Morgunblaðið - 24.01.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.01.2001, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 21 SENDINEFND Alþjóða-gjaldeyrissjóðsins semkynnti sér íslensk efna-hagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda dagana 10.– 18. janúar sl. hvetur stjórnvöld til þess að mæta auknum útgjöldum, m.a. vegna afturvirkni greiðslna til öryrkja og launahækkana fram- haldsskólakennara, með niðurskurði á öðrum útgjöldum og að íhuga að fresta opinberum framkvæmdum en það myndi einnig draga úr þenslu í byggingariðnaðinum. Nefndin hvetur einnig eindregið til þess að stjórnvöld forðist að verða við kröfum um kostnaðarauka eða skattaívilnanir til að bæta upp aðhald í launamálum. Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að íslenska hagkerfið hafi styrkst til muna síðastliðinn áratug. Að verulegu leyti megi rekja þetta til breyttra áherslna í hagstjórn. Lykillinn að hjöðnun verðbólgu á fyrri hluta síðasta áratugar fólst í því að nota stöðugt gengi sem kjöl- festu og millimarkmið við stjórn peningamála. „Góðan árangur í efnahagsmálum má einnig þakka staðfestu stjórnvalda í að treysta stöðu ríkisfjármála og efla sam- keppni með því að opna markaði og selja ríkisfyrirtæki. Þrátt fyrir þetta hefur ofþensla og mikill halli á við- skiptum við útlönd sett mark sitt á uppsveifluna í efnahagslífinu eftir því sem á leið.“ Ekki tekist að draga nægjanlega úr verðbólgu Fram kemur í áliti nefndarinnar að umsvif í efnahagslífinu hafi vaxið undanfarin tvö ár samhliða auknum tekjum og meiri atvinnu. „Vegna mikillar uppsveiflu í efnahagslífinu var framleiðsla umfram getu fjórða árið í röð. Aflvakinn var einkum ört vaxandi eftirspurn innanlands. Í síð- ustu heimsókn [1999] lét sendi- nefndin í ljós áhyggjur af hættu á of- þenslu ef aðhald efnahags- stefnunnar yrði ekki aukið. Þetta sýnist hafa gengið eftir. Ekki hefur enn tekist að draga nægjanlega úr verðbólgu þótt Seðlabankinn hafi hvað eftir annað hækkað stýrivexti sína; aukinnar spennu hefur gætt á vinnumarkaði; og bæði viðskipta- halli (9% af landsframleiðslu árið 2000) og hrein erlend skuldastaða (59,2% af landsframleiðslu í lok september 2000) eru komin á það stig að viðbragða er þörf í náinni framtíð.“ Þrátt fyrir að ríkisfjármál hafi al- mennt verið rekin með ábyrgum hætti síðasta áratuginn, sem leitt hefur til þess að kerfislægum halla hefur verið snúið í afgang, hefði að- hald í ríkisfjármálum engu að síður mátt vera enn meira síðustu þrjú ár- in í ljósi þeirrar ofþenslu sem hlaust af mikilli aukningu einkaneyslu. „Þetta hefði auðveldað peninga- stefnunni að halda aftur af innlendri ofþenslu og dregið úr viðskiptahalla. Til þess að draga úr innlendri eft- irspurn og halda aftur af verðbólgu hækkaði Seðlabankinn stýrivexti sína um 3,9 prósentustig í sjö áföng- um. Þetta kallaði á víkkun vikmarka gengis krónunnar úr +/-6 % í +/-9% snemma árs 2000. Gæti þurft að herða á peningastefnu Seðlabankans Þrátt fyrir þetta hafa yfirvöld peningamála átt erfitt með að hemja innlenda eftirspurn.“ Í álitinu kemur fram að opnara fjármálakerfi á Íslandi, mikill vaxta- munur og mjúk fastgengisstefna leiddu til umtalsverðrar aukningar á erlendum lánum bankanna. Lánin voru endurlánuð innanlands og kyntu undir vexti útlána og eftir- spurnar. „Það kemur því ekki á óvart að þjóðhagsvísbendingar gefi til kynna að áhætta fjármálakerfis- ins hafi vaxið verulega, en vísbend- ingar úr rekstri fjármálafyrirtækja benda til þess að fjármálakerfið eigi erfiðara með að þola ytri áföll. Enda þótt svo virðist sem tekið sé að draga úr vexti útlána og peninga- magns er hann enn meiri en svo að hann samrýmist lítilli og stöðugri verðbólgu. Þess vegna telur sendi- nefndin að ekki séu forsendur til lækkunar vaxta að svo stöddu. Reyndar gæti Seðlabankinn þurft að herða á peningastefnunni ef gengi krónunnar heldur áfram að lækka og valda verðbólguþrýstingi. Á móti kemur að að umtalsverðar vaxta- hækkanir myndu rýra afkomu banka og skerða eiginfjárhlutföll enn frekar.“ Efla þyrfti Fjármála- eftirlitið enn frekar Sendinefndin telur mikilvægt að draga úr áhættu fjármálakerfisins. „Stjórnvöld ættu að bregðast skjótt við og hækka lágmarks eiginfjár- kröfur innlendra banka og gefa Fjármálaeftirlitinu vald til þess að krefjast hærra eiginfjárhlutfalls í bönkum sem taldir eru búa við sér- staka áhættu. Mögulegir veikleikar fjármálakerfisins gætu einnig stafað af vissum ágöllum í lagaramma, regluverki og eftirliti – einkum þeg- ar miðað er við það sem best gerist á heimsvísu. Sendinefndin leggur þess vegna til að stjórnvöld taki nauðsyn- leg skref á sviði laga- og reglusetn- ingar meðal annars til þess að bæta úlánamat og varúðarfærslur inn- lendra banka. Efla ætti Fjármála- eftirlitið enn frekar. Einkum er þörf á að auka áherslu á athuganir sem fram fara á starfsstöðvum fyrirtækj- anna og efla frekar varúðareftirlit, sérstaklega með tilliti til lána til venslaðra aðila og áhættustýringar- aðferða innan fjármálastofnana. Þar sem uppboð Seðlabankans á endur- hverfum viðskiptum með föstum vöxtum hafa í einstaka tilvikum veitt umframlausafé til bankanna mætti hugleiða að taka upp fyrirkomulag sem felur í sér uppboð þar sem fjár- hæð er fastsett en vextir breytilegir. Í öllu falli ættu vextir í endurhverf- um viðskiptum að verða í miðju vaxtarófs Seðlabankans til þess að bankar leiti meira inn á millibanka- markaðinn.“ Sendinefndin segir nauðsynlegt að fylgja sveigjanlegri gengisstefnu en nú er gert, enda sé innbyggð mótsögn í því að fylgja annars vegar mjúkri fastgengisstefnu og hins veg- ar sjálfstæðri peningastefnu við skil- yrði opins fjármagnsmarkaðar. „Fljótandi gengi væri eðlilegt fram- hald af víkkun vikmarka gengisins á liðnum áratug og væri jafnframt heppilegra með tilliti til þess hve viðkvæmt hagkerfið er gagnvart ytri áföllum. Ákvörðun um að leyfa gjaldmiðl- inum að fljóta þyrfti að fylgja val á trúverðugri viðmiðun fyrir verð- bólguvæntingar. Sendinefndin telur að verðbólgumarkmið sé heppileg- asti valkosturinn í núverandi stöðu. Ísland er tiltölulega vel búið undir slíka breytingu.“ Draga þarf úr styrkjum í landbúnaði Þótt gripið hafi verið til ýmissa aðgerða til þess að draga úr fjár- hagslegri byrði vegna landbúnaðar- ins segir sendinefnd alþjóðagjald- eyrissjóðsins að gera þurfi meira til þess að auka frelsi og gera hann óháðari styrkjum. „Nokkur árangur hefur náðst á síðustu árum eins og kemur fram í breytingu frá niður- greiðslum og viðskiptahömlum í átt til beingreiðslna auk þeirrar ákvörð- unar stjórnvalda að kaupa upp fram- leiðslurétt á kindakjöti. Samt sem áður er þörf á því að draga enn frek- ar úr núverandi styrkjum enda jafn- gildir framleiðendastyrkurinn um 70% af framleiðsluverðmæti (sem er meðal þess hæsta í heiminum). Slík aðgerð myndi bæta hag íslenskra neytenda (vegna lægra verðs) og þróunarlandanna (vegna betri að- gangs að íslenska markaðnum) langt umfram þann hag sem núverandi kerfi færir íslenskum bændum.“ Sendinefndin fagnar í áliti sínu viðleitni stjórnvalda til þess að end- urskoða kvótakerfi fiskveiða. Í álit- inu kemur fram að í athugun eru ýmsar leiðir til að ná út hluta af þeim ávinningi sem fellur til vegna nýtingar á sameiginlegum auðlind- um. Slíkar aðgerðir ættu að auka frekar gagnsæi stefnu stjórnvalda. Að lokum eru íslensk stjórnvöld hvött til þess að auka framlag þjóð- arinnar til þróunaraðstoðar í átt til þess hlutfalls af landsframleiðslu sem önnur Norðurlönd leggja fram. Álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á íslenskum efnahagsmálum Hvatt til niður- skurðar útgjalda Sendinefnd Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins telur að auka þurfi þjóðhagslegan sparnað og treysta launastefnuna. SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES ríkjum var 107,5 stig (1996=100) í desember síðastliðn- um og var óbreytt frá nóvember, samkvæmt frétt frá Hagstofu Ís- lands. Á sama tíma lækkaði sam- ræmda vísitalan fyrir Ísland um 0,1%. Frá desember 1999 til jafn- lengdar árið 2000 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,3% að meðaltali í ríkjum EES, 2,9% í Evru-ríkjum og 3,7% á Íslandi. Mesta verðbólga í Evrópu á þessu tólf mánaða tímabili var á Írlandi 4,6% og í Lúxemborg 4,3%. Verðbólgan var minnst 0,9%, í Bretlandi, og 1,3% í Svíþjóð. Samræmd vísitala neysluverðs er reiknuð af hagstofum EES- ríkja í hverjum mánuði. Munurinn á samræmdu vísitölunni og ís- lensku neysluverðsvísitölunni er fyrst og fremst sá að eigið hús- næði er ekki með í samræmdu vísitölunni. Samræmd vísitala í EES-ríkjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.