Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 21 SENDINEFND Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins semkynnti sér íslensk efna-hagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda dagana 10.– 18. janúar sl. hvetur stjórnvöld til þess að mæta auknum útgjöldum, m.a. vegna afturvirkni greiðslna til öryrkja og launahækkana fram- haldsskólakennara, með niðurskurði á öðrum útgjöldum og að íhuga að fresta opinberum framkvæmdum en það myndi einnig draga úr þenslu í byggingariðnaðinum. Nefndin hvetur einnig eindregið til þess að stjórnvöld forðist að verða við kröfum um kostnaðarauka eða skattaívilnanir til að bæta upp aðhald í launamálum. Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að íslenska hagkerfið hafi styrkst til muna síðastliðinn áratug. Að verulegu leyti megi rekja þetta til breyttra áherslna í hagstjórn. Lykillinn að hjöðnun verðbólgu á fyrri hluta síðasta áratugar fólst í því að nota stöðugt gengi sem kjöl- festu og millimarkmið við stjórn peningamála. „Góðan árangur í efnahagsmálum má einnig þakka staðfestu stjórnvalda í að treysta stöðu ríkisfjármála og efla sam- keppni með því að opna markaði og selja ríkisfyrirtæki. Þrátt fyrir þetta hefur ofþensla og mikill halli á við- skiptum við útlönd sett mark sitt á uppsveifluna í efnahagslífinu eftir því sem á leið.“ Ekki tekist að draga nægjanlega úr verðbólgu Fram kemur í áliti nefndarinnar að umsvif í efnahagslífinu hafi vaxið undanfarin tvö ár samhliða auknum tekjum og meiri atvinnu. „Vegna mikillar uppsveiflu í efnahagslífinu var framleiðsla umfram getu fjórða árið í röð. Aflvakinn var einkum ört vaxandi eftirspurn innanlands. Í síð- ustu heimsókn [1999] lét sendi- nefndin í ljós áhyggjur af hættu á of- þenslu ef aðhald efnahags- stefnunnar yrði ekki aukið. Þetta sýnist hafa gengið eftir. Ekki hefur enn tekist að draga nægjanlega úr verðbólgu þótt Seðlabankinn hafi hvað eftir annað hækkað stýrivexti sína; aukinnar spennu hefur gætt á vinnumarkaði; og bæði viðskipta- halli (9% af landsframleiðslu árið 2000) og hrein erlend skuldastaða (59,2% af landsframleiðslu í lok september 2000) eru komin á það stig að viðbragða er þörf í náinni framtíð.“ Þrátt fyrir að ríkisfjármál hafi al- mennt verið rekin með ábyrgum hætti síðasta áratuginn, sem leitt hefur til þess að kerfislægum halla hefur verið snúið í afgang, hefði að- hald í ríkisfjármálum engu að síður mátt vera enn meira síðustu þrjú ár- in í ljósi þeirrar ofþenslu sem hlaust af mikilli aukningu einkaneyslu. „Þetta hefði auðveldað peninga- stefnunni að halda aftur af innlendri ofþenslu og dregið úr viðskiptahalla. Til þess að draga úr innlendri eft- irspurn og halda aftur af verðbólgu hækkaði Seðlabankinn stýrivexti sína um 3,9 prósentustig í sjö áföng- um. Þetta kallaði á víkkun vikmarka gengis krónunnar úr +/-6 % í +/-9% snemma árs 2000. Gæti þurft að herða á peningastefnu Seðlabankans Þrátt fyrir þetta hafa yfirvöld peningamála átt erfitt með að hemja innlenda eftirspurn.“ Í álitinu kemur fram að opnara fjármálakerfi á Íslandi, mikill vaxta- munur og mjúk fastgengisstefna leiddu til umtalsverðrar aukningar á erlendum lánum bankanna. Lánin voru endurlánuð innanlands og kyntu undir vexti útlána og eftir- spurnar. „Það kemur því ekki á óvart að þjóðhagsvísbendingar gefi til kynna að áhætta fjármálakerfis- ins hafi vaxið verulega, en vísbend- ingar úr rekstri fjármálafyrirtækja benda til þess að fjármálakerfið eigi erfiðara með að þola ytri áföll. Enda þótt svo virðist sem tekið sé að draga úr vexti útlána og peninga- magns er hann enn meiri en svo að hann samrýmist lítilli og stöðugri verðbólgu. Þess vegna telur sendi- nefndin að ekki séu forsendur til lækkunar vaxta að svo stöddu. Reyndar gæti Seðlabankinn þurft að herða á peningastefnunni ef gengi krónunnar heldur áfram að lækka og valda verðbólguþrýstingi. Á móti kemur að að umtalsverðar vaxta- hækkanir myndu rýra afkomu banka og skerða eiginfjárhlutföll enn frekar.“ Efla þyrfti Fjármála- eftirlitið enn frekar Sendinefndin telur mikilvægt að draga úr áhættu fjármálakerfisins. „Stjórnvöld ættu að bregðast skjótt við og hækka lágmarks eiginfjár- kröfur innlendra banka og gefa Fjármálaeftirlitinu vald til þess að krefjast hærra eiginfjárhlutfalls í bönkum sem taldir eru búa við sér- staka áhættu. Mögulegir veikleikar fjármálakerfisins gætu einnig stafað af vissum ágöllum í lagaramma, regluverki og eftirliti – einkum þeg- ar miðað er við það sem best gerist á heimsvísu. Sendinefndin leggur þess vegna til að stjórnvöld taki nauðsyn- leg skref á sviði laga- og reglusetn- ingar meðal annars til þess að bæta úlánamat og varúðarfærslur inn- lendra banka. Efla ætti Fjármála- eftirlitið enn frekar. Einkum er þörf á að auka áherslu á athuganir sem fram fara á starfsstöðvum fyrirtækj- anna og efla frekar varúðareftirlit, sérstaklega með tilliti til lána til venslaðra aðila og áhættustýringar- aðferða innan fjármálastofnana. Þar sem uppboð Seðlabankans á endur- hverfum viðskiptum með föstum vöxtum hafa í einstaka tilvikum veitt umframlausafé til bankanna mætti hugleiða að taka upp fyrirkomulag sem felur í sér uppboð þar sem fjár- hæð er fastsett en vextir breytilegir. Í öllu falli ættu vextir í endurhverf- um viðskiptum að verða í miðju vaxtarófs Seðlabankans til þess að bankar leiti meira inn á millibanka- markaðinn.“ Sendinefndin segir nauðsynlegt að fylgja sveigjanlegri gengisstefnu en nú er gert, enda sé innbyggð mótsögn í því að fylgja annars vegar mjúkri fastgengisstefnu og hins veg- ar sjálfstæðri peningastefnu við skil- yrði opins fjármagnsmarkaðar. „Fljótandi gengi væri eðlilegt fram- hald af víkkun vikmarka gengisins á liðnum áratug og væri jafnframt heppilegra með tilliti til þess hve viðkvæmt hagkerfið er gagnvart ytri áföllum. Ákvörðun um að leyfa gjaldmiðl- inum að fljóta þyrfti að fylgja val á trúverðugri viðmiðun fyrir verð- bólguvæntingar. Sendinefndin telur að verðbólgumarkmið sé heppileg- asti valkosturinn í núverandi stöðu. Ísland er tiltölulega vel búið undir slíka breytingu.“ Draga þarf úr styrkjum í landbúnaði Þótt gripið hafi verið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr fjár- hagslegri byrði vegna landbúnaðar- ins segir sendinefnd alþjóðagjald- eyrissjóðsins að gera þurfi meira til þess að auka frelsi og gera hann óháðari styrkjum. „Nokkur árangur hefur náðst á síðustu árum eins og kemur fram í breytingu frá niður- greiðslum og viðskiptahömlum í átt til beingreiðslna auk þeirrar ákvörð- unar stjórnvalda að kaupa upp fram- leiðslurétt á kindakjöti. Samt sem áður er þörf á því að draga enn frek- ar úr núverandi styrkjum enda jafn- gildir framleiðendastyrkurinn um 70% af framleiðsluverðmæti (sem er meðal þess hæsta í heiminum). Slík aðgerð myndi bæta hag íslenskra neytenda (vegna lægra verðs) og þróunarlandanna (vegna betri að- gangs að íslenska markaðnum) langt umfram þann hag sem núverandi kerfi færir íslenskum bændum.“ Sendinefndin fagnar í áliti sínu viðleitni stjórnvalda til þess að end- urskoða kvótakerfi fiskveiða. Í álit- inu kemur fram að í athugun eru ýmsar leiðir til að ná út hluta af þeim ávinningi sem fellur til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlind- um. Slíkar aðgerðir ættu að auka frekar gagnsæi stefnu stjórnvalda. Að lokum eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að auka framlag þjóð- arinnar til þróunaraðstoðar í átt til þess hlutfalls af landsframleiðslu sem önnur Norðurlönd leggja fram. Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslenskum efnahagsmálum Hvatt til niður- skurðar útgjalda Sendinefnd Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins telur að auka þurfi þjóðhagslegan sparnað og treysta launastefnuna. SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES ríkjum var 107,5 stig (1996=100) í desember síðastliðn- um og var óbreytt frá nóvember, samkvæmt frétt frá Hagstofu Ís- lands. Á sama tíma lækkaði sam- ræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,1%. Frá desember 1999 til jafn- lengdar árið 2000 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,3% að meðaltali í ríkjum EES, 2,9% í Evru-ríkjum og 3,7% á Íslandi. Mesta verðbólga í Evrópu á þessu tólf mánaða tímabili var á Írlandi 4,6% og í Lúxemborg 4,3%. Verðbólgan var minnst 0,9%, í Bretlandi, og 1,3% í Svíþjóð. Samræmd vísitala neysluverðs er reiknuð af hagstofum EES- ríkja í hverjum mánuði. Munurinn á samræmdu vísitölunni og ís- lensku neysluverðsvísitölunni er fyrst og fremst sá að eigið hús- næði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Samræmd vísitala í EES-ríkjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.