Vísir - 30.05.1979, Síða 27

Vísir - 30.05.1979, Síða 27
27 VtSIR Miðvikudagur 30. mai 1979. Hið nýja Bella Center i Kaupmannahöfn er stærsta ráð- stefnu- og sýningarmiðstöð á Norðurlöndum. Þar er hægt að halda ýmiskonar ráöstefnur og sýningar samtimis enda er plássið ekkert smáræði, eða samtals 85 þúsund fermetrar. Markaðs-, ráðstefnu og sýningarsölum er komið fyrir umhverfis miðjuhúsið eða höllina þar sem eru kaffiteriur, veitingahús og fleiri þjónustu- greinar. Höllin er háreist og er 25 metra lofthæð þar sem hæst ber og eru haldnar þar sýningar sem þurfa slika lofthæð, til dæmis bátasýningar. Þakiö er úr gleri. Aðalinngangur i höllina er að vestanveröu og þegar inn er komið veröa fyrst á vegi gesta upplýsingaskrifstofur, miðasöl- ur, bankaútibú, póáthús og fleiri þjónustustofnanir. Siðan taka við sýningarsalir á mörgum hæðum auk markaöar- ins, Scandinavian Trade Mart, sem er á þremur hæðum. Ráðstefnuhluti miðstöövar- innar er móti noröri og þar er rúm fyrir sex þúsund ráöstefnu- gesti. Aðalsalurinn einn rúmar 4.250 gesti en honum má siðan skipta I þrjá minni sali með hljóðþéttum skilrúmum. Þarna er fullkomið sjónvarpskerfi, fjögur túlkunarkerfi fyrir sex tungumál eru i byggingunni og þannig mætti lengi telja. I fyrra sumar var opnuð enn ein byggingin i Bella Center, eða þaö er „International House”. Byggingin er á fjórum hæðum ogþar eru meöal annars sýningardeildir fýrir gull- og silfurvörur. 1 Bella Center eru f jögur veit- ingahús sem hafa sæti fyrir 1300 gesti og hægt er að bæta við sæt- um nær ótakmarkaö. Bella Center er risavaxin við- skiptamiðstöö og þarna eru haldnar vörusýningar með þátt- töku fyrirtækja viös vegar að úr heiminum og geröir eru stórir samningar oft og tiðum. Samband islenskra sam- vinnufélag er með skrifstofu i Bella Center og meðal islenskra fyrirtækja sem eru með fasta sýningarbása i gull- og silfurmarkaðinum eru Guðlaugur A. Magnússon, Jens Guöjónsson og Gullkistan. —SG. HJÓL ai öllum stmröum tyrír alla á öllum aldri i A.WINTHE R-AKTIE S E LSKAB THEM-OANMAHK REIÐHJOLAVERZLUNIN Örninn SPÍTALASTÍG 8 - SÍMI 14661 Hvað dettur þér fyrst i hug þegar minnst er á island? Suzanne Jörgensen Kaupmannahöfn: Það er lítiö land. Ib Andersen, B.alby: Náttúru- fegurö sem ég hef séö á sjón- varpsmyndum. Hlaut sjálf- stæöi frá Dönum fyrir löngu. Pia Juul Andersen Kaupmannahöfn: Heita vatnið sem kemur eins og gos upp úr jörðinni. Hvað heitir það nú aftur? Geysir; NÝJA RÚM-LÍNAN Rorti LtltJ •NÝj° Rúm-línon er ferhyrnt furðuverk, sem leysir fleston vondo # Hún passor á 09 prýðir hvert borð • Öll vandamál víð oð roðo í eldhús- 09 ísskápo eru úr sögunni • í Rúm-línunní eru skálar, fðtr kökubakkar 09 diskar með sérhðnnuðu sniði • Rúm-línan er úr höggheldu melamin, sem stenst híð daglega hnjosk • Má setjo í uppþvottavélar, þolir allt frá 40 stigo frosti upp í 100 stiga hito • Notið í settum, eðo stoko hluti • Rúm-linan reynlst best jofnt í eldhúsið sem á veísluborðið • w Umboðsmenn: Ásbjðrn Ólafsson hf. - Dorgartúni 00 - Reykjavík - Sími 2-44-40

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.