Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN
36 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ENGINN er fæddur meðhatur til annars mannsvegna litarháttar hans,uppruna hans eða trúar.
Hatur verða menn að læra, og ef
þeir geta lært að hata, er einnig
hægt að kenna þeim að elska, því
að kærleikur er eðlislægari manns-
hjartanu en andstæða hans.
Þessi orð eru hvorki ættuð frá
trúarleiðtoga né heimspekingi,
heldur eru þau sótt í sjálfsævisögu
stjórnmálamannsins Nelsons
Mandela, Long Walk to Freedom
(1994), sem reyndar er bæði
óvenjulegur stjórnmálamaður og
óvenjulegur maður. Það þarf
óvenjulegan mann til að ganga
beiskjulaus út úr 27 ára fangels-
isvist fyrir skoðanir og réttlætis-
baráttu – og ganga síðan fram fyr-
ir skjöldu til sátta og til að reyna
að sameina þjóð sem var sundruð
af hatri og óréttlæti. Kannski
þurfa menn að kenna á þvílíku
harðræði til að skilja óréttlæti
nógu vel til að geta fyrirgefið það í
eigin dæmi en ekki fyrir hönd
þjóðar sinnar. Mandela hefur líka
skilið að varanleg lausn á djúp-
stæðum mannlegum vanda fæst
hvorki með hernaðarmætti né
skyndisamningum, heldur einungis
með þeirri breytingu sem erfiðust
er, breytingu hugarfars.
Þótt sumum hafi þótt nóg um
sjálfhælni forsvarsmanna í samn-
inganefndum grunnskólakennara
og sveitarfélaga, komu þar fram í
umfjöllun hugtök sem ekki hafa
verið okkur tungutöm. Er þar átt
við orðin „forsendusamningur“ og
„togstreitusamningur“. Ljóst er af
þessum hugtökum að ekki er ein-
asta örðugra að ná saman í tog-
streitusamningum, heldur munu
þeir endast illa og skila litlum við-
varandi árangri. Það helgast af því
að þeir snúast um einstök, tiltekin
atriði en beinast ekki að heildar-
lausn til frambúðar. Endanlega
snúast núverandi deilur kennara
og viðsemjenda þeirra nefnilega
ekki um kaup og kjör einstakra
hópa, heldur um framtíð mennt-
unar með þjóðinni. En þessum
pistli er ekki ætlað að fjalla um
kennaraverkfall, heldur vil ég nota
hugtökin hér að framan í víðtækari
merkingu í miklu alvarlegri vanda-
málum.
Það er bæði erfitt og hryggi-legt að verða daglega vitniað mannvígum á landssvæði
Gyðinga og Palestínumanna og
vita um leið að þau eru sprottin af
langvinnu hatri og tortryggni er
ristir svo djúpt í tilfinningum að al-
menn skynsemi kemur að litlu
haldi. Og svipaða sögu má segja
um Norður-Írland, Kosovo og
Indónesíu, og raunar hvarvetna
þar sem illdeilur kvikna af því að
fólk af ólíkum toga þjóðernis og
trúar telur sig ekki geta unað sam-
búð á sama landssvæði. Út frá
þeim forsendum má segja að slíkar
deilur virðist illleysanlegar, af því
að hvorugur deilenda er fáanlegur
að ljá máls á skilningi á vanda hins.
Óvild í garð fólks af öðrum toga,
af öðru þjóðerni, litarhætti eða trú,
er venjulega talin stafa af fáfræði.
En það eru ekki fáfróðir menn sem
ekki geta samið um frið í Ísrael og
Palestínu. Hins vegar snýst öll við-
leitni þeirra um togstreitusamn-
inga en ekki forsendusamninga.
Grundvöllur viðræðna þeirra er
átök: um Jerúsalem, um lands-
svæði, um endurkomu flóttafólks.
Við bætast svo persónulegar að-
stæður einstakra leiðtoga. Þeir
Barak og Arafat hugsa einnig um
stöðu sína og völd, um leið og völd
þeirra takmarkast af slíkum hugs-
unum. Ef þeir gefa eftir til sátta,
eru þeir þá um leið að hætta stöðu
sinni?
Ísraelsmenn geta ugglaust hald-
ið áfram að kúga Palestínumenn
um hríð í skjóli hervalds síns. En
það leiðir aldrei til friðar, jafnvel
þótt þeir geti barið niður uppreisn-
ina með hörku. Og sagan segir
okkur að kúgun stenst ekki til
frambúðar. Meira að segja sterk-
ustu stórveldi sem samtímanum
virðist ósigrandi eru um síðir
dæmd til að sundrast og líða undir
lok. Og jafnvel þótt friðargæslulið
gengi á milli stríðandi fylkinga og
héldi þeim aðskildum, þá er orsök
ósamlyndis ekki þar með horfin.
Það sjáum við á Norður-Írlandi og
í Kosovo. Þvílík gæsla getur ekki
staðið um ókominn aldur. Munum
einnig að þótt talið hafi verið í lok
síðari heimsstyrjaldar að þá hafi
unnist endanlegur sigur á fasisma,
er það ekki svo. Slík mannvonsku-
hugsun hefur náð völdum í nokkr-
um löndum í heiminum og jafnvel
hafa fasistaflokkar náð umtals-
verðu kjörfylgi í löndum eins og
Frakklandi og Austurríki. Af
hverju í ósköpunum? Getur mann-
kynið aldrei lært af sínum eigin
skelfingum?
Í raun snýst deila Ísraels- ogPalestínumanna ekki einungisum framtíð þeirra innbyrðis,
heldur um framtíð mannkynsins.
Um framtíð sem er háð þeirri for-
sendu að við lærum að skilja marg-
breytileika manna, þjóða og trúar-
viðleitni – og lærum að virða þann
margbreytileika. Því er nefnilega
svo undarlega háttað að mannkyn-
ið getur því aðeins sameinast að
við viðurkennum margbreytileik-
ann og virðum hann. Við erum ekki
eins, þurfum ekki að vera eins og
eigum ekki að vera eins. En við er-
um hér saman, núna. Því þyrftu
Ísraels- og Palestínumenn (og
fleiri) að hætta að þrátta sífelld-
lega um einstök deiluefni og snúa
sér í staðinn að þeirri spurningu
sem þeir hafa forðast eins og heit-
an eld: hvernig eigum við að fara
að því að læra að lifa saman? For-
senda þess er auðvitað gagnkvæm
virðing sem ekki er fyrir hendi.
Þess vegna er næsta spurning:
hvernig getum við lært að virða
hver annan?
Nelson Mandela talar umhatur og kærleika. Efmenn geta lært að hata,
ætti einnig að vera hægt að kenna
þeim kærleika. En – svo að notuð
séu orð Douglas Lockhart í for-
mála fyrir bók hans Jesus the Her-
etic (1997) – „eins og allir vita er
kærleikur, líkt og hatur, ekki grip-
inn úr lausu lofti – hann verður að
spretta fram innra með okkur
vegna djúprar samkenndar okkar
með öðrum“. Til þess að svo geti
orðið þarf að verða sú breyting
sem erfiðust er, hugarfarsbreyt-
ing. Og þegar slík breyting hug-
arfars er orðin, þarf reyndar ekki
lengur neina samninga.
Samningar um frelsi og frið
Höfundur er prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla Íslands.
Meðal annarra orða
Eftir Njörð P. Njarðvík
NÚ þegar norska
ríkisstjórnin hefur
ákveðið að leyfa út-
flutning á hvalkjöti,
þrátt fyrir alþjóðlegt
hvalveiðibann, er
óhætt að fullyrða að al-
gjörlega ný staða er
komin upp varðandi
hugsanlegar hvalveið-
ar Íslendinga. Fram til
þessa hafa íslensk
stjórnvöld dregið lapp-
irnar í þessu mikil-
væga máli og beitt fyr-
ir sig þeim rökum að
lítill tilgangur og
ávinningur sé fólginn í
hvalveiðum ef enginn
markaður er til staðar fyrir afurð-
irnar. Þessi rök eru góð og gild.
Norðmenn telja sig hins vegar geta
hafið útflutning á hrefnuafurðum til
þriggja landa án þess að það stang-
ist á við alþjóðlega sáttmála um
bann við verslun með tegundir í út-
rýmingarhættu (CITES). Þessi lönd
eru Ísland, Japan og Perú, sem öll
hafa lýst yfir andstöðu við að hrefna
sé á lista CITES yfir dýr í útrýming-
arhættu. Japansmarkaður ætti því
að standa opinn fyrir Íslendingum,
líkt og Norðmönnum, þegar hval-
veiðar hefjast hér við land. Það er
mikil eftirspurn eftir hvalafurðum í
Japan og „markaðsrökin“ gegn hval-
veiðum eru því fyrir bí.
Önnur rök gegn hvalveiðum
Nú hafa aðilar í ferðaþjónustu,
sem bjóða upp á hvalaskoðunarferð-
ir, sett sig algerlega upp á móti öll-
um hugmyndum um að hafnar verði
hvalveiðar á ný. Talsmenn hvala-
skoðunarfyrirtækja hafa til þessa
verið ósparir á yfirlýsingar varðandi
tekjur af hvalaskoðunarferðum og
slá fram í fjölmiðlum háum tölum í
því sambandi. Þessir sömu talsmenn
fullyrða að þessari vaxandi atvinnu-
grein verði fórnað með hvalveiðum.
Hvalveiðar og hvala-
skoðun geti með engu
móti átt samleið.
Sagt er að rúmlega
40.000 manns hafi farið
í hvalaskoðun á síðasta
ári og að slíkar ferðir
hafi gefið af sér um 200
milljónir króna sem
skiptist á milli 10–20
báta. Samt sem áður
eru margar útgerðir
hvalaskoðunarbáta
farnar í gjaldþrot eða
berjast í bökkum. Jafn-
framt er fullyrt að
þessar skoðunarferðir
skili þjóðarbúinu um
einum milljarði króna
með tengdri þjónustu. Af þessu má
draga þá ályktun að þessar tölur séu
fengnar með mjög ótrúverðugum
hætti. Þær séu margfaldaðar upp
með reiknistuðlum sem standist
ekki raunveruleikann. Þessu til rök-
stuðnings er rétt að benda á að úr
röðum hvalaskoðunarmanna hefur
„lekið“ út sú staðhæfing, að uppgef-
inn fjöldi fólks í þessum ferðum sé
verulega oftalinn.
Rök með hvalveiðum
Þegar hvalveiðar hefjast á ný hér
við land má slá því föstu að farið
verði eftir ráðleggingum vísinda-
manna í einu og öllu varðandi til-
högun veiðanna. Hafrannsókna-
stofnun telur að til að byrja með
verði óhætt að hefja veiðar á 250
hrefnum (sem eru aðeins 0,45% af
þeim 56.000 hrefnum sem eru á ís-
lenska landgrunninu) og 200 lang-
reyðum (sem eru 1,25% af stofninum
sem er á milli Íslands og Austur-
Grænlands). Með þessu yrði mjög
varlega af stað farið og mætti vafa-
lítið auka veiðarnar allnokkuð þegar
fram í sækir án þess að skaða hvala-
stofnana á nokkurn hátt. Þessi veiði,
200 langreyðar og 250 hrefnur,
myndi gefa af sér um 4.000 tonn af
kjöti og rengi að andvirði um 6 millj-
arðar króna í hreinar útflutnings-
tekjur miðað við það verð sem nú er
í boði á Japansmarkaði. Hér er um
að ræða svipaða upphæð og tekjur
okkar Íslendinga af úthafskarfaveið-
um, rækjuveiðum á Flæmingja-
grunni og af veiðum úr norsk-ís-
lensku síldinni samanlagt, þ.e.a.s.
verðmætið gæti numið u.þ.b. 4% af
útflutningsverðmæti Íslendinga.
Það er því ljóst að hvalveiðar yrðu
arðbærasta útgerð og atvinnugrein
Íslendinga miðað við tilkostnað.
Önnur rök með hvalveiðum snúa
að lífríkinu. Það gefur augaleið að
hóflegar hvalveiðar myndu draga úr
afráni hvala. Við núverandi stöðu
mála er talið að afrán hvala geti
kostað okkur um 20% samdrátt í
þorskveiðum í framtíðinni.
Nýtum og njótum
Eins og kom fram hér að ofan þá
fullyrða talsmenn hvalaskoðunarfyr-
irtækja að hvalveiðar og hvalaskoð-
un geti með engu móti átt samleið.
Þeirri uppbyggingu, sem átt hefur
sér stað í ferðaþjónustu, tengdri
hvalaskoðun yrði fórnað á altari
hvalveiða. Hér er um óábyrga full-
yrðingu að ræða. Nægir þar að
nefna til sögunnar aðdráttarafl hval-
stöðvarinnar í Hvalfirði á sínum
tíma og reynslu Norðmanna. Veiðar
Norðmanna hafa ekki á nokkurn
hátt dregið úr aðdráttarafli hvala-
skoðunarferða þar í landi.
Hvalveiðimenn og hvalaskoðunar-
menn þurfa að grafa stríðsöxina og
finna lausn á þessu máli þannig að
sátt og sómi sé að, öllum Íslend-
ingum til hagsbóta – njótum og nýt-
um.
Að vera eða
vera ekki hval-
veiðiþjóð?
Karl Þór
Baldvinsson
Hvalveiðar
Hvalveiðimenn og
hvalaskoðunarmenn
þurfa að grafa stríðs-
öxina og finna lausn á
þessu máli, segir Karl
Þór Baldvinsson, þann-
ig að sátt og sómi sé að.
Höfundur er fyrrverandi hval-
veiðimaður.
SKÖMMU fyrir jól
ákvað Alþingi við 3.
umræðu fjárlaga að
bæta 10 nýjum lista-
mönnum í þann hóp,
sem hlýtur heiðurs-
laun frá Alþingi. Fyrir
voru í hópnum 11
manns, svo nú er það
21 listamaður, sem
nýtur heiðurslauna.
Frétt þessa efnis
birtist í dagblöðunum,
en lét lítið yfir sér, og
líklega fæstir veitt
henni athygli í jóla-
annríkinu.
Í viðtali í Mbl. við
varaformann mennta-
málanefndar Alþingis, en hún
ákvarðar hverjir hljóta skuli þessa
viðurkenningu, kom fram, að góð
samstaða hafi orðið um niðurstöð-
una meðal nefndarmanna. Jafn-
framt var þess getið, að fleiri nöfn
listamanna hefðu komið til álita,
þótt ekki kæmust þau upp á borðið
að þessu sinni.
Þá er kannski rétt að geta þess
strax til upplýsingar, að í mennta-
málanefnd sitja 9 manns, fulltrúar
allra stjórnmálaflokka, sem eiga
sæti á Alþingi. Formaður nefnd-
arinnar er Sigríður Anna Þórðar-
dóttir og varaform. Ólafur Örn
Haraldsson.
Nú vill svo til, að eitt þeirra
nafna sem lögð voru fram til heið-
urslauna og nefndin hafnaði, var
nafn Guðmundar L. Friðfinnssonar,
rithöfundar á Egilsá í Skagafirði.
Það voru MENOR – Menningar-
samtök Norðlendinga, en undirrit-
aður er form. þeirra samtaka, sem
lögðu fram tillögu þar um og
kynntu hana nefndarmönnum í
menntamálanefnd og fleiri aðilum í
vetrarbyrjun 1999. Nefndin hefur
því haft eitt ár til að skoða málið.
Guðmundur L. Friðfinnsson er
löngu þjóðkunnur maður og rithöf-
undur. Hann hefur
alla ævi verið búsettur
á Egilsá og stundað
þar búskap samhliða
ritstörfum. Um langt
árabil rak hann þar
barnaheimili ásamt
konu sinni, Önnu Sig-
urbjörgu Gunnarsdótt-
ur (d. 1982).
Síðari árin hefur
Guðmundur stundað
skógarbúskap á jörð
sinni og gerst einn af
brautryðjendum í
þeirri búgrein.
Guðmundur, sem nú
er hálftíræður að aldri,
hefur verið sískrifandi
í hálfa öld og er enn ungur í anda.
Fyrstu bækur hans komu út árið
1950. Guðmundur átti því hálfrar
aldar rithöfundarafmæli á nýliðnu
ári.
Hann hefur verið afkastamikill
rithöfundur og fengist við allar höf-
uðgreinar ritlistar, sem mun vera
fátítt. Komið hafa út eftir hann 15
bækur um fjölbreytileg efni: ung-
lingabækur, skáldsögur, ævisaga,
ljóðabók, smásagnahefti og leikrit
og svo bækur um þjóðlegt efni.
Síðasta ritverk Guðmundar var
bókin „Þjóðlíf og þjóðhættir“, sem
út kom árið 1991 og fjallar um
horfna þjóðlífshætti og mannlíf á
skagfirskum sveitaheimilum í byrj-
un þessarar aldar. Bók þessi er
stórvirki og vakti verðuga athygli
og fyrir hana hlaut Guðmundur
Davíðspennann, verðlaun Fél. ísl.
rithöfunda (1992), en einnig var
bókin tilnefnd sem ein af fimm
fræðibókum til ísl. bókmenntaverð-
launanna.
Guðmundur hefur skrifað nokkur
leikrit, og hafa tvö þeirra verið flutt
sem framhaldsleikrit í útvarpi, bæði
fyrir börn og unglinga, auk þess
leikþáttur í sjónvarpi. Þá hafa birst
eftir hann margar smásögur og ljóð
Mega heiðurs-
launalistamenn
búa úti á landi?
Ólafur Þ.
Hallgrímsson