Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 38
SKOÐUN 38 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ INNFLUTNINGSMÁL landbún- aðarafurða eru komin á dagskrá á ný. Vissulega með óvæntum og líka sér- stæðum hætti. Tilefnið er nautalund- ir frá Írlandi sem nýlega hafa verið fluttar til landsins. Meðal þess sem vekur eftirtekt í þessari umræðu er vaskleg framganga neytendafulltrúa svonefndra. Skyldi þá nokkur muna fyrri áherslur þeirra í umræðu um innflutningsmál þegar sem hæst var hrópað að stjórnvöldum og Alþingi um ofurtolla og að bág kjör á landi hér gæti því verið auðveldast að bæta með sem frjálsustum innflutningi. Innganga í ESB væri því hagkvæmur kostur þar sem sami matur væri þá skammtaður á alla diska og af sama dýrleika fenginn. Afstaða landbúnaðarráðuneytisins gagnvart viðbrögðum við innflutningi nautalundanna eru í hæsta máta und- arleg þegar varnaraðilinn sjálfur, landbúnaðarráðherrann, finnur sér helst til málsbóta að lög sem hann þurfi að framkvæma séu stórgölluð, og að reglugerðir og auglýsingar sem undir hann heyra, og sem stjórnvöld og borgarar þessa lands eiga að fara eftir, séu óheppilega orðaðar! Hans lausnarorð er að vitna til stjórnartíð- ar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem slæmrar fyrirmyndar og að mál- ið sé svo flókið í framkvæmd að hann hafi þurft að kalla þekktan og hæfan lögmann, kunnugan vel í Stjórnar- ráðinu frá aðstoðarráðherratíð sinni, til að gefa sér ráð, en verði undir feldi þangað til niðurstaða liggur fyrir. Það er þetta verklag Guðna Ágústssonar, að kenna öðrum um, sbr. sjónvarpsþáttinn á mánudags- kvöldið 15. þ.m., auk skyldunnar gagnvart bændum landsins og Sjálf- stæðisflokknum, sem hlýtur að bjóða þeim er þessar línur ritar að taka til máls í þessari umræðu. Deilur á Alþingi Það var í janúarmánuði árið 1994, að loknu leyfi þingmanna um jól og áramót, að á Alþingi braust fram harðvítug umræða um málefni land- búnaðar á Íslandi. Tilefnið var að á Alþingi var verið að fjalla um breyt- ingar á búvörulögunum sem áfanga í ákvörðun um breytta hætti í innflutn- ingsmálum landbúnaðar vegna vænt- anlegrar aðildar Íslands að GATT. En neistinn að átökunum í þessari umræðu fólst í að Hagkaup hafði unn- ið mál gegn landbúnaðarráðherra og fjármálaráðherra fyrir Hæstarétti, svonefnt skinkumál. Ákvarðanir í innflutningsmálum yrðu að lúta æðra stjórnvaldi og Framleiðsluráð land- búnaðarins því ekki bær aðili til að stjórna þeim málum og banna inn- flutning. Eftir þennan dóm var inn- flutningur landbúnaðarvara laus við allar hindranir búvörulaganna og því í rauninni frjáls innflutningur land- búnaðarvara orðinn að veruleika. Um þetta stóðu deilurnar á Alþingi í upp- hafi árs 1994. Sjálfstæðisflokkurinn, sem fór með landbúnaðarmál í rík- isstjórnarsamstarfi við Alþýðuflokk- inn, bar gæfu til að fá fram breyt- ingar á búvörulögunum sem bannaði innflutning þeirra landbúnaðarafurða sem um ræddi nema að fengnu leyfi landbúnaðarráðherra og settar voru mjög skýrar reglur um meðferð inn- flutningsmála landbúnaðarins er tryggðu að óheftur innflutningur nið- urgreiddra landbúnaðarvara erlendis frá legði ekki í rúst landbúnað á Ís- landi eins og orðið hefði án þessara lagabreytinga að gengnum áður- nefndum hæstaréttardómi. Þessa lagabreyting lagði í reynd grundvöllinn að þeim ákvörðunum sem teknar voru við lögleiðingu á hin- um svonefnda GATT-samningi, og að því að það skyldi verða verkefni land- búnaðarráðuneytisins að annast inn- flutningsmálefni landbúnaðarins í nýrri löggjöf um framkvæmd GATT- samningsins eins og úrskurður Dav- íðs Oddssonar frá því í september ár- ið 1993 sagði fyrir um. Um þetta allt vitna athugasemdir með stjórnar- frumvarpi að áðurnefndum lögum frá 1994, en þar segir m.a.: „Gildistaka Úrúgvæ- samnings GATT leiðir m.a. til kerfisbreytinga í innflutningsmálum landbúnaðarins. Ríkis- stjórnin hefur ákveðið að skipa nefnd með fulltrúum fimm ráðu- neyta til að endurskoða í heild ákvæði innflutn- ingslöggjafar í því skyni að tryggja að hún verði í samræmi við skuld- bindingar GATT.“ Búvörulögin og GATT Hinn 29. maí 1995 var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum vegna aðildar Íslands að Alþjóðaviðskiptastofnun- inni. Frumvarpið var flutt m.a. til að breyta innflutningsákvæðum búvöru- laga og ákvæðum laga um dýrasjúk- dóma og varnir gegn þeim til að sam- ræma þau ákvæðum GATT-samn- ingsins en jafnframt að koma fram stefnu ríkisstjórnarinnar eins og fyrir lá í samþykktum hennar. Miklar breytingar höfðu orðið í stjórnmálum á Íslandi. Ný ríkisstjórn komin til valda sem m. a. leiddi til þess að Guð- mundur Bjarnason var orðinn land- búnaðarráðherra í stað Halldórs Blöndals og Guðni Ágústsson tekinn við formennsku í landbúnaðarnefnd í stað þess er þessar línur ritar. Því er það svo að ef Guðni Ágústsson heldur sig við að leita uppi sökudólg til að draga til ábyrgðar fyrir gildandi ákvæðum íslenskra laga þarf hann ekki langt að fara. Hitt liggur hins vegar ljóst fyrir að málið var undirbú- ið og fékk á sig skýra mynd meðan Halldór Blöndal var í forsvari fyrir málefni landbúnaðarins, og með því að formennska í landbúnaðarnefnd á þeim tíma var í mínum höndum var náið samráð okkar á milli við und- irbúning málsins. Það er því alger- lega ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn bar öðrum flokkum fremur ábyrgð á afgreiðslu málsins á Alþingi. Í athugasemdum með frumvarpinu um Alþjóðaviðskiptastofnunina er gerð grein fyrir þeim breytingum á viðskiptum með landbúnaðarvörur sem af breyttri skipan þeirra mála leiddi við aðild Íslands í GATT. Þar kemur m.a. fram sú grundvallar- breyting að magntakmarkanir inn- flutnings séu aflagðar en þess í stað komi tollvernd. Enn fremur segir í niðurlagi þessarar umfjöllunar að innflutningsbann sé ekki lengur for- takslaust. Landbúnaðarráðherra geti bannað innflutning á hráu og lítt sölt- uðu kjöti og sláturafurðum sem smit getur borist með en skuli þar um setja reglur að fengnum meðmælum yfirdýralæknis. Hvað sagði landbúnaðarnefnd? Eins og að framan er sagt var það að loknum kosningum árið 1995, þeg- ar ný stjórn hafði sest að völdum, að tekið var til umfjöllunar frumvarpið um aðild Íslands að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni. Þá kemur það í hlut ný- kjörinnar landbúnaðarnefndar að fjalla um landbúnaðarhluta frum- varpsins undir forystu Guðna Ágústssonar. Í frumvarpinu fólust til- lögur nefndar fimm ráðuneyta, sem skipuð hafði verið í tíð fyrri ríkis- stjórnar. Af ítarlegri umsögn land- búnaðarnefndar kemur fram að ekki verður lengur hægt að hefta innflutn- ing á landbúnaðarvörum nema sam- kvæmt ákveðnum undanþáguheim- ildum samningsins sem m.a. lúta að takmörkunum innflutnings vegna heilsu manna, dýra eða plantna. Þess í stað er gert ráð fyrir tollvernd. Við athugun á heilbrigðisþætti frum- varpsins komst landbúnaðarnefnd að þeirri niðurstöðu að ekki væri nægi- lega vel séð fyrir þeim málum. Þess vegna lagði nefndin til að ný máls- grein bættist við 18. gr. frumvarpsins (áður 52. gr. búvörulaga) þannig orð- uð: „Landbúnaðarráð- herra er þó heimilt að banna innflutning á af- urðum dýra og planta sem gefin hafa verið vaxtaraukandi efni á framleiðsluskeiðinu eða kunna að fela í sér leifar lyfja og annarra að- skotaefna umfram það sem leyft er við fram- leiðslu innanlands. Landbúnaðarráðherra ákveður með reglugerð á hvern hátt hagað skuli eftirliti með innflutn- ingi afurðanna, sýna- tökum og rannsókn- um.“ Eins og 18. gr. búvörulaganna ber með sér var til- lagan samþykkt á Alþingi. Um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim voru málefni skýr. Um málið höfðu farið fram ítarlegar umræður á Alþingi sem fylgst hafði verið með og landbúnaðarnefndarmenn gjarnan verið þátttakendur í. Fyrir lágu mik- ilvægar ákvarðanir varðandi þær áherslur sem unnið var eftir við und- irbúning að þátttöku Íslendinga í GATT. Hér er sérstaklega vert að geta samþykktar ríkisstjórnarinnar um GATT frá 10. janúar 1992. Þar segir í 2. lið: „Ísland mun gera mjög strangar kröfur á sviði heilbrigðiseftirlits vegna innflutnings á landbúnaðaraf- urðum. Hér kemur sérstaklega til næmi íslenskra búfjárstofna vegna langrar einangrunar og er í þeim efn- um vitnað til biturrar og dýrkeyptrar reynslu þegar á hefur verið slakað. Ísland ætlast til viðurkenningar á þessum sérstöku aðstæðum.“ Í viðauka sem fylgdi ályktun Al- þingis um fullgildingu samnings um Alþjóðaviðskiptastofnunina, eins og hún var afgreidd á Alþingi 29. des- ember 1994, var afstaða Íslands til innflutningsmálanna skýrð í sérstök- um viðauka. Í 4. mgr. segir: „Íslensk yfirvöld líta svo á að verndarákvæðin í fyrirliggjandi frumvarpi séu nægilega traust til að tryggja óbreytt ástand í heilsufari búfjár í landinu. Þetta byggist á þeirri forsendu að Ísland muni halda áfram að framfylgja banni sínu við innflutning á þeim vörum sem taldar eru upp hér á eftir, þar sem vísinda- leg rök sanna að það er eina leiðin til að verja innlendan búfénað gegn er- lendum sjúkdómum.“ Þessi texti skýrir með ótvíræðum hætti ákveðna afstöðu Íslands til inn- flutningsmála landbúnaðarvara við fullgildingu samningsins og er auk þess sem viðauki tengdur afgreiðslu málsins á Alþingi. Þessi afstaða var mikilvægt innlegg í GATT-um- ræðuna á Alþingi og auðveldaði fram- gang málsins. En nú var hins vegar sú stóra spurning uppi hvernig til hefði tekist með þessar áherslur rík- isstjórnarinnar að koma þeim í laga- texta frumvarpsins um breyting á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar er enn tekin mikilvæg ákvörðun um innflutningsmál því að þótt landbúnaðarráðherra sé veitt heimild til að víkja frá skilyrðislausu banni við innflutningi landbúnaðar- vara verða meðmæli yfirdýralæknis að koma til sem er skilyrt, „enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valdi dýrasjúkdómum“ eins og segir í lögunum. Þessi lagatexti felur það enn fremur í sér að sönn- unarskyldan hvílir á þeim sem um innflutningsleyfið sækir hverju sinni og meðmæli yfirdýralæknis eru bundin því skilyrði að fyrir honum sé sannað að ekki berist smitefni sem valdið geti búfjársjúkdómi. Sama skylda hvílir á landbúnaðarráðherra sem veitir leyfi til innflutningsins. Um framkvæmd GATT Tvö mikilvæg skjöl hefur landbún- aðarráðherra gefið út til að finna GATT-samningnum skýrar reglur varðandi innflutning. Þetta er reglu- gerð um varnir gegn því að dýrasjúk- dómar berist til landsins og um tak- mörkun á innflutning afurða dýra sem fengið hafa vaxtaraukandi efni, gefin út 1. september 1995, og auglýs- ing um innflutning á sláturafurðum sem ekki hafa fengið hitameðferð, frá 10. maí 1999. Reglugerðin er unnin af fulltrúum þriggja ráðuneyta undir forustu landbúnaðarráðuneytisins, sem styrkir auðvitað þau efnislegu rök um það sem að landbúnaðinum snýr við framkvæmd þessara mála. Efni reglugerðarinnar gefur til kynna að þar eru einkum lagðar til grundvallar reglur Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar, íslensk löggjöf og bókanir ríkisstjórnar Íslands sem ég hef áður vikið að. Í auglýsingu land- búnaðarráðuneytins felst nánari út- færsla á þessum ákvörðunum. Nú hafa þær fréttir borist að reglugerð- in, og þó sérstaklega auglýsingin, séu ekki landbúnaðarráðuneytinu þókn- anlegar lengur. Ráðuneytisstjórinn hefur lýst þeirri skoðun ráðuneytis- ins við fjölmiðla að þær séu óheppi- lega orðaðar. Þær gangi framar lög- um og þess vegna sé hafinn undirbúningur að nýrri reglugerð sem samrýmist lögum og sé þá líka þóknanleg landbúnaðarráðuneytinu og heppilegar orðuð. Kannski er með þessu verið að gefa í skyn breyttar pólitískar áherslur er fela það í sér að farið sé að gjóa a.m.k. með öðru aug- anu á hvað ESB-regluverkinu er í þessum efnum þóknanlegt og máski er því hér þá komin skýringin á inn- flutningi írska nautakjötsins til Ís- lands. Reglugerð og auglýsing Þegar hér er komið málum hefur landbúnaðarráðuneytið eins og áður er getið kvatt sér til aðstoðar þekktan og hæfan lögmann. Nú skal gera út- tekt á þessum málum öllum og ekkert undan draga. Kannski er tilgangur- inn að hafa frumkvæði að því að leita ósamræmis í ákvæðum GATT-sátt- málans við íslenskar reglur, og e.t.v komast að þeirri niðurstöðu að ekki sé unnt að finna áherslum ríkisstjórn- ar Íslands frá 1992, sem áður er getið, stoð í GATT-reglum. Þaðan af síður þeim áherslum sem skýrðar eru í við- auka með ályktun Alþingis þar sem m.a. er kveðið er á um að sanna verði að ekki sé nein hætta í því að flytja til landsins landbúnaðarvörur, og þá líka að sönnunarbyrðin sé innflytj- andans en ekki þess er leyfið veitir. Það hlýtur líka að vera auðvelt fyrir prófessorinn að greina vinnutilhögun landbúnaðarráðuneytisins á innflutn- ingi nautakjötsins frá Írlandi og þá hvort landbúnaðarráðuneytið hafi hafnað því að fara eftir eigin reglum af því þær voru „óheppilegar“. Kannski kann að reynast einna erf- iðast að meta á lagagrunni hvern rétt þær skýru áherslur Íslands, sem fram koma í bókunum og löggjöf og sem svo miklu réðu um framgang málsins á Alþingi, hafa. En hér kemur meira til sem miklu getur valdið um afstöðu hverrar þjóð- ar um framkvæmd mála sinna og sem virða ber þegar GATT er annars veg- ar. Í þessum efnum er andmælarétt- urinn afar mikilvægur því í honum felst hið raunverlega eftirlitsvald GATT. Í þeim skyldum sem af þess- ari ákvörðun leiðir er hverri þjóð skylt að tilkynna til annarra aðildar- þjóða sé reglum breytt frá fyrra horfi. Samkvæmt upplýsingum land- búnaðarráðuneytisins var áðurnefnd auglýsing tilkynnt öllum GATT-þjóð- unum, 140 að tölu. Þriggja mánaða tími andmælaréttarins leið án þess að nokkrar athugasemdir bærust. Þann- ig er nú staðfest að engin GATT-þjóð hefur gert athugasemd við auglýs- inguna margnefndu. Menn skyldu því halda að svona eindregin niðurstaða væri Íslandi hagstæð eins og öllum öðrum þjóðum sem í hliðstæðum mál- um eiga. Þegar betur er að gáð er það þó ein þjóð sem hefur gert athugasemdir við auglysingu ráðuneytsins, það er nefnilega Ísland sem gerir athuga- semd. Landbúnaðarráðuneytið segir að reglugerð og auglýsing sem af henni leiðir séu „óheppilega orðaðar“ og gangi lögum framar og þess vegna verði Ísland að víkja reglugerðinni til hliðar til að fara að lögum þar til not- hæf reglugerð verði til. Hljótist ekki slys af innflutningi írska kjötsins er þessi afstaða landbúnaðarráðuneytis- ins það langversta í málinu. Eins og áður er komið fram er tilkynningar- skyldan aðeins tengd eftirlitsþætti samningsins. Það leiðir til þess að þeirri mikilvægu niðurstöðu, sem fékkst eftir tilkynningu til aðildar- þjóða GATT um auglýsinguna, fylgir ekki lagalegur réttur til að viðhalda því fyrirkomulagi sem auglýsingin felur í sér. Því er það að í svo víðtæku ferli geta komið upp álitamál sem verður að úrskurða á grundvelli laga og reglna. Og nú geta menn metið það hver og einn hvernig málsvörn Íslands verður, komi til meðferðar kærumála á hendur Íslands um inn- flutningsreglur landbúnaðarafurða þegar landbúnaðarráðuneytið, sem á að standa vaktina fyrir Íslands hönd, hefur lýst yfir að á Íslandi séu í gildi reglur sem veita of rúman rétt til varnar innflutningi. Það er ekki góð rödd sem mælir þannig fyrir málstað Íslands. Það vekur einnig eftirtekt með hvaða hætti landbúnaðarráðuneytið blandar ESB og regluverki þess í þessa umræðu. Sannleikurinn er sá að Ísland hefur þær einu skyldur að rækja gagnvart Evrópusambandinu að tilkynna um breytingar á reglum á innflutningi landbúnaðarvara komi til slíkra ákvarðana á Íslandi. Þessi til- högun mála á sér þá skýringu að ESS-samningurinn tekur ekki til málefna landbúnaðarins að öðru leyti en slíkar tilkynningar varðar. Þess vegna er Ísland algörlega frjálst að sínum ákvörðunum gagnvart ESB- regluverkinu. Hins ber svo að geta að Ísland tilkynnti ESB um útgáfu aug- lýsingarinnar og það athyglisverða gerðist að þær athugasemdir sem bárust voru afar veigalitlar. Það sem meira var að þær tóku á engan hátt til þeirra ákvarðana sem felast í auglýs- ingu um fyrirkomulag innflutnings- mála á Íslandi. Niðurstaða Á Íslandi er í gildi bann við inn- flutningi á landbúnaðarafurðum nema sannað sé að þær geti ekki bor- ið með sér sjúkdóma. Landbúnaðar- ráðherra getur vikið frá þessu banni að fenginni umsögn yfirdýralæknis þegar sannað er að í innflutningnum felist engin áhætta, hvorki fyrir heilsu manna né dýra. Sönnunar- byrðin er þess sem eftir innflutningn- um leitar. Þessar heimildir byggjast á lögum um sjúkdómavarnir, reglugerð um framkvænd innflutningsmála og auglýsingu um framkvæmd hennar og að engin hinna 140 GATT-þjóða gerði innan tilskilins tíma athuga- semd við þennan framgangsmáta. Sérreglur ESB taka ekki til innflutn- ingsmála á Íslandi. Þær viðmiðanir, sem landbúnaðarráðuneytið sækir til ESB, eru því af öðrum toga. Líklegt er að þar komi til m.a. það Evrópu- sambandsfár sem hefur gripið um sig í flokki landbúnaðarráðherra. Ísland býr við traust fyrirkomulag í sjúkdómavörnum og stendur þar reyndar flestum ef ekki öllum öðrum þjóðum framar. Þess vegna verður að varast alvarlega að þau mistök sem nú hafa átt sér stað verði ekki til þess að veikja stöðu Íslands í þessum mál- um. Pólitískar björgunaraðgerðir verður að reka eftir öðrum leiðum. Verum minnug þess að það eru ekki reglurnar sem hafa brostið heldur framkvæmd þeirra. HEGGUR SÁ ER HLÍFA SKYLDI Egill Jónsson Á Íslandi er í gildi bann við innflutningi á landbúnaðarafurðum, segir Egill Jónsson, nema sannað sé að þær geti ekki borið með sér sjúkdóma. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.