Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 30. mai 1979 16 Hafnarháskóli 500 ára á bessu ári: A annað búsund (slendingar haía sðlt bangað fram- haldsmennlun sína Þó að Háskólinn i Kaupmannahöfn sé ekki lengur háskóli íslendinga, stunda islenskir stúdentar þar enn nám. Og það hafa islendingar reyndar gert allt frá þvi á 16. öld. A Þingvöllum á meban á heimsókn rektors Hafnarháskóla stóö: Taliö frá vinstri: Guömundur Magnús- son prófessor, Erik Skinhöj rektor Hafnarháskóla, séra Eirlkur Eirfksson, Guölaugur Þorvaldsson rektor og Erik Sönderholm forstööumaöur Norræna hússins. Mynd: Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Eftir að Hafnarháskóli, sem á 500 ára afmæli á þessu ári var endurreistur áriö 1537 og fram til ársins 1945 voru 1250 Islend- ingar innritaöir i skólann. Fyrir þann tima og eftir áriö 1945 er hins vegar ekki vitað hversu margir hafa stundað þar nám. Fram tii 1800 voru fimm hundruð Islendingar innritaðir. A 19. öld 435 og rúmlega þrjú hundruð á þessari öld. En þó svo margir hafi verið innritaöir i Hafnarháskóla luku þar ekki jafn margir námi. Og lengi framan af tiðkuöust emb- ættismannapróf ekki við háskólann. Til dæmis var það fyrst eftir 1730 sem embættis- próf I lögfræði voru tek- in, og þá fýrst fóru Islendingar að ljúka lögfræöiprófi. Islendingar hafa minnst afmælis Kaupmannahafn- arháskóla og Háskóli íslands efndi til samkomu fyrr stuttu þar sem heiðursgestur var nýkjörinn rektor Hafnar- háskóla, prófessor dr. med Erik Skinhðj. A meðan á dvöl hans stóð ferðaöist Erik Skinhöj um og skoðaði m.a. Þingvöll, Gullfoss og Geysi. Hátið verður i Kaupmanna- höfn i tilefni afmælisins dagana 31. mai til 2. júni nk. Þangað fara þrir Islendingar: Guðlaug- ur Þorvaldsson rektor Háskóla Islands, varaforseti háskóla- ráðs Sigurjón Björnsson prófessor, og Þórir Kr. Þórðar- son prófessor. Mikið verður um dýröir á veg- um Háskólans i Höfn, meöal annars I Tivoli. I haust og næsta vetur koma svo fyrirlesarar úr ýmsum deildum Hafnarháskóla hingað til Islands I boði Islendinga. —EA Sambandsskipin fesfar reglulega i Svendborg auk Kaupmannahafnar Við erum eina skipafélagið/ sem lestar reglubundið utan Kaup- mannahafnarsvæðisins/ — f Svendborg á Fjóni. Það getur sparað yður tíma og f lutningskostnað innanlands í Dan- mörku. Umboðsmaður í Svendborg: A.E. Sörensen, Jessens Mole 15, 7500 SVENDBORG Cable: Shipping Telex 58114 Phone: (09) 211151 Umboðsmenn í Kaupmannahöfn: Alfragt 35 — Amaliegade DK 1256 Köbenhavn K Phone (01) 111214 Telex: 19901 LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA. TV ^ SKIPADEILD SAMBANDSINS SIMI 28200 Langbestar undirtektir i Danmðrku - segir úlfur Sigurmunússon framkvæmdastiöri Útflutningsmiö- slöðvar lönaðarlns um viðbrögð við íslenskri Iðnaðarframleiðslu erlendis „Við fórum fyrst að flytja út ull til Danmerkur 1969, þegar útflutningsskrifstofa Félags islenskra iðnrekenda hóf starfsemi sina og siðan hefur Danmörk verið meginmarkaður okkar fyrir ullarvörur”, sagði tJlfúr Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri ’Ctflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, er Visir ræddi við hann vegna Danmerkurblaðs- ins. „Á siðasta ári var mjög mikil aukning í útflutn- ingi tilbúins ullarfatnaðar til Danmerkur og voru flutt út 28,9 tonn, sem er um helmingi meira en árið áður”. Úlfur sagði enn fremur aö það væri enginn 5 milljón manna markaður sem keypti jafn- mikið af islenskri ull og Danir. Hann nefndi einnig útflutning á ullarlopa, ullarbandi og ullar- teppum, en islensku ullarteppin hlutu einmitt sérstök verðlaun danska blaösins Bo Bedre i nóvember i fyrra. Nam útflutningur ullarteppa til Danmerkur um 8,7 tonnum og var Danmörk þar með orðin annar stærsti útflutnings- markaður fyrir islensk ullar- teppi, næst á eftir Sovétrikj- unum. Skinn til fatagerðar var flutt út til Danmerkur á siöasta ári og var magnið um 29,1 tonn — og kisilgúr um 1000 tonn. Miklir möguleikar enn „Allar okkar tilraunir til út- flutnings hafa fengið bestar undirtektir á Norðurlöndum og af Norðurlöndunum hafa Danir verið lang-jákvæðastir”, sagði Úlfur Sigurmundsson. Hann taldi norrænu tengslin hafa komið þarna að greinilegu gagni, auk þess sem Danir væru yfirleitt taldir meiri verslunar- Úlfur Sigurmundsson. menn en aðrir Norðurlanda- búar. Þá væru og góöar sam- göngur viö Danmörku. ,,Ég er viss um áð tækifæri okkar i Danmörku eru langt frá þvi fullnýtt. Við getum bæöi aukið við þær vörutegundir, sem þegar eru fluttar út til Dan- merkur, og bætt við nýjum”, sagði Úlfur Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins. _-öm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.