Vísir - 30.05.1979, Qupperneq 20

Vísir - 30.05.1979, Qupperneq 20
vtsm Miðvikudagur 30. maf 1979. 20 Staða Fluglelða á danska flugmarkaðlnum: SKÆRUVERKFfiLL hkfk hkfi KLVKRLE8KR KFLEWIHGKR „Skæruverkföll f lugmanna í vetur ollu pkkur mikl^ um erfiöleikum og er Ijóst, að þau hafa haft alvarleg- ar af leiöingar á þeim markaði, sem við erum hér að keppa á. Farþegar, sem ætluðu um Island til Bandaríkjanna og voru komnir til dæmis frá Árósum út á Kastrup-f lugvöll, þegar loks var vitað að ekki yrði f logiö milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur hétu því margir hverjir að fljúga ekki með þessu flugfélagi siðar". Vilhjálmur Guömundsson, svæöisstjóri Flugleiöa ræöir viö einn sam- starfsmanna sinna á Kaupmannahafnarskrifstofunni, Vivian Thom- sen. Það var auöheyrt, aö flug- mannaverkvöllin og vandamálin, sem þeim fylgdu voru ofarlega i huga forstööumanns Kaupmannahafnarskrifstofu Flugleiða þegar Visir ræddi viö hann i Höfn. Vilhjálmur sagöi, aö tiöar vinnudeilur ýmissa starfs- hópa á Islandi, heföu komiö iliu oröi á þjónustu Flugleiöa og þaö gengi erfiölega aö þvo af félaginu þennan leiöindablett. Hörð samkeppni ,,Viö eigum hér i haröri samkeppni um farþegana og er- um á vissan hátt verr settir en keppinautarnir. Varöandi Bandarikjaferöir, sem viö reyn- um aö selja, erum viö til dæmis aö keppa viö félög, sem bjóöa beinar feröir héöan frá Danmörku til Bandarikjanna i nýtisku breiöþotum. Viö þurfum að láta farþegana millilenda i Keflavik og erum þar að auki meö eldri og minni flugvélar. Þegar þaö bætist svo við að fólk getur ekki treyst á að ferðin verði farin vegna verkfalla er samkeppnis- staöan siður en svo góð”. Vilhjálmur sagði, að nú á næst- unni myndi samkeppnin enn harðna i sambandi viö Bandarikjamarkaöinn þar sem bandariska flugfélagið Northwest-Orient væri aö byrja beinar ferðir vestur um haf frá Kaupmannahöfn. Það félag ætl- aöi að fara tvær breiöþotuferöir á dag frá Höfn og gæti þvi flutt 700 manns daglega vestur. Þetta breytti verulega aöstööu SAS- flugfélagsins, sem eitt heföi veriö með beinar þotuferðir frá Kaupmannahöfn til borga i Bandarikjunum. Fleiri frá Islandi en til Is- lands „Leggið þið mikla áherslu á að auglýsa Bandarikjaferöir Flug- leiöa hér á Danmerkurmarkaðin- um?” „Nei, ekki svo mjög i seinni tið. Meginþungi auglýsingastarfsemi okkar miðast viö aö kynna ísland sem ferðamannaland og selja feröir þangað, og það hefur geng- iö þokkalega.” „Hve margir fóru á siöasta ári með vélum ykkar á milli Kaupmannahafnar og Keflavik- ur?” „Þaö fóru um 60.000 manns þá leiö, og þegar betur er að gáö kemur i ljós, aö fleiri fara aö heiman en heim. Þaö bendir til þess að menn noti Kaupmanna- höfn sem áfangastað á lengra feröalagi og fari þá um einhverja aöra Evrópuborg heim aftut Svo er Glasgow I Skotlandi á leið okkur til og frá Islandi vissa daga og þar bættust við um 10.000 farþegar á siöasta ári, sem fóru ýmist til eöa frá Glasgow.” Mikið um fyrirspurnir „Hversu fjölmennt er starfsliö Flugleiða hér i Kaupmanna- höfn?” „Nú i sumar vinna hér 20 manns, 15 á skrifstofunni og 5 á flugvellinum. Þaö er nóg að gera hérna, þvi aö auk þess sem starfsliöið hér selur farseðla svarar það geysifjölda margvis- legra fyrirspurna aö þvi er Island varöar. Að sumu leyti starfar þessi skrifstofa Flugleiöa meira eins og almenn feröaskrifstofa en sem flugfélagsskrifstofa og um okkar hendur fer fé fyrir fleira en flugferöina sjálfa. Þannig er. til dæmis algengt, að viö söln á Islandsferöum, sé hlutur Flug- leiöa ekki nema 20% af þvi, sem er greitt. Hinn hlutinn er hótel- kostnaöur og feröakostnaður á Islandi”. Ekki næg fyrirhyggja „En hvaö um feröalög frá Islandi. Kemur fólk gjarnan til Danmerkur til þess aö verja hér sumarleyfi sinu? „Þaö er 'alltaf talsvert um aö islenskar fjölskyldur verji hér sumarfrii sinu en ég veit ekki hvort þaö hefur aukist svo mikiö siðustu árin. Langflestir þeirra Islendinga, sem hingaö koma standa tiltölulega stutt viö og fer fjöldi þeirra áfram héöan frá Kaupmannahöfn eitthvaö iengra út i heim. En þaö er rétt aö benda þeim tslendingum, sem ætla hingaö.á aö skipuleggja ferö sina vel áöur en fariö er aö heiman og láta ferðaskrifstofur panta fyrir sig gistingu hér i Danmörku. Þaö er allt of algengt aö tslendingar komi hingaö án nokkurrar fyrir- hyggju og séu hvergi bókaöir á hótel, en ef svo er, geta menn lent i erfiðleikum, ekki sist yfir há- annatimann”, sagöi Vilhjálmur Guðmundsson.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.