Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 25 LÖGREGLUMENN leituðu dyrum og dyngjum að vopnum og öðrum vísbendingum í húsbílagarði eftir að fjórir af sjö strokuföngum, sem verið hafa á flótta í Bandaríkjunum í hálf- an annan mánuð, voru teknir hönd- um á mánudaginn. Fimmti fanginn svipti sig lífi og tveir ganga enn laus- ir og er ekki vitað hvar þeir halda sig. Fanginn réð sér bana inni í húsbíl sem lögreglumenn höfðu umkringt í bænum Woodland Park, sem er sjö þúsund manna bær í hæðardrögum um 80 km suðvestur af Denver í Coloradoríki. Yfirvöld telja að fang- arnir sem enn ganga lausir kunni að hafa verið í Woodland Park síðast á sunnudaginn og kunni að hafa farið að sækja meira af peningum. Nú er talið að þeir séu á flótta til Mexíkó. „Þessu er engan veginn lokið,“ sagði Mark Mershon, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) í Colorado. Ábendingar frá bæjarbúum í kjölfar sjónvarpsþátt- arins „Eftirlýstustu menn í Banda- ríkjunum“, sem sýndur var á laug- ardagskvöld, voru meðal þess sem kom yfirvöldum á spor fanganna á Coachlight-vegahótelinu og húsbíla- garðinum. Telur lögregla að stroku- fangarnir sjö hafi allir haldið sig í húsbílnum í allt að þrjár vikur. Fangarnir voru vel búnir vopnum. Þeir brutust út úr fangelsi skammt frá San Antonio í Texas 13. desemb- er og nokkru síðar skutu þeir lög- reglumann til bana er þeir rændu verslun í Dallas. Sýndu ekki mótþróa Eftirlit með húsbílagarðinum hófst klukkan tvö aðfaranótt mánu- dags og lögreglumenn telja ekki að mennirnir tveir, sem enn eru lausir, hafi komist óséðir framhjá eftirlits- mönnum, og segjast ekki vita hve- nær mennirnir hafi farið úr bílnum. Þrír voru handteknir á mánudaginn þegar þeir yfirgáfu húsbílinn og fóru í matvöruverslun. Allir voru vopnað- ir en sýndu ekki mótþróa við hand- tökuna. Sá fjórði kom út úr húsbílnum og vissi ekki af lögreglumönnunum. Þegar hann sá að hann var um- kringdur hljóp hann að hjólhýsi skammt frá, en kom út aftur og gafst upp. Sögðu lögreglumenn hann hafa verið með gamalt sár sem hann kunni að hafa fengið í skotbardag- anum þegar lögreglumaðurinn var skotinn í Dallas. Fimmti fanginn skaut sig til bana inni í húsbílnum eftir að félagi hans hafði verið hand- tekinn, að sögn yfirvalda. Við leit í bílnum fundust 13 skotvopn sem rænt hafði verið í Dallas. Yfirvöld vita ekki hvernig fangarnir komust yfir húsbílinn, en getum er leitt að því að þeir hafi keypt hann fyrir pen- inga sem þeir höfðu upp úr krafsinu við ránið. Játaði á sig morðið Meðal hinna handsömuðu er Ge- orge Rivas, sem er þrítugur og talinn hafa verið leitogi hópsins. Lögreglu- menn sögðu að hann hefði látið í ljósi iðrun og játað á sig morðið á lög- reglumanninum í Dallas. Leitin að föngunum hefur borist um gervöll Bandaríkin, frá Texas til Utah, Mississippi og norður til New York, og hefur verið lýst sem um- fangsmestu mannaveiðum í landinu síðan Bonnie og Clyde. Dennis Bail- ey, íbúi í Colorado, sagði að það hefði verið heimskulegt af föngunum að halda hópinn. „Ef þeir hefðu farið hver í sína áttina hefðu þeir getað verið lengi í felum. Það eru engir að skipta sér af manni hérna.“ AP Mark Mershon, fulltrúi FBI (í felulituðum jakka), talar við fréttamenn eftir að einn fanganna hafði svipt sig lífi. Fjórir af sjö stroku- föngum handsamaðir Woodland Park í Colorado. AP. STJÓRNUN og rekstur Carls Bildts, fyrrverandi yfirmanns upp- byggingarstarfs alþjóðastofnana í Bosníu, sætir harðri gagnrýni í nýrri skýrslu sem endurskoðendur Evrópusambandsins, ESB, hafa tek- ið saman. Í skýrslunni er Bildt sak- aður um ábyrgðarleysi og eyðslu en hann starfaði í Bosníu 1996–1997 og var fyrsti yfirmaður starfsins. Í skýrslunni er Skrifstofa æðsta fulltrúa (Office of the High Repres- entative) sem Bildt stýrði og fer enn með æðstu stjórn alþjóðasamfélags- ins í Bosníu, sögð hafa gert fjölmörg mistök í stjórnun. Þau hafi í mörg- um tilfellum kostað talsverð fjárút- lát og gefið færi á misnotkun á sér- réttindum. Skrifstofunni var komið á fót af ESB og Sameinuðu þjóð- unum sem skipta kostnaðinum með sér. Skýrsluhöfundar segja að í upp- hafi hafi ekkert eftirlit verið með rekstrinum, engar reglur eða leið- beiningar um hvernig honum skyldi háttað og með öllu óljóst hver hafi borið ábyrgð á einstökum sviðum. Þá hafi lengi vel skort skýra stefnu um markmið starfseminnar í Bosn- íu. Niðurstaðan hafi verið alger óreiða sem endurskoðendur ESB hafi þegar bent á vorið 1996. Spán- verjinn Carlos Westendorp tók við árið 1997 og segja endurskoðendur að ekki hafi dregið úr óreiðunni, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir. Á meðal þess sem endurskoðend- urnir nefna er að háttsettir starfs- menn hafi greitt fyrirtækjum í þeirra eigu fé, að í mörgum tilvikum hafi ekki verið samningar fyrir hendi um þau verkefni sem téð fyr- irtæki hafi átt að sinna og að ekki hafi verið efnt til útboðs. Endurskoðendurnir telja ekki að um glæpsamlegt athæfi hafi verið að ræða þótt ljóst sé að embættisfærsl- urnar hafi margar hverjar verið á mörkum hins ólöglega. Stjórnun Bildts harðlega gagnrýnd Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Borgartúni 28,  562 2901 www.ef.is OSO hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila  30/50/100/120/200 eða 300 lítra  Blöndunar- og öryggisloki fylgir  20% orkusparnaður  Hagstætt verð ISO 90 02 Frábæ r endi ng!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.