Vísir - 30.05.1979, Side 33

Vísir - 30.05.1979, Side 33
Miðvikudagur 30. mai 1979 33 skipta Tveggja ára ábyrgð gegn verksmiðjugölium og 10 ára ábyrgð gegn þvi að dyrnar vindist. . . . Strandgötu 45 — Hafnarfirði — Sími 51103 JETRÆ-ÚTIDYR Fást í öTJum viðartegundum Á lafoss-vœrðarvoð fékk 1. verðlaun fyrir hönnun og gæði hjá hinu þekkta danska tíma- riti Bo Bedre árið 1978 ÁLAFOSSBÚÐIN Vesturgötu 2 — sími 13404 Forvítnlleg sýning teikninga væntanieg Þegar Norræna húsið var tekið i notkun með pomp og pragt árið 1968 var ráð fyrir þvi gert að öll Norðurlöndin tækju jafnvirkan þátt í rekstri þess og hefur enda sú orðið raunin. Danir horga einn siötta hluta kostnaðarins, eins og íslendingar, Norðmenn og Finnar en Sviar greiða tvo sjöttu enda rikastir. Eliefu dönsk atriði 1978 Þaðværitilaö æra óstöðugan að ætla sér að tíunda alla þa starfsemi sem flutt hefur veriö i Norræna húsinu af Dönum eða á vegum Dana. Hingað hafa kom- ið á vegum Norræna hússins ó- teljandi listamenn, visinda- menn og fræðingar ýmiss konar og framið vei*k sin. Þess má geta að árið 1978 voru 40 dag- skráratriöi á vegum Norræna hiissins, fyrirlestrar, upplestur, tónleikar, skemmtanir og fleira og komu um það bil 11 þeirra frá Danmörku. Sérstaklega mætti nefna erindi prófessorsins Niels I. Meyers I sambandi vð bókina umtöluðu „Dprör fra m idten ”, og svo fyrirlestra rit- höfundarins og grafiklista- mannsins Deu Trier Mörch um tilurð þeirrar frægu bókar henn- ar „Vetrarbörn”. Af málverkasýningum og öör- um sýningum er skemmst að minnast listiönaðarsýningar- innar sem nú er mllokiö. Bækur, blöðieikningar Bókasafn Norræna hússjns tel- ur um 17000 titla, að sögn bóka- varðar og eru nálægt 5000 þeirra danskir. Kennir þar margra grasa einsogvið er aö búast og eru dönsku bækurnar mikið lánaðar út. Einnig er, eins og margir vita, unnt að lesa dönsku dagblöðin i kaffiteriu hússins, þó ekki Ekstra-Bladet og B.T. einhverra hluta vegna. Meðal þess sem næst er á dag- skrá Norræna hússins frá Dan- mörku er einstæð og mjög for- vitnileg sýning. Það eru penna- teikningar frá Islandi sem Dan- inn Johannes Larsen (1866-1961) gerði fyrir danska þýöingu af Islendingasögunum. Larsen er einn af hinum þekktu Fynbo- málurum á fyrri hluta aldarinn- ar. Arin 1927 og 1930 ferðaöist hann um Island og teiknaöi ó- grynnin öll af landslagsmyndun I „De Islandske Sagaer”. Fjöl- skylda hans erfði þessar teikn- ingar og einn erfingjanna hefur léð Norræna húsinu myndir sin- ar. Annars vegar er um að ræða helming myndskreytinganna úr verkinu og hins vegar fjölda teikninga sem aldrei hafa sést áöur hér á landi. —IJ Að iokinni dásamlegri utanlandsferð komið þér filmum yðar til okkar í vinnslu því auðvitað vil jið þér ekkert annað en Litmvndir í sérfMki HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆ AUSTURVER S: 20313 S: 82590 S: 36161

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.