Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 53
SIRKUSINN er merkileg stofnun á
Indlandi og á sér langa sögu. Hann
færði tilbreytingu í bæi og sveitir;
framandi gestir birtust og sýndu
hverskyns kúnstir, studdir af ógn-
andi ljónum og skoplegum skepn-
um. Þrátt fyrir að sjónvarps-
tækjum fjölgi á indverskum
heimilum og framboð á afþreyingu
aukist, þá flakka ennþá nokkrir
stórir sirkusar um landið. Einn sá
stærsti er Mikli Bombay-sirkusinn.
Hann er að ljúka fjörutíu daga
sýningatíma í Cochin í Kerala og á
meðan piltar vinna við að taka
saman girðingarnar umhverfis
tjaldið, þar sem á eru litskrúðugar
myndir af loftfimleikastúlkum og
fílum, þá standa yfir síðustu sýn-
ingarnar í borginni að þessu sinni;
þrjár á dag og hver tekur tvær
klukkustundir.
Hrjótandi trúðar
og vansæl ljón
Mikli Bombay-sirkusinn er heil-
mikið fyrirtæki. Starfsmennirn-
irnir eru 325, fílarnir fjórir og
ljónin tuttugu og fjögur. Þarna eru
einnig hestar sem sýna, hundahóp-
ur, páfagaukar og jafnvel dúfur.
Meðal listamanna sem starfa við
sirkusinn er fríður flokkur fim-
leikafólks – þeir yngstu einungis
sjö ára, dýratemjarar, hljómlistar-
menn, kraftakarlar og trúðar; full-
og dvergvaxnir. Þá eru ótaldir
þjálfarar og handlangarar, mat-
reiðslukonur, verkamenn og bíl-
stjórar. Sjötíu vörubíla þarf til að
flytja fyrirtækið á milli staða.
En sirkusinn er hér enn og for-
vitnilegt að stinga inn nefi og upp-
lifa þennan ævintýraheim sem hef-
ur heillað fjöldann gegnum árin.
Umhverfis stórt sýningartjaldið er
borg lúinna tjalda og skýla. Þar
liggja starfsmenn og sýningafólk
og hvílist fyrir næstu sýningu;
trúðar hrjóta og fimleikastúlkur
stoppa í saumsprettur. Fílarnir
standa undir tjalddúk og róta í
pálmablöðum, hestar og asnar éta
hey og ekki er hægt að draga aðra
ályktun en að ljónin séu vansæl
þar sem þau rymja og bylta sér í
þröngum búrum í hátt í fjörutíu
stiga hitanum.
Flissandi nunnur með ís
Í tjaldinu er flautað til sýning-
arinnar. Leikið er á skemmtara og
trommur slegnar; fyrstu fimleika-
stúlkurnar eru farnar að róla sér
uppi í loftinu og hvert atriðið rek-
ur annað. Hundarnir eru vinsælir;
ganga á fram- og afturfótum; velta
hverjum öðrum um í tunnu. Fíll
kemur og slær bolta til barnanna,
sem eru stór hluti áhorfanda – sem
annars eru ekkert sérstaklega
margir á þessari síðdegissýningu.
En börnin kunna líka að meta
trúðana sem slá hver annan ítrek-
að en þreytulega; eru ekkert alltof
spenntir fyrir atriðunum sjálfir.
Stúlkurnar skipta ört um föt og
ganga á línu eða fara á handa-
hlaupum. Þær yngstu virðast liða-
mótalausar og með ólíkindum
hvernig þær geta fett sig.
Hópur af nunnum kaupir sér
einn ís hver og flissa þegar maður
drekkur tíu lítra af vatni og spýtir
því síðan aftur útúr sér af svo
miklum krafti að slettist yfir þær.
Allir eru löðrandi af svita, enda
ákaflega heitt í tjaldinu, en eru
ekki sviknir af lokaatriðinu þar
sem ólundarlegum ljónum er ýtt
inn á sviðið og upp á kolla.
Sýnendur fá ágætt klapp og tín-
ast út og ánægjusvipurinn leynir
sér ekki á börnunum þegar þau
tínast út. En trúðarnir og dverg-
arnir fara úr jökkum og skyrtum,
henda sér á bedda og eru aftur
farnir að dotta. Þeir geta sofið þar
til kvöldsýningin hefst eftir tæpa
klukkustund.
Með fílum og
fólki í indversk-
um sirkusi
Fíllinn mundaði kylfuna og sló út í tjaldið
bolta sem dvergar hentu til hans.
Hátt uppi undir tjalddúknum róluðu
stúlkur sér í bleikum búningum
og hundar gengu um á framfótunum.
Einar Falur Ingólfsson fylgdist með
sýningu hjá Mikla Bombay-sirkusnum
í Keralafylki á Indlandi.
Sirkusinn á tuttugu og fjögur
ljón og taka nokkur þátt í hverri
sýningu. Ljónin eru geymd í
þröngum búrum og geta gestir
skoðað þau þegar þeir hafa
borgað þrjátíu króna aðgangs-
eyrinn að sýningum. Þessi ljón-
ynja rumdi og stundi í þrúgandi
35 stiga hitanum.
Dvergtrúður stendur annars hugar við
sviðsbrúnina en fimleikastúlka sveiflar
sér á stórum bolta á bak við hann.
Trúðar og fíll ganga fram á sviðið og vinsælasta atriði sýningarinnar er
um það bil að hefjast; trúðarnir henda boltum að fílnum og hann slær þá
með spaða í anda krikkettspilara út í tjaldið til áhorfanda, en krikket er
vinsælasta íþróttin á Indlandi.
Trúður hefur fækkað fötum og dormar bak við sýningartjaldið
áður en miðdegissýning Mikla Bombay-sirkussins hefst.
Morgunblaðið/Einar Falur
Aðal fíla- og hundatemjari sirkussins leiðir fíl umhverfis sviðið í
skrautatriði þar sem allir þátttakendurnir, að fílum, hundum og
hestum meðtöldum, koma fram á gólfið.
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 53
Gullsmiðir
Alþjóðlegu Alfanámskeiðin
hafa farið sigurför um heiminn
Hver er tilgangur lífsins?
Er kristin trú blekking,
úrelt eða leiðinleg?
Léttur málsverður, fyrirlestrar, opinskáar umræður.
Þú ert velkominn í Hafnarfjarðarkirkju á fimmtudaginn
25. janúar kl. 19.00. Skráning í síma 854 8605