Vísir - 30.05.1979, Qupperneq 12

Vísir - 30.05.1979, Qupperneq 12
VISIR Miðvikudagur 30. mai 1979 12 UM 760 HANDRIT ERU KOMIH FRA DANMðRKU Handrit úr dönskum söfnum berast reglulega hingað til lands og hafa gert frá þvi að handritamál- ið var leyst. Um miðjan maí voru komin til Stofnunar Árna Magnússonar á íslandi samtals 760 handrit, sem varðveitt eru i sérstakri eldtraustri handrita- geymslu i kjallara Árnagarðs við Hringbraut i Reykjavik Svo sem menn rekur minni til hófst formleg afhending handrit- anna meö þvi aö danskt herskip sigldi hingað til lands með tvær mestu gersemarnar ur dönskum söfnum, Flateyjarbók og Kon- ungsbók Eddukvæöa sem afhent- ar voru Islendingum hátiðlega. Grágás meðal helstu kjörgripa Síðan hafa eins og fyrr sagði talsvert á áttunda hundraö hand- rit komið hingað til lands án sér- stakrar viöhafnar. En hver ætli sé nú helsta perlan I þvi safni. Visir innti Ólaf Halldórsson, sem gegnir störfum forstööumanns Arnasafns,eftir þvi. ,,Það er ekkert vafamál, aö Konungsbók Grágásar, sem okk- ur barst nýlega er tvimælalaust meðal aðalkjörgripanna, sem okkur hafa borist úr söfnum i Danmörku bæði vegna efnis og útlits. Þetta er aðalhandrit Grá- ólafur Halldórsson, forstöðumaöur Stofnunar Árna Magnússonar á ts- landi með Konungsbók Grágásar, sem nýlega barst hingað frá Dan- mörku. Hún er meðal kjörgripa handritasafnsins og hefur þurft I hana 40 til 50 kálfskinn. UMBOÐSMADUR ÓSKAST til einkasölu á upplýstum fyrirtœkja- og auglýsingaskiltum Við erum stærstu sérframleiðendur upplýstra fyrirtækja- og auglýsingaskilta i Norður-Evrópu. Fyrirtækið hef ur starfað í29 ár og hjá því starfa 150 manns. Um helmingur framleiðslunnar fer til útlanda, til alþjóðlegra við- skiptavina eins og t.d. Ford, GM, Massey Ferquson, Shell, Chrysler og f jölda annarra. Framleiðslan er mjög tæknilega f ullkomin og f er f ram í nýtísku verksmiðju sem nær yf ir 9000 fermetra. Við höf um eink'aleyf i á miklum hluta framleiðslunnar. 1 Við höfum þegar umboðsskrifstofur á hinum Norðurlöndunum og dótturfyrirtæki f Englandi. Þar sem við vitum að markaður er fyrir vörur okkar á (slandi viljum við á þennan hátt reyna að komast í samband við fyrirtæki sem kynnu að vilja taka að sér umboð fyrir þær. Ef þér hafið áhuga biðjum vér yður að senda oss helstu upplýs- ingar um fyrirtæki yðar og vér munum senda svar um hæl. colorlux a-s Hovedvej 12 - 6700 Esbjorg Tlf. (05) 12 63 22 gásar og er mjög vel varöveitt,” svaraöi Ólafur. Hann kvað þetta handrit hinnar kunnu lögbókar vera skrifað seint á þrettándu öld og þekktu hand- ritafræðingar skrifarann, það er aö segja rithöndina sem væri að finna á fleiri handritum, en ekki væru vituð deili á skrifaranum sjálfum. Mörg kálfsskinn i hvert handrit Konungsbók Grágásar er I all- stóru broti eins og sést á mynd, sem fylgir þessum pistli, og er hún rituö á kálfsskinn eins og flest handritanna. Þegar ólafur Halldórsson var spurður, hvort hann gæti áætlaö, hve mörgum kálfum hefði þurft að farga til þess að fá skinn I þetta handrit sagði hann að hægt væri að giska á þaö miðað við stærð bókarinnar og siðufjölda. Er hann hafði kannaö þau atriði kvaðst hann búast við að I Grágásar- handritið heföi þurft milli 40 og 50 kálfskinn og væri þá miðaö viö að hægt hefði verið að ná tveimur tviblöðungum úr hverju skinnL 1 Flateyjarbók sem er nokkru stærri en Konungsbók Grágásar, sagði ólafur að þurft hefði 100 kálfa þar sem heilt kálfskinn hefói farið i hvern tviblööung,þaö er aö segja hverjar fjórar siöur I bókinni. Kunn skreyting úr þvi fræga handriti Fiateyjarbók, sem afhent var Is- lendingum hátiðlega áriö 1971 ásamt Konungsbók Eddukvæöa. Mynd- ina dró Magnús prestur Þórhallsson um 1390 og sýnir hún fall ólafs helga Haraldssonar. '

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.