Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 3

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. mai 1979 .Bækur Gunnars Gunnarssonar hef ég lesiö og er hrifinn af þeim og sömuleiðis hef ég lesið verk Halldórs Laxness Anker Jörgensen forsstisráðherra Dana á skrifstofu sinni fg - -, 1 1 s » Wj fMT / Æ ! ppif§|pfe$l». í&MSÍ8K m jgjll ||: 1 ÆÖSK'-——" g; æHHS J |( V ■1 [ "W ■< bókmennta eða sé viðlesinn á þvi sviði” sagði forsætis- ráðherrann þegar ég ympraði á bókmenntaiðkun Islendinga og spurði hvort hann kannaðist við einhverja höfunda. „Bækur Gunnars Gunnars- sonar hef ég lesið og er hrifinn af þeim og sömuleiðis hef ég lesið verk Halldórs Laxness og kann vel að meta þær róttæku skoðanir, sem koma fram að minnsta kosti i eldri bókum hans. En ég verð vist aö viður- kenna að kynni min af islensk- um bókmenntum eru varla við- tækari en þetta”. Eftir þetta spjall um kynni ráðherrans af íslandi, Is- lendingum og islenskri menn- ingu beindist talið að samstarfi Norðurlandanna og grundvelli þess. Meiri samvinna hjá EBE en Norðurlanda- ráði ,,Að minu mati er samstarfiö á vettvangi Norðurlandaráðs ekki nógu öflugt. Hjá Efnahags- bandalaginu eru fundir miklu tiöariog samvinnan að öllu leyti meiri en hjá Norðurlandaráði, auk þess sem fundahöld EBE og samstarfið að öðru leyti á sér stað á fleiri stigum stjórnkerfis- ins en hjá Norðurlandaþjóöun- um”. „Gengur ekki samstarf Dana og Islendinga snurðulaust siöan handritamálið var leitt til lykta?” „Jvl, það er ekki hægt aö segja annaö en samstarfiö sé eins og best veröur á kosið, bæði á viöskiptasviðinu og stjórnmála- sviöinu. Það er ekki um aö ræða nein vandamál, en ég vildi gjarnan sjá Islendinga oftar á fundum hinna ýmsu nefnda Norðurlandaráðs. „Haldið þér að grundvöllur væri fyrir samstarfi Noröur- landanna á efnahagssviðinu i Jikingu við þær hugmyndir, sem fram komu þegar rætt var um stofnun Nordek, norræns efna- hagsbandalags.á sinum tima?” „Ég var fylgjandi þvi að Nor- dek yrði komið á fót og eftir fund norrænna launþegasam- taka I Stokkhólmi, þar sem urn það mál var fjallað, áttu menn von á að málið væri komiö i höfn. Eitthvað óvænt kom þó i veg fyrir að hugmyndin yröi að veruleika”. Megum ekki ein- angrast „Var það ekki þrýstingur Sovétstjórnarinnar á Finna sem varð til þess að þeir treystu sér ekki I slikt samstarf?” „Það mun vist hafa skipt sköpum varöandi Nordek. En ég er þeirrar skoðunar, aö slikt bandalag gæti orðið þýðingar- mikið fyrir Norðurlöndin, en það er ekki þar með sagt, að viö eigum ekki að taka þátt í starf- semi annarra verslunar- og efnahagsbandalaga. Við meg- um ekki einangrast og verðum að hafa hugfast að Norður- landaþjóðirnar selja aðeins um fjórðung framleiðslu sinnar hver til annarrar þaö er á Norðurlandamarkaðinn. Þrir fjórðu hlutar framleiöslunnar fara á aðra markaði. „Það er til dæmis sáralitill markaöur fyrir Islenskar sjávarafurðir á hinum Norðurlöndunum, aðallega vegna þess að þar eru fiskveiö- ar stundaðar og heimamenn sjá markaðinum fyrir þeirri tegund matvæla”. Tengiliður við EBE „Nú eruð þiö Danir einir Norðurlandaþjóöa meðlimir Efnahagsbandalags Evrópu; er ekki gjarnan litið á ykkur sem eins konar ambassadora Noröurlandanna hjá bandalag- inu? „Við höfum það oft á tilfinn- ingunni að bræöraþjóðirnar liti á okkur sem tengilið þeirra við bandalagið. Það er raunar oröin venja á sameiginlegum fundum fulltrúa Noröurlandanna að við Danir gerum grein fyrir stöðu mála hjá EBE, samvinnu okkar við aðildarþjóðir bandalagsins og markaðshorfum. Afstaða Norðurlandaþjóöanna til ann- arra fjölþjóöasamtaka er mjög oft mótuð á sameiginlegum fundum fulltrúa allra Norður- landaþjóðanna og er það mikil- vægt ekki siður en upplýsinga- miðlun milli þjóðanna á þessu sviði”. Heimastjórn verði vikkuð út Þegar hér var komið sögu bauö Anker Jörgensen upp á kaffisopa og við fluttum okkur frá skrifborðinu I hægindin I h'orninu. Ég fitjaði upp á nýju umræöu- efni og minnti á, að Græn- lendingar hefði nýverið fengiö heimastjórn og spurði, hvernig forsætisráðherrann teldi að mál myndu þróast I kjölfar þess. „Mér finnst eðlilegt og sjálf- sagt, að Grænlendingar vikki út heimastjórnina, taki við stjórn og meðferð fleiri mála smátt og smátt, en ég hef ekki trú á, að þeir geti staöið fullkomlega undir þvi að vera sjálfstæð þjóö. Til þess eru þeir of fáir og rekstur þjóðfélagsins of dýr. Ef menn halda, að það sé Dan- mörku fjárhagslegur ávinn- ingur aö hafa Færeyjar og Grænland innan rikisins, þá er það misskilningur. Við . höfum mikinn fjárhagslegan kostnað af þessum tengslum vegna þess, að þessar þjóöir þurfa báöar á aðstoö aö halda i efnahagslegu tilliti”. Víðar vandamál en i Grænlandi „Hafa afskipti Dana af mál- efnum Grænlendinga valdið ein- hverju um þau þjóðfélagslegu vandamál sem þar er við að glima?” „Um það er erfitt að dæma, en ég er þeirrar skoðunar að allt hefði farið á sama veg þótt Grænland hefði ekki veriö I þessum tengslum við Dan- mörku. Þau vandamál sem þar er við að glima eiga sér hliðstæður viða um heim. Þróunin á Grænlandi hefur veriö geysiör og frumstæö þjóð á erfitt með að aðlaga sig skyndilegum þjóðfélags- breytingum. Það er segin saga, að þegar þjóð sem lifaö hefur á náttúrugæöum er breytt i iðnaðarþjóð á stuttum tima verður svo mikil röskun á hög- um hennar og lifnaöarháttum að sllku hljóta að fylgja vanda- mál. Þau verða aö visu mis- áberandi eftir þjóðfélögum, en vandamálin er hægt að finna nánast i hverju nútima sam- félagi. Það er til dæmis drukkiö drjúgt hér i Danmörku, þótt það sé ekki jafn mikið á hvern ibúa eins og I Grænlandi”. Draga háar bætur úr vinnugleði? „En ef við snúum okkur að helsta vandamáli ykkar hér 1 Danmörku þessa stundina, at- vinnuleysinu, langar mig að spyrja hvort þú sért sammála þeim, sem telja að aöild Dana að Efnahagsbandalaginu hafi leitt til erfiðleika á efnahags- sviðinu og aukins atvinnuleysis hér”. „Það er hugsanlegt, aö aðildin að EBE hafi haft einhver áhrif i þessa veru, en það er frá- leitt að telja hana höfuðorsök. Oliukreppan setti þarna stærsta strikið i reikninginn og óhag- stæður viðskiptajöfnuöur hefur valdið okkur erfiðleikum”. „Nú er allstór hundraðshluti fólks á vinnumarkaðinum at- vinnulaushériDanmörku.en er þetta allt raunhæfar tölur? Eru ekki háar atvinnuleysisbætur farnar aö hafa þau áhrif aö fólk vill frekar sitja heima og þiggja riflegar bætur I staö þess að fara út á vinnumarkaöinn að nýju?” „Það er erfitt að svara þessu með nokkurri vissu en vel má vera að dæmi séu um slikt, enda ekki hægt aö neyða fólk til að vinna. Aftur á móti má benda á, að mikill fjöldi giftra kvenna hefur streymt inn á vinnu- markaöinn siðustu árin.en þeg- ar erfiöleikar steöja að missa þær atvinnuna. Ef til vill þykir hjónum nóg aö annaö þeirra vinni úti en hitt sitji heima og þiggi atvinnuleysisbgeturnar i staö þess aö bæöi séu I fullri vinnu. Þetta hlýtur aö vera einstaklingsbundið”. Prósentutölur ekki ein- hlitar „Nú hefur islenskum stjórn- völdum tekist að halda að mestu uppi fullri atvinnu en verðbólg- an hefur aftur á móti farið úr böndunum. Hvaö viljið þér segja um þróun efnahagsmál- anna á Islandi?”. „Það er sláandi aö lesa um það fréttir I blöðunum, að verð- bólgan á tslandi sé um 40% og okkur gengur erfiölega að skilja hvernig slikt geti átt sér stað. Hér I Danmörku þykir mönnum nóg um þá 9% verðbólgu, sem við erum að berjast við núna. En það er ekki einhlitt að lesa stöðu efnahagsmála út úr sllk- um prósentutölum og við vitum aö vandamál Islenskra efna- hagsmála eru önnur en við er aö fást til dæmis hér I Danmörku en i báðum löndunum gera stjórnmálamenn sitt besta til þess aö leysa þau”. Hér þótti mér víð hæfi að setja punktinn. Við röbbuðum um stund um Danmerkurblað Visis yfir kaffinu, en siðan þakkaði ég þessum einlæga og alþýðlega forsætisráöherra Dana fyrir spjalliö. Hann sagði, að sin heföi veriö ánægjan og ég væri vel- kominn aftur til þess að ræöa málin og fá mér kaffisopa þarna hjá honum I Kristjánsborgar- höll. —ÓR Rætt um ástand efnahagsmála I Danmörku og á islandi yfir kaffibolla I Kristjánsborgarhöli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.