Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 60
Samráð haft við dómara Hæstaréttar GARÐAR Gíslason forseti Hæstaréttar sagði við Morgun- blaðið í gærkvöld, að svarbréf hans til forsætisnefndar Al- þingis hafi verið sent forsætis- nefnd að höfðu samráði við dómara réttarins. Hann sagði að tilefni svars síns til forsæt- isnefndar hafi verið mjög óvenjulegt en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. „Þetta er mjög óvanalegt og ég svara þeim bréfum sem koma og þetta var alveg sérstakt,“ sagði Garðar Gíslason. Forseti Hæstaréttar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ARI Skúlason, framkvæmda- stjóri ASÍ, segir að það sé af- staða ASÍ að við samanburð á þeim kjarasamningum sem gerðir hafa verið að undan- förnu beri að taka tillit til kostnaðar launagreiðenda við lífeyrisskuldbindingar. Það sé ekki nóg að horfa á breytingar á launalið samninga. Hann seg- ir að Flóabandalagið og félög sem gerðu samninga sl. vor ættu að vera búin undir að ekki náist samkomulag í nefndinni. Ari sagði að launanefndin hefði átt fund með fulltrúum fjármálaráðuneytisins og for- manni launanefndar sveitar- félaganna. Þar hefði komið fram að kostnaður við samn- inga kennara væri í samræmi við það sem önnur stéttarfélög hefðu samið um á síðasta ári. Fulltrúar ASÍ í nefndinni hefðu lýst efasemdum um að þetta væri rétt mat en fulltrúar Sam- taka atvinnulífsins hefðu hins vegar ekki séð ástæðu til að draga þetta í efa. Vilja vísa ágreiningi til Félagsdóms Samtök atvinnulífsins hefðu enn fremur algerlega hafnað því að það ætti að taka tillit til lífeyrisskuldbindinga þegar kostnaður við samningana væri metinn og sagt að slík afstaða kallaði á stríð. Þeir hefðu varp- að fram þeim möguleika að vísa ágreiningi um þetta atriði til Félagsdóms. Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur ASÍ, sagði á fundinum að verðbólga hefði lækkað frá því að kjarasamn- ingarnir voru gerðir sl. vor. Hún sagði erfitt að segja fyrir um framhaldið, m.a. vegna óvissu um hvaða áhrif lækkandi gengi íslensku krónunnar hefði á vöruverð. Sigurður Bessason, formað- ur Eflingar, sagðist telja mest- ar líkur á að samningum yrði sagt upp í næsta mánuði. Hann sagði það vekja tortryggni hvað ríki og sveitarfélög væru treg til að gefa upp kostnað. Formannaráðstefna ASÍ um forsendur samninga Lífeyris- skuldbind- ingar verði reiknaðar með  Miklar/6 SÉRSTÖK nefnd Framsóknar- flokksins hefur skilað ítarlegri skýrslu um Evrópumál þar sem metnir eru kostir og gallar við mögu- lega aðild Íslands að Evrópusam- bandinu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að byggja eigi áfram á samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæð- ið, EES, geti hann haldið upphafleg- um markmiðum sínum. Ef hins vegar reynist ekki grundvöllur til að byggja á EES-samningnum skuli ákvörðun tekin um það hvort óskað verði eftir viðræðum við ESB um fulla aðild Íslendinga eftir að sú ákvörðun hafi verið borin undir þjóð- aratkvæði. Skili aðildarviðræður sameiginlegri niðurstöðu um aðild Íslendinga að Evrópusambandinu skuli umsóknin borin undir þjóðarat- kvæði að nýju. Í skýrslunni segir að raunhæfir kostir Íslendinga í Evrópumálum virðist um þessar mundir vera þrenns konar. Í fyrsta lagi er EES- samningurinn nefndur og að hann standist til frambúðar með viðeig- andi breytingum, í öðru lagi full aðild Íslendinga að ESB og í þriðja lagi er talað um tvíhliða samning við ESB. Sá valkostur er þó nefndur til þrau- tavara þar sem hann sé að verulegu leyti ósambærilegur við hina tvo og sé miklu takmarkaðri á alla lund. Raunhæf samningsmarkmið Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, ber lof á störf nefndarinnar og telur skýrsluna mik- ilvæga í umræðum um Evrópumál. Hann telur að samningsmarkmið Ís- lendinga, sem ekki hafi áður verið sett fram hér á landi ef til viðræðna við ESB komi, séu raunhæf. Halldór segir að í skýrslunni sé sá kostur nánast útilokaður að tvíhliða samn- ingur verði gerður við Evrópusam- bandið. Eftir standi því EES-samn- ingurinn en haldi hann ekki verði að leita nýrra leiða og komi þá viðræður við ESB til greina. Hann segist ekki vera tilbúinn að meta hvor kosturinn hugnist honum betur. Málið þurfi meiri umræðu innan Framsóknar- flokksins og úti í þjóðfélaginu. Formenn stjórnarandstöðuflokk- anna lýsa yfir vonbrigðum sínum með skýrslu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar segir að skýrslan sé „undarleg lending“ og formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs talar um „maga- lendingu á þeirri flugferð sem Hall- dór Ásgrímsson hóf í þessum efn- um.“ Formaður Frjálslynda flokksins segir skýrsluna vera yfirlit en ekki stefnumörkun. Málið sé opin í báða enda „eins og vant er um þenn- an flokk.“ Evrópunefnd Framsóknarflokksins telur þrjá kosti raunhæfa fyrir Íslendinga í Evrópumálum Haldi EES ekki koma að- ildarviðræður til greina  Niðurstöður/10 Blæs ekki byrlega/12 FORSETI Hæstaréttar segir að í dómi Hæstaréttar í öryrkjamálinu svonefnda hafi aðeins verið tekin af- staða til þess að tekjutenging eins og nú sé mælt fyrir um í lögum sé and- stæð stjórnarskránni og dómurinn feli ekki í sér afstöðu til frekari álita- efna. Þetta kemur fram í bréfi hans til forsætisnefndar Alþingis sem er svar við fyrirspurn um hvort í dómnum sé slegið föstu að almennt sé andstætt stjórnarskrá að kveða á í lögum um skerðingu tekjutryggingar öryrkja. Öryrkjafrumvarpið svonefnda varð að lögum á fyrsta tímanum í nótt. Bréfaskiptin milli forseta Alþingis og forseta Hæstaréttar sem fram fóru í gær ollu nokkru uppnámi í þinginu en gerð var grein fyrir þeim í upphafi þingfundar í gærkveldi eftir kvöldmatarhlé. Var 15 mínútna hlé gert á þingfundi strax í kjölfarið til þingflokksfunda um efni bréfaskipt- anna en að því loknu var framhaldið þriðju umræðu um frumvarpið. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagði að hann hefði tekið ákvörðun um að skrifa forseta Hæstaréttar vegna þeirra hörðu deilna sem væru uppi og hann skildi svar forseta Hæstaréttar svo að það sé ekki algild regla að ekki megi tengja tekjutrygg- ingu við tekjur maka. Ef Hæstiréttur hefði sagt að skerðing á tekjutrygg- ingu örorkulífeyrisþega í hjúskap vegna tekjuöflunar maka væri al- mennt andstæð stjórnarskránni hefði verið sjálfgert að taka frumvarpið til athugunar. Sú væri ekki raunin og því héldi málið áfram. Halldór sagðist hafa skrifað bréfið eftir að hafa átt fund með þeim tveim- ur forsætisnefndarmönnum sem væru á landinu. Enginn ágreiningur hefði verið um að skrifa bréfið. Stjórnarandstæðingar lýstu því yf- ir að bréf forseta Hæstaréttar hefði enga þýðingu fyrir málið. Steingrímur Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sagði að þeir teldu þessi bréfaskipti fyrst og fremst vera til marks um þá augljósu taugaveiklun sem slegið hefði út hjá stjórnarliðinu á síðustu klukkustundum umræðunn- ar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði engin dæmi um slíkar bréfaskriftir í þeim löndum sem við bærum okkur saman við. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að í bréfinu kæmi fram að Hæstiréttur teldi að menn væru ekki að fremja stjórnarskrárbrot með því að samþykkja frumvarp um að tekju- trygging örorkulífeyrisþega í hjúskap væri bundin að einhverju leyti við tekjur maka. Halldór Ásgrímsson, starfandi tryggingaráðherra, sagði að bréfið yrði ekki skilið öðruvísi en svo að það samrýmdist stjórnarskrá að skerða hámarkstekjutryggingu að einhverju leyti við tekjur maka. Forseti Hæstaréttar í svari til forsætisnefndar Alþingis Dómurinn hafnar ekki tekjutengingu almennt  Öryrkjafrumvarpið/30-31 Fjöldi manns var á þingpöllum í gærkveldi og fylgdist með umræðu um öryrkjafrumvarpið og sjást hér lögreglumenn aðstoða konu í hjóla- stól af þeim sökum en Halldór Blön- dal forseti Alþingis fylgist með. Frumvarpið varð að lögum á fyrsta tímanum í nótt. 32 stjórnarþing- menn voru frumvarpinu fylgjandi en 23 á móti. Morgunblaðið/Þorkell Fjöldi manns fylgdist með umræðunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.