Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 10
. MiOvikudagur 30. mai 1979. 10 „Ég held, að danskir stjórnmálamenn hafi i fyrsta sinn skilið þá alvöru, sem var á bak við áhuga íslendinga á að fá handritin til islands, þegar hingað kom dönsk sendinefnd árið 1946. Þessi nefnd kom til þess að semja um ýmis mál, varðandi samskipti landanna eftir lýðveldis- stofnunina hér og á fundunum var meðal annars rætt um leiðir til þess að leysa handritamálið”. Þetta sagöi sendiherra Dana á Islandi, Janus A.W. Paludan, er Vlsir ræddi viö hann I tilefni af útkomu þessa Danmerkur- blaös. Paludan var ritari sendi- nefndarinnar, sem þarna kom viö sögu en i henni voru meöal annarra kunnir danskir stjórn- málaskörungar þar á meöal Hedtoft, Arup og Henriksen. Störf Paludans meö þessari sendinefnd voru meöal fyrstu meiriháttar verkefna sem hon- um voru falin i dönsku utan- rikisþjónustunni. Hann hefur aftur á móti ekki setiö auöum höndum siöan, þvi aö hann hefur gegnt sendiherrastörfum fyrir Dani í Kongó, sem nú heit- ir Zaire, i Brasilfu, Egyptalandi og Kina. Island haföi hann sett á óskalista sinn hjá utanrikis- þjónustunni og sú ósk rættist. Hér hefur hann verið hús- ráöandi f danska sendiráöinu viö Hverfisgötu i Reykjavík i ein tvö ár. Þar sem mig langaði aö for- vitnast nánar um sendinefnd- ina, sem bar á góma hér aö framan, spuröi ég sendiherrann nánar um hana. Erfiður róður Janus Paludan sagöi, aö nefndin heföi dvalist hér I þrjár til fjórar vikur, rætt viö fjölda framámanna ogferöast viöa um landiö. Hann kvaöst meöal annars hafa komist I kynni viö ýmsa fremstu stjórnmálamenn tslendinga þar á meðal Ólaf Thors, Bjarna Benediktsson, Stefán Jóhann Stefánsson, Jakob Möller, Gunnar Thorodd- sen og Eystein Jónsson á meöan á dvöl dönsku sendinefndarinn- ar stóö hér á landi. „Þegar handritamáliö bar á góma, var augljóst, aö dönsku stjórnmálamennirnirhöföu ekki gert sér grein fyrir þvi hve ts- lendingum var þaö mikiö kappsmál, aö handritunum yröi skilaö aftur hingaö,En þeir áttuöu sig á þvf i þessari ferö og ' eftir aö heim til Danmerkur kom fóru þeir aö vinna hand- ritamálinu fylgi i danska þing- inu. Þaö var erfiöur róöur, og tók sinn tima, eins og kom á daginn, enda ekki allir þing- menn i hverjum flokki jafn skilningsrlkir á afstööu Is- lendinga til málsins og margir þeirrar skoöunar, aö þessi menningarverömæti ættu áfram aö vera i dönskum söfn- um”, sagöi sendiherrann. Hann rifjaöi siöan upp gang handritamálsins allt til dóms hæstaréttar og afhendingar fyrstu handritanna. Siðasta hindrunin „Deilan um afhendingu hand- ritanna var slöasta hindrunin i vegi góöra samskipta Is- lendinga og Dana og hefur mönnum orðiö þaö vel ljóst eftir lausn málsins. Nil ganga sam- skiptin alveg snuröulaust og viö eigum ekki viö nein vandamál aö striöa. Mér er óhætt að segja aö samskipti þessara frænd- þjóöa geti alls ekki oröiö betri og vinsamlegri”. Danski sendiherrann er kvæntur breskri konu og hafa þau feröast allmikiöum landiö á meöan þau hafa dvalist hér. Fuglar og sögustaðir „Viö höfum fariö allan hring- veginn og sofiö i tjaldi allviöa. Ég hef mikinn áhuga á fuglum og fer oft til fuglaskoðunar, en auk þess höfum viö hjónin lagt áherslu á aö heimsækja þá staöi, sem kunnir eru Ur Is- lendingasögunum eöa tengjast hinni fornu bókmenntahefö Is- lendinga. Þar á meöal höfum viö komiö aö Bergþórshvoli og Hlibarenda í Fljótshlíö og i Reykholt, þar sem við skoðuðum laug Snorra. 1 þvi sambandi rif jaöist þaö upp fyrir manni, hve geysilega þýðingu þaö hefur haft fyrir þekkingu okkar á sögu Noröurlanda á fyrri öldum, aö islenskir menn skyldu skrásetja hana á skinn- bækur hér noröur frá ásamt öörum stórvirkjum á sviöi bók- menntanna”. Engin heimsvalda- stefna varðandi dönskuna Og svo snerum viö okkur aö dönskunni og dönskukennslunni I Islenskum skólum, en aö þvl er næst veröur komist mun ísland vera eina landið utan danska konungsrikisins, þar sem danska er skyldunámsgrein I skólum. Mig langaöi aö heyra álit sendiherrans á þessu atriöi og spuröi þvl: „Leggiö þiö Danir áherslu á aö Islendingar læri dönsku fremur en önnur Norðurlanda- mál?” „Nei, þaö gerum viö ekki. Viö fylgjum ekki neinni heims- valdastefnu á tungumála- sviöinu. Þaðeina sem við höfum áhuga á, er aö þið Islendingar kunnið eitt skandinavísku mál- anna, þannigað við getum skiliö hverjir aöra. Hvaða tungumál það er, skiptir ekki máli. Þaö gæti alveg eins veriö norska eöa sænska. Annars held ég, aö dönskukunnátta veiti Islending- um besta grunninn varðandi Noröurlandamálin, þar sem þeir geta auðveldlega komist áfram I Danmörku, og meö til- tölulega litilli æfingu og fram- buröarbreytingum komast þeir einnig vel af iNoregiogSvíþjóö. Mér finnst lika sú skandi- naviska sem margir íslending- ar tala gott norrænt mál en þar á ég vib dönsku með islenskum framburði, sem skilst vel á öll- um Noröurlöndum”. Dönsk blöð og dönsku- kennsla „Nú er meira keypt af dönsk- um vikublöðum hér á landi en af öðrum erlendum timaritum — hafa þau ekki haft veruleg áhrif til þess aö viðhalda dönsku- kunnáttunni?” „Jú, þaö er enginn vafi á aö dönsku blöðin hafa oröiö til þess að margir fullorönir lesa dönsku og halda viö þvi, sem þeir læröu I skóla,en flesta vantar æfingu i aö tala dönskuna”. „Erekki rétt, að til málahafi komiö aö dönsk og íslensk menntamálayfirvöld heföu samvinnu um undirbúning dönskukennslu i islenska sjón- varpinu”. „Þaö mál kom til umræðu, þegar Einar Agústsson ,utan- rikisráöherra, var I opinberri heimsókn i Danmörku árið 1977. Þá var óskaö eftir þvl af hálfu Islendinga, að danskir aöilar aöstoöuöu viö gerö sjónvarps- þáttar sem miðaði aö þvl aö kenna íslendingum dönsku og auðvelda þeim að tala máliö. Af okkar hálfu var þvi svarað til, aö viö vildum gjarnan aö- stoöa íslendinga varðandi þetta mál og standa straum af kostnaöi viö þaö. Þegar K.B. Andersen, utanrikisráöherra Danmerkur,kom svo hingaö til lánds áriö 1978, var komið á fót nefnd, sem gerði athugun á þessu máli og framkvæmd þess. Alit þeirrar nefndar liggur nú hjá dönskum og islenskum stjórnvöldum til athugunar”. Sólarlöndin freista meira „Er rlkjandi áhugi á Islensk- um málefnum og feröum til ís- lands I Danmörku?” „Ég tel aö áhugi Dana á ferðum til tslands sé vaxandi en náin tengsl landanna um langt skeiö hafa stuölaö aö jákvæöri afstööu til Islands og áhuga manna i Danmörku á íslenskum málefnum. Aftur á móti er ekki viö þvi aö búast, aö feröamenn streymi hingaö frá Danmörku, þar sem hiö sama er uppi á teningnum þar eins og hér á landi, aö menn flykkjast suöur eftir Evrópu I sumarleyfum sln- um, til sólarlandanna, fremur en að halda noröur á bóginn” sagöi danski sendiherrann. —ÓR SKILNINGU R A ALVÖRU HANDRITJ UMÁLSINS VAKNAÐI ÁR» 1946 seglr Janus fl. w. Paludan, sendlherra Dana en hann var ntarl danskrar sendlnelndar, sem kom hlngah hað ár „Viö fylgjum ekki neinni heimsvaldastefnu á tungumálasviöinu og viljum aöeins aö tsiendingar læri eitthvert eitt skandinavlsku málanna... sagöi danski sendiherrann, er hann var spuröur um áhuga Dana á dönskukennslu i Islenskum skólum. Vfsismyndir: GVA. Hús danska sendiráösins viö Hverfisgötu I Reykjavik. Auðveld tengsl hér Janus Paludan, sendiherra, var þessu næst spuröur um starfsemi danska sendiráðsins hér á landi og þaö, hvort mikill munur væri á sendiherrastarfi hér eöa til dæmis I Kina eöa Kongó. Hann sagöi aö starf sendi- herra væri svipaö hvar sem væri I heiminum og sömuleiðis væru verkefhi sendiráöa Dana lfk um allan heim. Munurinn á aö starfa I stóru landi eins og Klna og aö starfa meðal fá- mennrar þjóöar eins og Is- lendinga fælist aðallega i þvl aö hér væri miklu auöveldara aö ná sambandi viö þá, sem leita þyrfti til heldur en I Ki'na Þar hefði lika oft tekið langan ttma að kpmast að, viö hvaöa em- bættismann eða ráöamann ætti aö tala vegna ákveðins máls, en hér vissi hann nákvæmlega hvert hann ætti aö snúa sér og þekki oröið ýmsa framámenn persónulega. Þær Nanna Kaaber, Eiien Steindórs og Ásta Stoklund leysa af hendi margvisleg verkefni I danska sendiráöinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.