Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BRÉFASKIPTI FORSETA ALÞINGIS OG HÆSTARÉTTAR Halldór Blöndal, forseti Al-þingis, skýrði þingheimi fráþví í gærkvöldi, að forsæt- isnefnd Alþingis hefði sent forseta Hæstaréttar bréf með ákveðinni fyr- irspurn varðandi dóm Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalagsins og svar hefði borizt frá forseta Hæstaréttar. Bréf forsætisnefndar Alþingis til forseta Hæstaréttar var svohljóð- andi: „Í kjölfar dóms Hæstaréttar 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 hefur ríkisstjórnin flutt á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lög- um nr. 117/1993 um almannatrygg- ingar, með síðari breytingum. Í frumvarpinu er ráðgert að sem fyrr geti orðið skerðing á fjárhæð tekju- tryggingar örorkulífeyrisþega í hjú- skap vegna tekjuöflunar maka hans. Við meðferð frumvarpsins á Alþingi hefur verið deilt um hvort skilja eigi umræddan dóm Hæstaréttar svo að með honum hafi verið slegið föstu, að almennt sé andstætt stjórnarskránni að kveða í lögum á um slíka tekju- tengingu. Þess vegna fer forsætis- nefnd Alþingis þess á leit við forseta Hæstaréttar að hann láti nefndinni í té svar við því, hvort dómurinn hafi falið slíka afstöðu í sér.“ Svar Garðars Gíslasonar, forseta Hæstaréttar, var svohljóðandi: „Vís- að er til bréfs 23. janúar 2001, þar sem þér farið þess á leit að forseti Hæstaréttar láti nefndinni í té svar við því, hvort með dómi Hæstaréttar 19. desember 2000 í máli nr. 125/2000 hafi verið slegið föstu, að almennt sé andstætt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands að kveða í lögum á um að skerðing geti orðið á fjárhæð tekju- tryggingar örorkulífeyrisþega í hjú- skap vegna tekna maka hans. Í dóm- inum var aðeins tekin afstaða til þess, hvort slík tekjutenging eins og nú er mælt fyrir um í lögum sé and- stæð stjórnarskránni. Svo var talið vera. Dómurinn felur ekki í sér af- stöðu til frekari álitaefna en hér um ræðir. Í því ljósi verður að svara spurningu yðar neitandi.“ Óneitanlega eru slík bréfaskipti milli forsætisnefndar Alþingis og forseta Hæstaréttar óvenjuleg en í sjálfu sér ekkert við það að athuga að forsætisnefnd þingsins leiti skýr- inga réttarins. Það er svo Hæsta- réttar að ákveða, hvort hann svarar. Í hörðum umræðum á Alþingi í gærkvöldi var um það rætt, hvort líta bæri á bréf forseta Hæstaréttar sem eins konar einkabréf hans eða hvort aðrir dómarar réttarins stæðu á bak við bréfið. Þeirri spurningu er svarað hér í Morgunblaðinu í dag. Garðar Gíslason forseti Hæstaréttar skýrir frá því, að hann hafi skrifað bréfið að höfðu samráði við dómara réttarins. Um það atriði þarf því ekki að deila frekar. Það er ljóst, að fyrir þá, sem vilja einbeita sér að efnisatriðum þessa máls, hefur bréf forseta Hæstaréttar hreinsað andrúmsloftið og skýrt lín- urnar. Andstæðingar frumvarpsins geta verið þeirrar skoðunar að með því sé verið að brjóta stjórnarskrá lýðveld- isins en þeir geta ekki rökstutt þá skoðun með tilvísun til dómsins eftir að bréf Garðars Gíslasonar, forseta Hæstaréttar liggur fyrir. Í sjálfu sér þarf þetta svar forseta Hæstaréttar ekki að koma neinum á óvart. Í forsendum dóms Hæstarétt- ar í Öryrkjabandalagsmálinu segir svo: „Getur það því átt við málefna- leg rök að styðjast að gera nokkurn mun á greiðslum til einstaklinga úr opinberum sjóðum eftir því hvort viðkomandi er í sambúð eða ekki.“ Í umræðunum á Alþingi í gær- kvöldi varð nokkurt uppnám vegna þessara bréfaskipta. Það er ekki til- efni til slíks. Fólk á aldrei að agnúast út í að fá frekari upplýsingar sem geta varpað ljósi á mál. Það á við um þingmenn sem aðra. Úr því að dóm- arar Hæstaréttar hafa komizt að þeirri niðurstöðu að við hæfi væri að forseti réttarins svaraði bréfi for- sætisnefndar Alþingis er frekar ástæða til að þingmenn og aðrir, sem þetta mál varðar, fagni því. Og rétt er að benda á, að þegar bréf sem þetta er sent getur enginn verið viss um hvort því verður svarað eða hvert svarið verður. Dómur Hæstaréttar hefur kallað fram ákaflega athyglisverðar um- ræður um grundvallarmál. Það er ljóst, að bæði forystumenn Öryrkja- bandalagsins og stjórnarandstaðan á Alþingi telja ekkert athugavert við að öryrkjar í hjúskap fái fulla tekju- tryggingu, hvað sem líður tekjum maka sem í mörgum tilvikum geta verið býsna háar. Sú afstaða hefur komið mörgum á óvart sem hafa tal- ið, að fremur væri ástæða til að jafna tekjur í samfélagi okkar en að auka á tekjumuninn með greiðslum úr al- mannasjóðum. Þeir sem hafa ekkert við það að at- huga að slíkar greiðslur gangi til þeirra, sem sannanlega búa við góð- ar og stundum mjög háar heimilis- tekjur, eru þeirrar skoðunar, að sjálfsvirðing þess maka sem býr við örorku skipti meira máli en tekju- jöfnunin. Það er sjónarmið út af fyrir sig sem engin ástæða er til að gera lítið úr. En um leið fer ekki á milli mála, að það hlýtur að kalla á endur- skoðun á öllu því sem lýtur að fjár- félagi fólks í hjúskap eða sambúð. Eitt leiðir af öðru. Morgunblaðið hefur í mörg ár ver- ið málsvari tekjujöfnunar með tekju- tengingu en jafnframt varað við því, að óorði hafi verið komið á tekju- tengingu með því að fara of langt niður tekjustigann. Nú má telja líklegt að þessar miklu umræður um Öryrkjabandalagsdóm- inn beini athyglinni að kjörum hins almenna öryrkja sem fær ekki krónu út úr þessum dómi Hæstaréttar. Því ber að fagna. Öryrkjar eru ekki of- haldnir af sínum kjörum. Í viðtölum, sem birtust hér í blaðinu sl. sunnu- dag, kom glöggt fram, að margir þeirra búa við mjög bágan hag. Góðæri undangenginna ára á að gera okkur kleift að bæta kjör þeirra sem minnst mega sín. Þótt réttlætið sem felst í dómi Hæstaréttar geti verið umdeilt á að geta orðið þjóð- areining um að ná því marki. HALLDÓR Blöndal, forseti Al-þingis, kom með nýtt innlegginn í þriðju og síðustu umræðuum öryrkjafrumvarpið svokall- aða á níunda tímanum í gærkvöld, er hann kynnti bréf sem honum hafði fyrr um dag- inn borist frá forseta Hæstaréttar, Garðari Gíslasyni. Var bréfið svar við bréfi sem Halldór Blöndal hafði í gær sent til forseta Hæstaréttar í umboði forsætisnefndar Al- þingis. Í bréfi Halldórs er spurt að því hvort skilja megi umræddan dóm Hæsta- réttar í máli Öryrkjabandalags Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins á þann veg að með honum sé slegið föstu að almennt sé andstætt stjórnarskránni að kveða í lögum á um tekjutengingu tekjutryggingar ör- orkulífeyrisþega í hjúskap við tekjur maka hans. „Vegna þess fer forsætisnefnd Al- þingis þess á leit við forseta Hæstaréttar að hann láti nefndinni í té svar við því hvort dómurinn hafi falið slíka afstöðu í sér,“ segir í bréfinu. Í svari forseta Hæstaréttar segir m.a.: „Í dóminum var aðeins tekin af- staða til þess hvort slík tekjutenging eins og nú er mælt fyrir um í lögum sé andstæð stjórnarskránni. Svo var talið vera. Dóm- urinn felur ekki í sér afstöðu til frekari álitaefna en hér um ræðir. Í því ljósi verður að svara spurningu yðar neitandi.“ Undir bréfið ritar Garðar Gíslason forseti Hæstaréttar. Halldór skýrði frá þessum bréfaskrifum sem áttu sér stað í gær og kvaðst hafa lagt fram tillögu um slík bréfaskrif á fundi for- sætisnefndar Alþingis í gærdag. Sagði Halldór síðan að hann hefði þegar kynnt þessi bréf á fundi forsætisnefndar sem og á fundi með formönnum þingflokka. Greindi hann frá því að formenn þingflokk- anna hefðu beðið um að þingfundi yrði frestað um fimmtán mínútur til þess að þingflokkarnir gætu komið saman af þessu tilefni. Að því búnu frestaði forseti þing- fundi um stundarfjórðung eins og hann hafði lofað. Áður en Halldór greindi frá þessum bréfum hafði þriðja og síðasta umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar til breytingar á almannatryggingalögum staðið yfir frá kl. 10.30 um morguninn með tveimur hléum, hádegishléi og kvöldverðarhléi. Í þeim umræðum höfðu stjórnarandstæð- ingar ítrekað þann skilning sinn að með frumvarpinu væri verið að fara á svig við dóm Hæstaréttar og þar með væri verið að brjóta stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Eftir fimmtán mínútna fund þingflokk- anna hófust umræður að nýju og lýstu stjórnarandstæðingar því yfir að bréf for- seta Hæstaréttar hefði enga þýðingu fyrir málið. Eftir sem áður stæði stjórnarand- staðan fast á þeirri afstöðu sinni að frum- varp ríkisstjórnarinnar bryti gegn ákvæð- um stjórnarskrárinnar. Söguleg tíðindi Sagði stjórnarandstaðan að bréfaskrifin hefðu fyrst og fremst sögulega þýðingu og að þau bæru vitni um taugaveiklun ríkis- stjórnarinnar í málinu öllu. „Hér gerðust þau óvæntu tíðindi að hér voru lesin upp bréf sem hljóta að teljast mikil tíðindi. Því elstu menn rekur engin minni til slíkra bréfaskrifta áður,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. Sagði hann þetta vera bréfaskrif þar sem löggjafarvaldið færi fram á að Hæstiréttur túlkaði og út- skýrði dóm sinn. „Einhverja rak minni til þess að einu sinni áður hefði þetta verið reynt en þá hefði Hæstiréttur svarað á þá leið að það væri ekki hans hlutverk að túlka sína dóma.“ Ítrekaði Steingrímur að bréfið hefði enga þýðingu til umrædds máls en bréfaskriftirnar væru fyrst og fremst sögulegar vegna þess að þær hefðu farið fram. „Við teljum þessar bréfaskriftir fyrst og fremst vera til marks um þá aug- ljósu taugaveiklun sem slegið hefur út hjá stjórnarliðinu hér á síðustu klukkustund- um umræðunnar um þetta mál.“ Stjórnarandstaðan biðjist afsökunar Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokks, kom því næst í pontu og sagði í andsvari sínu við ræðu Steingríms að í bréfi forseta Hæstaréttar kæmi fram að ekkert í frumvarpi ríkisstjórnarinnar bryti í bága við stjórnarskrána. Benti hann á að stjórnarandstæðingar hefðu í umræðum á Alþingi síðustu daga haldið því fram að ef frumvarpið yrði samþykkt myndi það brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar. „Ég held að þær móðganir, sem hafa dunið hér yfir meirihluta Alþingis út af þessu frumvarpi um stjórnarskrárbrot og mann- réttindabrot, séu svo alvarlegar að ég held að allur minnihluti Alþingis ætti að biðja afsökunar í einu lagi.“ Steingrímur kom aftur upp í pontu og kvaðst enn vera þeirrar skoðunar að frum- varpið bryti í bága við ákvæði stjórnar- skrárinnar. Í fyrsta lagi með því að fram- lengja áfram skerðingu tekjutryggingar vegna tekna maka, í öðru lagi með því að hafa íþyngjandi lagaákvæði afturvirk og í þriðja lagi með því að bera við fyrningu að ekki verði e tímann lengr Ásta R. Samfylkingar hefði farið r stjórnarinnar ur umræðum er sú að það ákvæði stjórn Sagði hún a breytti engu innlegg í að l er uppi.“ Ás ræðunni hefð almennt kom að hér í umr Og það verð lýkur…Við m ríkisstjórninn kjör lífeyrisþ löngu tímabæ Kolbrún Vinstrihreyfi sagði að með ar við dómi H valið þann ko Stríð sem væ jánsson, þing tók fram að ö ríkinu vegna ar væru frið skerða. Engin dæm Össur S Samfylkingar bréfaskriftir Öryrkjafrumvarpið v Stjórnarands svar fors Öryrkjafrumvarpið svokallaða var sam- þykkt sem lög frá Alþingi skömmu eftir miðnætti í nótt. Hafði þá umræðan um það staðið yfir á Alþingi í fjóra daga. Þingliðar sátu brúnaþungir undir HALLDÓR Blöndal, forseti Al- þingis, sagði aðspurður um til- drög þess að hann hefði skrifað forseta Hæstaréttar bréfið, þar sem óskað er útskýringa á dómi Hæstaréttar, að 16. janúar síðast- liðinn, áður en frumvarpið kom til fyrstu umræðu, hefðu formenn stjórnarandstöðuflokkanna skrif- að honum bréf þar sem þeir hefðu haldið því fram að frumvarpið innihéldi lagaákvæði sem bryti í bága við stjórnarskrána, þeir teldu það óþinglegt og hefðu þeir óskað eftir úrskurði hans um þessi efni. Halldór sagðist að sjálfsögðu ekki hafa getað kveðið upp úr- skurð um það hvort sér brot á stjórnar frumvarpið hefði óþinglegt og því hef tekið til umræðu. „Nú hefur frumv afgreitt úr nefnd og óbreytt við aðra u tekið til þriðju umr tók ég ákvörðun, v hörðu deilna sem n um að skrifa forseta ar bréf þar sem ég s með dómi Hæstarétt ið slegið föstu að andstætt stjórnars kveða í lögum á um tengingu eins og er Halldór Blöndal, for Nauðsyn unnar a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.