Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK
50 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Víkverji skrifar...
ÞJÓNUSTA við bíleigendur ábensínstöðvum hefur yfirleitt
verið þokkalega góð og reyna starfs-
menn að verða við óskum viðskipta-
vina eins og unnt er. Enda er hægt
að kaupa þar næstum hvaðeina er
snertir bílinn, allan rekstur hans og
umhirðu. Starfsmenn skipta um
þurrkublöð, ljósaperur og sinna öðru
smálegu sem bíleigandann vanhagar
um fyrir utan að dæla olíu og bensíni
á farartækin.
Í seinni tíð hafa bensínstöðvar
hins vegar verið að breytast úr því að
sinna eingöngu bílnum og öllu sem
við kemur honum í það að sinna einn-
ig þörfum mannsins fyrir fæði og
klæði. Stöðvarnar eru með öðrum
orðum orðnar verslanir, næstum því
stórmarkaðir þar sem fá má mjólk
og brauð fyrir nú utan lottómiða og
blöð og tímarit. Þetta er svo sem gott
og blessað en að mati Víkverja er
þetta ekki tilgangur bensínstöðvar.
Hún á fyrst og fremst að annast
þjónustu við bílinn en ekki hungur
bíleigandans. Starfsmenn eiga því að
láta verkefni vegna bílanna hafa for-
gang.
Þess vegna væri lausnin kannski
sú að skipta þessu meira niður á
stöðvunum. Gerist bíleigandinn
hungraður verður hann að fara í
deildina sem selur pylsur og kók þar
sem hann getur fengið starfsmenn-
ina þar til að stjana við sig hálfan
daginn ef svo ber undir (og muna þá
að færa bílinn frá dælunni svo næsti
komist að). Þetta ættu forráðamenn
bensínstöðva að athuga því það er
hvimleitt að bíða eftir að borga elds-
neyti, sem tekur yfirleitt enga stund,
meðan einhver er að láta bera í sig
matvöru, smyrja ofan í sig, útbúa
pylsuna eða raða namminu í poka,
sem virðist alltaf taka óratíma. Sem
sagt: Deildaskipta bensínstöðvum,
eins og er reyndar fyrir hendi á
stöku stað.
x x x
EINS og trygga lesendur Vík-verja rekur eflaust minni til
gerði hann að umfjöllunarefni í haust
malbikunarframkvæmdir í Heið-
mörk. Fannst honum þær mikið
þjóðþrifaverk enda vegir um svæðið
víða hvimleiðir.
Ekki alls fyrir löngu fór Víkverji
um Heiðmörkina eins og stundum
áður og þá um þennan nýja malbik-
aða eða olíuborna spotta sem liggur
meðfram Vífilsstaðahlíðinni. Bundna
slitlagið er enn á sínum stað en það
er hins vegar ekki eins rennislétt og
það var í haust þegar framkvæmd-
unum lauk. Vegurinn er nánast allur
í bungum, dældum og hæðum. Hlýt-
ur það að teljast nokkuð undarlegt
með svo nýjan veg eða hvaða eðl-
isfræði er þar að baki?
Hefur frost í jörð þessi áhrif? Á
þetta eftir að jafna sig með vorinu?
Verða slíkar bungumyndanir árviss
viðburður eða er þetta bara á fyrsta
vetri eftir malbikun? Skemmir svona
„teygjutvist“ ekki slitlagið? Eða er
umferðin kannski ekki nógu mikil til
að slétta út áhrifin?
Ekki kann Víkverji skýringar á
þessu. Og þetta er svosem ekki stór-
mál en það er hvimleitt. Það hefði
mátt ætla að tilgangur bundna slit-
lagsins væri að fá sléttan og góðan
veg. Bundna slitlagið er að vísu slétt-
ara og betra en gamli malarvegurinn
en það á að geta verið ennþá sléttara,
jafnvel þótt það sé frost í jörð. Vík-
verji er opinn fyrir skýringum vísra
manna ef þær berast.
MENN geta ekki orða
bundist lengur hvað snert-
ir dómstóla á Íslandi.
Kannanir meðal almenn-
ings á síðustu misserum
hafa sýnt að almenningur
treystir ekki dómstólum á
Íslandi. Allt að 75% Íslend-
inga treystir ekki á hlut-
leysi dómstóla. Það er öf-
ugt hlutfall miðað við
nágrannalöndin þar sem
75% manna treystir dóm-
stólum.
Það er töluvert til í
þessu, því mikið er um
fúsk hjá íslenskum dóm-
stólum, sérstaklega ef
menn þurfa að sækja rétt
sinn gegn ríkinu. Fordæm-
in sýna að þá dæma dóm-
arar vinnuveitendum sín-
um og yfirboðurum í hag.
Hvernig stendur til
dæmis á því að það þarf að
skipa nefndir til að túlka
niðurstöður í dómum
Hæstaréttar Íslands eins
og virðist vera í máli Ör-
yrkjabandalagsins? Það
virðist taka fjölda manns,
þ.m.t. löglærða í opinber-
um nefndum, margar vikur
við að vinna í því að finna
út hvað dómur gengur út
á. Svo virðast menn ekki
einu sinni vera sammála
nefndarmönnum um það,
hvað dómurinn þýðir. Allt
er þetta vegna þess að
dómur er óljós. Það getur
ekki talist eðlilegt að hlut-
irnir séu svona í okkar nú-
tíma samfélagi. Dómar
eiga að vera það skýrir að
menn sjái strax hvað þeir
meina.
Er hægt að koma þeim
skilaboðum til dómstóla að
þeir reyni að hafa niður-
stöður sínar skýrar og öll-
um auðveldlega skiljanleg-
ar, sérstaklega hinum
almenna borgara.
Það er full ástæða til að
taka til athugunar hvort ís-
lensk stjórnvöld gætu ekki
samið við eitthvert hinna
Norðurlandanna um, að
það taki að sér að sjá um
dómsmál Íslendinga. Það
væri hægt að spara stórfé
hjá íslenskum skattborgur-
um með slíkri ráðstöfun,
auk þess að það myndi
tryggja meira hlutleysi í
dómsmálum er varða ís-
lenska ríkið. Það er sagt að
það komi ekki eins margar
kærur á hvern íbúa frá
nokkru landi til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu, eins
og frá Íslandi.
Íslenskur ríkisborgari.
Pétur Blöndal og
tekjutryggingin
PÉTUR, þú virðist nota
sem aðalrök gegn því að
fara eftir dómi Hæstarétt-
ar að það fólk sem hefur
fengið skerta tekjutrygg-
ingu sé upp til hópa há-
tekjufólk. „það á ekki að
ausa fé í fólk sem ekki hef-
ur þörf fyrir það“. Ég hef
alla mína öryrkja tíð haft
megna andstyggð á þessari
skerðingu. Skerðingin hef-
ur verið mjög niðurlægj-
andi. Ekki svo niðurlægj-
andi fyrir mig öryrkjann
sem tekur við því sem að
honum er rétt og segir
bara takk, getur ekkert
annað. Nei, niðurlægingin
var eiginkonu minnar. Síð-
ustu árin sem ég vann sem
rafeindavirki var konan
einnig útivinnandi og sam-
an höfðum við þokkalegar
tekjur. Við höfðum fyrir
fimm börnum að sjá þann-
ig að við þurftum virkilega
á tekjunum að halda. Þeg-
ar ég varð öryrki strikuð-
ust rauntekjur hennar að
mestu út. Við reiknuðum
og tókum inn í skattkorta-
notkun og skerðinguna
vegna tekna maka. Mis-
munurinn var ótrúlega lít-
ill. Það skipti litlu máli
hvort hún vann utan heim-
ilis eða var bara heima hjá
sér. Það að eyðileggja
möguleika persónu, til að
bæta fjárhag fjölskyldu
sinnar með vinnu utan
heimilis hlýtur að vera að
argasta lögleysa. Kona mín
hætti samt sem áður ekki
að vinna utan heimilis, hún
vann til þess að vinna sér
inn réttindi í lífeyrissjóði.
Eftir dóminn lít ég svo á að
kona mín sé að fá launin
sem af henni voru tekin.
Það er svo annað mál að
það er ekki sanngjarnt að
úthúða núverandi heil-
brigðisráðherra, sem tekið
hefur tvö góð skref til leið-
réttingar á þessu máli.
Snorri Hansson 260944-
2749.
Hreyfisími
ÞAR sem handsími hefur
ekki náð að festa sig í ís-
lensku máli yfir fyrirbærið
GSM (Global system mob-
ile), kem ég hér með á
framfæri nýyrði, sem
hugsanlega er þjálft í tung-
unni ylhýru, Hreyfisími.
Glódís Karin Elizabeth.
Tapað/fundið
Silfurlitað úr tapaðist
FÖSTUDAGINN 19. jan.
kl. 17 tapaðist í Kringluni,
trúlega á Stjörnutorgi eða
þar í kring úrið mitt sem
ég fékk í jólagjöf og er mér
kært.
Úrið er af teg. INEX
silfurlitað með grárri skífu.
Sá eða sú sem fann úrið er
vinsamlegast beðið að
hringja í síma 568-8400 eða
898-0714 einnig á kvöldin í
síma 565-4768.
Budda í óskilum
BUDDA fannst í Rauða-
vatnsskógi fyrir jól. Upp-
lýsingar í síma 557-1161.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Um dómstóla
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Trinket kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn: Sel-
foss fer í dag.
Fréttir
Styrkur, samtök
krabbameinssjúklinga
og aðstandenda þeirra.
Svarað er í síma
Krabbameinsráðgjaf-
arinnar, 800-4040, frá kl.
15–17.
Mannamót
Árskógar 4. Kl. 9–12
baðþjónusta, kl. 9–16.30
klippimyndir, útsaumur
o.fl., kl. 13 smíðastofan,
spilað í sal, kl. 9 hár- og
fótsnyrtistofur opnar.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–
13 hárgreiðsla, kl. 8–
12.30 böðun, kl. 9–12
vefnaður, kl. 9–16
handavinna og fótaað-
gerð, kl. 10 banki, kl. 13
spiladagur og vefnaður.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Kl. 9
böðun, hárgreiðslu-
stofan og handa-
vinnustofan opnar, kl.
13 opin handa-
vinnustofan.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Viðtalstími í
Gjábakka í dag kl. 15–
16. Skrifstofan í Gull-
smára 9 opin í dag kl.
16.30–18.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð-
un, kl. 10 hársnyrting og
verslunin opin til kl. 13,
kl. 13 föndur og handa-
vinna, kl. 13.30 enska,
byrjendur.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Línudans kl. 11. Getum
bætt við byrjendum.
Myndmennt kl. 13. Get-
um bætt við í fáein
pláss. Píla kl. 13:30.
Þorrablótið er á föstud.
Á morgun er púttæfing í
Bæjarútgerðinni kl. 10–
12.
Félag eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga frá kl.
10 til 13. Matur í hádeg-
inu. Göngu-Hrólfar fara
í létta göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10. Söng-
félag FEB kóræfing kl.
17. Línudanskennsla
Sigvalda kl. 19.15. Bald-
vin Tryggvason verður
til viðtals um fjármál og
leiðbeiningar um þau
mál á skrifstofu FEB
fimmtudaginn 25. jan-
úar kl. 11 til 12. Panta
þarf tíma. Heimsókn í
Prentsmiðjuna Odda.
Eldri borgurum hefur
verið boðið í heimsókn í
Prentsmiðjuna Odda
fimmtudaginn 25. jan-
úar. Lagt af stað frá Ás-
garði Glæsibæ félags-
heimili FEB kl. 14.
Takmarkaður fjöldi,
skráning fer fram á
skrifstofu FEB sími
588-2111. Breyting hef-
ur orðið á viðtalstíma
Silfurlínunnar opið
verður á mánudögum
og miðvikudögum frá kl.
10 til 12 f.h. Upplýs-
ingar á skrifstofu FEB í
síma 588-2111 frá kl. 10
til 16.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
frá kl. 10–17, kl. 10.30
boccia, kl. 13 félagsvist,
kl. 17 bobb.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9 vefnaður, kl.
9.10 og 10.10 leikfimi, kl.
10 ganga, kl. 13 ker-
amikmálun, kl. 13.30
enska.
Hraunbær 105. Kl. 9–
16.30 bútasaumur, kl. 9–
12 útskurður, kl. 9–17
hárgreiðsla, kl. 11
banki, kl. 13 brids.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Kl. 9 opin
vinnustofa, postulíns-
málun og fótaaðgerð, kl.
13 böðun kl. 13.30 sam-
verustund.
Hvassaleiti 58–60. Kl. 9
böðun, fótaaðgerðir,
hárgreiðsla, keramik,
tau, og silkimálun og
jóga, kl.11 sund í Grens-
áslaug, kl. 14 dans-
kennsla, Sigvaldi, kl. 15
frjáls dans Sigvaldi, kl.
15 teiknun og málun.
Norðurbrún 1. Fótaað-
gerðarstofan opin frá kl.
9–14, kl. 9–12.30 út-
skurður, kl. 9–16.45
handavinnustofurnar
opnar, kl. 10 sögustund,
kl. 13–13.30 bankinn, kl.
14 félagsvist, kaffi og
verðlaun.
Vesturgata 7. Kl. 8.30
sund, kl. 9 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
aðstoð við böðun, mynd-
listarkennsla og postu-
línsmálun, kl. 13–16
myndlistarkennsla, gler-
skurður og postulíns-
málun, kl. 13–14 spurt
og spjallað. Vegna for-
falla getum við bætt við
nemendum í glerskurð
og tréútskurð. Upplýs-
ingar og skráning í síma
562-7077.
Vitatorg. Kl. 9 smiðjan
og hárgreiðsla, kl. 9.30
bankaþjónusta, kl. 10
morgunstund og fótaað-
gerðir, bókband og
bútasaumur, kl. 13
handmennt og kóræf-
ing, kl. 13.30 bókband,
kl. 14.10 verslunarferð.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar, opið hús í dag
kl. 14. Gestir Inga Back-
man söngkona, Litli kór
Neskirkju, Reynir Jón-
asson og sr. María
Ágústsdóttir. Bílferð
fyrir þá sem þess óska.
Uppl. í s. 510-1034.
Korpúlfarnir, eldri
borgarar í Grafarvogi,
hittast á morgun
fimmtudag kl. 10 í Keilu
í Mjódd. Spiluð keila,
spjallað, kaffi. Allir vel-
komnir. Nánari upplýs-
ingar veitir Ingibjörg
Sigurþórsdóttir í síma
545-4500.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós! Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum, kl. 13–16.30, spil
og föndur. Leikfimi er í
íþróttasal á Hlaðhömr-
um á þriðjudögum kl.
16. Sundtímar á Reykja-
lundi kl. 16 á mið-
vikudögum á vegum
Rauðakrossdeildar Mos.
Pútttímar eru í Íþrótta-
húsinu að Varmá kl. 10–
11 á laugardögum. Kór-
æfingar hjá Vorboðum
kór eldri borgara í Mos.
eru á Hlaðhömrum á
fimmtudögum kl. 17–19.
Uppl. hjá Svanhildi í
síma 586-8014 kl. 13–16
Tímapöntun í fót- hand-
og andlitssnyrtingu,
hárgreiðslu og fótanudd,
er í s. 566-8060 kl. 8–16.
Bústaðakirkja, starf
aldraðra, miðvikudaga
kl. 13–16.30 spilað,
föndrað og bænastund.
Boðið upp á kaffi. Allir
velkomnir.
Kvenfélag Kópavogs.
Fundur verður haldinn
fimmtudaginn 25. jan-
úar kl. 20.30 í Hamra-
borg 10. Spilað verður
bingó.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12. Í
kvöld kl. 19.30 félags-
vist.
Sjálfboðamiðstöð
Rauða krossins, Hverf-
isgötu 105, kl. 14–17:
Handverk af ýmsu tagi í
styrktar- og fjáröfl-
unarskyni. Allir vel-
komnir.
ITC-deildin Melkorka,
heldur fund í Menning-
armiðstöðinni, Gerðu-
bergi í kvöld kl. 20.
Fundurinn er öllum op-
inn. Upplýsinar veitir
Auður Thorarensen,
sími 567-6443.
Úrvalsfólk. Vorfagn-
aður Úrvalsfólks verður
haldinn á Hótel Sögu,
Súlnasal, föstudaginn
16. febrúar kl. 19, miða-
og borðapantanir hjá
Rebekku og Valdísi í
síma 585-4000.
Gerðuberg, félagsstarf.
Kl. 9 til 16.30 vinnustof-
ur opnar, kl. 10.30 gaml-
ir leikir og dansar um-
sjón Helga Þór-
arinsdóttir, frá hádegi
spilasalur opinn, kl.
13.30 Tónhornið.
Minningarkort
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar eru
afgreidd á bæjarskrif-
stofu Seltjarnarness hjá
Ingibjörgu.
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort, þeir sem
hafa áhuga á að kaupa
minningarkort vinsam-
legast hringi í síma 552-
4994 eða síma 553-6697,
minningarkortin fást
líka í Kirkjuhúsinu
Laugavegi 31. Minning-
arkort Kvenfélags
Langholtssóknar fást í
Langholtskirkju s. 520-
1300 og í blómabúðinni
Holtablómið, Langholts-
vegi 126. Gíróþjónusta
er í kirkjunni.
Minningakort Kven-
félags Neskirkju fást
hjá kirkjuverði Nes-
kirkju, í Úlfarsfelli,
Hagamel 67 og í Kirkju-
húsinu v/Kirkjutorg.
Minningarkort Kven-
félagsins Hringsins í
Hafnarfirði fást í blóma-
búðinni Burkna, hjá
Sjöfn s. 555-0104 og hjá
Ernu s. 565-0152 (gíró-
þjónusta).
Í dag er miðvikudagur 24. janúar,
24. dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Því að auður varir ekki eilíflega, né
heldur kóróna frá kyni til kyns.
(Orðskv. 27, 24.)
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 skær, 4 kinnungur á
skipi, 7 illvirki, 8 bunga, 9
miskunn, 11 lengdarein-
ing, 13 seðill, 14 fyrir-
gangur, 15 halarófa, 17
afkimi, 20 gljúfur, 22
mastur, 23 misteygir, 24
ákveð, 25 gleðskapur.
LÓÐRÉTT:
1 formæla, 2 drykkjulæti,
3 tanginn, 4 veiðidýr, 5
jarði, 6 bræði, 10 leiti á,
12 veiðarfæri, 13 til skipt-
is, 15 ferma skip, 16 vinn-
ingur, 18 tunna, 19
mannsnafn, 20 hleðslu, 21
ófögur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 rembingur, 8 ruddi, 9 ræður, 10 kór, 11 seyra,
13 asnar, 15 glans, 18 slæða, 21 kút, 22 terta, 23 iðinn, 24
skætingur.
Lóðrétt: 2 Eldey, 3 blika, 4 narra, 5 urðin, 6 hrós, 7
grær, 12 Rán, 14 sál, 15 gati, 16 afrek, 17 skart, 18 stinn,
19 ætinu, 20 Anna.