Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 28
LISTIR
28 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MYNDLISTARSÝNINGIN Íslensk myndlist
um aldamót: Fjársjóður nútímans stendur nú
yfir í Galleríi Fold, en henni lýkur 28. jan-
úar. Um er að ræða stærstan hluta sýningar
sem haldin var í sýningarsal Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins í Washington í október síðast-
liðnum og efnt var til í tilefni af því að þús-
und ár eru liðin frá landafundum norrænna
manna í Vesturheimi. Að sýningunni stóðu
íslenska sendiráðið í Washington og Gallerí
Fold auk styrktaraðila en Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn lagði til húsnæði og vinnu fyrir
sýninguna í Washington.
Á sýningunni í Gallerí Fold eru verk eftir
Braga Ásgeirsson, Daða Guðbjörnsson, Guð-
björgu Lind Jónsdóttur, Guðrúnu Kristjáns-
dóttur, Karólínu Lárusdóttur, Pétur Gaut
Svavarsson, Soffíu Sæmundsdóttur, Tryggva
Ólafsson og Þorgerði Sigurðardóttur. Auk
þess voru á sýningunni í Washington verk
eftir Guðrúnu Halldórsdóttur, Ingibjörgu
Styrgerði Haraldsdóttur, Kristínu Guðjóns-
dóttur og Magnús Þorgrímsson.
Þversnið af íslenskri myndlist
Hugmyndin var að gefa sýnishorn af ís-
lenskri myndlist um aldamótin, en Elínbjört
Jónsdóttir, eigandi Gallerís Foldar, var sýn-
ingarstjóri og valdi verkin á sýninguna.
Þrettán listamenn urðu fyrir valinu og
reyndi Elínbjört að hafa hópinn sem breið-
astan. Hún ákvað að velja listamenn sem fást
við hefðbundna listmiðla auk þess sem hún
leitaðist við að velja verk sem mynduðu e.k.
fagurfræðilega heild hvað liti varðar.
,,Sýningin tókst mjög vel úti og fékk góða
umfjöllun, og var því brugðið á það ráð að
flytja sýninguna heim og setja hana upp
hérna í galleríinu,“ segir Jóhann Ágúst
Hansen listmunasali í Gallerí Fold. „Reynt er
að sýna það sem er að gerast í myndlistinni í
samtímanum, það sem er að seljast í dag og
e.t.v. það sem almenningur metur hvað mest.
Vonandi verður eitthvert framhald á sam-
starfi af þessu tagi, þ.e. við stofnanir erlend-
is og innlendis sem standa utan við listina en
geta stuðlað að því að kynna hana almenn-
ingi,“ segir Jóhann
Ísland sem viðfangsefni
Soffía Sæmundsdóttir myndlistarkona
hefur verið með verk í sýningunni í Wash-
ington og hér heima. Henni þótti það
ánægjuleg reynsla að vera viðstödd opn-
unina í Washington. ,,Þetta var mjög
skemmtilegt, því daginn áður hélt Sinfón-
íuhljómsveitin tónleika í Kennedy Center og
síðan var þessi glæsilega opnun haldin. Það
var því mjög skemmtilegt að upplifa þessa
tvo íslensku viðburði í höfuðborg Bandaríkj-
anna.“
Soffía segir sýninguna vera ágætis þver-
skurð af því sem er að gerast á ákveðnu sviði
við þessi tímamót. „Þótt þetta sé skemmti-
lega breiður hópur hugsa ég að við vinnum
öll út frá Íslandi á okkar máta. Það er nátt-
úrulega ekki allt þarna inni, margt fleira
mætti tína til, en engu að síður finnst mér
þetta gefa glögga mynd af einhverju sem er
að gerast á Íslandi.“
Þetta sjónarmið segist Soffía hafa orðið
vör við bæði hjá þeim útlendingum og Ís-
lendingum sem sáu sýninguna. Aðspurð seg-
ir Soffía það líklegt að finna megi einhver
tengsl milli bláa litarins sem lagt var upp
með við val sýningarinnar og Íslands sem
viðfangsefnis. ,,Það er kannski bara þessi
birta sem við höfum hérna sem hefur ráðið
því,“ segir Soffía að lokum.
Fjársjóður
nútímans
Interiör eftir Tryggva Ólafsson.
Lífsins fljót eftir Soffíu Sæmundsdóttur.
MAGNÚS Baldvinsson bassa-
söngvari hlaut lofsamlega dóma
þegar hann söng hlutverk Ferr-
ando í Il Trovatore sem flutt var í
Óperuhúsinu í Frankfurt á síð-
asta ári. Óperan verður nú tekin
til sýninga á ný í tilefni af hundr-
að ára dánardegi Verdis og mun
Magnús þá syngja á móti Krist-
jáni Jóhannssyni tenórsöngvara.
Magnús var á leiðinni á fyrstu
æfinguna með Kristjáni þegar
blaðamaður hringdi í hann til
Frankfurt þar sem hann er bú-
settur. „Það verður gaman að
syngja með Kristjáni,“ segir
Magnús um samstarfið. „Hann
fer með hlutverk trúbadorsins
Manricos sem er mjög erfitt. Það
hafa þónokkrir tekist á við það í
þessari uppfærslu en þeir hafa
ekki allir staðið sig. Það má því
segja að nú sé loksins kominn
tenór í þetta hlutverk sem mun
valda því fullkomlega og syngja
það með sóma.“
Uppfærslan verður fyrst flutt
hinn 27. janúar en þá verða sem
fyrr segir hundrað ár liðin frá
dánardegi Verdis. „Það er mikið
flutt eftir Verdi um allan heim
um þessar mundir í tilefni af því
en í Frankfurt verður það þessi
uppfærsla á Il Trovatore en auk
þess mun ég syngja í Attila sem
verður sett á svið með heims-
frægum söngvurum á borð við
Roberto Scandiuzzi,“ segir
Magnús.
Magnús hefur verið á föstum
samningi hjá Óperuhúsinu í
Frankfurt undanfarið en hann
var fastráðinn til tveggja ára um
mitt ár 1999. Hann segir þennan
tíma hafa verið mjög árangurs-
ríkan, enda hafi hann haft mjög
góð hlutverk. Hann hefur sungið
í mörgum Verdi-óperum og mun
halda því áfram á næstunni.
„Fram að sumri er ég t.d. með
fimm Verdi-óperur,“ segir Magn-
ús. Það eru fyrrnefndar Il Trov-
atore, Attila og auk Nabucco í
Frankfurt, I vespri siciliani í
Darmstadt og Aida á sumarhátíð-
inni í Savonlinna í Finnlandi.“
Mönnum hefur komið saman
um að rödd Magnúsar henti sér-
lega vel fyrir bassahlutverk
Verdis, en gagnrýnandi á blaðinu
Das Opernglas sagði rödd hans
vera eins og skapaða fyrir þau
hlutverk. „Tónlist Verdis er mjög
holl fyrir röddina. Sama er að
segja um ítalska tungu. Aftur á
móti er þýska tungan miklu harð-
ari, fyrir mig er það miklu auð-
veldara að syngja á ítölsku og hef
ég því einbeitt mér að því. Magn-
ús kemst þó ekki hjá því að
syngja á þýsku við og við en hann
fékk góða dóma fyrir söng sinn í
Hollendingnum fljúgandi nýlega.
Aðspurður segist Magnús ætla
að vera eitt ár í viðbót hjá Óp-
eruhúsinu í Frankfurt en eftir
það hyggur hann á lausa-
mennsku. „Ég hef fengið mikið af
tilboðum í lausamennsku en hef
orðið að hafna svo mörgum þeirra
vegna þess að ég er fastráðinn
hér og það er forgangur á því
sem ég er að gera hér í húsinu.“
Magnús verður þó á svipuðum
slóðum í verkefnavali og verið
hefur, „ég mun halda mig við
klassíkina ef ég má einhverju um
það ráða. Ég er ekki mikið fyrir
þessar nútímaóperur.“
Það verður því í mörgu að snú-
ast hjá Magnúsi Baldvinssyni á
næstunni.
„Ég mun halda
mig við klassíkina“
Magnús Baldvinsson og Kristján Jóhannsson syngja í Frankfurt
Magnús Baldvinsson söng í Il Trovatore eftir Verdi á síðasta ári og
mun nú syngja á móti Kristjáni Jóhannssyni tenórsöngvara.
UNGUR að árum fékk Hans Jó-
hannsson brennandi áhuga á því
merkishljóðfæri, fiðlunni. Kveikjan
lítt notuð fiðla sem hékk uppá vegg
hjá afa hans, einkum
uppá punt. En hún átti
eftir að gegna merku
hlutverki, því einn góð-
an veðurdag stóðst
sveinninn ekki mátið.
Tók hljóðfærið niður af
veggnum og hlutaði
niður í frumparta. Leit-
aði svars við leyndar-
dómnum hversvegna
afi gamli gat ekki náð
öðru en sargi úr þessu
fínlega instrúmenti,
þegar öðrum tókst að
laða fram fegurstu óma
sinfóníunnar. Þar með
var teningunum kastað.
Þegar Hans var fulltíða
nam hann fiðlusmíði og starfar sem
slíkur.
Steinþór Birgisson og Fríða Björk
Ingvarsdóttir, höfundar Fiðlunnar,
heimildarmyndarinnar um lista-
smiðinn, velja snjallan frásagnar-
máta; fylgja eftir smíði á einni, til-
tekinni fiðlu. Við fylgjumst með því
er Sandrine Cantoreggi, einn þekkt-
asti fiðluleikari Benelúxlandanna,
kemur að máli við Hans og falast eft-
ir smíðisgrip. Sem segir okkur allt
sem segja þarf um það álit sem smið-
urinn hefur áunnið sér í listgrein
sinni. Til að byrja með þarf Hans að
kynnast kaupandanum, heyra
áherslurnar í leik hennar, glöggva
sig á persónuleikanum, síðan er
hægt að hefjast handa.
Næst tekur við margra mánaða
vinna; smiðurinn velur af kostgæfni
viðinn í hina ýmsu hluta hljóðfær-
isins. Sporjárn, heflar og önnur
handverkfæri leika í höndum hans.
Það þarf einstaka hæfileika til að
fást við slíka völundarsmíð. Menn
þurfa að vera dverghagir í höndum,
með næmt tóneyra og mannþekkj-
arar. Þá er aðeins fátt eitt talið. Sem
fyrir töfra sjáum við viðarbútana úr
hinum hefðbundnu trjátegundum til
fiðlusmíðar, hlyn og greni, taka
smám saman á sig sinn eilífðarsvip
háls, brjósts, sálar og annarra hluta
þessa fínlega og fagra hljóðfæris.
Nöfnin dregin af líkamshlutum
mannsins, samkvæmt gamalli, ung-
verskri þjóðsögu.
Að lokum er fiðlan tilbúin til með-
höndlunar eigandans
og þá hefst annar hluti
ferilsins. Við tekur
nokkurra mánaða frá-
gangur og stillingar,
uns hljóðfærið er tilbú-
ið til margra vikna „til-
keyrslu“ eigandans –
áður en hann getur far-
ið að nota nýju fiðluna
sína opinberlega. Ná
fram rétta tóninum,
bindast hljóðfærinu til-
finningaböndum.
Meðfram ferlinu
rekur Hans ýmsan
fróðleik um aldagaml-
ar hefðir við fiðlusmíð-
ina, lakkgerðina o.fl.,
og útskýrir nokkuð af leyndardóm-
um verksins, sem rekja má langt aft-
ur í aldir, til gullgerðarmannanna.
Annað lætur hann aldrei uppi, því
ekki má skerða dulúðina sem umlyk-
ur þessa völundarsmíð.
Fiðlan er vandvirknisleg og sett
fram á lifandi og áhugaverðan hátt
og gefur áhorfandanum góða innsýn
í þetta merkilega handverk. Fiðlan
verður enn merkilegri og dularfyllri
á eftir og Hans Jóhannsson, geðugur
og aðlaðandi snillingur, listamaður
af guðs náð. Steinþór og Fríða Björk
og þeirra aðstoðarfólk hafa unnið á
réttum nótum og útkoman í alla staði
hin ánægjulegasta.
Fiðla fyrir
Sandrine
Sæbjörn Valdimarsson
HEIMILDAR-
MYND
R í k i s s j ó n v a r p i ð
FIÐLAN – THE VIOLIN
Leikstjóri Steinþór Birgisson.
Handritshöfundur Fríða Björk
Ingvarsdóttir. Heimildarmynd.
Sýningartími 60 mín. Sýndi í Sjón-
varpinu 21. janúar 2001. Lynx
Productions, Lúxemborg, o.fl.
Árgerð 2000.
Hans
Jóhannsson