Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 24
ERLENT
24 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐASTA þekkta fórnarlamb
Ebola-faraldursins í Úganda
hefur náð fullum bata, að sögn
heilbrigðisráðuneytis landsins
í gær. Sam Okware, sem
stjórnar baráttunni gegn far-
aldrinum, sagði að 173 af 426
Úgandamönnum, sem sýktust
af Ebola-veirunni, hefðu dáið
og ekki væri vitað um ný tilvik.
Hann bætti við að yfirvöld
sæju fyrir endann á faraldrin-
um og myndu lýsa því yfir 24.
febrúar að honum væri lokið í
öllum héruðum landsins ef
enginn sýktist fyrir þann tíma.
Hingað til hafa um 90%
þeirra sem hafa fengið Ebola-
veiruna dáið af völdum óstöðv-
andi blæðinga en læknum í Úg-
anda og erlendum sérfræðing-
um tókst að bjarga 60% þeirra
Úgandamanna sem sýktust af
veirunni í þessum faraldri.
Hundruð
manna falla í
Kongó
FLÓTTAMANNAHJÁLP
Sameinuðu þjóðanna skýrði
frá því í gær að um 10.000
manns hefðu flúið frá norð-
austurhluta Lýðveldisins
Kongó vegna mannskæðra
átaka milli tveggja stríðandi
ættflokka. Stofnunin sagði að
hundruð manna hefðu beðið
bana í átökunum.
Að sögn Ernest Wamba di
Wamba, leiðtoga einnar af
uppreisnarhreyfingum lands-
ins, hófust blóðsúthellingarnar
á föstudag eftir að stríðsmenn
Lendu-ættflokksins réðust á
Hemu-flokkinn. Að sögn
starfsmanna Sameinuðu þjóð-
anna létust um 200 manns eftir
að liðsmenn Hemu-ættflokks-
ins réðust með sveðjum á
Lendu-menn í hefndarskyni.
Átökin tengjast ekki morðinu á
Laurent Kabila, forseta
Kongó, en mikil óöld hefur ver-
ið í þessum hluta Kongó.
Beðið fyrir
William Hague
Breski Íhaldsflokkurinn, sem á
nú undir högg að sækja fyrir
þingkosningarnar í vor, sækist
nú eftir guðlegri íhlutun, að
sögn breska
dagblaðsins
The Times í
gær. Félag
kristilegra
íhalds-
manna hef-
ur hvatt
félaga sína,
sem eru um
þúsund, til
að biðja fyr-
ir skuggaráðuneyti Íhalds-
flokksins og þá einkum leið-
toga hans, William Hague.
Félagarnir eru meðal annars
hvattir til að biðja fyrir „skýrri
sýn og stefnu“ Íhaldsflokksins
fyrir kosningarnar og því að
„trúnaðarupplýsingum“
flokksforystunnar verði haldið
leyndum.
Í síðastnefnda bænarefninu
virðist skírskotað til upplýs-
inga, sem lekið hefur verið í
fjölmiðla á síðustu mánuðum,
um deilur milli forystumanna
Íhaldsflokksins. Skoðanakann-
anir benda til þess að Verka-
mannaflokkurinn hafi náð allt
að 15 prósentustiga forskoti á
Íhaldsflokkinn.
STUTT
Ebola-far-
aldrinum
að ljúka
William Hague
GEORGE W. Bush kynnti í gær
stefnu sína í menntamálum, en um
er að ræða fyrstu mótuðu tillög-
urnar sem hann leggur fram sem
forseti Bandaríkjanna. Tillögurnar
fela meðal annars í sér að meira fé
verði veitt til skólakerfisins og að
skólum sem koma illa út úr náms-
mati verði gefið tækifæri til að
bæta sig áður en þeim verður lokað.
Stjórnmálaskýrendur segja þetta
til marks um að Bush vilji koma til
móts við demókrata, án þess að
hann sé tilbúinn að falla frá áform-
um sínum um að koma á svokölluðu
ávísanakerfi, en það gerir foreldr-
um kleift að senda börn sín í einka-
skóla ef þeir telja kennslu í hverf-
isskólum óviðunandi. Í ávarpi á
fréttamannafundi á mánudagskvöld
sagði forsetinn að menntamál væru
ekki flokkspólitísk, heldur grund-
vallaratriði sem samstaða þyrfti að
nást um.
Bush hét því í kosningabarátt-
unni að verða „forseti menntamál-
anna“ og hann kynnti menntastefnu
sína undir kjörorðunum „Ekkert
barn verði skilið eftir“. Meginmark-
mið tillagnanna er að öll börn verði
læs fyrir níu ára aldur, samræmd
próf verði haldin árlega til að leggja
mat á frammistöðu skóla, og að lé-
legum skólum verði gert að bæta
sig. „Það þarf að finna lausn ef börn
eru föst í skólum sem sinna ekki
kennslu og streitast gegn umbót-
um,“ sagði Bush, en áform hans
gera ráð fyrir að skólar hafi þrjú ár
til að fara eftir tilmælum um um-
bætur áður en þeir verði lagðir nið-
ur.
Demókratar fúsir til
samstarfs í menntamálum
Á fyrsta ári verði nemendum
heimilt að færa sig yfir í aðra ríkis-
skóla, og á öðru ári yrði skólayfir-
völdum heimilt að víkja skólastjór-
um frá, ef ekki væri sýnt fram á
árangur.
Edward Kennedy, öldungadeild-
arþingmaður demókrata, sagði í
gær að þrátt fyrir að tillögur Bush
bæru keim af ávísanakerfi, hefðu
demókratar fullan hug á samstarfi
við forsetann í menntamálum. „Ég
tel þau atriði sem við erum sam-
mála um vera mikilsverð. Ég fyrir
mitt leyti vil fara að sjá aðgerðir [í
menntamálum],“ sagði Kennedy.
AP-fréttastofan hafði í gær eftir
embættismanni í Hvíta húsinu að
Bush hefði gert nokkrar breytingar
á áformum sínum, í því skyni að
koma til móts við demókrata.
Bush Bandaríkjaforseti kynnir tillögur sínar í menntamálum
Meira fé
veitt til skóla-
kerfisins
AP
Bush forseti, ásamt varaforsetanum Dick Cheney, á fundi með þing-
mönnum um stefnuna í menntamálum í Hvíta húsinu í gær.
Washington. AP.
ÓSKÝR hugsun, innantómt orða-
gjálfur og skortur á því að athafnir
fylgi orðum hefur háð mjög viðleitni
Evrópusambandsins (ESB) til að
koma sér upp skilvirkri sameiginlegri
utanríkisstefnu, eftir því sem fullyrt
er í trúnaðarskýrslu sem Javier Sol-
ana, æðsti talsmaður ESB í utanrík-
is- og öryggismálum, skrifaði fyrir
ráðherra aðildarríkjanna og lekið var
m.a. til Reuters-fréttastofunnar á
mánudag.
Í skýrslunni hvetur Solana til þess
að ráðherrarnir fari betur með trún-
aðarmál og að fleiri ákvarðanir verði
teknar með meirihlutaatkvæða-
greiðslum; með því muni ESB hljóta
meira vægi í heimsmálunum.
Solana, sem gegnir embætti sem
heyrir beint undir ráðherraráðið,
ekki framkvæmdastjórn ESB, kveð-
ur í skýrslunni upp napran dóm yfir
því hverju hin svokallaða utanríkisað-
gerðastefna sambandsins (Common
Strategies on External Action) hefði
skilað á sl. ári, fyrsta heila árinu sem
hún var í gildi. Segir Solana stefnuna
„ekki hafa enn hjálpað til við að
þyngja vægi ESB né gera það skil-
virkara í alþjóðamálum.“
Gagnrýnir Solana aðildarríkin fyr-
ir að beita sér, hvert í sínu horni, fyrir
eigin gælumálum sem leiddi til þess
að hinn sameigin-
legi fókus í utan-
ríkismálum tvístr-
aðist út um víðan
völl. Hvetur hann
aðildarríkin til
þess að hætta að
reyna að vasast í
öllu og beina sjón-
um frekar að af-
mörkuðum mál-
um „sem skipta raunverulega máli“.
Solana varar við því, að takist ESB
ekki að endurbæta hina sameiginlegu
stefnumótun í utanríkismálum fljót-
lega, muni það leiða til „stækkandi
gjár milli ófullnægjandi skilvirkni og
mikilla væntinga“. Hann bætir við að
bæta verði meðhöndlun trúnaðar-
skjala sem innihéldu ósíaðar skoðanir
embættismanna.
Solana kallar eftir hnit-
miðaðri stefnumótun
Javier Solana
Brussel. The Daily Telegraph.
JOSCHKA Fischer, utanríkisráð-
herra Þýzkalands, hefur enn ekki
bitið úr nálinni með ásakanir um að
hafa gerzt brotlegur við lög er hann
var virkur vinstriöfgamaður á árun-
um upp úr 1970. Í gær neitaði hann
að hafa hýst eftirlýstan meðlim
hryðjuverkasamtaka í nokkra daga
árið 1973, en þýzka fréttatímaritið
Focus birti fullyrðingar þess efnis,
byggðar á sjálfsævisögu Magrit
Schiller, fyrrverandi félaga í „Rauðu
herdeildinni“ (RAF).
Í hvassyrtri yfirlýsingu frá utan-
ríkisráðuneytinu er því vísað á bug,
að Fischer hafi borið ljúgvitni er
hann sagði í vitnisburði sínum fyrir
rétti fyrr í mánuðinum – í dómsmáli
fyrrverandi pólitísks samherja hans
sem gerðist hryðjuverkamaður – að
hann hefði aldrei skotið skjólshúsi
yfir hryðjuverkamenn.
„Þessar ásakanir eru allar jafn
gegnsæjar og þær eru tilhæfulaus-
ar,“ segir þar, sem og að hann hefði
„ekkert að fela og ekkert að óttast.“
Í sjónvarpsviðtali á mánudagskvöld
sagði hann að verið gæti að þau
hefðu sézt í húsi því í Frankfurt sem
hann bjó í á þessum tíma, en þá
deildu nokkrir hópar vinstriróttæk-
linga með sér íbúðum í húsinu.
Þingmenn úr röðum stjórnarand-
stöðunnar sögðust ekki myndu láta
Fischer sleppa við svo búið. „Við
gerum ráð fyrir því að nýjar upplýs-
ingar eigi eftir að koma fram um at-
hafnir hans á þessum tíma,“ sagði
Wolfgang Bosbach, þingmaður
Kristilegra demókrata (CDU). Tals-
maður Frjálsra demókrata (FDP)
sagði að til greina kæmi að fara fram
á þingrannsókn á ásökununum á
hendur „steinakastaranum fyrrver-
andi“. Saksóknarar sögðust í gær
vera að kanna hvort grundvöllur
væri fyrir því að ákæra Fischer fyrir
að bera ljúgvitni.
Þá þurfti umhverfisráðherrann
Jürgen Trittin í gær einnig að verj-
ast ásökunum sem bendluðu hann
við ofbeldi vinstriöfgamanna á átt-
unda áratugnum. Neitaði hann því
að hafa verið meðal stuðningsmanna
bréfs frá árinu 1977, þar sem hópur
þýzkra námsmanna lýsir yfir ánægju
með morð sem RAF hafði framið.
Græningjarnir Joschka Fischer
(t.v.) og Jürgen Trittin.
Sakaður um að
bera ljúgvitni
AP
Joschka Fischer verst nýjum ásökunum um fortíð sína
Berlín. AP, AFP.
Clinton og
Ray sömdu
á leynileg-
um fundi
Washington. AP.
BILL Clinton, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, átti á annan í jólum
fund í svokölluðu kortaherbergi í
Hvíta húsinu með Robert Ray, sér-
skipuðum saksóknara í málefnum
Clintons. Herbergið hefur áður
komið við sögu í hneykslismálum
forsetans, fyrir tveimur árum var
sama herbergi notað fyrir yfir-
heyrslur óháða saksóknarans
Kenneth Starr um samband Clint-
ons við Monicu Lewinsky. Í þetta
skiptið voru kringumstæður öllu
óformlegri en eins og kunnugt er
gerði Ray forsetanum tilboð.
Að sögn lögfræðinga sem þekkja
til málsins lofaði Ray að sækja for-
setann ekki til saka þegar hann léti
af embætti gegn því að Clinton
myndi samþykkja að missa lög-
mannsréttindi sín tímabundið. Að
fundinum loknum hófust þriggja
vikna samningaviðræður sem náðu
allt til Arkansas og leiddu að lokum
til samningsins sem greint var frá í
síðustu viku. Í honum viðurkennir
Clinton að hafa gefið villandi upp-
lýsingar eiðsvarinn fyrir rétti um
samskipti sín við Monicu Lewinsky.
Þá samþykkir hann að greiða
25.000 dollara, um 2,1 milljón
króna, í sekt og missa lögmanns-
réttindi sín í fimm ár.
Á fundinum á annan í jólum kom
Ray tilboði sínu persónulega á
framfæri við Clinton og lið hans.
Þegar hann hafði lokið máli sínu
þakkaði lögfræðingur Clintons,
David Kendall, honum fyrir mál sitt
og Ray yfirgaf herbergið. Eftir
fundinn víkur sögunni til Arkansas.
Þar komst siðanefnd lögmanna
Arkansas-ríkis að þeirri niðurstöðu
að Ray væri leyfilegt að gera Clin-
ton það tilboð sem hann samþykkti.
Forsetinn fékk síðan frest til 19.
janúar til þess að gera athugasemd-
ir við orðalag samningsins. Þær
viðræður gengu, að sögn formanns
siðanefndarinnar, Ken Reeves,
mjög vel. Að vísu hefði Clinton vilj-
að að sá tími sem hann missir lög-
mannsréttindi sín hefði verið
skemmri. Hann fékk þó ekki hnikað
tímalengdinni, ekki síst vegna for-
dæma.