Vísir - 30.05.1979, Qupperneq 31

Vísir - 30.05.1979, Qupperneq 31
Mi&vikudagur 30. mai 1979 31 Sumortískon fyrir Danskur landbúnaður leggur undlr slg helmsmarkaðlnn: Hver skiki danskra sveita er nýttur til ræktunar. Danskur landbúnaður hefur þá sérstöðu miðað við landbúnað i öðrum löndum, að meirihluti afurðanna fer til neyslu utan framleiðslulands- ins. Á heimamarkað i Danmörku fer að jafnaði að- eins um þriðjungur landbúnaðarframleiðslunnar og er þvi annað uppi á teningnum hjá dönskum bændum en islenskum starfsbræðrum þeirra, sem nær eingöngu framleiða fyrir innanlands- markað. Þvi sem umfram er hjá okkur er svo reynt að koma á markað eriendis en sú framleiðsla er nánast gefin til þess að koma henni inn á markaðinn i nágrannalöndunum. í forustu Danir þurftu um aldaraöir aö byggja afkomu sína á land- búnaði, þar sem engar auðlindir fyrirfundust í landinu. A sviöi landbúnaðar hafa Danir lika öölast heimsfrægð. Danmörk flytur allra landa mest út af svinakjöti, er annar mesti út- flytjandi á smjöri og þriðji mesti hvað ostum viðkemur. Danskir bændur hafa með lang- vinnum tilraunum og kynbótum getað framleitt gæðavöru eins og fitusnautt svinakjöt I beikon, sem fékkst eftir stöðugar kyn- bætur i hvorki msira né minna en 85 ár samfleytt. Mikil samvinna Arið 1972 voru 134.000 bænda- býli i Danmörku og stunduðu flest þeirra kvikfjárrækt. Sam- vinnuhreyfingin er mjög út- breidd i Danmörku og rúmlega 50% allra landbúnaðartækja er dreift gegnum samvinnufélögin og 75% framleiðslunnar seld gegnum þau. Danir leggja nú mlkia áherslu á að breyta sam- vinnuhreyfingunni til nýtisku- legra horfs, reynt er að stækka félögin og fækka þeim svo auð- veldara verðiað stýra þeim svo hagkvæmni verði sem mest. Fyrsta árið sem Danir voru i Efnahagsbandalaginu jukust útflutningstekjur landbúnaðar- vöru frá 8000 milljónum danskra króna i 12.000 milljónir. Mikil ræktun Það er ekki hægt að segja annaö en Danir hafi veriö iðnir við að rækta landiö sitt. Rúm- lega tveir þriðju hlutar þurr- lendisins eru ræktaöir og sam- kvæmt alþjóðaskýrslum er af- rakstur af hverjum hektara meiri en i flestum öðrum löndum. Yfirleitt stunda bændur bæði akuryrkju og kvikfjárrækt eins og menn muna eflaust úr landa- fræðinni og er megnið af upp- skerunniafheyi, korni og rófum notað til þess að fóöra búféð. GERIÐ SAMANBURÐ: Sjáið t.d. hvernig stærð, lögun og staðsetning nýja Nilfisk-risapokans tryggir óskert sogafi i þótt í hann safnist. GÆÐI BORGA SIG: Nilfisk er vönduð og tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lág- marks truflunum og tilkostnaði. Varanleg: til lengdar ódýrust. Afborgunarskilmálar. Traust þjónusta. SOGGETA í SÉRFLOKKI Einstakur mótor, efnisgæði, mark- visst byggingarlag, afbragðs sog- stykki — já, hvert smáatriði stuðlar að soggetu í sérflokki, fullkominni orkunýtingu, fyllsta notagildi og dæmalausri endingu. heimsins besta ryksuga Stór orð, sem reynslan réttlætlr. FYRSTA FLOKKS FRÁ FÖNpt HÁTÚNI — SlMI 24420 Nu er sterka ryksugan ennþá sterkari. Nyr super-motor áður óþekktur sogkraftur. Ny sogstilling: auðvelt að auðvelt að tempra kraftinn. Nyr ennþá stærrf pappírspoki með hraðfestingu. Ny kraftaukandi keiluslanga með nýrri festingu. Nyr vagn sameinar kosti hjóla og sleða. Auðlosaður í stigum Aðelns Dríöjungup afurðanna seldur á helmamarkaðl Þar er um að ræða nautgripi, svín og hænsni og er megin- áhersla lögð á mjólkur- og kjöt- framleiðslu. Danskur sykur Aðalkorntegundirnar eru bygg og hafrar, en að auki rækta Danir mikiðaf kartöflum, sykurrófum, fóðurrófum og heyi. Sykurrófurnar eru aðal- lega ræktaðar á eyjunum og fullnægir sykurframleiðslan þörfum landsins auk þess sem sykurinn er fluttur út, þar á meðal til Islands, og kannast lesendur eflaust við pakka og poka merkta Dansukker. Hveitirækt er stunduð þar sem jarövegurinn er frjósam- astur, til dæmis á Suður-Sjá- landi, Fjóni og Austur-Jótlandi. Þá stunda frændur okkar Danir mikla grænmetisrækt og einnig talsverða eplarækt. VERZLUN / # 919/ Laugavegi 58 Sími 11699 NÝ NILFISK

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.