Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 16
FRÉTTIR
16 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
borgarsvæðinu almennt myndi
flutningur innanlandsflugsins til
Keflavíkur fela í sér mesta neikvæða
breytingu, en aðrir kostir ættu að
standa nokkuð svipað að vígi, sam-
kvæmt töflu Stefáns. Hins vegar sé
framtíð innanlandsflugs nokkurri
óvissu háð, meðal annars vegna sam-
keppni við ferðir á þjóðvegum.
Flug yfir byggð myndi að mestu
leggjast af með nýjum flugvelli
sunnan Hafnarfjarðar og flutningi
til Keflavíkur en hinir þrír kostirnir
myndu fela í sér áframhaldandi flug
yfir byggð í talsverðum mæli.
Minnsta umhverfisraskið vegna
framkvæmda yrði með flutningi
flugsins til Keflavíkur og byggingu
nýs vallar í hrauninu sunnan Hafn-
arfjarðar en mest með byggingu
vallar á uppfyllingum í Skerjafirði
HUGSANLEGUR nýr flugvöllur í
Hvassahraunslandi í Vatnsleys-
ustrandarhreppi, sunnan Hafnar-
fjarðar, fær bestu útkomuna í sam-
anburðarmati Stefáns Ólafssonar
prófessors, formanns sérfræðihóps
sem undirbjó atkvæðagreiðslu um
skipulag Vatnsmýrarinnar og fram-
tíð Reykjavíkurflugvallar. Flugvöll-
urinn í óbreyttri mynd í Vatnsmýr-
inni fær lökustu útkomuna.
Nefnd sem borgarráð skipaði til
að vinna að undirbúningi atkvæða-
greiðslu meðal almennings um fram-
tíðarnýtingu Vatnsmýrarsvæðis og
staðsetningu flugvallar fyrir innan-
landsflug eftir 2016 lauk störfum í
byrjun desember. Eins og þá kom
fram klofnaði nefndin í afstöðu til
þess hvaða valkosti ætti að leggja
fyrir borgarbúa. Formaður nefndar-
innar, Stefán Ólafsson prófessor,
hefur unnið að málinu áfram á veg-
um borgarinnar og hann lagði
skýrslu sína fyrir borgarráð í gær.
Skýrslan er byggð á vinnu undirbún-
ingsnefndarinnar og ýmsum öðrum
gögnum sem hann hefur aflað sér
síðan hún lauk störfum.
Hagkvæmasta
framkvæmdin
Stefán setur upp í töflu sem hér er
birt heildarmat á þeim fimm kostum
sem sagðir eru koma til álita fyrir
innanlandsflug. Tekur hann þar
bæði efnahagslega þætti og sam-
félagslega og bendir á að í borgar-
skipulagi séu samfélagslegu þætt-
irnir sérstaklega mikilvægir.
Fram kemur að nauðsynlegur
framkvæmdakostnaður er lægstur
fyrir þann kost að flytja innanlands-
flug til Keflavíkurflugvallar, þá kem-
ur núverandi völlur í Vatnsmýri, nýr
völlur sunnan Hafnarfjarðar, breytt
skipan vallar í Vatnsmýri og dýr-
astur er sá kostur að byggja nýjan
völl á Lönguskerjum. Í skýrslunni er
bent á að mikilvægast sé fyrir borg-
ina hveru mikið land sé hægt að losa
með vali hvers kostanna. Þannig
losni 133 ha ef flugvöllurinn færi úr
Vatnsmýrinni en minna við val ann-
arra kosta.
Óvenjulegt tækifæri
Stefán bendir á að ef litið er á
tengsl milli framkvæmdakostnaðar
við hvern kostanna og umfangs þess
lands sem losnar, það er að segja
framkvæmdakostnað á hvern hekt-
ara, megi fá mikilvægan mælikvarða
á hagkvæmni framkvæmdanna. „Þá
kemur í ljós að framkvæmdakostn-
aður á hvern hektara er langminnst-
ur með byggingu nýs flugvallar
sunnan Hafnarfjarðar og með flutn-
ingi til Keflavíkur, en mestur með
því að halda áfram vellinum í núver-
andi mynd. Þróunarmöguleikar
Vatnsmýrarsvæðis fyrir íbúðar-
byggð og atvinnurekstur eru í nokk-
uð beinu sambandi við umfang þess
lands sem losnar,“ segir í skýrsl-
unni. Þá kemur fram það álit að með
losun svæðisins í heild megi hafa þar
um tíu sinnum fleiri störf en nú
tengjast flugvallarstarfseminni, auk
um 12 þúsund manna íbúðarbyggð-
ar.
Þegar litið er til samfélagslegu
þáttanna telur Stefán Ólafsson að
nýting Vatnsmýrarsvæðis fyrir mið-
borgarstarfsemi feli í sér óvenjulegt
tækifæri fyrir borgina, bæði vegna
legu svæðisins við miðborgina og
einnig vegna gæða svæðisins.
Frá sjónarhóli notenda innan-
landsflugs á landsbyggðinni er nú-
verandi staðsetning í Vatnsmýri tal-
in besti kosturinn þegar þeir eiga
erindi við stjórnsýslu og þjónustu
sem er í miðborginni. Nýr völlur
sunnan Hafnarfjarðar myndi verða
heldur lakari kostur en flutningur til
Keflavíkur yrði verulega verri kost-
ur fyrir landsbyggðarfólk, nema það
ætti erindi til útlanda. Sama gildir
fyrir sjúkraflugið.
Þegar litið er til sjónarmiða flug-
þjónustu og samgangna á höfuð-
og síðan með byggingu nýrrar aust-
ur-vesturbrautar í sjó.
Umtalsverður munur
Niðurstöður töflunnar eru teknar
saman út frá því hversu oft hver
kostur telst mjög góður, góður eða
slæmur og er þá miðað við að allir
þættirnir sextán hafi jafnt vægi.
Segir Stefán að með því megi fá vís-
bendingu um dreifingu kostanna og
gallanna. Tekið er fram að það þurfi
ekki að vera hinn endanlegi dómur
en segi þó mikilvæga sögu.
Stefán segir: „Eins og sjá má af
töflunni fengi flugvöllur sunnan
Hafnarfjarðar bestu útkomu, með
því að hann telst í þessu mati oftast
vera mjög góður eða góður kostur,
en aldrei lakasti kosturinn. Keflavík-
urflugvöllur kemur næstbest út, síð-
an koma flugvöllur á Lönguskerjum
og flugvöllur í Vatnsmýri í breyttri
mynd, en lakasta útkomu fær flug-
völlur í Vatnsmýri í núverandi
mynd. Hann telst langoftast vera
lakasti kosturinn í samanburði við
hina. Munur besta og lakasta kostar
samkvæmt þessu heildarmati er um-
talsverður. Rétt er að ítreka að þetta
er ekki hávísindalegt mat, enda ekki
hægt að koma slíku við í máli af
þessu tagi. Styrkur matsins felst í
því hve víðtækt það er, en hægt er
að hugsa sér að vægi einstakra
matsþátta ætti að vera misjafnt og
gæti það breytt útkomunni. Mjög
erfitt er þó að rökstyðja hvernig
mismuna ætti sjónarhornum og
hagsmunum svo öllum líki og er því
nærtækast að leggja alla kostina að
jöfnu og byggja matið á tíðni kosta
og galla, eins og hér er gert.“
Góðra kosta völ
Rætt er um að atkvæðagreiðslan
um framtíð Reykjavíkurflugvallar
verði 17. mars næstkomandi. Það
hefur þó ekki verið ákveðið og held-
ur ekki hvernig spurningin verður
lögð fyrir. Stefáni virðist að nokk-
urra góðra kosta sé völ. Höfuðvalið
sem við blasir sé það að almenningur
greiði atkvæði um hvort flugvallar-
starfsemi verði áfram í Vatnsmýri
eða hvort svæðið verði nýtt undir
miðborgarbyggð. Einnig komi
sterklega til greina að almenningur
fái að velja milli undirkosta, þannig
að allir fimm kostirnir komi við sögu.
Skýrsla Stefáns Ólafssonar um undirbúning atkvæðagreiðslu um Vatnsmýrina lögð fyrir borgarráð
Hvassahrauns-
völlur fær
besta útkomu
!"
# $
!
" # $
%
!
" # $
$
&
'(
)
*
!
!
*
"
+,
!
'
-
! $
& .
% & '" ()
)
* ( "
& ( , " (
(
- " (
(
. ") $
')
( / 0 "
$
) $
1 0 "
$
2 3,
)
) () 4
5
(
(
$ $
)
( .216
6
%/-7/
-% ,
1/6
./62 //6
$
% 3
8 ( 4*
)
( $ #(
"
)
- #(
. #(
4 *9 $ $
/ :*
1 ;,
*')
, )
(')
2 ;,
'"
5 &
) , )
(')
$
0 *) 0 *) <*)
0
)
= 0
)
0 *) ( >>
<*) ( >
(
& "
4 $ ,
"
/
5-%6
-//6
%%572
26 ,
666
%2/6
%2/6
$
(
( 0 *) 0 *) <*)
0
)
0
)
0
)
2
3
%--26
51%6
%667/
%-- ,
266
/666
/666
$
0
0
0 *) 0 *) <*) (
= 0
)
= 3
4
/
1 %/16
.27/
%-- ,
266
/666
/666
( 0
0
<*) <*) <*) 0
0 $
)
$
)
? 4
0
. /.6
-%72
%-- ,
266
/666
/666
0
0
0
@' @' @' 0
0 $
)
$
)
? 0
STJÓRN Bændasamtaka Íslands
kemur saman til reglubundins fundar
í dag þar sem meðal umfjöllunarefna
er fyrirhugaður innflutningur á fóst-
urvísum úr norskum kúm. Vegna um-
ræðu um hættu á kúariðusmiti til
landsins virðist sem þeim hafi fjölgað
innan Bændasamtakanna sem vilja
fara að öllu með gát við þennan inn-
flutning. Framkvæmdastjóri samtak-
anna, Sigurgeir Þorgeirsson, sagði
við Morgunblaðið að ekkert nýtt hefði
komið fram í umræðunni sem benti til
að hætta ætti við innflutninginn en
lagði áherslu á að stíga þyrfti skrefin
varlega niður. Í sama streng tók for-
maður Landssambands kúabænda,
Þórólfur Sveinson, er rætt var við
hann. Hann líkti þessu við heyskapinn
og sagði að bændur væru þá vanir að
gá til veðurs. Ekkert nýtt hefði komið
fram í kúariðuumræðunni og því ekki
ástæða til annars en að kúabændur
héldu sínu striki.
Ljóst er að innflutningurinn hefur
þegar tafist en á kynningu verkefn-
isins sl. haust var talað um að hann
hæfist í þessum mánuði. Nú er talað
um að fósturvísarnir komi í vor. Eitt
af því sem staldrað hefur verið við er
nýtt afbrigði sauðfjárriðu sem komið
hefur upp í Noregi og líkt hefur verið
við kúariðu. Til að kynna sér betur að-
stæður hefur landbúnaðarráðherra
ákveðið að Halldór Runólfsson yfir-
dýralæknir fari til Noregs í næsta
mánuði ásamt Sigurði Sigurðarsyni
dýralækni og jafnvel fleirum.
Sigurgeir sagði að í ljósi umræð-
unnar að undanförnu væri óeðlilegt ef
menn settust ekki niður og skoðuðu
sinn gang í þessum efnum. Lengra
væri málið ekki komið og vísaði Sig-
urgeir þeim fréttum ríkisfjölmiðlanna
á bug að einhver ágreiningur væri ris-
inn um málið milli Bændasamtakanna
og Landssambands kúabænda. Sig-
urgeir sagði það nauðsynlegt fyrir
þessa aðila að fylgjast náið með
straumum í þjóðfélaginu.
Eitt skref tekið í einu
„Það er ekkert leyndarmál að frá
upphafi hafa verið mjög skiptar skoð-
anir meðal bænda og forystumanna
þeirra um það hvort fara ætti út í
verkefnið eða ekki. Sá ágreiningur er
auðvitað til staðar enn þá milli ein-
stakra manna,“ sagði Sigurgeir.
Þórólfur sagðist í samtali við Morg-
unblaðið ekki hafa enn þá séð nein rök
hníga til þess að hætta ætti við inn-
flutninginn. Byggði hann þá skoðun
sína meðal annars á því að innflutn-
ingurinn ætti að fara fram undir
ströngu eftirliti og reglum, og aðeins í
tilraunaskyni.
„Við höfum fágæta stöðu að því
leyti að fósturvísarnir koma frystir til
landsins og verða síðan í einangrun í
Hrísey næstu þrjú árin. Á þeim tíma
höfum við öll tök á að gera það sem
við teljum réttast. Eins og landbún-
aðarráðherra hefur greint frá verður
aðstaðan í Noregi sérstaklega tekin
út áður en endanlegt leyfi verður gef-
ið fyrir innflutningnum. Það er tekið
eitt skref í einu,“ sagði Þórólfur.
Hann sagði að umræða um kúariðu
væri ný fyrir Íslendinga. Við þær að-
stæður væri ekki óeðlilegt að menn
veltu því fyrir sér hvort kúariðan
breytti einhverju fyrir þennan fóstuv-
ísainnflutning. Þórólfur sagði það
skyldu kúabænda að fylgjast með
þeirri umræðu og hvort eitthvað
kæmi þar fram sem gæfi tilefni til að
endurskoða málið. Hafa þyrfti há-
marksöryggi að leiðarljósi.
Aðspurður hvort stefnubreyting
væri að eiga sér stað hjá Bændasam-
tökunum, í ljósi ummæla fram-
kvæmdastjórans, sagðist Þórólfur
ekki hafa orðið var við það. En málin
yrðu væntanlega rædd á stjórnar-
fundi samtakanna í dag. Ákvörðun
lægi fyrir hjá Búnaðarþingi og aðal-
fundi kúabænda að heimila innflutn-
inginn. „En við teljum það skyldu
okkar að skoða málið gaumgæfilega,“
sagði Þórólfur.
Bændasamtökin og Landssamband kúabænda fylgjast grannt með kúariðuumræðunni
Innflutningur fósturvísa
ræddur á stjórnarfundi