Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 40
Elsku Leibbi minn,
þú ert farinn og ég sit
hér og læt hugann
reika til baka. Ég
kynntist þér þegar ég
var að berjast við að
snúa blaðinu við. Mér
leið illa á þessum tíma, en það varði
stutt því þú komst inn í líf mitt, með
hlýjuna, gleðina og auðvitað fallegu
röddina þína, að heyra þig syngja
var ótrúlegt. Þú varst mér góður
vinur, og því gleymi ég aldrei. Þú
gafst svo mikið af þér, þú máttir
ekkert aumt sjá, þá varstu mættur.
Ég gleymi aldrei þegar Pétur okkar
fékk slæmar fréttir. Þá ákváðum við
að fara með hann í litlu kirkjuna
okkar. Þá bað ég þig að syngja text-
ann sem þú gafst mér. Það var svo
yndislegt að heyra þig syngja og ég
LEIFUR INGI
ÓSKARSSON
✝ Leifur Ingi Ósk-arsson fæddist í
Reykjavík 18. janúar
1972. Hann lést í
Reykjavík 12. janúar
síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá
Hafnarfjarðarkirkju
23. janúar.
veit að Pétur gleymir
því aldrei. Við vorum
samferða í gegnum
þessa reynslu. Við
trúðum hvort öðru fyr-
ir ýmsu og áttum góð-
ar stundir saman. Það
var svo auðvelt að
þykja vænt um þig. Þú
tókst öllum vel og
varst svo góður við
alla. Ég gleymi því
aldrei þegar við félag-
arnir ég, þú og Óskar
fórum hringinn í 12
vindstigum. Þá hélt
liðið að við værum al-
veg að tapa okkur og ég fauk á girð-
ingu. Svo oftar en ekki heyrðist í
Leibba niðri í fjöru, syngjandi.
Já, Leibbi minn, það var þá. Mikið
var ég glöð þegar ég fékk boðsmiða
á tónleikana þína og hvað þá þegar
þú sagðir í hljóðnemann að næsta
lag væri tileinkað Gerðu vinkonu
þinni og auðvitað var það lagið „The
last song“. Já, litlu vinkonu þinni
þótti vænt um þetta, og var þetta í
síðasta skiptið sem ég sá þig. Við
gerðum einu sinni samkomulag sem
stóðst. Alltaf beið ég eftir spólunni
góðu.
Kæri vinur, ég þakka þér fyrir
allt og þakka guði fyrir að hafa
kynnst þér. Núna sé ég þig fyrir
mér með gítarinn þinn, dreyminn á
svip, loksins búinn að finna friðinn.
Guð geymi minningu um góðan
dreng. Foreldrum og öðrum ætt-
ingjum votta ég mína dýpstu samúð.
Guð veri með ykkur öllum.
Gerða Kristín Hammer,
Grindavík.
Það er alltaf erfitt að sætta sig við
þegar einhver sem er manni nær-
kominn og kær deyr svo skyndilega
eins og þú, elsku Leifur. Ekki
bjuggumst við við að þú kveddir
okkur svo ungur úr þessum heimi.
Það er margs að minnast og margs
að sakna eftir öll árin sem við höfum
þekkt þig. Þú varst alltaf svo dreng-
lyndur, ljúfur og góður. Mikið er
sárt að finna ekki faðmlag þitt og sjá
blítt bros þitt framar en það lifir í
minningum okkar og fleira til sem
ekki verður upp talið. Við biðjum
engla Guðs að syngja fyrir þig, al-
góðan Guð að vefja þig örmum,
styrkja og hugga foreldra þína,
systur, afa og ömmu og aðra ástvini
í sárri sorg og söknuði.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Elsku Leifur Ingi, hafðu þökk
fyrir allt, minningin um þig lifir í
hjörtum okkar.
Þórunn, Gunnar og fjölskylda.
Okkur, samstarfsfólk hjá Nota-
bene, langar að senda okkar hinstu
kveðju með þessum sálmi:
Á hendur fel þú honum,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
Ef vel þú vilt þér líði,
þín von á Guð sé fest.
Hann styrkir þig í stríði
og stjórnar öllu bezt.
Að sýta sárt og kvíða
á sjálfan þig er hrís.
Nei, þú skalt biðja og bíða,
þá blessun Guðs er vís.
(Þýð. Björn Halld.)
Við sendum innilega samúðar-
kveðju til fjölskyldu Leifs, vina og
vandamanna.
Hvíl í friði, vinur.
Starfsfólk Notabene.
MINNINGAR
40 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þegar Hilmar eigin-
maður Ásdísar hringdi
síðastliðinn miðviku-
dag var ljóst að hetju-
legri baráttu vinkonu
okkar var lokið.
Hún var fögur kona, fíngerð,
greind og hláturmild. Hennar höfuð-
prýði var ljóst liðað hárið sem allir
tóku eftir. Nú er hún fallin frá langt
um aldur fram. Við hittum hana fyrst
fyrir 24 árum og má segja að þau
kynni hafi haft mótandi áhrif á okkur
allar götur síðan. Fundum okkar bar
saman á lítilli yndislegri skógivax-
inni eyju í miðri Svíþjóð. Þar bjó
Dísa með fyrrverandi manni sínum,
Gunder Forss, sem þá var kennari
við Lýðháskólann á Biskops-Arnö. Á
lýðháskóla ríkir sérstakt andrúms-
loft þar sem ungt fólk dvelur í lengri
eða skemmri tíma, til að þroska það
sem býr hið innra með einstaklingn-
um. Þar er reynt að þroska listræna
ÁSDÍS
TRAUSTADÓTTIR
✝ Ásdís Trausta-dóttir fæddist í
Reykjavík 16. maí
1950. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi hinn 12.
janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Langholts-
kirkju 22. janúar.
og félagslega færni,
þótt einnig sé unnið
með hefðbundnar
námsgreinar.
Dísa bjó í þessari
skólaparadís í allnokk-
ur ár og má segja að
þetta skapandi og frjóa
umhverfi hafi haft mót-
andi áhrif á hana. En
ekki má gleyma því að
með sínum persónu-
töfrum og lífsgleði
hafði hún einnig sín
áhrif á þá sem henni
kynntust. Þröngsýni og
neikvæði voru orð sem
ekki fundust í hennar lífsorðabók.
Ekkert var svo ómerkilegt að ekki
væri hægt að ræða það yfir góðum
sterkum kaffibolla. Við vinkonurnar
læddumst ósjaldan í frímínútum yfir
til Dísu og þá var glatt á hjalla.
Enn meiri varð gleði Dísu þegar
litli sólargeislinn, hún Irja Jónína,
fæddist. Þetta óskabarn átti hug
hennar allan. Fyrir okkur vinkon-
urnar var það mikil og góð reynsla
að fylgjast með umræðum foreldr-
anna Gunders og Dísu, því þar töl-
uðu fræðingarnir. Hann sálfræðing-
ur en hún mannfræðingur.
Þegar Dísa flutti heim til Íslands
1989 tókum við vinkonurnar aftur
upp þráðinn, en hittumst of sjaldan
eins og oft vill verða. Við hittumst þó
þegar sænskir listamenn komu til
landsins. Stundum var hins vegar
einfaldlega kominn tími á okkur. Þá
hittumst við á kaffihúsi og þurftum
þá að spá mikið og spjalla. Oft bar
börnin okkar á góma sem voru á ólík-
um aldri, hún með það yngsta og
elsta.
Ógleymanleg var gleði Dísu, þeg-
ar hún var að kynnast ástinni sinni,
honum Hilmari, sem hefur staðið
með henni í blíðu og stríðu.
Það eru óteljandi minningar sem
streyma fram í huga okkar vin-
kvennanna þar sem við sitjum hér og
látum hugann reika tilbaka, en þær
geymum við í huga okkar.
Dísa, þú sem áttir svo mikið að
gefa, minningin um þig hefur gert
okkur ríkari.
Hilmar, Irja, Þuríður Simone og
aðstandendur, við sendum ykkur
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Stefanía Erlingsdóttir,
Jónína Lárusdóttir.
Elsku Dísa okkar, nú ertu farin í
ferðalagið mikla, allt of snemma.
Eina huggunin sem við höfum, elsku
Guð, er að þeim sem þú tekur
snemma frá okkur sé ætlað meira og
stærra hlutverk hjá þér. Það er samt
sárt fyrir okkur sem eftir lifum og
þurfum að takast á við sorgina en
huggun harmi gegn að þú hefur
fengið hvíldina eftir erfiða sjúk-
dómslegu.
Hugurinn reikar til baka, ég var
aðeins sextán ára þegar ég kom fyrst
til Ólafsvíkur með Rikka bróður þín-
um sem þú elskaðir og dáðir. Þá
varst þú aðeins tíu ára og þið Bodda
biðuð svo spenntar eftir að sjá kær-
ustuna hans. Þremur árum síðar
fæddist litla frænka þín, hún Gerður,
ég sótti þig í sveitina að Bláfeldi
gagngert til að lofa þér að sjá hana.
Þú varst svo spennt, búin að punta
þig í fallegu rauðu peysuna sem
mamma þín prjónaði og fór svo vel
við ljósa liðaða hárið þitt sem ég dáð-
ist að alla tíð. Stoltið leyndi sér ekki
þegar þú keyrðir um göturnar í
Borgarnesi með flotta barnavagn-
inn.
Árin liðu og þú varst sjálf orðin
móðir, búsett í Svíþjóð og gift ynd-
islegum manni, honum Gunder. Þið
buðuð Svandísi okkar að koma og
dvelja hjá ykkur í þrjár vikur, sum-
arið 1980. Þá var hún tíu ára og Irja
ykkar þriggja ára, þið siglduð um
Skerjagarðinn og gerðuð margt
skemmtilegt saman en þessi dvöl
verður henni ávallt minnisstæð fyrir
ykkar elskulega viðmót og hlýju.
Heimsókn okkar til Svíþjóðar
nokkrum árum síðar var í alla staði
yndisleg. Við áttum svo góðar stund-
ir saman úti á Harö, eyjunni í
Skerjagarðinum þar sem þið voruð
búin að byggja ykkur sumarhús. Þið
komuð síðan til Íslands og heimsótt-
uð okkur í sumarhúsið í Þverárhlíð.
Þá fóru Rikki, Gunder og stelpurnar
að veiða í Fiskivatni og viti menn,
Gunder kom ánægður heim með for-
réttinn sem fór beint á grillið. Við
spjölluðum oft saman um heima og
geima, sungum og spiluðum langt
fram eftir nóttu. Ekki má gleyma að
minnast á ættaróðalið á Arnarstapa
þar sem Dísa átti margar ánægju-
stundir með fjölskyldunni.
Árið 1989 fluttu þær mæðgur til
Íslands og bjuggu þá stutt frá okkur.
Þá var Irja okkar daglegi gestur og
gisti oft hjá okkur í Tungubakkan-
um.
Dísa giftist seinni manni sínum,
Hilmari Þór, sumarið 1993. Brúð-
kaup þeirra fór fram í Árbæjar-
kirkju og var í alla staði mjög
skemmtilegt, þennan dag átti fjöl-
skyldan góða stund saman á þeirra
hlýja og vinalega heimili. Síðar kom
inn í líf þeirra gimsteinninn hún
Þuríður Símona.
Við viljum þakka Guðmundi Eyj-
ólfssyni lækni fyrir frábæra umönn-
un, en hann var bæði læknir hennar
og yfirmaður, einnig hjúkrunarfólki
á gjörgæslu Landspítalans í Foss-
vogi.
Elsku Trausti, Hilmar, Irja og
Þuríður, ég bið góðan Guð að styrkja
ykkur og umvefja í ykkar djúpu
sorg.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig og verndi.
Þín mágkona,
Brynhildur og Ríkharð.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreinaSérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
*
!
! !
!
-0
7
0
9+.
%"
2
) )+,8
#8$##('"
! *
+
$,%%
7"")
#
:)$
5
$5#"((
+
)$##
&)(
;
$5## * )<
$)"((
69&)
)8
$5##
+)<"
$5#"((
* )#(
+)
$5##
",#
(2#"((
* )<
#8
$5#"((
*)# .
!
! !
!
0
"
98&)+,8
- ( .
/
"
$0
!
" !(
1
$#2%%
)"
$
)%$
!"##
$
&'#89").
!
! !
!
-0
0
9!
%"
2
, !5)+$$&!
! & !(
1
$%3%
4
5 ! ! )6
&
7%%
&
!'
'
8
!-
7#(<
)"#"((
7)
7)#"(( %&)(
*.
6&'$+##
!"## )9
!#"((
5
!"#"(( 7)
##
&
!"## ,)
#"((
-)
!"#"(( )
.
0)#
*$#
!"#"(( &
&)()##
$)
!"#"(( !"
.
!"##
%))%'
$
%))%))%'.