Þetta var gert í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðum og lifandi tengslum á milli Kennaraháskólans og grunnskólanna í landinu enda eru fjölmargir sérfræðingar innan skól- ans sem geta miðlað af þekkingu sinni, segir í fréttatilkynningu. Kynning á Skólatorgi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.