Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 1. „Eitt af verkefnum íslenskra stjórnvalda er að móta framtíðarstefnu og samningsmarkmið Íslendinga í samskiptum við Evrópuþjóðir með varanlegum og tryggilegum hætti sem sam- rýmist framtíðarstefnu, hagsmunum og rétti ís- lensku þjóðarinnar. Í þessu skiptir m.a. máli að tryggja þátttöku Íslendinga í undirbúningi mála, umfjöllun og ákvörðunum og áhrif Íslend- inga á umhverfi sitt, hagsmunamál og þróun. Evrópuþjóðir eru mikilvægustu viðskiptaþjóðir Íslendinga, og mikilvægustu menningarsam- skipti Íslendinga eru við Evrópumenn. Íslend- ingar eru nú þegar virkir þátttakendur í Evr- ópuþróuninni og eiga mjög mikið undir því að hún skili sem mestum og bestum árangri. Leggja ber mikla áherslu á málefnalegan und- irbúning Íslendinga, upplýsingamiðlun til al- mennings og kynningu íslenskra hagsmuna og sjónarmiða innan lands og utan. Mikilvægir þættir í þessu starfi felast í því að undirbúa, móta og endurskoða stöðugt þá skilmála og markmið sem Íslendingar vilja leggja til grund- vallar í Evrópusamskiptum og almennt í sam- starfi við aðrar þjóðir. Nauðsynlegt er að leggja sérstaka áherslu á að nýta tækifæri sem fulltrú- ar Íslands fá í samskiptum við stofnanir Evr- ópusambandsins, ekki síst meðan mál eru enn á frumstigi, enda vitað að ýmsar mikilvægar ákvarðanir eru mótaðar þá þegar og stefna í meðferð mála ræðst gjarnan þegar í byrjun um- fjöllunar. 2. Aðstæður í Evrópuþróuninni breytast ört og samhliða breytist aðstaða Íslendinga. Það er því tímabært að endurskoða stöðugt stöðu og horfur Íslands í Evrópuþróuninni. Það er ekki einsýnt lengur að telja Ísland utan við vettvang Evrópusambandsins eða að útiloka fyrirfram valkosti, möguleika og tækifæri þjóðarinnar á þeim vettvangi. Upplýsingar benda til þess að enn megi leitast við að treysta og styrkja fram- tíðarmöguleika samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og jafnframt kann að vera mögulegt að tryggja rétt, hagsmuni og framtíð- armöguleika Íslendinga innan Evrópusam- bandsins, en um slíkt þarf þó að nást samnings- niðurstaða sem þjóðin fellst á. Bent hefur verið á að aðildarviðræður við Evrópusambandið nýtast einnig sem undirbúningur tvíhliða samn- inga eða annarra samstarfshátta en fullrar að- ildar. Samskipti Íslendinga við aðrar þjóðir, þátttaka í Evrópuþróuninni og viðræður um hugsanlega aðild Íslendinga að Evrópusam- bandinu, ef til kæmi, eru leiðir til að ná mark- miðum þjóðarinnar en ekki markmið í sjálfum sér og ákvarðanir um þessi mál eiga að vera frjálsar ákvarðanir á eigin forsendum Íslend- inga og að eigin frumkvæði þeirra. 3. Unnið skal að samningsmarkmiðum Íslend- inga á sviði Evrópusamskipta á komandi árum með þessum hætti einkum: a) Stöðugt verði unnið að stefnumótun og mark- miðssetningu Íslendinga á þessum sviðum, og að endurskoðun og þróun stefnumiða í ljósi aðstæðna. b) Samskipti Íslendinga við Evrópusambandið byggist á samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið og stefnt verði að því að samn- ingurinn geti haldið upphaflegum markmið- um sínum og aðildarþjóðir haldið sínum hlut og réttindum andspænis Evrópusamband- inu, þ.á m. sem fullgildir þátttakendur í sam- starfi við nýjar stofnanir Evrópusambands- ins og á nýjum sviðum sem Evrópusam- bandið tekur að sér. c) Ef ekki reynist grundvöllur til að byggja á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, þannig að hann fullnægi til frambúðar skil- yrðum og markmiðum Íslendinga, skal ákvörðun tekin um það hvort óskað skal við- ræðna við Evrópusambandið um fulla aðild Íslendinga að því, m.a. á grundvelli þeirra skilmála og samningsmarkmiða sem Íslend- ingar setja sér, eða hvort leitað skal annarra valkosta. d) Ef til ákvörðunar um aðildarumsókn að Evr- ópusambandinu kemur skal hún borin undir þjóðaratkvæði ásamt öðrum raunhæfum kostum er til greina koma í Evrópusamvinn- unni, m.a. vegna undirbúnings að þeim breytingum á stjórnarskrá og lögum sem nauðsynlegar verða og til að hefja samninga- umleitanir. e) Ef aðildarviðræður skila sameiginlegri nið- urstöðu um aðild Íslendinga að Evrópusam- bandinu skal hún að nýju lögð undir þjóð- aratkvæði áður en til skuldbindinga kemur, en verði aðildarsamningur felldur í þjóðarat- kvæðagreiðslu, eða leiði aðildarviðræður ekki til sameiginlegrar niðurstöðu, skal leit- að viðræðna um tvíhliða samning við Evr- ópusambandið. 4. Íslendingar eiga að öðru jöfnu ekki að leggja áherslu á að semja um undanþágur eða tíma- bundin frávik frá almennum skilyrðum í sam- skiptum sínum við erlendar þjóðir, þótt slíkt geti reynst nauðsynlegt í vissum málum vegna sérstöðu, heldur fremur á langtímasamninga og ásættanlega túlkun, útfærslur og tilhögun eftir því sem aðstæður leyfa hverju sinni. Reynsla þjóða af aðildarviðræðum við Evrópusamband- ið bendir t.a.m. til þess að nokkurt svigrúm geti verið í túlkun og útfærslum, og þurfa Íslend- ingar reyndar að leggja mikla áherslu á þetta, hvort sem um aðildarviðræður verður að ræða eða önnur samskipti. Hér verður á eftir vikið að nokkrum mikilvægum samningsmarkmiðum og skilmálum Íslendinga í Evrópusamskiptum og samskiptum við aðrar þjóðir yfirleitt, en ekki er um tæmandi lýsingu að ræða. Sérstaklega er vikið að þeim sviðum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tekur ekki til. 5. Meðal mikilvægra markmiða Íslendinga á sviði fiskveiða eru þessi: Skýlaus réttur Íslendinga við hagnýtingu auðlinda í efnahagslögsögu Íslands. Tillit verði tekið til mikilvægis fiskveiða í atvinnulífi Ís- lendinga og til þess að fiskveiðar eru sjálfbær og arðbær atvinnuvegur hér. Efnahagslögsag- an sé viðurkennd sem sérstakt stjórnunarsvæði og fylgt ráðgjöf íslenskra stofnana við ákvarð- anir um hana og nýtingu veiðistofna og annarra auðlinda innan hennar. Íslendingar annist um- sjá og eftirlit með efnahagslögsögunni. Ná- lægðarregla ráði um alla nánari tilhögun og Ís- lendingar ákvarði um nánari útfærslu fiskveiði- stjórnunar. Íslendingar hafi í raun algert for- ræði um kvótasettar svæðisbundnar fiskteg- undir. Staðfest verði að þessi forgangur haldist við hugsanlega stækkun kvóta og að aðrir geti ekki nýtt sér samdrátt í veiðum Íslendinga eða vannýtta kvóta, hvort sem er samtímis eða síð- ar, svo og að erfiðleikar í veiðum á öðrum haf- svæðum verði ekki látnir koma niður á Íslend- ingum. Fylgt verði ráðgjöf íslenskra stofnana um áður vannýtta veiðistofna og aðrar áður vannýttar auðlindir á svæðinu. Um nýtingu kvóta í efnahagslögsögu Íslands verði miðað við að útgerðarfyrirtæki starfi samkvæmt reglum sem kveða m.a. á um forræði og eignarhald Ís- lendinga, ráðstöfunar- og nýtingarrétt, há- markskvóta og rekstrarleg tengsl við atvinnulíf í landi, þannig að tryggt sé að forræði Íslend- inga yfir auðlindinni glatist ekki. Samkomulag náist um samkeppnisstöðu Íslendinga, m.a. varðandi rekstrarumhverfi fiskveiða og stuðn- ingsaðgerðir. Íslendingar áskilji sér sjálfstæð- an rétt til sóknar á úthafinu, enda verði fylgt sameiginlega viðurkenndum reglum um deili- stofna og úthafsveiðar, m.a. um tillit til veiði- reynslu, líffræðilegrar dreifingar, og mikilvæg- is í efnahags- og atvinnulífi. 6. Meðal mikilvægra markmiða Íslendinga á sviði landbúnaðar og búvöruiðnaðar eru: Áfram verði fylgt núverandi landbúnaðar- stefnu, en meginatriði hennar eru m.a.: – að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar skuli verða í sem nánustu samræmi við þarfir þjóð- arinnar og tryggi ávallt nægilegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu; – að innlend aðföng skuli nýtast sem best við framleiðslu bú- vara, bæði með hliðsjón af heilbrigði, fram- leiðsluöryggi og atvinnu; – að kjör þeirra sem landbúnað stunda skuli verða í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Þá er einnig mikilvægt að Ísland verði áfram viðurkennt sem sérstakt verndarsvæði vegna sjúkdóma- hættu í matvælum, búfé og öðrum dýrum.“ Í álitinu eru einnig tilgreind mikilvæg mark- mið á sviði byggðamála og sagt að knýja verði fram viðurkenningu sérstakra vandamála harð- býlis og dreifðrar byggðar. Meðal annarra markmiða er nefnt að staðfesta þurfi stöðu Ís- lands í öryggis- og varnarkerfi og tryggt að nauðsynlegt svigrúm verði til aðlögunar, meðal annars vegna sérstöðu íslensks atvinnulífs. Evrópunefnd Framsóknarflokksins skilar áliti um Evrópumál og framtíðartengsl Íslands við Evrópu Niðurstöður um samningsmarkmið í Evrópusamskipt- um Íslendinga Morgunblaðið/Þorkell Frá ráðstefnu ungra framsóknarmanna um Ísland og ESB fyrr í vetur, þar sem Halldór Ás- grímsson kvað orðið aðkallandi að taka Evrópumálin til umræðu. Framsóknarflokkurinn birti í gær niðurstöður Evrópunefndar sinnar um Evrópumál og framtíðar- tengsl Íslands við Evrópusambandið. Niðurstöður nefndarinnar eru birtar hér að mestu. HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að með skýrslu Evrópunefndar flokksins séu í fyrsta sinn sett fram samnings- markmið Íslendinga ef til viðræðna kemur um hugsanlega aðild að Evr- ópusambandinu. Í samtali við Morg- unblaðið telur Halldór að samnings- markmiðin séu raunhæf og á þau muni reyna í mögulegum aðildar- viðræðum. Hann segir að í skýrslunni sé sá kostur ekki sleginn af að Íslending- um beri að halda EES-samninginn. Samningurinn hafi reynst vel og geti reynst áfram vel í einhvern tíma til viðbótar. Hvað þá gerist eigi eftir að koma í ljós, til dæmis hjá að- ildarþjóðum samningsins. Ísland geti þurft að taka nýjar ákvarðanir með stuttum fyrirvara og af þeim sökum sé mikilvægt að umræða um Evrópumál haldi áfram hér á landi og þroskist meðal þjóðarinnar. Aðspurður hvaða leið Framsókn- arflokkurinn sé að fara með skýrsl- unni segir Halldór að hún sé mála- miðlun ólíkra viðhorfa. Slík málamiðlun sé nauðsynleg, ekki að- eins meðal stjórnmálaflokka heldur einnig meðal þjóðarinnar. „Flokkurinn er að skilgreina þau markmið sem við teljum að þjóðin þurfi að hafa til framtíðar í sam- skiptunum við Evrópu. Innganga í Evrópusambandið getur engan veg- inn verið markmið í sjálfu sér. Framsóknarflokkurinn tók þá ákvörðun á síðastliðnu ári að taka þetta mál til efnislegrar og alvar- legrar umfjöllunar. Með því var flokkurinn að ganga inn á þá braut að útiloka ekkert fyrirfram heldur að leita leiða til að tryggja hags- muni þjóðarinnar til lengri tíma. Ég er á því að sú leið sem þarna er vörðuð geti skilað okkur fram á veg í þessu máli á næstunni,“ segir Hall- dór. Tvíhliða samningur útilokaður Hann bendir á að í skýrslunni sé sá kostur nánast útilokaður að tví- hliða samningur verði gerður við Evrópusambandið. Því sé ljóst að nefndin leggi til að í fyrstu verði staða Íslands innan Evrópska efna- hagssvæðisins styrkt. Takist það ekki þá verði leitað nýrra leiða til að tryggja framtíðarhagsmuni þjóð- arinnar og aðildarviðræður að Evr- ópusambandinu komi þar til greina. Halldór segist ekki vera tilbúinn á þessu stigi til að meta hvor kost- urinn hugnist honum betur. „Ég tel að málið þurfi að þróast betur til að ég og Framsóknarflokk- urinn í heild sinni geti lagt end- anlegt mat á það. Það er farsælt fyrir flokkinn að hafa komist að nið- urstöðu um hvernig við vinnum þetta í næstu framtíð,“ segir Hall- dór. Halldór telur, aðspurður, að samningsmarkmiðin séu raunhæf sem sett eru fram í skýrslunni, t.d. að því er varðar sjávarútveginn. Nefndin færi góð rök fyrir því. Prófa megi markmiðin á samstarfs- þjóðum Íslands en ekki reyni á það nema ef til samningaviðræðna komi. Meðal galla við aðild að ESB eru nefnd í skýrslunni neikvæð áhrif á íslenskan landbúnað. Þannig er tal- að um hrun í kjötiðnaði og frekari erfiðleika í mjólkuriðnaði. Um leið er reyndar bent á þá sjóði ESB sem Ísland gæti sótt í vegna þessa. Þeg- ar Halldór er spurður hvort aðild að Evrópusambandinu sé í ljósi þessa ekki áhættusöm fyrir flokk á borð við Framsóknarflokkinn, sem sótt hefur fylgi sitt einkum til hinna dreifðu byggða landsins, segir hann að ekki megi líta á málið út frá þröngum hagsmunum flokksins eða annarra stjórnmálaafla. „Við verðum að líta til hagsmuna þjóðarinnar í heild. Við erum ekki fulltrúar ákveðins hóps á Alþingi eða í ríkisstjórn. Við erum fulltrúar þjóðarinnar og höfum farið með ut- anríkismál fyrir hönd hennar í sex ár. Því hljótum við að hafa skyldur gagnvart öllum á þessu sviði en ekki eingöngu bændum eða öðrum hóp- um þjóðfélagsins. Ég bendi hins vegar á að í skýrslunni kemur fram að allar líkur eru á því að stuðn- ingur við dreifðar byggðir geti auk- ist við hugsanlega aðild,“ segir Halldór. Hjálpar til í umræðunni Í skýrslu Evrópunefndar flokks- ins er lögð áhersla á að bera málið undir dóm kjósenda með þjóðar- atkvæðagreiðslu, komi til aðild- arviðræðna við Evrópusambandið. Halldór segir að ákvarðanir séu það stórar að ef til aðildar kemur þurfi að liggja fyrir stuðningur fyrir því meðal þjóðarinnar. Aðspurður um næstu skref segir Halldór að skýrslan fái áframhald- andi umfjöllun innan Framsóknar- flokksins. Hún verði grundvallar- skjal í frekari umræðu innan hans og geti hjálpað til í umræðu annars staðar í þjóðfélaginu, bæði meðal hagsmunasamtaka, annarra stjórn- málaflokka og alls almennings í landinu. Halldór er ánægður með skýrsluna og telur að formaður Evrópunefndarinnar, Jón Sigurðs- son, hafi unnið frábært starf. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um Evrópuskýrsluna Telur samningsmark- miðin raunhæf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.