Morgunblaðið - 24.01.2001, Side 45
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 45
NÚ STENDUR yfir í Reykjavík
samkirkjuleg bænavika á vegum
samstarfsnefnda kristinna trúfélaga
og hófst hún með guðþjónustu í
Dómkirkjunni á sunnudaginn. Í
kvöld miðvikudag 24. janúar, verður
samkoma í Kristskirkju í Landakoti
og hefst hún kl. 20.30. Þar flytur
predikun herra Johannes Gijsen,
biskup Kaþólsku kirkjunnar á Ís-
landi.
Fulltrúar hinna ýmsu trúfélaga
lesa ritningarorð. Tónlistaflutningur
verður undir stjórn Úlriks Ólasonar,
organista Kristskirkju.
Allir eru velkomnir á samkomur
bænavikunnar.
Bústaðakirkja. Starf aldraðra í
safnaðarheimili Bústaðakirkju kl.
13.30. Þar verður spilað, föndrað,
sungið, spjallað og boðið upp á kaffi.
Allir velkomnir.
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl.
12.10. Léttur málsverður á eftir.
Grensáskirkja: Foreldramorgunn
kl. 10-12. Allar mæður velkomnar
með lítil börn sín. Samverustund
eldri borgara kl. 14. Biblíulestur,
bænastund, kaffiveitingar, og sam-
ræður. TTT (10-12 ára starf) kl.
16.30.
Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir for-
eldra ungra barna kl. 10-12.
Háteigskirkja: Samverustund eldri
borgara kl. 11-16 í Setrinu í umsjón
Þórdísar Ásgeirsdóttur þjónustu-
fulltrúa. Viðtalstímar Þórdísar eru
alla virka daga kl. 10-11. Sími 551
2407. Kvöldbænir og fyrirbænir í
dag kl. 18.
Laugarneskirkja: Kl. 14.30 kirkju-
prakkarar (6-7 ára), kl. 17.15 æfing
DKL, kl. 19.15 fermingarfræðsla, kl.
20 unglingakvöld Laugarneskirkju
og Þróttheima (8. bekkur).
Neskirkja: Orgelandakt kl. 12.
Reynir Jónasson leikur. Ritningar-
orð og bæn. Starf fyrir 7 ára börn
kl. 14-15. Opið hús kl. 16. Biblíulest-
ur kl. 17. kl. 18. Sr. Frank M. Hall-
dórsson.
Seltjarnarneskirkja: Kyrrðar- og
bænastund kl. 12. Léttur málsverð-
ur á eftir í safnaðarheimilinu. Starf
fyrir 11-12 ára börn kl. 17.
Langholtskirkja. Kyrrðar- og fyr-
irbænastund er kl. 12-12.30. Fyrir-
bænaefnum má koma til sóknar-
prests og djákna. Létt máltíð gegn
vægu gjaldi á eftir í safnaðarheim-
ilinu. Samvera eldri borgara er kl.
11-16. Spjall, kaffisopi, heilsupistill,
létt hreyfing, slökun og kristin íhug-
un er á dagskánni kl. 11-12. Bæna-
gjörð, sálmasöngur og orgelspil er í
kirkjunni kl. 12-12.30. Síðan er létt
máltíð (kr. 500) í safnaðarheimilinu.
Frá kl. 13 er spilað, hlustað á upp-
lestur eða málað á dúka og keramik.
Kaffisopi og smákökur eru í boði
kirkjunnar kl. 15.20. Stundinni lýk-
ur með söngstund á léttu nótunum
undir stjórn Jóns Stefánssonar org-
anista. Umsjón hefur Svala Sigríður
Thomsen djákni.
Árbæjarkirkja: Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús í dag kl. 13-16. Hand-
mennt, spjall og spil. Fyrir-
bænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar-
efnum er hægt að koma til presta
safnaðarins. Kirkjuprakkarar, 7-9
ára, kl. 16-17. TTT, starf fyrir 10-12
ára, kl. 17-18.
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í
dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur málsverður í
safnaðarheimilinu eftir stundina.
Kirkjuprakkarar, starf fyrir 7-9 ára
börn, kl. 16. TTT, starf fyrir 10-12
ára, kl. 17.15.
Digraneskirkja: Æskulýðsstarf
KFUM og Digraneskirkju fyrir 10-
12 ára drengi kl. 17.30. Unglinga-
starf KFUM&KFUK og Digranes-
kirkju kl. 20.
Fella- og Hólakirkja: Kyrrðar- og
bænastund kl. 12. Léttur hádegis-
verður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Opið hús fyrir fullorðna til
kl. 15. Bæna- og þakkarefnum má
koma til Lilju djákna í s. 557-3280.
Látið einnig vita í sama síma ef ósk-
að er eftir keyrslu til og frá kirkju.
Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16.
Helgistund í Gerðubergi á fimmtu-
dögum kl. 10.30.
Grafarvogskirkja: Kyrrðarstund í
hádegi kl. 12 með altarisgöngu og
fyrirbænum. Boðið er upp á léttan
hádegisverð á vægu verði. Allir vel-
komnir. KFUM fyrir drengi á aldr-
inum 9-12 ára kl. 16.30-17.30.
Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl. 18-
19.
Hjallakirkja: Fjölskyldumorgnar kl.
10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.
Kópavogskirkja: Samvera 8-9 ára
barna í dag kl. 16.45-17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. TTT, sam-
vera 10-12 ára barna, í dag kl. 17.45-
18.45 í safnaðarheimilinu Borgum.
Seljakirkja: Kyrrðar- og bænastund
í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir
hjartanlega velkomnir. Léttur
kvöldverður að stund lokinni. Tekið
á móti fyrirbænaefnun í kirkjunni í
síma 567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar,
starf fyrir foreldra ungra barna, kl.
10-12 í safnaðarheimilinu.
Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri
borgara kl. 14-16.30. Helgistund,
spil og kaffi.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr-
irbænir, léttur málsverður á eftir í
Ljósbroti, Strandbergi, kl. 13.
Kletturinn, kristið samfélag. Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. kl.
12-12.30 kyrrðarstund í kirkjunni,
kl. 14.40-17.15 fermingarfræðsla.
Kl. 20 opið hús í KFUM & K-hús-
inu.
Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18,
Kennsla kl. 19, krakkaklúbbur, ung-
lingafræðsla, kennsla fyrir ensku-
mælandi og biblíulestur. Allir vel-
komnir.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl.
12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í
kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í
Kirkjulundi kl. 12.25 súpa, salat og
brauð á vægu verði. Allir aldurs-
hópar.
Umsjón: Ásta Sigurðardóttir.
Alfanámskeið í Kirkjulundi kl. 19 og
lýkur í kirkjunni um kl. 22.
KEFAS, kristið samfélag. Samveru-
stund unga fólksins kl. 20.30. Allir
velkomnir.
Boðunarkirkjan. Hlíðarsmára 9,
Kópavogi. Námskeið dr. Steinþórs
Þórðarsonar „Lærum að merkja
biblíuna“ kl. 20 í kvöld. Mörg spenn-
andi verkefni verða tekin fyrir og
biblían verður aðgengilegri.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. STN-starf
kl. 16.30 í umsjá Vilborgar Jónsdótt-
ur og er ætlað börnum 6 til 9 ára.
Bænavikan:
Samkoma í
Kristskirkju
í kvöld
Safnaðarstarf
Landakotskirkja
Morgunblaðið/Ómar
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á níu borðum
mánudaginn 22. janúar. Miðlungur
168. Beztum árangri náðu:
NS
Karl Gunnarss. – Ernst Backman 189
Þormóður Stefánss. – Þórhallur Árnas. 187
Sverrir Gunnarss. – Einar Markúss. 183
AV
Dóra Friðleifsd. – Guðjón Ottóss. 220
Sigríður Ingólfsd. – Sigurður Björnss. 200
Unnur Jónsd. – Jónas Jónss. 171
Eldri borgarar spila brids í Gull-
smára 13 alla mánu- og fimmtudaga.
Mæting kl. 12.45.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Bridshátíð Flugleiða,
BSÍ og BR
20. Bridshátíðin verður haldin að
Hótel Loftleiðum 16. - 19. febrúar.
Gestalistinn að þessu sinni er mjög
glæsilegur: Eftirlæti íslenskra
bridsara, Zia Mahmood, kemur
ásamt Barnet Shenkin, Ralph Katz
og George Mittelman. Pólska lands-
liðið skipað: Krzysztof Jassem, Piotr
Tuszynski, Jacek Romanski og Apol-
inary Kowalski. Ensku tvíburarnir
Jason og Justin Hackett ásamt Kín-
verjunum Fu Zhong og Wayne Chu.
Tvær sterkar sænskar sveitir koma
á eigin vegum og auðvitað verða allir
sterkustu íslensku spilararnir á
Bridshátíð að venju.
Allar upplýsingar um mótið er að
finna á heimasíðu BSÍ www.bridge.-
is þar sem einnig er hægt að skrá sig
eða í s. 587 9360
Evrópumót
í tvímenningi
Opinn flokkur - Eldri spilarar.
Mótin verða spiluð í Sorrento,
Ítalíu dagana 19. - 24.mars.
Skráningarfrestur til 5. febrúar.
Allar nánari upplýsingar eru veittar
á skrifstofu BSÍ s. 587 9360.
Námskeið í skyndihjálp
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands heldur eitt
námskeið í almennri skyndihjálp og annað í
sálrænni skyndihjálp ef næg þátttaka fæst.
Námskeið í almennri skyndihjálp
stendur frá 19. febrúar til 1. mars.
Kennsla skiptist á 4 kvöld og er kennt mánu-
daga og fimmtudaga kl. 19.30—22.30.
Námskeið í sálrænni skyndihjálp.
Kennt er á tveimur kvöldum, mánudaginn 5.
og fimmtudaginn 8. febrúar, kl. 19.30—22.30.
Kennsla fer fram í Snælandsskóla.
Upplýsingar og innritun í síma 554 6626 mánu-
daga og miðvikudaga kl. 10.00—12.00 á skrif-
stofu deildarinnar. Utan skrifstofutíma er sím-
svarinn á og geta umsækjendur þá lesið inn
nafn, heimilisfang og símanúmer sitt. Einnig
er hægt að skrá sig á netfangi rkk@li.is .
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands,
Kópavogsbraut 1, Sunnuhlíð.
ÓSKAST KEYPT
Vinnubúðir
Óskum eftir að kaupa eða leigja vinnubúðir.
Upplýsingar í síma 511 1522.
KENNSLA
TILKYNNINGAR
Kaupi bækur og bókasöfn.
Upplýsingar í síma 898 9475.
VINNUVÉLAR
Kranar
Vegna aukinna umsvifa vantar okkur bygging-
arkrana til kaups eða leigu.
Upplýsingar í síma 511 1522.
ÝMISLEGT
Frímerki — uppboð
Thomas Höiland Auktioner a/s
í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norð-
urlöndum með uppboð á frímerkjum og öðru
skyldu efni.
Starfsmenn fyrirtækisins verða á Íslandi föstu-
dag og laugardag, 2. og 3. febrúar nk., til að
skoða efni fyrir næsta uppboð, sem verður í
apríl.
Leitað er eftir frímerkjum, heilum söfnum og
lagerum, en mestur áhugi er þó á frímerktum
umslögum og póstkortum frá því fyrir 1950.
Áhugi erlendis á íslensku frímerkjaefni er mikill
um þessar mundir.
Þeir, sem áhuga hafa á að sýna og selja frí-
merkjaefni, geta hitt starfsmenn fyrirtækisins
á Hótel Esju laugardaginn 3. febrúar á milli
kl. 10 og 12 eða eftir nánara samkomulagi á
öðrum tíma.
Frekari upplýsingar gefur Össur Kristinsson
í símum 555 4991 eða 698 4991 eftir kl. 17.00
á daginn og um helgar.
Thomas Höiland Auktioner a/s,
Frydendalsvej 27,
DK-1809 Frederiksberg C.
Tel: 45 33862424 — Fax: 45 33862425.
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Huglækningar/heilun
Sjálfsuppbygging.
Samhæfing líkama og sálar.
Áran. Fræðslumiðlun.
Halla Sigurgeirsdóttir,
andlegur læknir.
Uppl. í síma 553 8260 f.h.
ÝMISLEGT
Tæknifræði — verkfræði
Kynning á verkfræði og tækni-
fræðinámi í Syddansk Universit-
et, Sønderborg, verður haldin í
Verkfræðingahúsinu við Engja-
teig fimmtud. 25/1 kl. 20.00.
FÉLAGSLÍF
Njörður 6001012419 I
I.O.O.F. 7 18112471/2 Þb.
I.O.O.F. 9 1811247½ Dd.
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58—60.
Samkoma í Kristniboðssalnum í
kvöld kl. 20.30. Sveinbjörg
Björnsdóttir og sr. Ólafur Jó-
hannsson tala.
Allir hjartanlega velkomnir.
Netfang http://sik.is .
Deildarfundur jeppadeildar
Íslandsbanki-FBA tekur á
móti jeppadeild Útivistar
miðvikudaginn 24. janúar
kl. 20.00 á Kirkjusandi 2.
Norðurpólsfarinn Haraldur Örn
Ólafsson segir frá reynslu sinni
og kynnir bókina „Einn á
ísnum“.
Næstu ferðir Jeppadeildar
kynntar og hugmyndir um und-
anfara og fararstjóratilhögun.
Allir velkomnir.
Jeppadeild Útivistar auglýsir eft-
ir drífandi jeppamönnum eða
fróðum, frásagnarglöðum ein-
staklingum til að annast leið-
sögn og aðstoð í ferðum.
Nánari upplýsingar á fundi
Jeppadeildar þann 24. janúar
eða á skrifstofu Útivistar.
Fimmtudagur 25. jan. kl. 20.
Opið hús í Naustkjallaranum.
Hverjir eiga fjöllin?
Ívar Björnsson, lögfræðingur,
fjallar um þetta mikilvæga mál.
Slegið á létta strengi með Bása-
bandinu og hitað upp fyrir
þorrablótið 2.—4. febrúar.
Sjá ferðaáætlun 2001 á heima-
síðu: utivist.is og næstu ferðir á
textavarpi bls. 616.
Sjáumst!
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
I.O.O.F. 1818112488½I*