Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 22

Vísir - 30.05.1979, Blaðsíða 22
Miðvikudagur 30. mal 1979. r......... 22 Ævintýri í kubbalandl •í Dyggingarnar I Legolandi hafa larlð um 25 mllllðnlr kubha Einn er sá staður á Jótiandi sem enginn verður svikinn af að heimsækja. Það er hið ævin- týralega Legoland, sem byggt hefur verið upp mitt á jósku heiðinni. Þarna gefur að lita eftirliking- ar af minnismerkjum, höilum, kirkjum og heiium bæjum, allt búið til úr leikfangakubbum. 1 þessar byggingar hafa fariö um 25 milljónir kubba og er hreint ótrúlegt hve nákvæmlega er hægt að láta þær lfkjast raun- veruleikanum. ínn. A siðasta ári var metað- sókn, en þá komu þangað 903 þúsund gestir. A þvi 75.000 fermetra svæði, sem Legoland nær yfir, geta all- ir fundið eitthvað við sitt hæfi. Athygli fulloröna fóksins bein- ist liklega einria helst að Mini- landi. Þar er heill heimur kaup- staða, þorpa, hafna, halla og kirkna — allt mótað i smækk- aðri mynd úr kubbum. Meö þvi að skoða sig um þarna er hægt að rifja á skemmtilegan hátt upp ýmislegt úr sögu mannsins. í , V : i v i' J É ‘ ) ' J Fjöldi bygginga og leiktækja úr Legokubbum setur svip sinn á Legoland. Eitthvað fyrir alla Legoland var fyrst opnað 1968. Siðan hafa yfir 8 milljónir manna heimsótt skemmtigarð- Hnattsigling i korter Annars staðar i garöinum geta börnin farið á litlum bátum milli fjalla og kletta og i eins konar hnattsiglingu. Þau kynn- ^ tslensk börn matreiða að sið indlána I Villta vestrinu I Legolandi. ast á þeirri ferð Egyptalandi, Grikklandi, Japan og fleiri lönd- um, bæði I nútiö og fortið. Þá er hægt aö fara á smábil- um i safari. Filar, giraffar, ljón, og apar eru þar i hópum, öll gerð úr kubbum. Meðal stærri barnanna er um- ferðarskólinn þó vinsælastur. Sigurveig Jónsdóttir blaðamaður skrifar. Þar geta börnin fengiö ökuleyfi með þvi að sækja skólann i aöeins 20 minútur. ökutækin eru litlir rafmagnsbilar og i öku- ferðinni þarf aö takast á viö öll vandamál venjulegrar umferð- ar, einstefnuakstur, biöskyldu- merki, gangbrautir og umferð- arljós. Villta vestrið Villta vestriö er þarna lika i öllu sinu veldi. Þar eru krár, fangelsi, leðurverkstæði og prentsmiöja. Þaö er meira að segja hægt að leita aö gulli á nokkurn veginn sama hátt og gömlu gullgrafararnir. Og þeir sem það vilja, geta komist á hestbak. Auk alls þessa er svo brúöu- safnið I Legoland. 1 þvi eru 350 gamlar brúður og brúðuhús. Elstu brúðurnar eru frá þvi um 1580 og þær nýjustu eru frá sið- ustu aldamótum. Við hlið brúðusafnsins er brúðuleikhús og loks er sýning- arsalur, þar sem stöðugt eru haldnar sýningar af hinu fjöl- breytilegasta tagi. Eins og sjá má af þessari upptalningu, er margt að sjá og gera i Legoland og er þó fjarri þvi aö allt hafi verið hér talið. Það hefur lika sýnt sig að hver fjölskylda eyöir að meðaltali 4 1/2 tima i garðinum. Ekkert sælgæti öll þessi skemmtun kostar vissulega peninga. En Legoland hefur þó það fram yfir aðra skemmtigarða að þar er ekkert sælgæti selt og spilakassar eru heldur ekki leyfðir. Þær leiöu plagur verða þvi ekki til að eyði- leggja ánægjuna af heimsókn i þetta ævintýraland kubbanna. —SJ Eftirliking af sikjum og bygg- ingum I Amsterdam. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegi 103, sími 26055 Umboðsmenn um land allt FERÐASLYSATRYGGINGAR SJÚKRATRYGGINGAR SJON ER SÖGU RÍKARI. Bolholti 4, Reykjavík ULHVV Sími 91-21945. • Mest seldi tjaldvagn á Islandi. • Svefnpláss fyrir 5-8. • 3 rúmm. geymslurými fyrir farangur. (Allur viðlegubúnaður fyrir 4-5 manna f jöl- skyldu). • Traustur og öruggur undirvagn. Isl. hönnun. #| Tekur aöeins 15 sek. að tjalda, engar súlustill- ingar eða vandræði. Allt tilbúið um leið og opnað er. KOMIÐ — SKOÐIÐ — SANNFÆRIST.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.